Morgunblaðið - 04.12.2005, Page 4
4 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Veisla fyrir augað.
Stórkostleg bók!
Amazon.com
STÓRKOSTLEG ÆVINTÝRAFERÐ
ÚR IÐRUM JARÐAR
Jörðin í öllum mikilfengleik sínum
og fegurð − farið er um fáfarnar
stigur, frá neðansjávargljúfrum
til gróskumikilla regnskóga,
um freraveröld heimskautanna
og alla leið út í geiminn.
kr. 9.980
EINSTAKT TILBOÐSVERÐ
TIL ÁRAMÓTA
Verð frá 1. jan. 2006: kr. 12.980
2.000 STÓRKOSTLEGAR MYNDIR Á 520 BLAÐSÍÐUM Í STÓRU BROTI
TIL SNÆVI ÞAKINNA TINDA
„Ótrúleg fróðleiksnáma.“
Illugi Jökulsson / Talstöðin
www.jpv.is
RAGNHEIÐUR Jónsdóttir frá
Þrúðvangi í Vestmannaeyjum, held-
ur í dag upp á aldarafmæli. Ragn-
heiður hefur búið í Eyjum mestalla
ævi og vill hvergi annars staðar búa.
Ragnheiður fæddist þó ekki í Eyjum
heldur í bænum Selkirk í Kanada
þar sem hún bjó ásamt foreldrum
sínum og eldri systur til tveggja ára
aldurs. Sú eldri lést og eftir það vildi
faðir Ragnheiðar flytja aftur heim.
„Við komum heim siglandi yfir
hafið og skipið sem ég man nú ekki
hvað hét hafði tvo strompa, var
gufuskip,“ útskýrði hún þegar blaða-
maður heimsótti hana í myndarlegt
herbergi hennar á Hraunbúðum,
dvalarheimili aldraðra í Vest-
mannaeyjum, en þar hefur hún búið
síðustu fjögur ár. „Pabbi byggði
bjálkahús í Kanada ásamt því sem
hann vann við lagningu járnbrauta
þarna úti.“ Þau sigldu heim að
hausti til og þá var móðir hennar
ófrísk og undir lok árs 1907 eign-
aðist Ragnheiður systur.
Þau fluttust til Vestmannaeyja
um haustið 1907. Faðir hennar
byggði húsið Brautarholt 1908 og
var alla tíð síðar kenndur við það
hús. Ragnheiður hefur alla sína tíð
búið í Eyjum og vill hvergi annars
staðar búa. Hún brá sér reyndar af
bæ í rúmt ár þegar hún var um tví-
tugt en þá réð hún sig sem vinnu-
kona til Grimsby á Englandi. „Það
kom þannig til að ég hitti Georg
Gíslason á balli í Eyjum, hann spurði
mig hvort ég vildi koma í vist til
Englands og án þess að hugsa svo
mikið um það sagði ég já, fór heim
og tilkynnti foreldrunum þetta og
þau sögðu bara amen og út fór ég.“
Konan sem tók á móti henni hét
Nancy Little og átti nokkur börn en
tengsl hennar við Ísland voru sú að
hún var tengdamóðir Þórarins Ol-
geirssonar útgerðarmanns. Þarna
dvaldi hún í rúmt ár sem vinnukona
og að sögn dóttur hennar Fríðu Sig-
urðardóttur talar hún oft hlýlega um
tímann í Grimsby. „Þetta var mjög
skemmtileg lífs-
reynsla,“ bætti Ragn-
heiður við.
Um sjötíu
afkomendur
Þegar heim var kom-
ið á nýjan leik giftist
hún norskum manni,
Arthur Aanes, og eign-
aðist með honum þrjú
börn. Eitt barnanna
misstu þau. Þau skildu
eftir nokkurra ára sam-
búð og árið 1935 giftist
hún á nýjan leik, Sig-
urði Ólasyni. Þau eign-
uðust einnig þrjú börn
en elsta barnið, drengur, dó ungur
að aldri. Ragnheiður á nú þrjú börn
á lífi, barnabörnin eru orðin nítján,
barnabarnabörnin þrjátíu og þrjú og
barnabarnabarnabörnin tólf og eitt á
leiðinni. Alls um sjötíu afkomendur
frá henni sem allir slitu barnskónum
í Vestmannaeyjum en aðeins þrír af-
komendur búa þar enn.
Það var því oft fjör á heimilinu,
sérstaklega þegar árin liðu og af-
komendunum fjölgaði ört og alltaf
hittist fjölskyldan eftir þrett-
ándaskemmtunina heima hjá Ragn-
heiði og gæddi sér á heitu súkkulaði
og smákökum. „Það var oft fullt út
úr dyrum.“ Hefðin hélst alveg þang-
að til fyrir fjórum árum. Fríða dóttir
hennar útskýrir að Ragnheiður hafi
búið í þjónustuíbúð til 96 ára aldurs
og alltaf séð um sig sjálf en hún datt
2. janúar 2002 illa og eftir það fór
hún á Hraunbúðir.
Ragnheiður hefur alla tíð unnið
mikið og byrjaði níu ára gömul að
vinna á stakkstæði og er nokkuð
ljóst að slíkt myndi ekki líðast í dag,
líklega væru nú komin einhver lög
eða reglugerðir um slíka barna-
þrælkun en Ragnheiður sagði að
hún hafi haft gott að þessu og hún
hafi fljótt lært að vinna. Hún segir
mikið hafa breyst og nú er svo komið
að hún þekkir sig ekki lengur niðri í
miðbæ Heimaeyjar. Þó bjó hún þar
lengi vel. „Ég þekki ekki bæinn
lengur.“ Hún segir
lífsviðhorf fólks einnig
hafa breyst mikið.
