Morgunblaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EFTIR að sigling Íslendings til Ameríku var ákveðin árið 2000 á vegum Landafundanefndar, Kanada og Bandaríkjanna hafði hin virta stofnun Smithsonian Institution í Bandaríkjunum samband við Íslend- ing ehf. Erindið var að stofna til samstarfs Ís- lendings ehf. og Landafundanefndar vegna farandsýningar sem áformað var að ferðast með til helstu borga Norður- Ameríku. Skemmst er frá því að segja að gott samstarf komst á um siglingu Íslendings til auglýsingar á sýning- unni sem nefndist VIKINGS: The North Atlantic Saga. Umfjöll- un um skipið og sigl- inguna voru leiðarminni á sýning- unum sem lauk um haustið 2002. Ekki var um að ræða greiðslur til Ís- lendings ehf. vegna samstarfsins. Kom í sjálfu sér ekki á óvart þegar bæjarstjórinn í Reykjanesbæ hafði gengið í að fá skipið heim að Smit- hsonian Institution, bauð bænum þessa heimsfrægu sýningu að láni um ókomin ár. Kom sýningin til Reykjanesbæjar haustið 2002 og hefur síðan verið unnið að því að koma henni fyrir til frambúðar ásamt Íslendingi í Reykjanesbæ. Ljóst er að Íslendingur og VIK- INGS: The North Atlantic Saga verða tæpast aðskildir hlutir í ókom- inni framtíð. Ekki er víst að fólk geri sér grein fyrir þeim heiðri sem felst í því fyrir Íslendinga að þessi merka stofnun hefur svo myndarlega stutt okkur í því að koma málum vel fyrir hér heima. Íslendingur hefur markaðssett sig sjálfur. Í fjóra mánuði meðan á sigl- ingunni stóð var skipið og áhöfn þess í heimsfréttunum. Daglega var fjallað um siglinguna í fjölmiðlum einhvers staðar í veröldinni og er skipið vel þekkt bæði austan og vest- an hafs. Nú nýverið var umfjöllun um skipið á Discovery-sjónvarps- stöðinni. Fljótlega á næsta ári er væntanlegur þáttur um skipið á Hi- story-sjónvarpsstöðinni. Eftir sigl- ingu var fengið óvilhallt matsfyr- irtæki í New York til að meta hvers virði siglingin og viðburðirnir í kringum hana væru Íslandi. Nið- urstaðan varð sú að siglingin skilaði 2,8 milljörðum kr. til Ís- lendinga. Fleiri verk- efni komu upp á borð Íslendings frá lokum siglingar þangað til að skipið endaði hér heima. Iceland Nat- urally og starfsmenn sendiráðsskrifstofu Ís- lands í New York, þeir Magnús Bjarnason og Pétur Óskarsson, höfðu unnið mikið starf, en mjög gott verkefni beið Íslendings þegar árás- in var gerð á New York hinn 11. september 2001. Það var e.t.v. lán í óláni að ekki varð úr þessu verkefni af þeim sökum og Íslendingur end- aði hér heima. Fimm aðilar höfðu haft samband við mig um að vera látnir vita ef Ís- lendingur væri falur eftir siglinguna en enginn af þeim kom frá Reykja- nesbæ. Þeir voru frá sínu bæjar- og sveitarfélaginu hver, reyndar einn frá Hafnarfirði. Þegar á reyndi var enginn af þessum kandídötum tilbú- inn til að takast á við verkefnið. Það var loks Reykjanesbær sem hafði það sem til þurfti til að leysa málið og finna Íslendingi verðugt hlutverk í þágu allra landsmanna við hliðið inn og út úr landi. Í áframhaldinu fylgdi bæjarstjór- inn því eftir að fá Smithsonian- sýninguna til landsins. Af þeim umræðum sem spunnist hafa nú loksins þegar hillir undir að skipið og sýningin verði landi og þjóð til enn frekari virðingarauka, hlýt ég að spyrja: Hvers á Íslendingur að gjalda? Menn geta vaðið um sviðið eins og naut í flagi í ímynduðum vík- ingabardaga, en Íslendingur og Reykjanesbær eru ekki á leið í sam- keppni við veitingastaði. Er