Morgunblaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 13
Í MORGUNÖSINNI í Grand Centr- al lestarstöðinni í New York er þröng af fólki að skoða tækniundur ársins, valin af tímaritinu Popular Science, sem árlega tilnefnir 100 bestu upp- götvanir hvers árs í tólf flokkum. Fólk stendur í hópum umhverfis þá sem sýna það nýjasta á hverju sviði. Þarna er þverskurður borgaranna sem eiga leið um stöðina, karlmenn í jakkaföt- um, konur í dröktum og skólabörn með kennurum, fjöldi ferðamanna og fjölmiðlafólk. Fyrir miðjum salnum stendur ung- ur maður, klæddur stuttbuxum og ræðir við vegfarendur. Það eina óvenjulega í fari hans er vinstri fót- urinn, en hann er silfurgrár; verð- launauppfinning stoðtækjaframleið- andans Össurar, svonefnt „Power Knee.“ Þetta rafeindastýrða gervihné, sem verið er að ljúka próf- unum á, er ein tíu uppgötvana sem verðlaunaðar eru í flokknum Almenn heilsa. Í umsögn Popular Science seg- ir að Power Knee Össurar sé fyrsti vélvæddi gerviútlimurinn sem „hugs- ar“. Hnéð gefi þeim sem misst hafi fótlegg fyrir ofan hné, eðlilega hreyf- ingu á göngu því hnéð líki eftir hreyf- ingum hins hnésins. Á lokastigi prófana Í máli Jóns Sigurðssonar, forstjóra Össurar, sem kynnti viðurkenn- inguna á blaðamannafundi í New York í gær, kom fram að gervihnéð væri á lokastigi prófana og yrði fáan- legt á markaði á næsta ári. Síðasta gervihné Össurar, Rheo Knee, hefur á liðnu ári unnið til ýmissa viðurkenn- inga en þetta nýja hné er alveg ein- stakt á sínu sviði, því það endurskap- ar vöðvavirkni fótarins með því að herma eftir heila fætinum. „Power Knee er ávöxtur góðrar og farsællar samvinni við fyrirtæki víða um heim, en mesta vinnan liggur þó hjá Victhom Human Bionics, Inc og einnig kom MIT háskólinn að verk- inu,“ sagði Jón. Kim De Roy, þróunarstjóri hjá Össuri, sagði að við smíði hnésins hefði allra nýjustu tækni verið beitt; tölvan í hnénu metur upplýsingar frá skynjurunum á heilbrigða fætinum. Þegar gengið er upp tröppur er því fyrst stigið með heila fætinum og veit gervihnéð strax til hvers er ætlast og beitir sér með samskonar afli, með samskonar hreyfingu. Tuttugu og tveir sem misst hafa fót Fyrsti vélvæddi gervi- útlimurinn sem hugsar Morgunblaðið/Einar Falur Uppfinning Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, og Simon Bouchard á sýn- ingu Popular Science í Grand Central-lestarstöðinni í New York í gær, sýna hvernig vélvætt gervihnéð, Power Knee, virkar í raun. hafa verið að prófa þetta nýja kné og í dómum þeirra kemur fram að mina álag sé á líkamann á göngu, göngulag- ið batni, þeim gangi betur að ganga upp og niður stiga, auk þess sem þeim sé unnt að ganga hraðar. „Þetta er samt alls engin endaaf- urð,“ segir Jón. „Við erum þegar að vinna að enn betra fæti. En þetta hné er betra en Rheo og að ári verðum við komnir með enn eitt betra.