Morgunblaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GRÍPA TIL NEYÐARLAGA Franska stjórnin brást í gær við óeirðunum í hverfum innflytjenda með því að grípa til 50 ára gamalla laga sem sett voru gegn uppreisn- armönnum í Alsír. Veita þau heimild til að setja neyðarlög í allt að 12 daga án samþykkis þingsins. Einnig má banna fjöldafundi og lögreglan má gera húsleit á grunsamlegum stöðum hvenær sem er sólarhrings- ins. Arnaldur verðlaunaður Arnaldur Indriðason hlaut Gullna rýtinginn í Bretlandi fyrir skáldsögu sína Grafarþögn en þessi virtu verðlaun voru afhent í 50. sinn við hátíðlega at- höfn í London í gær. Það eru samtök breskra glæpasagnahöfunda sem veita verðlaunin. Jarðvélar með lægsta tilboð Lægsta tilboð sem barst í útboði Vegagerðarinnar í seinni hluta tvö- földunar Reykjanesbrautar reyndist 385 milljónum kr. lægra en áætlað var. Jarðvélar ehf. bjóðast til að vinna verkið fyrir 1.175 mkr. Gagnrýna Bandaríkjamenn Ítalska ríkissjónvarpið, RAI, seg- ir að Bandaríkjamenn hafi beitt fos- fórsprengjum gegn uppreisn- armönnum í Írak. Er þetta sagt jafnast á við að beita efnavopnum. Bandaríkjamenn segja sprengj- unum eingöngu beitt til að lýsa upp vígvöll. Kæra borgina Húsfélag Skúlagötu 32 til 34 hyggst kæra ákvörðun Reykjavík- urborgar um byggingu á Barónsreit. Þar á að byggja allt upp í 15 hæða íbúðaturna og 100 stúdentaíbúðir sem kvartað er undan vegna birtu- skerðingar. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 26/29 Fréttaskýring 8 Bréf 29 Viðskipti 13 Minningar 30/32 Erlent 14/15 Skák 31 Minn staður 16 Brids 33 Höfuðborgin 17 Myndasögur 36 Suðurnes 17 Dagbók 36/39 Akureyri 18 Staður og stund 38 Landið 18 Leikhús 40 Daglegt líf 20 Bíó 42/45 Menning 22, 41/45 Ljósvakamiðlar 46 Forystugrein 24 Veður 47 Viðhorf 26 Staksteinar 47 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                   ! " # $ %         &         '() * +,,,                  FORYSTA Alþýðusambands Íslands er tiltölulega ánægð eftir fund með forystumönnum ríkisstjórnarinnar í gær og gera aðilar ráð fyrir að verða í sambandi áfram næstu daga vegna aðkomu stjórnvalda að endurnýjun samninganna. Launanefnd aðila vinnumarkaðarins fundaði einnig í gær og gert er ráð fyrir öðrum fundi nefndarinnar í dag. „Við áttum að okkar mati tiltölu- lega góðan fund með ráðherrunum, þ.e.a.s. forsætis- og utanríkisráð- herra,“ sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. „Það var betri tónn en á síðustu fundum. Engu var hafnað. Það er kannski fátt fast í hendi, en engu að síður metum við það svo að það hafi verið annar tónn og mun já- kvæðari í þessu spjalli í dag (gær).“ Verða í sambandi næstu daga Hann sagði að þeir hefðu sam- mælst um að verða í sambandi næstu daga og halda fund ef á þyrfti að halda. Það væri vika til stefnu og þyrfti að nýta hana, en samkvæmt samningum á niðurstaða launanefnd- arinnar að liggja fyrir 15. nóv. Þau mál sem ASÍ hefur verið að ræða við stjórnvöld snúa að löggjöf um starfsmannaleigur og þjónustu- samninga, starfsmenntamál og full- orðinsfræðslu, útgjöld lífeyrissjóða vegna örorku og tekjutengingu at- vinnuleysisbóta. Grétar sagði að ítrekað hefði komið fram að frumvarp um starfsmannaleigur væri í farvegi og yrði lagt fram á þessu haustþingi og ekki væri ástæða til að ætla annað en að það yrði með ásættanlegum hætti, þó þeir hefðu ekki séð það í endanlegri mynd. Hvað starfs- menntamálin og fullorðinsfræðsluna varðaði hefði komið fram á fundinum að þau mál væri verið að skoða í mik- illi alvöru og tillögur þar að lútandi væru í undirbúningi. „Varðandi örorkuþáttinn í lífeyris- kerfinu hjá okkur er það þungt mál að þeirra mati sem hingað til hefur nán- ast verið hafnað, þ.e.a.s. þeim þætti að stjórnvöld komi inn í fjármögnunina. Það var orðað þannig í þessu spjalli að það væri verið að skoða það af fullri alvöru og þeir stefndu að því að vera með á næstu dögum einhverjar hug- myndir sem vonandi væru eitthvað í áttina að okkar viðhorfum. Það verð- ur auðvitað að koma í ljós.“ Grétar sagði að varðandi tekju- tengingu atvinnuleysisbótanna hefði því verið lýst yfir að það réðist vænt- anlega fyrst og fremst af því hvaða samkomulagi Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins næðu í þeim efnum. „Það er þá auðvitað bara við- fangsefnið núna á næstu dögum að láta reyna frekar á það.