Morgunblaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÓPERUDEIGLA ÍSLENSKU ÓPERUNNAR Íslenska óperan boðar til fyrstu samkomu Óperudeiglunnar fimmtudaginn 10. nóvember 2005 kl. 16.00 í Gamla bíói. Óperudeiglu Íslensku óperunnar er ætlað að vera tvennt í senn: Annars vegar opinn vettvangur til umfjöllunar og skoðanaskipta um óperusmíði.Hins vegar skipulegt vinnuferli hópa einstaklinga með ólíka sérþekkingu sem vilja gera tilraunir með óperuformið í þeim tilgangi að skapa ný verk sem höfða til margra.Óperudeiglan mun halda opna málfundi og starfsfundi um óperulist þar sem jafnframt er fjallað á gagnrýninn hátt um verk tilraunahópanna. Fundarefni: Kynning á Óperudeiglunni og umræður um áherslur og leiðir Íslenska óperan v/Ingólfsstræti sími: 511 6400 Allir sem hafa áhuga á óperulist eru velkomnir Sjá nánar um Óperudeigluna á www.opera.is EDDA útgáfa efndi til athafnar á Sauðárkróki í gær í tilefni af út- komu Roklands, skáldsögu Hall- gríms Helgasonar. Fór athöfnin þannig fram að höfundurinn af- henti sveitarstjóra Skagafjarðar fyrsta eintak bókarinnar en hún gerist að talsverðu leyti á Sauð- árkróki þar sem Böddi Steingríms, aðalpersóna bókarinnar, hefur starfað að kennslu við Fjölbrauta- skólann eftir 10 ára dvöl í Þýska- landi. Þegar sagan hefst hefur Böddi misst starfið og býr hjá móð- ur sinni á Króknum og bloggar reglulega um lífið í bænum, bæj- arbúum til nokkurrar hrellingar. Ýmis atvik verða til þess að hann verður sífellt afskiptari í bænum uns hann að endingu ríður af stað til Reykjavíkur – hann ætlar að gerbylta samfélaginu. Bödda Steingríms lýsir höfund- urinn þannig að „hann sé of gáf- aður fyrir Krókinn, of reiður fyrir Reykjavík og of hreinskilinn fyrir Ísland“. Bödda eru því flest sund lokuð þegar kemur að því að finna sér andlegan flöt á tjáningunni í þessu samfélagi efnishyggjunnar. „Böddi er misskilinn gáfumaður og eldhugi, en fellur ekki alveg inn í þetta markaðsvæna efnishyggju- þjóðfélag,“ segir Hallgrímur. „Mér fannst að Böddi yrði að eiga heima úti á landi. Hann er gömul rödd sem er á móti öllu í nútíman- um, en þegar ég var að velja honum búsetu þá varð að vera fjölbrauta- skóli á staðnum svo Böddi gæti fengið starf við hæfi og Sauð- árkrókur varð fyrir valinu. Böddi er líka svolítill Grettir í sér og Skagafjörður er stórkostleg um- gjörð fyrir skáldsögu.“ Morgunblaðið/Björn Björnsson Hallgrímur Helgason afhendir Ársæli Guðmundssyni, sveitarstjóra Skaga- fjarðar, fyrsta eintak Roklands, en sagan gerist að hluta til á Sauðárkróki. Of gáfaður fyrir Krókinn, of reiður fyrir Reykjavík SJÖTTA bókin um Harry Pott- er, Harry Potter og blendings- prinsinn kemur út í íslenskri þýðingu á laugardaginn. Að sögn Jóns Karls Helgasonar hjá bókaútgáfunni Bjarti er fyrsta upplag komið til landsins í 15 þúsund eintökum og verður dreift í bókaverslanir á næstu dögum. Harry Potter og Blend- ingsprinsinn er vinsælasta bókin í söguflokknum um galdrastrák- inn. Bókin setti sölumet í sumar þegar hún kom út í Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem 9 millj- ónir eintaka seldust á fyrsta söludegi, 6,9 milljónir í Banda- ríkjunum og rúmlega 2 milljónir í Bretlandi. „Í nýjustu bókinni er Harry orðinn drengur á sautjánda ári. Hann hefur smám saman orðið að unglingi og um leið flóknari persónuleiki, þver og þrjóskur, skapstyggur og snúinn, allt í hæfilegum skömmtum þó, og verður fyrir vikið mun raun- verulegri persóna en ella. Með aldrinum koma síðan ný vanda- mál - nú fer áhugi hans á hinu kyninu líka að þvælast fyrir hon- um. Bókin er nokkru styttri en bókin á undan; Harry Potter og Fönixreglan, og í samræmi við það sem Rowling sagði um bæk- urnar fyrir nokkru - sú fimmta yrði þeirra lengst en síðan myndu þær styttast. Bókin er þó um 500 blaðsíður og veitir ekki af því það er frá mörgu að segja nú þegar orrustan er hafin fyrir alvöru, töframenn og nornir skipast í fylkingar eftir því hvort þau kjósa hið illa eða hið góða,“ segir í tilkynningu frá Bjarti. Bækur | Harry Potter og blendings- prinsinn að koma út á íslensku Harry Potter orðinn þver og þrjóskur STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld kl. 20.30, og verður hinn bandaríski John Fedchock að þessu sinni við stjórnvölinn. Fedchock þykir einn af lyk- ilmönnum stórsveitadjassins í New York um þessar mundir, bæði sem básúnuleikari, tónskáld og útsetjari, og verður efnisskrá tónleikanna helguð verkum eftir hann. Undir áhrifum Woody Herman „Þetta eru allt verk sem eru laus- lega bundin hinu hefðbundna, en eru um leið framsækin að nokkru leyti,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið, beðinn að lýsa stuttlega tón- smíðum sínum. „Yf- irbragð þeirra er nú- tímalegt, en þau eiga rætur í hefðbundnum kenningum um takt og útsetningar.