Morgunblaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR JÓN Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur farið fram á að kannað verði hvort fækka megi vistmönnum á hjúkrunarheim- ilinu Sólvangi í Hafnarfirði á næstu vikum og mánuðum þar til þeir verða á bilinu 55 til sextíu. „Er það von mín að þannig verði núverandi húsnæði og aðstaða gerð boðlegri fyrir þá vistmenn sem þar búa en þær hafa ekki verið nægilega góðar í þeim skilningi að menn hafa ekki getað haft í kringum sig persónulega muni.“ Þetta kom fram í máli Jóns í um- ræðu utan dagskrár á Alþingi í gær, um aðbúnað og aðstæður aldraðra á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Hann sagði jafnframt aðspurður að hann myndi ekki sætta sig við tilvist tvöfalds kerfis í velferðarkerfinu. „Svarið við spurningunni um hvort heilbrigðisráðherra sætti sig við tvö- falt kerfi í velferðarkerfinu þar sem fólk neyðist til að kaupa sér umönn- unarþjónustu inn á öldrunarstofnan- ir er einfalt nei.“ Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður Samfylkingarinnar, var máls- hefjandi umræðunnar. Hann gerði m.a. aðbúnað aldraðra á Sólvangi að umtalsefni, en einnig fjallaði hann um aðstæður aldraðra á hjúkrunar- heimilinu Skjóli. Hann sagði að fram hefðu komið upplýsingar um að fólk hefði keypt sérstaka starfskrafta inn á hjúkrunarheimilið til að sinna að- standendum sínum. Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra hefði hins vegar á Alþingi í fyrradag ekki kannast við þær upplýsingar, þrátt fyrir að þær hefðu tröllriðið sam- félaginu í meira en viku. „Þessir að- keyptu starfskraftar hafa meira að segja séð um grunnaðhlynningar- hætti, svo sem matargjafir og kló- settferðir og dæmi eru um að þeir hafi unnið ásamt viðkomandi fjöl- skyldu í allt að 270 stundir á mánuði á stofnuninni,“ sagði hann. „Hér erum við komin með stað- festingu á tvöföldu kerfi í velferðar- kerfinu sem Samfylkingin mun aldr- ei sætta sig við. Þjónusta við aldraða er látin drabbast niður þannig að þeir sem hafa efni á neyðast til að ráða sér sérstakan starfsmann inn á stofnanir ríkisins. Hinir sem hafa ekki efni á slíku eru látnir sitja eftir. Er þetta velferðarkerfi sem Íslend- ingar vilja sjá og búa við? Ég segi nei.“ Fjárhagslegt sjálfstæði væru mannréttindi Þuríður Backman, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sagði m.a. að aldrað fólk ætti ekki síður rétt til einkalífs en þeir sem yngri væru. Fjárhagslegt sjálfstæði væru mannréttindi og undirstaða mannlegrar reisnar. Þeim réttindum væri kippt í burtu við innlögn á dvalar- og hjúkrunar- heimili því í stað lífeyris kæmu vasa- peningar. „Ljóst er að daggjöld hafa ekki fylgt verðlagsþróun og því hafa stofnanir gripið til ýmissa ráða til að láta enda ná saman, þ.e. ódýrara vinnuafl, færra fagmenntað fólk, sparnaður í fæði, ræstingu og enginn hvati til að breyta húsakynnum og fjölga einbýlum. Við þær aðstæður hafa aðstandendur fengið aðkeypta umönnunarþjónustu til að sinna sín- um nánustu og er þetta enn ein vís- bendingin um þá misskiptingu á grunni efnahags sem nú er við lýði í þjóðfélaginu. Er það þetta sem koma skal? Við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði höfnum þessari þró- un.“ Ásta Möller, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, gerði hjúkrunarheimil- ið Sóltún að umtalsefni og sagði að aðbúnaður aldraðra þar væri sú fyr- irmynd sem miða ætti þjónustu aldr- aðra við. Hún sagði ennfremur að mikil og ör þróun hefði verið á hug- myndum um aðbúnað á heilbrigðis- stofnunum. Það hefði þótt viðunandi, allt fram á síðustu ár, að vera í stofu með fjórum til sex öðrum. Krafan um sérbýli væri hins vegar tiltölulega ný af nálinni og eðlileg. Því gæti sam- anburður á aðstöðu verið óhagstæð- ur eldri hjúkrunarheimilum. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að mikil þörf væri á að geta boðið öldruðum upp á einstaklingsvistun eða hjónum og sambúðarfólki upp á sérbýli. Að því bæri að stefna. Hann sagði að sums staðar væri þjónustan óviðun- andi, þrátt fyrir gott starfsfólk. Sól- vangur í Hafnarfirði væri dæmi um erfiðar aðstæður og mikil þrengsli. Hann sagði ennfremur að betri heilsa og lengri lífaldur kallaði á breytt viðhorf og lífsmynstur. Þetta væri jákvæð þróun sem kallaði þó eftir nýju viðhorfi til eldra fólks. Spurning um forgangsröðun fjármuna Fleiri þingmenn tóku þátt í um- ræðunni. Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingu, sagði m.a. að ef fækka ætti vistmönnum á Sólvangi þyrfti rými annars staðar. Það þyrfti m.a. að fjölga dvalar- og hjúkrunarrým- um. Jónína Bjartmarz, Framsóknar- flokki, sagði m.a. að uppbygging og skipulag heilbrigðisþjónustu innan hvers heilsugæslusvæðis væri á ábyrgð sveitarstjórna „þó að ætla mætti annað af framgöngu bæjar- stjórans í Hafnarfirði og flokks- félaga hans á Alþingi í umræðu um Sólvang“, sagði hún. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, sagði að allir væru sam- mála um meginmarkmiðin, þ.e. að búa vel að öldruðu fólki. Menn væru hins vegar ósammála um forgangs- röðun fjármuna. Þá sagði Sigurrós Þorgrímsdóttir, Sjálfstæðisflokki, að rétt væri að huga að nýjum áherslum í málefnum aldraðra og nefndi svo- kölluð stoðbýli í því sambandi, en þar væru átta til tíu manns, og hver heimilismaður hefði sína eigin íbúð. Ágúst Ólafur sagði í lok umræð- unnar að það væri umhugsunarefni að heilbrigðisráðherra vildi ekki endurskoða daggjöldin í ljósi þess að helmingur allra öldrunarheimila í landinu væri rekinn með halla. Jón sagði hins vegar að daggjöldin þyrftu að vera í stöðugri endurskoð- un. „Við erum í viðræðum við for- ystumenn heimilanna um þessi mál,“ sagði hann og bætti því við að dag- gjöldin hefðu hækkað um 65% frá árinu 2002. Þá sagði hann að stað- hæfingar um tvöfalt velferðarkerfi væru orðum auknar. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu aðbúnað aldraðra á hjúkrunarheimilum Ráðherra vill fækka vistmönnum á Sólvangi Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fylgist með umræðum á Alþingi. ÞINGMENN ræddu vanda rækju- iðnaðarins í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær að frumkvæði Krist- jáns L. Möller, þingmanns Sam- fylkingarinnar. Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra tók undir með málshefjanda um að staðan í rækjuiðnaðinum væri mjög alvar- leg. Hann kvaðst hafa skipað nefnd til að fara yfir þau mál. Kristján sagði að vandi rækjuiðn- aðarins væri að sínu mati þríþætt- ur. Í fyrsta lagi hefði orðið algjört hrun í veiðum á rækju. Í öðru lagi væri vandinn heimagerður vegna gengisþróunar krónunnar og í þriðja lagi væri um markaðsvanda og offramboð að ræða. Hann spurði ráðherra m.a. að því hvað ríkis- stjórnin ætlaði að gera. „Á þetta bara að halda svona áfram, áfram- haldandi fjöldauppsagnir og fækk- un starfa? Ég spyr: Verða tvær, þrjár eða fjórar rækjuverksmiðjur starfandi eftir áramót og eiga nokk- ur hundruð manns í viðbót eftir að missa vinnuna í þessari grein? Sem dæmi þá er ekkert skip á veiðum á Íslandsmiðum en þau voru 30 til 40 þegar mest var. Eitt íslenskt skip er á Flæmska hattinum og talið er að allt að 1.500 manns, sjómenn, fiskverkunarfólk og aðrir, hafi misst vinnuna í rækjuiðnaðinum frá því sem mest var.