“ Tiltölulega ánægðir eftir fund með ríkisstjórninni Fjármögnun örorkulífeyris í skoðun og tekjutenging atvinnuleysisbóta á samningaborði aðila vinnumarkaðarins Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is „ÉG er með nokkuð sjóaðan hóp en því má ekki gleyma að á þessum fjór- um árum sem ég hef verið með lands- liðið hafa níu landsliðskonur orðið ófrískar og eignast börn. Af þeim hef- ur aðeins ein skilað sér til baka inn í landsliðið að loknum barnsburði,“ segir Stefán Arnarsson, landsliðþjálf- ari kvenna í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið. Stefán hefur valið 22 leikmenn til æfinga fyrir undankeppni Evrópu- mótsins sem fram fer á Ítalíu undir lok þessa mánaðar. Stendur framförum í íþróttinni fyrir þrifum Stefán segir að þetta brottfall reyndra handknattleikskvenna standi framförum landsliðsins að nokkru leyti fyrir þrifum, en íslenskur kvennahandknattleikur er nokkur eftirbátur þess sem gerist hjá frænd- þjóðunum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Nokkuð sem handknattleik- ur karla gerir ekki. Mikil afföll í kvenna- landsliðinu  Við eigum ágæta | C4 UNGUR fálki, sem áhöfnin á Klakki SH 510 frá Sauðárkróki bjargaði langt austsuðaustur af landinu, við Þórsbanka, í síðustu viku, er nú á batavegi hjá starfsmönnum Náttúrufræðistofu Norðurlands vestra. Hann rífur í sig smáfugla og kindahjörtu og er óðum að hressast. Ljóst er að hann þarf að fara í hreinsun hjá fagmanni og verður hann sendur til Reykjavíkur nú í vikunni. Líklegt er að um eins árs kvenfugl sé að ræða og vekur athygli hversu langt úti í hafi hann var á ferð, eða miðja vegu milli Íslands og Færeyja. Fuglinn er óvenjustór að sögn Þorsteins Sæ- mundssonar, forstöðumanns Náttúrufræðistofu. Fuglinn er ómerktur en hann verður merktur. Ljósmynd /Árni Gunnarsson Fálka var bjargað um borð í skip HANN Kristófer Dan brá sér með pabba sínum Stefáni Þór Kjart- anssyni inn í laxaslátrunina hjá Vísi og Salar Islandica á Djúpavogi í vik- unni. Mamma Kristófers vinnur hjá Vísi, en pabbinn er sjómaður á Hæls- vík GK. Það er Jóna Kristín Sigurð- ardóttir, matsmaður, sem sýnir Kristófer laxinn, en eftir það lá leið- in á leikskólann. Nú verður um 40 til 50 tonnum af laxi slátrað vikulega á Djúpavogi til áramóta. | B2 Morgunblaðið/Kristinn BenediktssonLaxinn skoðaður NORÐURÁL, Reykjanesbær og Fjárfestingar- stofan, sem er í eigu iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- isins og Útflutningsráðs, hafa staðfest sameiginlega aðgerðaáætlun um hugsanlega byggingu álvers í nágrenni Helguvíkur á Reykjanesi. „Aðgerðaáætlunin tekur m.a. til samstarfs þess- ara aðila um undirbúningsvinnu varðandi útfærslu á staðsetningu álversins, orkuöflun, umhverfisskil- yrði og þá fjölmörgu skipulagslegu þætti sem lúta að verkefninu. Miðað er við að þarna rísi í áföngum 250.000 tonna álver sem taki til starfa í fyrsta lagi árið 2010 og í síðasta lagi 2015,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu af þessu tilefni. Fram kemur að gert sé ráð fyrir að undirbún- ingsvinnu verði lokið samkvæmt áætluninni ekki síðar en í júlí næsta sumar, en Fjárfestingarstofan aðstoðar við upplýsingaöflun og framgang áætlun- arinnar. Helguvík ákjósanleg Norðurál, Reykjanesbær og Hitaveita Suður- nesja gerðu samkomulag síðastliðið vor um að kanna möguleika á rekstri álvers í Helguvík. Nið- urstöður könnunar þessa efnis lágu fyrir í sept- Aðgerðaáætlun um álver í Helguvík ember og „kom m.a. fram að hafnarskilyrði í Helgu- vík eru mjög ákjósanleg og unnt er að byggja 250 þúsund tonna álver á núverandi iðnaðarsvæði í Helguvík í landi Reykjanesbæjar þannig að öllum umhverfisskilyrðum sé fullnægt. Enn fremur kom fram að með því að teygja byggingarsvæðið aðeins til norðurs frá skipulögðu iðnaðarsvæði eru stækk- unarmöguleikar enn meiri. Fyrstu athuganir á flutningsleiðum fyrir raforku gefa jákvæð fyrirheit og er lögn í sjó talin líklegur kostur síðasta spölinn frá Fitjum að Helguvík,“ segir ennfremur. Í tilkynningu frá Century Aluminum, móð- urfélagi Norðuráls, segir að Logan Kruger hafi tekið við stöðu forstjóra fyrirtækisins af Craig A. Davis, sem verður áfram stjórnarformaður þess. Kruger er menntaður námaverkfræðingur sem hefur áratuga reynslu af rekstri málmfyr- irtækja víða um lönd. Nýr forstjóri Century Aluminum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.