Morgunblaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 31
Elsku Hulda mín, Hjálmar, Óli og fjölskyldur, Diddi og Birgitte í Dan- mörku, ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð. Bergljót Rist. Þegar kær vinur á braut hverfur þakklæti blandast hryggð yfir horfnum vini. Þakklæti fyrir góðar stundir ljúfar minningar sem áfram lifa: Lífspælingar hlátur, gleði og tangó. Hryggð yfir hörðu lífi harðhentu á mjúku hjarta. Hryggð yfir horfnum vini Gunnhildur Fannberg. Yngvi var ótrúlegur maður, besti vinur minn, en það var ekki alltaf auðvelt að vera vinur hans. Maður þurfti að hafa fyrir því. Kannski þess vegna svo eftirsóknarvert. Hann var stoltur að vera guðfaðir Sillu okkar, hann sagði þegar hún fæddist að hann vorkenndi hinum foreldrunum því fallegra barn en okkar hafði þá ekki fæðst. Þetta átti nú eftir að breytast. Bræður hans, sem hann dáði mjög, fóru að eignast börn. Magnús var sá fyrsti, fallegri dreng hafði enginn áður litið, nokkrum árum seinna kom Hulda. Þá fékk Silla samkeppni, sú litla var ótrúlega vitur. Þegar Vilhjálmur Yngvi leit dagsins ljós þá var allt fullkomið. „Nafni“ var kominn, þá var hann að rifna úr stolti. Seinna kom Jóhann, yndislega líkur stóra bróður sínum. Hann gleymdi aldrei að fylgjast með Unu, stóru systur Magga. Það var alltaf þannig hjá Yngva, að hans fólk gerði góða hluti, það stóð sig vel í sínu starfi. Sem var nú ekki síður það, sem hann gerði sjálfur, hann talaði minna um það. Hann elskaði að tala um Hlíð, sem við höldum að hljóti að vera besti staður í heimi fyrir börn að alast upp á. Í Danmörku átti hann ótal vini, en enga þó eins góða og Sigga, Birgitte, Vibeke, Erlu, Jón og svo ótal fleiri íslenska og danska. Hann kenndi okkur að meta „kultúr“, fór með okkur á óperusýningar, ballettsýningar, alls konar leiklistarsýningar og tónlist- aruppákomur. Við fórum í nokkur ár alltaf í byrjun ágúst á óperutón- leikana í Söndermarken. Maður kom snemma með sinn mat og drykk og naut þess að vera til með Yngva og hans bestu vinum. Hann var mjög leiður þegar við fluttum til Íslands, við vorum líka eyðilögð að hafa hann ekki til taks, þegar þurfti. En við vorum dugleg að fara til Köben og í frí saman. Best var ferð- in með honum, Birgitte og Sigga til Aups. Hann kenndi Sillu góða siði, alltaf að horfa í augu fólks þegar skálað er. Og það mátti leifa, ef manni var skammtað á diskinn, en ef maður fékk sér sjálfur þurfti að klára. Við litla fjölskyldan á La Luna eigum erfitt með að skilja að hann er ekki lengur með okkur og við munum sakna hans mjög mikið. Það er gott að hafa Birgitte, Vibeke og Sigga á þessum sorgartíma. Elsku Hulda, Hjálmar, Óli og fjölskyldur, guð veri með ykkur. Katrín G. Sigurðardóttir (Æja). Þú og ég höfum verið vinir frá því við vorum 13 ára. Það er ófor- skammað að fara 30 árum of fljótt. Við sem lifðum þessi ár þegar við vorum ungir, 20–30 ára, og þeystum heimshorna á milli og upplifðum ótrúlegustu hluti. Og síðan verið vinir allt lífið. Á þeim árum eign- aðist maður vini á hverju tjaldstæði og við vorum svo alveg gapandi þegar þeir birtust á veturna. Það er óbærilegt að missa guðföður dóttur okkar Sillu, að þú skulir allt í einu vera farinn. Þín er sárt saknað. Þinn besti vinur Gísli. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 31 MINNINGAR ✝ ArngrímurGíslason fædd- ist á Húsavík 25. júní 1929. Hann lést á Heilbrigðisstofn- un Þingeyinga 19. