Morgunblaðið - 03.12.2005, Side 27

Morgunblaðið - 03.12.2005, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 27 ERLENT Singapore, Sydney. AP, AFP. | Mikil reiði ríkir í Ástralíu í garð yfirvalda í Singapore eftir að þau ákváðu að hafna öllum óskum um að Nguyen Tuong Van, 25 ára gömlum Ástrala sem handtekinn var með tæplega 400 gr af heróíni á Changi-flugvelli í Singapore 2002, yrði sýnd vægð. Nguyen var tekinn af lífi í fangelsi í Singapore í gær.var af víetnömsku bergi brotinn. Hann var að koma frá Kambódíu þegar hann var hand- tekinn á flugvellinum í Singapore og hugðist hann halda þaðan til síns heima í Ástralíu. Nguyen hafði ekki áður komist í kast við lögin en sagði, að hann hefði ætlað að smygla eiturlyfjum til Ástralíu til að hjálpa tvíburabróður sínum að greiða upp skuldir. Hegningarlög í Singapore afar ströng. Er m.a. kveðið skýrt á um það í lögum að hver sá sem tekinn er með 15 gr af heróíni eða meira skuli hljóta dauðadóm. Yfirvöld í Singapore segja viður- lög vegna eiturlyfjasmygls afar ár- angursrík í baráttunni við eiturlyfin og hafa beri í huga að eiturlyfjasal- ar leggi líf fólks í rúst. Þau sögðu beiðnir um að lífi Nguyens yrði þyrmt hafa verið teknar til skoð- unar en að sömu reglur verði að gilda um útlendinga og gilda um íbúa Singapore. „Við lítum eitur- lyfjasmygl afar alvarlegum augum,“ sagði Lee Hsien Loong, forsætis- ráðherra Singapore, á fimmtudag. Vilja ekki skaða tengslin Dauðarefsingar voru aflagðar með lögum í Ástralíu árið 1973 og fór síðasta aftakan þar raunar fram sex árum fyrr, 1967. Meira en 100 manns hafa hins vegar verið teknir af lífi í Singapore vegna eiturlyfja- tengdra glæpa frá árinu 1999. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, mun hafa farið fram á það við fulltrúa stjórnvalda í Singapore að Nguyen yrði sýnd vægð. En hann hagaði orðum sínum afar var- lega á opinberum vettvangi og raunar hafa yfirvöld í Ástralíu var- ast það mjög að efast um rétt stjórnvalda í Singapore til að kveða upp dauðadóma. Segja fréttaskýrendur að How- ard vilji ekki skaða samskipti land- anna og tengsl Ástrala við Suðaust- ur-Asíuríkin – en Áströlum er mikið í mun að efla viðskiptatengsl sín á þessum vettvangi. Howard sagði þó, að aftaka Nguyens myndi hafa áhrif á samskiptin, „milli einstak- linga og á milli íbúanna almennt“. Reuters Íbúar Sydney héldu stutta athöfn til heiðurs Nguyen Tuong Van í borginni í gær á sama tíma og aftaka hans fór fram í Singapore. Reiði vegna aftöku í Singapore Ingólfur Guðbrandsson STÓRA REISUBÓKIN Stefnumót við heiminn „Kjörgripur, fegurðaruppspretta, ætti að vera til á hverju heimili.“ „Bókin STEFNUMÓT VIÐ HEIMINN er óður til lífs, fegurðar og þekkingar.“ BG Tilboðsverð í bókaverslunum Nærri helmingsafsláttur - nú aðeins kr. 4.990 Dreifing: DREIFINGARMIÐSTÖÐIN Magnafsláttur hjá útgefanda FERÐAKLÚBBUR INGÓLFS s. 89-33-400 KYNNIST HEIMINUM Í LÝSINGUM INGÓLFS, VÍÐFÖRLASTA ÍSLENDINGS SÖGUNNAR Í GLÆSILEGRI BÓK HANS UM MERKUSTU FERÐASLÓÐIR HEIMSINS. KLASSÍSK GJÖF Á GÓÐU VERÐI 534 LJÓSMYNDIR OG KORT UMSAGNIR: Raleigh. AFP. | Eitt þúsund einstak- lingar hafa nú verið teknir af lífi í Bandaríkjunum frá því að hæstirétt- ur landsins úrskurðaði árið 1976 að dauðarefsingar væru heimilar sam- kvæmt stjórnarskránni, en bann hafði þá gilt við dauðarefsingum í tíu ár. Þúsundasta aftakan fór fram í Raleigh í Norður-Karólínu-ríki í fyrrinótt en þá var dæmdur morð- ingi, Kenneth Boyd, tekinn af lífi. Boyd var fundinn sekur um það ár- ið 1994 að hafa myrt eiginkonu sína og tengdaföður sex árum áður og neitaði hann aldrei sök í málinu. Meira en 3.000 manns bíða eftir aftöku Ekki hafði verið gert ráð fyrir því að aftakan á Boyd yrði númer 1.000 í röðinni því að taka átti annan dæmd- an morðingja, Robin Lovitt, af lífi í Virginíu-ríki á þriðjudag. Sá var hins vegar náðaður á allra síðustu stundu af ríkisstjóra Virginíu, demókratan- um Mark Warner, en Lovitt hefur staðfastlega hald- ið fram sakleysi sínu. Ákvað Warner að Lovitt skyldi í staðinn dvelja ævilangt í fangelsi. Meira en 3.000 manns bíða þess nú í fangelsum í Bandaríkjunum að dauðadómi yfir þeim verði fram- fylgt. Dauðadómum hefur þó fækkað mjög á og aftökum sömuleiðis. Gall- up-könnun í síðasta mánuði sýndi að umtalsverður meirihluti Bandaríkja- manna, þ.e. 64%, er hlynntur dauða- refsingum en þó hefur dregið úr stuðningi við þær. Mældist hann um 80% seint á síðasta áratug. Löglegt er að fella dauðadóm yfir fólki í 38 af 50 ríkjum Bandaríkjanna en í mörgum þeirra er því aldrei beitt í raun. Af eitt þúsund dauðarefsing- um á 29 árum hafa 355 verið í Texas, 94 í Virginíu og 79 í Oklahoma. Þúsundasta aftakan Kenneth Boyd Berlín. AFP. | Níu manns týndu lífi í eldsvoða í gær í miðstöð fyrir heim- ilislausa, sem rekin er í bænum Halberstadt í Þýskalandi. Eldurinn kom upp í hjólhýsi, sem heimilislausu fólki hafði verið fengið, og náði hann að læsa sig í fjögur hjól- hýsi til viðbótar. Fimm slösuðust í eldsvoðanum í Halberstadt, sem er í sambandslandinu Saxen-Anhalt í miðhluta Þýskalands, um 170 kíló- metra vestur af Berlín. Rannsókn er hafin á upptökum eldsvoðans en að sögn lögreglu benti frumrannsókn ekki til þess að um íkveikju hefði verið að ræða. 15 manns höfðust við í hjólhýsahverfinu eftir því sem næst varð komist. Níu manns týndu lífi í eldsvoða í Þýskalandi Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.