Morgunblaðið - 04.12.2005, Síða 3

Morgunblaðið - 04.12.2005, Síða 3
Ljósin tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli í dag kl. 15:30 Allt frá árinu 1951 hafa frændur okkar í Ósló fært Reykvíkingum jólatré sem sett hefur verið upp á Austurvelli. Á hverju ári hafa borgarbúar fagnað þessari gjöf með því að bregða undir sig betri fætinum og taka þátt í þeim hátíðarhöldum sem haldin eru í tilefni af ljósadýrð trésins góða. 15:30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur jólalög á Austurvelli. 16:00 Dómkórinn syngur nokkur lög undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Guttorm Vik, sendiherra Noregs, afhendir Reykvíkingum jólatréð fyrir hönd Óslóarbúa og ljósin kveikir hin 7 ára norsk-íslenska Kristín Magnúsdóttir. Persónurnar Reyndar og Raunar úr aðventuævintýri Þjóðleikhússins, Leitin að jólunum eftir Þorvald Þorsteinsson, líta við á Austurvelli og syngja jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum við tónlist Árna Egilssonar. Söng- og leikatriði úr Jólaævintýri Hugleiks byggt á jólasögu Dickens um Ebenezer Skrögg. Klassísk saga sem öll fjölskyldan getur notið saman, og er kjörin til að koma fólki í jólaskap. Stekkjastaur, Stúfur og Þvörusleikir ætla ekki að láta sig vanta, enda hafa þeir sérstaklega gaman af jólaljósum og ekkert finnst þeim skemmtilegra en að syngja með kátum krökkum. Hver veit nema fleiri úr þeirri skemmtilegu og skrýtnu fjölskyldu séu komnir í bæinn! Dagskráin verður jafnframt túlkuð á táknmáli Kynnir er Gerður G. Bjarklind í hjarta borgarinnar Ókeypis aðangur í bílastæðahús í Ráðhúskjallaranum frá kl. 13:00 - 19:00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.