hér með lýst eftir því víkingaþorpi sem sagt er að sé í Hafnarfirði, allavega finnst það ekki í símaskránni. Er þar sem tvö hús koma saman, annað veitinga- staður og hitt hótel, kallað þorp? Ekkert, og þá er átt við ekkert, mun minna á fjörukrár eða ámóta staði í Víkingaheimum í Reykjanesbæ. Markmið Reykjanesbæjar og tilvon- andi víkingaheims eru á öðrum grunni og háleitari en að menn láti hvarfla að sér að sækja í þær hug- myndir. Ekki mun heldur verða um þorp að ræða enda engin vík- ingaþorp til á Íslandi til forna. Hug- myndin er og hefur alltaf verið að setja upp sýningu þar sem fólk getur komið og fræðst um siglingar vík- ingaskipa, hvernig fór um fólk um borð, hve langan tíma tók að sigla á milli, siglingatækni, verslunarhætti, trúarbrögð o.s.frv. Við hyggjumst varpa ljósi á hvernig einn mikilvæg- asti þáttur Íslandssögunnar gekk fyrir sig í raun, þ.e. siglingu skip- anna, landnámið og Ameríkusigl- ingar. Enn fremur er fyrirhugað að Víkingaheimur verði eins konar hlið inn í landið þar sem ferðamenn geta fengið yfirlit um sögutengda ferða- þjónustu þar sem viðkomandi ferða- maður gæti viljað ferðast um, að Hafnarfirði meðtöldum. Hér er um metnaðarfullt menningar- og sögu- tengt verkefni að ræða sem verður ekki síst allri þjóðinni til góða. Ég mun fjalla meira um þetta málefni í annarri grein. Víkingaheimur í Reykjanesbæ Gunnar Marel Eggertsson svarar ummælum á ýmsum vettvangi um víkingaheim í Reykjanesbæ ’Hér er um metn-aðarfullt menningar- og sögutengt verkefni að ræða sem verður ekki síst allri þjóðinni til góða.‘ Gunnar Marel Eggertsson Höfundur er skipasmiður og skipstjóri. ÞEGAR ljóst er, að nám til stúdentsprófs verður stytt í þrjú ár árið 2009 og fyrstu árgangar eiga að útskrifast ár- ið 2012, er sjálfsagt að spyrja, hvernig að þessu verður staðið. Á bara að stytta áfangann um eitt ár og svo búið? Ekki má gera ráð fyrir að lenging skólaársins ein dugi til styttingar náms. Þegar málið er hug- leitt betur má ætla að einhver hluti menntaskólanáms færist niður á grunn- skólastigið. Að mínu mati hefur ekki verið mikil um- ræða um þessi mál eða þennan hluta málsins. Munu mennta- skólakennarar, sem ekki komast til kennslu vegna styttingar náms- ins, sitja aðgerðarlausir á kenn- arastofunum í framtíðinni eða verða þeir færðir á grunn- skólastigið? Mun kostnaður við menntaskólanám minnka við stytt- inguna eða ekki? Verður fjár- magnið fært niður í grunnskólana eða hvernig verður þessu háttað? Verða kennararnir þá færðir með? Athyglisvert er einn- ig að hugleiða hvaða námsgreinar verða teknar úr stúdents- náminu eða hvort nám- ið verður óbreytt. Í ná- grannalöndum, t.d. Danmörku, virðist stúdentspróf vera sér- hæfðara en hér, og þar er hægt að einbeita sér betur í ákveðnum val- fögum. Danska mál- fræðin vefst ekki fyrir fólki eins og sú ís- lenska. Réttritun virð- ist heldur ekki vera vandamál þar. Þörfin fyrir tungu- málanám er ekki eins mikilvæg og hérlendis, því framhaldsnám er hægt að stunda í langflestum greinum í heimalandinu. Í stærð- fræðideildum er því hægt að ein- beita sér að stærðfræði og sleppa ódýrt frá málfræði máðurmálsins og aukatungumáli til undirbúnings fyrir nám í öðru landi eða vegna þess að námsbækur fást ekki á þeirra eigin tungu. Það virðist nokkuð ljóst, að hluti náms þarf að færast í neðri bekki og svo koll af kolli, allt niður í leikskólana. Enginn ætti að vera undanskilinn. Það er jafnvel