“ Rheo-hnéð kostar 16.000 dali í dag, eða um 950 þúsund krónur. Enn er ekki komið verð á Power-hnéð en Jón segir að það muni kosta margfalt meira. Byrjað var að vinna að þróun hnésins fyrir um fjórum árum og hef- ur þróunarvinnan kostað milljónir dala. Eftir Einar Fal Ingólfsson í New York efi@mbl.is Nýtt gervihné frá Össuri, Power Knee, meðal 100 bestu uppfinninga ársins MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF A‹ STYRKJA SAMBANDI‹ Mán. 17. okt og þri. 18. okt. kl. 8:30–17:00Kynntu flér máli› og skrá›u flig á endurmenntun.is HVA‹ EINKENNIR GOTT SAMBAND? • HVA‹ BER A‹ VARAST? HVERNIG LEYSUM VI‹ ÁGREINING? • HVA‹ ER MIKILVÆGAST? ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI                         !"# $%%&$     ' () *(#&    ● HLUTABRÉF hækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvals- vísitalan hækkaði um 0,25% og er 4.675 stig. Við- skipti með hluta- bréf námu 1,34 milljörðum, þar af 892 milljónum með bréf Straums Burðar- áss. Bréf Flögu hækkuðu um 10,7% og bréf Össurar héldu áfram að hækka, eða um 3,7%. Bréf Mosaic lækkuðu um 2,29% og bréf Atorku um 0,88%. Bréf Össurar hækkuðu enn ● KRÓNAN veiktist töluvert í við- skiptum gærdagsins, eða um 1,2%, og var gengisvísitalan við lokun 101,8 stig. Heildarveltan á milli- bankamarkaði nam 14,3 milljörðum króna. Gengi dollars er á 61,36 kr., pundið á 106,81 og evra 72,17. Í Hálffimm fréttum KB banka segir að mikil styrking krónunnar í síðustu viku, þar sem vísitalan náði sínu hæsta gildi frá opnun milli- bankamarkaðar árið 1993, hafi að einhverju leyti gengið til baka. Krónan veiktist töluvert ● HAGNAÐUR bresku verslunarkeðj- unnar Marks & Spencer eftir skatta frá apríl til loka september jókst um 63% í 212,6 milljónir punda, jafngildi um 22,5 milljarða íslenskra króna. Á þriðja fjórðungi ársins jókst velta Marks & Spencer í fyrsta skipti í tvö ár en talsmenn félagsins taka þó fram að viðskiptaumhverfið sé enn erfitt, einkum á Bretlandi. Tekjur fé- lagsins í Bretlandi drógust saman um 0,2% en jukust um 8,6% á er- lendum mörkuðum. Forstjóri M & S, Stuart Rose, hef- ur hagrætt umtalsvert í innkaupum og minnkað birgðastöðu félagsins auk þess sem M & S hefur selt meira af vörum við fullu verði. Gengi bréfa verslunarkeðjunnar hefur hækkað um 28% frá áramót- um. Betri afkoma hjá Marks & Spencer ● SAMKVÆMT tölum frá greiðslu- kortafyrirtækinu VISA jókst net- verslun á Norðurlöndunum um 96% á tímabilinu 1. júlí 2004 til 1. júlí 2005. Frá þessu er greint í frétta- bréfi Samtaka verslunar og þjón- ustu, SVÞ. Hliðstæðar tölur eru ekki sagðar til fyrir Ísland eitt og sér, en talið er ljóst að mikil aukning hafi orðið í netverslun meðal Íslendinga á síðustu mánuðum skv. VISA Ís- land. Netverslun á Norðurlöndunum er sögð lítil í alþjóðlegum sam- anburði og nemur aðeins um 1% af heildarveltu netverslunar í heimin- um. Tvöföldun á netversl- un á Norðurlöndum „ÞESSI viðurkenning heiðrar upp- götvanir sem hafa ekki einungis áhrif á það hvernig við lifum í dag, heldur breyta þær hvernig við hugsum um framtíðina,“ segir Marc Jannot, ritstjóri Popular Science, um viðurkenninguna sem Össur fékk í gær. Tímaritið hefur frá árinu 1987 heiðrað í desemberheftinu þær 100 uppfinningar, valdar úr þúsundum tillagna, sem þykja