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Gísli Frið- bjarnarson frá Jök- ulsá á Flateyjardal, f. 18. apríl 1895, d. 11. júlí 1974, og Bergþóra Berg- þórsdóttir frá Foss- seli, f. 24. nóvem- ber 1905, d. 2. september 1982. Systur Arngríms eru Brynhildur, f. 3. febrúar 1931, búsett á Húsa- vík, og Huld, f. 19. mars 1935, búsett í Englandi. Hinn 23. desember 1959 kvæntist Arngrímur Erlu Clau- sen, f. 23. mars 1931, frá Eski- firði. Foreldrar hennar voru Ing- olf Rögnvald Klausen frá Eskifirði og Herdís Jónatans- dóttir Klausen úr Skagafirði. Arngrímur og Erla eignuðust fimm börn: Þau eru: Þórdís, f. 30. október 1953, eiginmaður henn- ar er Stefán Jón Bjarnason, f. 1948, þau eru búsett í Njarðvík, börn þeirra eru Hafrún Ösp, f. 1971, Bjarni Jakob, f. 1976, og Berglind Arna, f. 1983, sambýlis- maður Kristinn Örn Agnarsson, f. 1983. 2) Örn, f. 26. desember 1956, eiginkona hans er Kristín Magnúsdóttir, f. 1954, þau eru búsett á Húsavík, börn þeirra eru Magnea Dröfn, f. 1973, eiginmað- ur hennar er Sigurður Helgi Ólafsson, f. 1971, og eiga þau fimm börn, og Arn- grímur, f. 1978. 3) Sigrún, f. 23. júlí 1959, búsett á Húsavík, dóttir hennar er Erla Ýr, f. 1978. 4) Huld, f. 14. janúar 1964, eiginmaður hennar er Jónas Ásgríms- son, f. 1964, þau eru búsett á Hafra- læk í Aðaldal, börn þeirra eru Kristín Ósk, f. 1984, Haf- steinn, f. 1990, og Helga Sigrún, f. 1996. 5) Brynja, f. 14. janúar 1964, eiginmaður hennar er Sigurður Hálfdánar- son, f. 1963, þau eru búsett á Hjarðarbóli í Aðaldal, sonur þeirra er Benedikt, f. 1989. Arngrímur bjó alla tíð á Húsa- vík, fyrst í foreldrahúsum í Skuld. Arngrímur og Erla hófu búskap á Borgarhóli um haustið 1953 og bjuggu þar í sex ár. Haustið 1960 keyptu þau sér hús á Mararbraut 9b og hafa búið þar síðan. Lengstan hluta ævinnar stundaði Arngrímur sjómennsku, bæði á vertíðum á Suðvestur- landi og á síldveiðum sem háseti. Síðar gerði hann út mótorbát frá Húsavík ásamt tveim félögum sínum. En frá 1966 gerði hann út trillu frá Húsavík en vann með því ýmis verkamannastörf í landi. Eftir að hann hætti að sækja sjóinn starfaði hann á netagerðinni á Húsavík. Útför Arngríms fór fram frá Húsavíkurkirkju 26. október í kyrrþey að ósk hans. Nú ertu farinn, vinur minn. Minn- ingin um þig mun alltaf verða mér mikils virði og stuðningur þinn í orð- um sem athöfnum, en oftar bara með nærveru þinni gleymist aldrei. Bar- átta þín við erfiðan sjúkdóm var stutt en hörð og erfið og varðst þú að láta í minni pokann. En þú tókst á við hann á sama hátt og svo margt annað í líf- inu, með kyrrð, hógværð, æðruleysi og stundum svolítilli kímni, án þess að kvarta nokkurn tímann. Þegar ég set hugsanir mínar á blað fyllist hugurinn minningum sem fyrst og fremst eru hlýjar og ljúfar. Minningar þar sem þú breytist úr föður unnustu minnar, í tengdaföður og síðar í afa barnanna minna, sem þú fylgdist alltaf með vakinn og sof- inn, og síðast en ekki síst í vin, sem með árunum varð mér svo mikils virði. Margar stundir áttum við hvor sín- um megin við eldhúsborðið á Mar- arbrautinni, yfir kaffibolla. Þar var ýmislegt skrafað og oftar en ekki í léttum dúr. Rætt var um landsins gagn og nauðsynjar, eða það sem var að gerast neðan við Bakkann á hverj- um tíma. Ég vil nefna hér og þakka vormán- uðinn sem ég var með þér á hand- færum á Hrönninni. Þær stundir eru ógleymanlegar. Þær samanstóðu af fróðleik, kennslu, og ekki síst var það munaður að vera með þér í þögninni á Skjálfandaflóa þegar búið var að drepa á Saabnum og leggjast við stjóra. Þú varst ótrúlega góður og fengsæll fiskimaður, enginn þekkti betur miðin á Skjálfandaflóa og veð- urglöggur varstu með afbrigðum. Margar stundir áttum við fjöl- skyldan með þér og ömmu á Bakk- anum og ekki var síður gaman að fá ykkur hingað suður yfir heiðar eftir að við fluttum frá Húsavík. Þegar ég ók þér upp á sjúkrahús í síðasta sinn kvaddi ég þig með þess- um orðum: „Við sjáumst fljótlega, Aggi minn,“ og þú svaraðir með hægð: „Þú heldur það, vinur minn.