und- arlegt að ekki skuli vera meira í umræðu að færa námið meira nið- ur á leikskólastigið. Þar eru „nem- endurnir“ næmastir og jafnvel fljótastir að tileinka sér hlutina. Sjálfgefið er, að nám fyrir þessa aldurshópa verður að vera við hæfi og meira gegnum leik. Skyldunám ætti að vera í efstu stigum leikskólanna og gjaldfrítt. Ríkið þarf að sjálfsögðu að eiga aðild að þessu í sambandi við fjár- mögnun, því tekjustofnar sveitar- félaga gera ekki ráð fyrir þessu. Við verðum að hafa það að leið- arljósi, eins og t.d. Danir, að þeg- ar upp er staðið er nám og þekk- ing líklega mikilvægasta hráefnið. Hugleiðingar um skólamál Eftir Árna Þór Helgason ’Skyldunám ætti aðvera í efstu stigum leikskólanna og gjaldfrítt.‘ Árni Þór Helgason Höfundur er arkitekt og gefur kost á sér í 4.–5. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Hafnarfirði. Prófkjör í Hafnarfirði Jakob Björnsson: Útmálun helvítis. „Álvinnsla á Íslandi dregur úr losun koltvísýrings í heiminum borið saman við að álið væri alls ekki framleitt og þyngri efni notuð í farartæki í þess stað, og enn meira borið saman við að álið væri ella framleitt með raforku úr elds- neyti.“ Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar um rjúpnaveiðina og auglýsingu um hana, sem hann telur annmarka á. Eggert B. Ólafsson: Vega- gerðin hafnar hagstæðasta til- boði í flugvallarrútuna. Örn Sigurðsson: Bornir eru saman fjórir valkostir fyrir nýj- an innanlandsflugvöll. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar JAFNVEL þótt við í dag reynd- um markvisst að forðast leikið efni yrðum við óumflýjanlega fyrir því. Auglýsingar, kvik- myndir, tölvuleikir, sjónvarpsefni. Áreitið er viðstöðulaust. Það er staðreynd að við sjáum í dag meira leikið efni á einni viku en venjulegur ein- staklingur sem uppi var fyrir rúmri öld sá á allri sinni ævi. Hvernig við hugsum, tölum, hreyfum okkur og tjáum er undir áhrifum frá þeirri leik- list sem er allt í kring- um okkur, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Aldrei fyrr hefur verið jafn mikil þörf á því að geta beitt skýrri gagnrýnni hugsun, hafa sterka sjálfsmynd og geta tekið afstöðu til mála á eigin for- sendum. Og aldrei hefur það verið eins erfitt. En hversu mikil áhersla er lögð á þessa þætti í námi barna okkar? Hvers vegna leiklist? Sem listform á leiklist sér langa sögu og hefur um aldir gegnt lyk- ilhlutverki í menningarlegri sam- ræðu. Leiklist er hreyfiafl sem hefur langt því frá misst mátt sinn. Með því að gera börn okkar læs á list- formið veitum við þeim aðgengi að þessari samræðu og gerum þau hæf til þess að vera virkir þátttakendur á eigin forsendum. Fyrst og fremst þess vegna á leiklist heima sem full- gild kennslugrein í íslenskum skól- um. Vel skipulagður leiklistartími er öruggur og jákvæður vettvangur innan skólans, þar sem nemendur fá tækifæri til þess að vera annar um stund, breyta um sjónarhorn og sjá þannig bæði sig sjálfa og aðra í nýju ljósi. Um leið og borðum og stólum er rutt til hliðar er fordómum og stöðnuðum samskiptamynstrum innan bekkjarins stjakað frá, því slíkt á ekki heima í leiklist. Í þessu umhverfi upplifa margir nemendur, sem annars finnst þeir ekki standa jafnfætis félögum sínum, mikið frelsi. Fyrir utan það að dýpka þekkingu sína á leiklist sem listformi þjálfast nemendur í því að vinna saman í hóp, hlusta og taka tillit til annarra. Þeir fá tækifæri til að tjá sig um eig- in verk