“ Fedchock var um sjö ára skeið tónlist- arstjóri stórsveitar Woody Herman, út- setti og samdi fyrir hljómsveitina, auk þess að vera aðal- einleikari sveit- arinnar á básúnu. Hann hefur leikið með fjölda annarra stórsveita svo sem stórsveit Louis Bellson, Carnegie Hall Jazz Band og Manhattan Jazz Orchestra. Hin síðari ár hefur Fedchock starfað í New York, rekið þar eigin stórsveit og meðal annars gefið út þrjá geisladiska með henni. Þótt átján ár séu liðin frá því leiðir hans og Hermans skildi, segir Fedchock hann hafa haft mikil áhrif á sig sem tónlistarmann, sem og tónsmíðar sínar. „Undanfarin ár hef ég verið á eigin vegum í New York og gert nú- tímalegri útgáfu af þeirri tónlist sem ég lék með honum á sínum tíma. En á sinn hátt var Herman mjög fram- sýnn í tónlist, og tók fagnandi öll- um framsæknum hugmyndum,“ segir hann. Heppnir Reykvíkingar Á tónleikunum í kvöld gefur að heyra átta tónverk Fedchocks, jafnt frumsamin verk sem útsetn- ingar eldri laga. Útsetningarnar eru byggðar á nýrri og eldri lögum úr djasstónlistarsögunni; þar er meðal annars að finna Caravan Duke Ellingtons, standardinn Lauru og nýja útgáfu af laginu Limehouse Blues sem á rætur að rekja aftur til næstsíðustu alda- móta. „Allt nema eitt verk á efnis- skránni hef ég tekið upp ásamt hljómsveit minni ytra, en það er nýtt verk sem ég skrifaði í minn- ingu hins frábæra trommuleikara Elvin Jones,“ bætir Fedchock við. Hann lætur vel af samstarfi sínu við Stórsveit Reykjavíkur og segir það undravert að borg af þeirri stærðargráðu sem Reykjavík er eigi sveit af þessum toga og gæð- um. „Þið eruð mjög heppin,“ segir hann og brosir. Aðgangur að tónleikunum í kvöld er ókeypis og ættu því allir unnendur djasstónlistar að geta notið tónlistar Fedchock, sem lofar kraftmikilli stemningu. „Það má segja að þarna stígi á svið hefð- bundin stórsveit með nútímalegu ívafi. Ég held að þetta verði spenn- andi tónleikar,“ segir hann að síð- ustu. Tónlist | John Fedchock ásamt Stórsveit Reykjavíkur í Ráðhúsinu í kvöld Eftir Ingu Maríu Leifsdóttir ingamaria@mbl.is www.johnfedchock.com/ Hefðbundið með nútímalegu ívafi John Fedchock Morgunblaðið/Golli SÚ NÝBREYTNI hefur verið tekin upp í Þjóðleikhúsinu að sýna leiksýn- ingar á verkefnaskrá leikhússins að- eins í takmarkaðan tíma, en sýna hins vegar þeim mun þéttar þann tíma sem þær eru í sýningu. Að sögn Bjargar Björnsdóttur markaðsstjóra Þjóðleikhússins lofar þessi nýbreytni góðu. „Uppselt var á nánast allar sýningar hússins um helgina, t.a.m. sáu tæplega 1.000 manns Halldór í Hollywood á Stóra sviðinu,“ segir Björg. Fyrsta sýningin á Stóra sviðinu sem sýnd hefur verið með þessum hætti er Halldór í Hollywood eftir Ólaf Hauk Símonarson. Sú sýning hefur verið sýnd að jafnaði þrjú til fjögur kvöld í viku, frá frumsýningu 14. október sl. Sýningum lýkur fyrir jól og Halldór í Hollywood víkur fyrir nýrri sýningu, Túskildingsóperunni eftir Kurt Weill og Bertolt Brecht. „Þetta sýningarfyrirkomulag er vel þekkt í evrópskum leikhúsum, enda viðurkennt að mun hægara er fyrir sviðslistamenn að ná öruggum tökum á hlutverkum sínum þegar sýnt er ört en þegar sýningar eru með löngu millibili. Ávinningurinn af þessu nýja sýningarfyrirkomulagi er umtalsverður, ekki einungis í list- rænu tilliti heldur einnig rekstr- arlegu, meðal annars vegna þess að ekki þarf að skipta um leikmyndir um nætur og helgar, og kostnaður við sýningar er minni þegar sýnt er þétt í afmarkaðan tíma. Með hinu nýja sýn- ingarfyrirkomulagi skapast aukið fjárhagslegt svigrúm, sem leikhúsið getur nýtt til annarra þarfa,“ segir Björg. Björg kveðst svo sannarlega vona að leikhúsgestir taki vel í þetta nýja fyrirkomulag og dragi það ekki að tryggja sér sæti í Þjóðleikhúsinu. „Að öðrum kosti gætu þeir átt á hættu að missa af áhugaverðum sýningum.“ Leiklist | Nýbreytni í sýningarhaldi í Þjóðleikhúsinu Sýnt þéttar og í skemmri tíma Ljósmynd/Þjóðleikhúsið María Pálsdóttir og Atli Rafn Sigurðarson í Halldór í Hollywood.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.