Morgunblaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
HAGVAGNAR í Hafnarfirði hafa ráðið fimm
Pólverja til að keyra strætisvagna fyrirtæk-
isins. Hagvagnar aka á leiðum Strætó bs. á
höfuðborgarsvæð-
inu. Komu Pólverj-
arnir hingað til
lands um miðjan
síðasta mánuð og
að sögn Gísla J.
Friðjónssonar,
framkvæmdastjóra
Hagvagna, hafa
þeir staðið sig mjög
vel í akstrinum.
Segir Gísli að illa
hafi gengið að
manna stöður vegna mikillar þenslu í þjóð-
félaginu og að einhvern veginn verði menn að
bjarga sér til að viðhalda þjónustu. Segir
Gísli að mjög vel sé að mönnunum búið hjá
Hagvögnum, til dæmis hafi allir ráðningar-
samningar verið þýddir á pólsku.
Aðspurður um íslenskukunnáttu Pólverj-
anna segir Gísli Hagvagna oft hafa haft er-
lenda ríkisborgara í vinnu sem náð hafi því
helsta í íslenskunni mjög fljótt og þessir
fimm menn séu mjög viljugir til að læra. Þá
muni þeir fara á íslenskunámskeið bráðlega.
Pólverjar
ráðnir til að
aka strætó
Illa gengur að manna
stöður vegna þenslu
LÆGSTA tilboð sem barst í útboði Vega-
gerðarinnar í seinni hluta tvöföldunar
Reykjanesbrautarinnar reyndist 385 millj-
ónum kr. lægra en Vegagerðin hafði áætlað.
Jarðvélar ehf. bjóðast til að vinna verkið fyr-
ir 1175 milljónir en áætlaður verktakakostn-
aður var 1560 milljónir. Starfsmenn Vega-
gerðarinnar fara nú yfir tilboðin og ganga
til samninga við lægstbjóðendur. Vonast er
til að framkvæmdir hefjist fyrir áramót en
þeim á að ljúka í síðasta lagi í júní 2008. Þá
verður Reykjanesbraut, frá bæjarmörkum
Hafnarfjarðar og í Reykjanesbæ, með tveim-
ur tvíbreiðum akreinum og öll meg-
ingatnamót mislæg.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra var
viðstaddur opnun tilboðanna og kvaðst
ánægður með niðurstöðuna. | 18
Morgunblaðið/RAX
Lægsta tilboð 385 milljónum undir áætlun
Tilboð opnuð í gær í seinni hluta tvöföldunar Reykjanesbrautar
áfram að hlusta og meta faglega
allar ábendingar sem berast,“
sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði
ýmsar ábendingar þegar hafa verið
teknar til greina og nefndi einnig
að ákveðið hefði verið að koma til
móts við bekkjarskólana til að þeir
gætu haldið sérstöðu sinni.
Kennarar við MA héldu fund á
Ráðhústorgi og gengu síðan fylktu
liði að húsakynnum skólans þar
sem þeir hittu ráðherra að máli.
ÞORGERÐUR Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra tók við
mótmælum kennara við Mennta-
skólann á Akureyri í gær, en þeir
líkt og kennarar við fjóra aðra
bekkjarkennsluskóla í landinu
mótmæltu fyrirhugaðri styttingu
framhaldsskólanáms úr fjórum ár-
um í þrjú.
Ráðherra sagði við kennara og
nemendur MA, þegar hún tók við
mótmælunum, að hún væri sann-
færð um að fyrirhuguð breyting
yrði farsæl. „En við munum halda
Ráðherra tók við mótmælum vegna styttingar framhaldsskólanáms
Metum allar ábend-
ingar faglega
Morgunblaðið/Kristján
Þorlákur Axel Jónsson, kennari við Menntaskólann á Akureyri, afhenti
Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra mótmæli vegna
fyrirhugaðrar styttingar framhaldsskólanáms, í húsnæði skólans í gær. Ekki tekið tillit til | 11
TEKJUR sjómanna hafa dregizt sam-
an um allt að 25% á síðustu tveimur ár-
um og eru nú svipaðar og þær voru ár-
ið 1999, sé tekið mið af ákveðnum
ísfisktogara. Þetta hefur ennfremur
leitt til þess að illa gengur að manna
skipin. Skýringin á þessum samdrætti
er fyrst og fremst hið háa gengi ís-
lenzku krónunnar.