og annarra, bera saman við önnur verk og greina. Í leiklist myndast oftast sterk samkennd og hópar mynda bönd sem ekki hefðu orðið til ella. Þetta leiðir til aukins sjálfstrausts, meiri virðingar fyrir skólaumhverfinu og metnaðar í námi. Leiklist er líka árangursríkt kennslutæki fyrir aðrar greinar. Nemandi sem fær tækifæri til þess að prófa að vera Þorgeir Ljósvetn- ingagoði, þótt ekki sé nema fyrir framan bekkjarfélaga sína, er mun líklegri til þess að muna atburðina í kringum kristnitökuna en sá sem einungis les eða heyrir um þá. Undiralda Í dag er enginn skóli skuldbund- inn til þess að bjóða upp á leiklist- arkennslu. Til er námskrá í leik- rænni tjáningu fyrir grunnskóla, en greinin er skilgreind sem þverfagleg og er því ekki ætlaður neinn tími á stundaskrá. Námskrá í leikrænni tjáningu er í raun og veru safn markmiða fyrir aðrar kennslugrein- ar þar sem leiklist er beitt sem kennsluaðferð. Skólum er í dag í sjálfsvald sett hversu mikla áherslu þeir leggja á leiklist. Einstaka grunnskólar hafa sýnt í verki að nægilegt svigrúm er í gildandi nám- skrá til að bjóða upp á metn- aðarfulla reglulega leiklist- arkennslu. Enginn framhaldsskóli býður enn upp á listnámsbraut í leiklist, en uppi eru áform um að stofna slíka braut í Borgarholtsskóla. Við stofnun fræðslu- deildar Þjóðleikhússins fyrir rúmum þremur árum var gerð úttekt á stöðu leiklistar í reyk- vískum grunnskólum. Í ljós kom að í öllum skólum var leiklist stunduð að einhverju marki, en aðeins í örfá- um tilfellum var um að ræða reglulega kennslu með fagmenntuðum kennurum. Könnunin leiddi í ljós mikinn áhuga fyrir greininni, en kennarar báru helst við kunnáttuleysi þegar þeir voru spurðir hvers vegna þeir notuðu ekki leiklist meira í kennslu en raun bar vitni. Á þeim tíma sem liðinn er frá því könnunin var gerð hefur framboð á námskeiðum í leiklistarkennslu þó aukist og stækkandi hópur kennara sækir slík námskeið reglulega. Listaháskóli Íslands býður nú fjórða árið í röð upp á kennslurétt- indanám fyrir leikara og uppi eru áform í Kennaraháskóla Íslands um að bjóða upp á leiklist sem sérgrein í kennaranámi innan tíðar. Leiklist- arkennararnir sem útskrifast hafa frá Listaháskólanum eru ekki fjöl- mennur hópur enn sem komið er, en hluti þess hóps vinnur nú brautryðj- endastörf bæði innan grunn- og framhaldsskóla við að móta kennslu, kennsluefni og námskrár í leiklist. Það má af þessu vera ljóst að víða er verið að vinna að því að leiklist fái meira vægi í skólum landsins. Und- iraldan vex og í gærkvöldi óx henni enn ásmegin þegar stofnuð voru samtök sem hafa það að markmiði að efla leiklist í skólum. Að samtök- unum stendur nú þegar breiður hóp- ur leikhúslistafólks, kennara, fræði- fólks og margra annarra sem láta sig málið varða. Hópurinn er ekki einsleitur og innan hans rúmast mörg ólík viðhorf til leiklist- arkennslu. Sú sannfæring að leiklist eigi brýnt erindi við ungt fólk er það sem sameinar hópinn, svo og viljinn til þess að styrkja kennslugreinina í sessi í íslenskum skólum á eins marga vegu og mögulegt er. Ert þú með? Leiklist í alla skóla Vigdís Jakobsdóttir segir frá nýstofnuðum samtökum sem hafa það hlutverk að stuðla að leiklist í skólum Vigdís Jakobsdóttir ’Leiklist erhreyfiafl sem hefur langt því frá misst mátt sinn. ‘ Höfundur er leikstjóri og stundakennari í kennsluréttindanámi leikara við LHÍ. Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.