“ Þetta var það síðasta sem okkur fór á milli og lýsir það vel æðruleysi þínu. Erla mín, ég bið Guð að vera með þér og styrkja þig í sorg þinni og söknuði. Aggi minn, þakka þér fyrir allt og allt. Þinn einlægur tengdasonur og vin- ur, Stefán Jón. Hann afi Aggi er dáinn. Hvíldinni feginn eftir erfið veikindi og laus frá þjáningum. Þetta veit ég, en hjartað neitar að skilja það, söknuðurinn er svo sár. Hugurinn leitar til baka og mynd- irnar skjótast upp í hugann. Afi að leyfa mér að eiga ryksuguna með ömmu af því hún fékk stærsta pakk- ann við jólatréð. Vera leidd niður á bryggju með litlu höndina mína í stóru grófu hendinni hans og fá að kyssa á hrjúfan vangann til að votta með honum að hann þyrfti ekkert að raka sig. Afi sem var alltaf til í að rölta með mér í búðina þegar ég var „svöng í ís“. Halda með Hakkinen með afa í Formúlunni. Láta hann hreinsa fisk- inn fyrir mig og grínast með það að ef einhver þyrfti smekk þá værum það við. Afi sem hafði engar áhyggjur af sífjölgandi gloppunum í íslenskunni hjá mér – það myndi jafna sig þegar ég flytti heim – bara ef ég gleymdi ekki rússneskunni! Það hefði verið gaman ef hann hefði getað heimsótt mig þangað en það kom aldrei til tals af hans hálfu. Honum afa fannst ekk- ert spennandi að ferðast og leið alltaf best heima hjá sér í rólegheitum. Nú hefur honum hlotnast eilíf ró. Um leið og ég votta ömmu og öll- um öðrum aðstandendum samúð mína vil ég líka þakka starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga al- úð þeirra í garð afa og góða aðhlynn- ingu síðustu mánuðina. Hvíldu í friði, elsku afi minn, þú lif- ir í minningunni. Þín Hafrún. ARNGRÍMUR GÍSLASON LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Ástkær faðir minn, tengdafaðir, sambýlismaður og afi, GESTUR BERGMANN MAGNÚSSON, Laugabraut 21, Akranesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. nóvember klukkan 15.00. Berglind Gestsdóttir, Víðir Pétursson, Ágústa Samúelsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín og systir, MARGRÉT HAFSTEINSDÓTTIR, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi mánudaginn 7. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kjartan Hörður Ásmundsson, Stefán Hafsteinsson, Erla Hafsteinsdóttir og aðrir aðstandendur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Stóruvöllum, Bárðardal, síðast til heimilis að Ási í Hveragerði, lést miðvikudaginn 2. nóvember. Jarðsungið verður frá Hveragerðiskirkju laugar- daginn 12. nóvember kl. 13.00. Birgir Pálsson, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Geirþrúður Pálsdóttir, Sveinn Pálsson, Sigrún Arndal, Jón Páll Haraldsson, Björk Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Dóttir mín, FINNBORG GUÐMUNDA SIGMUNDSDÓTTIR (Boggý), andaðist á heimili sínu í Green River, Wyoming, laugardaginn 5. nóvember. Sigmundur Hansen og aðstandendur. Okkar kæra, SÓLVEIG BENEDIKTSDÓTTIR frá Erpsstöðum, áður til heimilis á Bárugötu 21, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 7 . nóvember. Elísabet Benediktsdóttir, Ragnheiður Benediktsdóttir, Halldóra Benediktsdóttir, Kristjana Pálsdóttir, Hannes Flosason, Líney Pálsdóttir, systkinabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, ÞÓRUNN Þ. GUÐMUNDSDÓTTIR frá Skálum á Langanesi, andaðist á Garðvangi, Garði, sunnudaginn 6. nóvember. Fyrir hönd aðstendanda, Guðbjörn Ragnarsson, Stefanía Finnsdóttir, Georg H. Ragnarsson, Olga Ragnarsdóttir, Kristján G. Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.