Þetta segir Árni Bjarnason, forseti
Farmanna- og fiskimannasambands
Íslands. Hann hefur miklar áhyggjur
af þessari þróun og segir að á heildina
litið sé staðan nú verri en menn hafa
horfzt í augu við mjög lengi. „Í landi er
talað um kaupmáttaraukningu og
launaskrið, en hjá sjómönnum er
þessu þveröfugt farið. Eftirspurn eftir
vinnuafli í landi hefur leitt til þess að
menn fást ekki á skipin.“ | B1
Allt að 25%
lækkun launa
sjómanna
NÝTT gervihné, Power Knee, sem stoð-
tækjafyrirtækið Össur framleiðir, hefur af
tímaritinu Popular Science verið tilnefnt
meðal 100 bestu upp-
finninga ársins.
Þetta var kynnt á
blaðamannafundi
sem Össur stóð fyrir
í New York í gær,
áður en stoðtækja-
sýning hófst í Grand
Central lestarstöð-
inni. Össur er að
ljúka prófunum á
þessu rafeindastýrða
gervihné. Uppgötv-
unum ársins er skipt í tólf flokka og er
hnéð meðal tíu uppfinninga í flokknum
„Almenn heilsa“. | 13
Gervihné Öss-
urar meðal upp-
finninga ársins
♦♦♦
HÚSFÉLAG Skúlagötu 32 til 34
undirbýr nú, í samráði við lögfræð-
inga sína, að kæra ákvörðun
Reykjavíkurborgar um byggingu á
Barónsreit, sem afmarkast af Vita-
stíg, Skúlagötu, Barónsstíg og
Hverfisgötu. Þar er fyrirhuguð
bygging tveggja 4–5 hæða húsa
með um 100 íbúðum fyrir stúdenta.
Eru meðal annars gerðar athuga-
semdir vegna skerðingar birtu, en
sumar íbúðanna eru aðeins með
gluggum að reitnum, og um að
götumynd muni ekki halda sér. Þá
er gert ráð fyrir byggingu þriggja
15 hæða íbúðaturna við Skúlagötu
auk bílakjallara.
Ingi Björn Poulsen, formaður
húsfélagsins, bendir á að fyrir
nokkrum árum hafi verið gerðar
endurbætur á Skúlagötu 32 til 34
og einnig á hóteli sem samfast er
byggingunni. Þá hafi aðeins fengist
leyfi fyrir að bæta einni hæð ofan á
húsin en hærri húsum hafnað á
þeim forsendum að deiliskipulagið
gerði ekki ráð fyrir hærri húsum
og að þau þyrftu að liggja vel í
götumyndinni. Síðar hefðu verið
teiknaðir upp fimmtán hæða turn-
ar sem væru í engu samræmi við
götumyndina. Segir hann að aðeins
einn fulltrúi í skipulagsráði hafi
greitt tillögunni um Barónsreitinn
atkvæði en allir hinir hafi setið hjá,
meðal annars á grundvelli mót-
mæla húsfélagsins. Í borgarráði
hafi svo tveir setið hjá.
Ekki hægt að koma
til móts við alla
Dagur B. Eggertsson, formaður
skipulagsráðs, segir málið hafa
verið töluvert lengi í vinnslu og
nokkrar útfærslur hafi verið lagðar
fram. Hann segir að málið hafi ver-
ið umdeilt, einkum þar sem náms-
mannaíbúðirnar eiga að rísa, en
dregið hafi verið úr hæð bygging-
anna til að koma til móts við ábend-
ingar íbúa á svæðinu. Segir hann
ekki hægt að koma til móts við alla.
Um 15 hæða turnana segir Dagur
að langt sé síðan sú lína var lögð að
byggingin teygði sig nokkuð til
himins næst Skúlagötunni. Sé það í
samræmi við strandlengjuna þó
svo að ákvörðunin hafi verið um-
deild á sínum tíma.
Íbúar við Skúlagötu ætla að
kæra byggingar á Barónsreit
Segja breytingu | 6
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is