“ Bindur vonir við nefndina Sjávarútvegsráðherra fór einnig yfir ástand rækjuiðnaðarins og sagði m.a. að ekki væru þó til nein- ar einfaldar lausnir. „Ég hef vegna þessa alvarlega ástands ákveðið og reyndar skipað fyrir nokkru síðan sérstaka nefnd sem fer ofan í mál- efni rækjuiðnaðarins,“ sagði ráð- herra, en formaður nefndarinnar er Davíð Ólafur Ingimarsson hagfræð- ingur. „Ég bind vonir við starf þessarar nefndar. Hins vegar skul- um við ekki gera okkur í hugarlund að hægt sé að finna mjög einfaldar lausnir á vanda rækjunnar. Þær lausnir eru ekki til. Hins vegar er nauðsynlegt að taka þessi mál mjög föstum tökum og mjög alvarlegum tökum,“ sagði hann. Þingmenn sammála um alvarlega stöðu rækjuiðnaðarins ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Á dagskrá eru tuttugu fyrirspurnir til ráðherra. Meðal ann- ars verður spurt um óhollt mataræði í skólum, kanínubyggð í Vestmanna- eyjum og styrki til kúabænda. MARKAÐSGJALD lækkar úr 5 kr. á kíló af kjöti niður í 2 kr. og bún- aðarmálagjald lækkar úr 2% í 1,2% af framleiðslu í landbúnaði, sam- kvæmt frumvörpum sem kynnt voru í ríkisstjórn í gær til breytinga á lögum um búnaðargjald og fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á bú- vörum. Breytingin á markaðsgjaldinu er gerð að ósk bænda samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins, en mark- aðsráð mun starfa áfram. Gera má ráð fyrir að tekjur af gjaldinu óbreyttu hefðu verið um 40 milljónir króna og lækka því tekjur af gjald- inu í um 16 milljónir nái frumvarpið fram að ganga. Lækkun búnaðarmálagjaldsins er til komin vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á Lánasjóði landbúnaðarins, en hann hefur verið seldur til Landsbankans eins og kunnugt er og lagður niður í núver- andi mynd. Lækkun á gjaldinu úr 2% í 1,2% af búvöruframleiðslu tengist þeim breytingum þar sem 0,8% prósentustig sem jafngilti um 140 milljón króna tekjum sam- kvæmt áætlunum á þessu ári gengu til Lánasjóðsins. Búnaðarmálagjald lækkar úr 2% í 1,2% ORKUSTOFNUN hefur ráðið Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur til að gegna nýju starfi aðstoðarorku- málastjóra en hún hóf störf 7. nóv- ember síðastliðin. Ragnheiður var áður deildarstjóri á orkumálasviði stofnunarinnar en með breyt- ingum á skipulagi Orkustofnunnar verður deilda- skipting aflögð frá og með 1. jan- úar næstkom- andi. Ragnheiður Inga hefur dokt- orsgráðu í verkfræði frá Danska tækniháskólanum og MBA frá Há- skóla Íslands. Hún starfaði áður sem deildarstjóri hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og sem sér- fræðingur hjá Iðntæknistofnun Ís- lands. Hún segir að starf sitt muni breyt- ast í áföngum þar sem deildaskipt- ingin leggist ekki af fyrr en um ára- mót þannig að nú sé hún í raun deildarstjóri auk þess að sinna starfi aðstoðarorkumálastjóra. Þar sem Þorkell Helgason, orkumálastjóri, er svo í mánaðarleyfi má segja að Ragnheiður sé einnig starfandi orkumálastjóri. Skipulag Orkustofnunar hefur verið í endurskoðun undanfarin ár og meðal annars var Rannsóknar- svið stofnunarinnar gert að sjálf- stæðri ríkisstofnun, Íslenskum orkurannsóknum. Ráðin aðstoðar- orkumálastjóri Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir JÓNMUNDUR Guðmarsson bæjarstjóri gerði á dögunum samning fyrir hönd Seltjarnarnes- bæjar við Háskólann í Reykjavík um meistaranám fyrir stærð- fræðikennara við grunnskólann. Samkvæmt samningnum mun bæjarfélagið greiða hluta skóla- gjalda fyrir tvo stærðfræðikennara en auk þess fellir HR niður hluta skólagjalda. Markmið námsins er að mennta kennara til leiðtoga- og brautryðj- endastarfa á sviði stærðfræði- kennslu. Brýn þörf mun vera fyrir kennara með framhaldsmenntun á sviði stærðfræði. Með þessu gerist bærinn einnig brautryðjandi í sam- starfi sveitarfélaga og háskóla um eflingu stærðfræðimenntunar, seg- ir í fréttatilkynningu. Auglýst var eftir umsækjendum um styrkina en þá hlutu Hanna Dóra Birgisdóttir, kennari við Val- húsaskóla, og Kristín Kristinsdótt- ir, kennari við Mýrarhúsaskóla. Stærðfræðinám eflt á Nesinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.