bestar að dómi sérfræðinga tímaritsins. Uppgötvununum er skipt í tólf flokka og að þessu sinni er gervihné Össurar, Power Knee, ein tíu uppfinninga sem heiðraðar eru í flokknum „Almenn heilsa“. Meðal annarra uppgötvana í þeim flokki eru fyrsti gervihandlegg- urinn sem stjórnað er af huganum, tæki sem borið er á handlegg og reiknar út orkueyðslu og tap á lík- amsþunga, tæki sem eyðir bólum og sprauta án nálar. Meðal uppfinninga í öðrum flokkum, sem veitt er viðurkenn- ing fyrir að þessu sinni, eru nýr Sony Walkman, Hurricane tor- færujeppi, nýtt bremsukefi BMW, minniskerfi frá Toshiba, Airbus A-380 þotur, umhverfisvænn skýja- kljúfur í New York, sjálfuppblás- inn körfubolti, nýjasta Panasonic borvélin og marglitar sápukúlur, með litum sem skemma ekki klæðnað. Gervihné, bremsukerfi og borvélar ÞRJÚ fyrirtæki í eigu Atorku Group; Austurbakki, Icepharma og Ismed, sem öll starfa á sviði heilbrigðismála, munu sameinast undir nafni Icepharma hf. þann 1. janúar n.k. Velta nýja félagsins er áætluð um 4 milljarðar króna. Forstjóri þess verður Margrét Guð- mundsdóttir, núver- andi framkvæmdastjóri Austur- bakka hf. Benedikt Olgeirsson, fram- kvæmdastjóri umbreytingaverk- efna Atorku, segir að hjá samein- uðu fyrirtæki muni starfa 65-70 manns. Hann segir enn ekki ljóst hvort koma þurfi til uppsagna vegna breytinganna en gerir ráð fyrir að þær verði óverulegar, komi til þeirra. Starfsemi Aust- urbakka verður öll á Lynghálsi í Reykjavík, í núverandi húsnæði Icepharma og Ismed. Í fréttatilkynn- ingu segir að nýja félagið muni bjóða upp á fjölbreytt úr- val vara og lausna frá fjölda erlendra birgja. Það sé mat stjórnenda að samruni skili sér í betri rekstri félaganna og geri það betur í stakk búið til að sinna ofangreindum verkefnum. Sam- tímis hefur stjórn Atorku ákveðið að selja víndeild og íþróttadeild Austurbakka hf., sem hafa verið í heildsölustarfsemi og markaðssett og selt vín og íþróttavörur hér á landi. Fyrirtæki í eigu Atorku sameinast Veltan fjórir milljarðar króna en selja á vín- og íþróttadeild Austurbakka +,-. /&0# 1"$23!%43$56(7,                    83 9$ :2(4; ", < %% 9!2 :2(4; ", 5 0 :2(4; ", = :2(4; ", +< :2 #$ ", >5 #6 #%$ ", * 276(2 #$2 ",  4;?$#0 < #% ", !04# ", = #6 #%$ >5 # ",  2&5 ", > ", 32 4@42-<427 2A BA2",6 #%$ ", C42 ",     3(2% :2(4; ", $%@ 2% 742 >5 # ", + @;$7B # ", '8&5 #$8 :2(4; ", ( $8   $(# ", D &2B$ ", 0 "B 2%$;3$ ", E 35 #3$8 &32(5&4@ 2100$#0 @$73!7$# ", /$##543!7$# ",     !" $%&5$ 1B "B 27 2 ", 5A342"F5 0 47425 # 9", G%$"G2$ ", ! #$ % 'H I7 3 9$7%,9&27      -   -           - - -  - - - - - - - - <2&13$#0 "2A "122 9$7%,9&27 - -    - - - -  -  - - -  - - - - - - - - - - - - - - J - K J -K J K - - - - J K J -K - J - K J K - J K J -K - - - J -  K - J - K - - - - - - - +&$5 29$7%$;3$  0$# $56(7 I 5(%  0.  4; 5 , , , , - , -  ,    , , , , , - - - , - , - - - - - - -                                                       /$7%$;3$ I ?L, %2, +, M 3 404# 25$3$ B!5$ 9$7%$;3  - -       - - - -  - - - - - - -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.