Morgunblaðið - 03.12.2005, Síða 27

Morgunblaðið - 03.12.2005, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 27 ERLENT Singapore, Sydney. AP, AFP. | Mikil reiði ríkir í Ástralíu í garð yfirvalda í Singapore eftir að þau ákváðu að hafna öllum óskum um að Nguyen Tuong Van, 25 ára gömlum Ástrala sem handtekinn var með tæplega 400 gr af heróíni á Changi-flugvelli í Singapore 2002, yrði sýnd vægð. Nguyen var tekinn af lífi í fangelsi í Singapore í gær.var af víetnömsku bergi brotinn. Hann var að koma frá Kambódíu þegar hann var hand- tekinn á flugvellinum í Singapore og hugðist hann halda þaðan til síns heima í Ástralíu. Nguyen hafði ekki áður komist í kast við lögin en sagði, að hann hefði ætlað að smygla eiturlyfjum til Ástralíu til að hjálpa tvíburabróður sínum að greiða upp skuldir. Hegningarlög í Singapore afar ströng. Er m.a. kveðið skýrt á um það í lögum að hver sá sem tekinn er með 15 gr af heróíni eða meira skuli hljóta dauðadóm. Yfirvöld í Singapore segja viður- lög vegna eiturlyfjasmygls afar ár- angursrík í baráttunni við eiturlyfin og hafa beri í huga að eiturlyfjasal- ar leggi líf fólks í rúst. Þau sögðu beiðnir um að lífi Nguyens yrði þyrmt hafa verið teknar til skoð- unar en að sömu reglur verði að gilda um útlendinga og gilda um íbúa Singapore. „Við lítum eitur- lyfjasmygl afar alvarlegum augum,“ sagði Lee Hsien Loong, forsætis- ráðherra Singapore, á fimmtudag. Vilja ekki skaða tengslin Dauðarefsingar voru aflagðar með lögum í Ástralíu árið 1973 og fór síðasta aftakan þar raunar fram sex árum fyrr, 1967. Meira en 100 manns hafa hins vegar verið teknir af lífi í Singapore vegna eiturlyfja- tengdra glæpa frá árinu 1999. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, mun hafa farið fram á það við fulltrúa stjórnvalda í Singapore að Nguyen yrði sýnd vægð. En hann hagaði orðum sínum afar var- lega á opinberum vettvangi og raunar hafa yfirvöld í Ástralíu var- ast það mjög að efast um rétt stjórnvalda í Singapore til að kveða upp dauðadóma. Segja fréttaskýrendur að How- ard vilji ekki skaða samskipti land- anna og tengsl Ástrala við Suðaust- ur-Asíuríkin – en Áströlum er mikið í mun að efla viðskiptatengsl sín á þessum vettvangi. Howard sagði þó, að aftaka Nguyens myndi hafa áhrif á samskiptin, „milli einstak- linga og á milli íbúanna almennt“. Reuters Íbúar Sydney héldu stutta athöfn til heiðurs Nguyen Tuong Van í borginni í gær á sama tíma og aftaka hans fór fram í Singapore. Reiði vegna aftöku í Singapore Ingólfur Guðbrandsson STÓRA REISUBÓKIN Stefnumót við heiminn „Kjörgripur, fegurðaruppspretta, ætti að vera til á hverju heimili.“ „Bókin STEFNUMÓT VIÐ HEIMINN er óður til lífs, fegurðar og þekkingar.“ BG Tilboðsverð í bókaverslunum Nærri helmingsafsláttur - nú aðeins kr. 4.990 Dreifing: DREIFINGARMIÐSTÖÐIN Magnafsláttur hjá útgefanda FERÐAKLÚBBUR INGÓLFS s. 89-33-400 KYNNIST HEIMINUM Í LÝSINGUM INGÓLFS, VÍÐFÖRLASTA ÍSLENDINGS SÖGUNNAR Í GLÆSILEGRI BÓK HANS UM MERKUSTU FERÐASLÓÐIR HEIMSINS. KLASSÍSK GJÖF Á GÓÐU VERÐI 534 LJÓSMYNDIR OG KORT UMSAGNIR: Raleigh. AFP. | Eitt þúsund einstak- lingar hafa nú verið teknir af lífi í Bandaríkjunum frá því að hæstirétt- ur landsins úrskurðaði árið 1976 að dauðarefsingar væru heimilar sam- kvæmt stjórnarskránni, en bann hafði þá gilt við dauðarefsingum í tíu ár. Þúsundasta aftakan fór fram í Raleigh í Norður-Karólínu-ríki í fyrrinótt en þá var dæmdur morð- ingi, Kenneth Boyd, tekinn af lífi. Boyd var fundinn sekur um það ár- ið 1994 að hafa myrt eiginkonu sína og tengdaföður sex árum áður og neitaði hann aldrei sök í málinu. Meira en 3.000 manns bíða eftir aftöku Ekki hafði verið gert ráð fyrir því að aftakan á Boyd yrði númer 1.000 í röðinni því að taka átti annan dæmd- an morðingja, Robin Lovitt, af lífi í Virginíu-ríki á þriðjudag. Sá var hins vegar náðaður á allra síðustu stundu af ríkisstjóra Virginíu, demókratan- um Mark Warner, en Lovitt hefur staðfastlega hald- ið fram sakleysi sínu. Ákvað Warner að Lovitt skyldi í staðinn dvelja ævilangt í fangelsi. Meira en 3.000 manns bíða þess nú í fangelsum í Bandaríkjunum að dauðadómi yfir þeim verði fram- fylgt. Dauðadómum hefur þó fækkað mjög á og aftökum sömuleiðis. Gall- up-könnun í síðasta mánuði sýndi að umtalsverður meirihluti Bandaríkja- manna, þ.e. 64%, er hlynntur dauða- refsingum en þó hefur dregið úr stuðningi við þær. Mældist hann um 80% seint á síðasta áratug. Löglegt er að fella dauðadóm yfir fólki í 38 af 50 ríkjum Bandaríkjanna en í mörgum þeirra er því aldrei beitt í raun. Af eitt þúsund dauðarefsing- um á 29 árum hafa 355 verið í Texas, 94 í Virginíu og 79 í Oklahoma. Þúsundasta aftakan Kenneth Boyd Berlín. AFP. | Níu manns týndu lífi í eldsvoða í gær í miðstöð fyrir heim- ilislausa, sem rekin er í bænum Halberstadt í Þýskalandi. Eldurinn kom upp í hjólhýsi, sem heimilislausu fólki hafði verið fengið, og náði hann að læsa sig í fjögur hjól- hýsi til viðbótar. Fimm slösuðust í eldsvoðanum í Halberstadt, sem er í sambandslandinu Saxen-Anhalt í miðhluta Þýskalands, um 170 kíló- metra vestur af Berlín. Rannsókn er hafin á upptökum eldsvoðans en að sögn lögreglu benti frumrannsókn ekki til þess að um íkveikju hefði verið að ræða. 15 manns höfðust við í hjólhýsahverfinu eftir því sem næst varð komist. Níu manns týndu lífi í eldsvoða í Þýskalandi Fréttasíminn 904 1100
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.