„Það hafa allir svo
mikið að gera og unga
fólkið er kærulaust.
Fólk hafði meiri tíma
áður og það voru meiri
samskipti á milli
fólks,“ sagði Ragn-
heiður og þrátt fyrir
margar nýjungar í
samskiptamáta s.s.
tölvupóst, gsm, sms,
msn og allar hinar
skammstafirnar hefur
þetta fært fólk meira
frá hvort öðru en nær
að mati Ragnheiðar.
„Horfi mest á fótbolta,
golf og snóker“
Þegar hún er spurð að því hver
mesta og besta tækninýjungin sé
sem hefur komið fram á þessari öld
sem hún hefur lifað kemur skilj-
anlega margt upp í hugann. Hún
nefnir þó símann fyrst og síðan sjón-
varpið og myndbandstækið. Fríða
skýtur því inn í að hún muni það enn
þegar móðir sín fékk fyrstu sjálf-
virku þvottavélina. Þá sat hún fyrir
framan vélina og horfði á hana þvo
fyrstu umferðina, alveg himinlifandi
með þá byltingu.
Sjónin hefur ekki brugðist Ragn-
heiði og nýtur hún þess að horfa á
sjónvarpið og þar eru íþróttirnar í
miklu uppáhaldi. „Ég horfi mest á
fótbolta, golf og snóker.“ Hún á að
sjálfsögðu sitt uppáhaldslið í enska
boltanum og það er Manchester
United. Meðfram sjónvarpshorfi
hefur hún eytt dágóðum tíma í
handavinnu ýmiss konar og státar
líklega af frumlegustu gestabók Ís-
lands. Hún hefur síðan 1963 fengið
gesti sína til að skrifa nafn sitt á blað
sem hún svo saumar út í dúk. Nú
þegar hefur Byggðasafni Vest-
mannaeyja verið lofað dúknum sem
skiljanlega er orðinn nokkuð stór.
Ragnheiður heldur upp á ald-
arafmæli sitt í sal Hraunbúða í dag.
Ragnheiður Jónsdóttir fagnar 100 ára afmæli sínu í dag
Eyjamaður sem
fæddist í Kanada
Ragnheiður Jónsdóttir
Eftir Sigursvein Þórðarson
RANNSÓKNARBORUNUM
vegna væntanlegra Vaðlaheiðar-
ganga er lokið, en þær hafa staðið
frá því í sumar. Á grundvelli
þeirra upplýsinga sem aflað var
með borunum verður unnin jarð-
fræðiskýrsla sem væntanleg er
með vorinu. Þetta kemur fram á
vef Eyþings, Sambands sveitarfé-
laga í Eyjafirði og Þingeyjar-
sýslum. Þar kemur einnig fram að
að líkindum verði einnig fram-
kvæmdar svokallaðar rafsegul-
mælingar í Vaðlaheiði til sprungu-
leitar síðla vetrar en þessir
verkþættir eru allir nauðsynlegir
til að afla sem gleggstra gagna um
jarðlögin þar sem ætlað er að
göngin verði.
„Í mælingunum kemur fram
hvar er að finna misgengi og
brotalínur en ljóst er að á köflum
þarf öflugri styrkingar af þeim
sökum, svo sem algengt er í fram-
kvæmdum af þessum toga,“ segir
á vefnum.
Fram kemur að þessa dagana sé
verið að vinna að mörgum þáttum
er snúa að undirbúningi fram-
kvæmdanna. „Reiknilíkan fyrir
göngin hefur verið sent yfirvöldum
samgöngumála og er þar til með-
ferðar, en þar er um að ræða þær
forsendur sem stjórn Greiðrar
leiðar ehf. vinnur út frá varðandi
rekstur ganganna.
Hjá Vegagerðinni eru sömuleiðis
til skoðunar tillögur Greiðar leiðar
um staðsetningu á munnum gang-
anna og hvernig göngin munu
tengjast þjóðvegakerfinu. Þegar
mat Vegagerðarinnar liggur fyrir
þarf að ráðast í minniháttar við-
bótarrannsóknir á endanlegum
munnastað, beggja vegna Vaðla-
heiðar. Þær rannsóknir fara vænt-
anlega fram á komandi sumri,“
segir á vef Eyþings.
Samkvæmt því sem þar kemur
fram hafa áætlanir Greiðrar leiðar
verið kynntar Skipulagsstofnun og
hefur stjórn félagsins samráð við
hana varðandi mat á umhverfis-
áhrifum.
Í undirbúningsvinnu Greiðrar
leiðar ehf. hefur verið miðað við að
framkvæmdatími verði þrjú ár,
þ.e. tvö ár í boranir og um eitt ár í
frágang og uppsetningu búnaðar. Í
áðurnefndu reiknilíkani Greiðrar
leiðar er við það miðað að fyrsta
rekstrarár ganganna verði 2011.
Vaðlaheiðar-
göng gætu verið
tilbúin 2011
BÚIÐ er að kveikja á jólatré Djúpa-
vogsbúa. Fjöldi manns var við-
staddur vandaða dagskrá þegar
kveikt var á jólatré Djúpavogsbúa á
dögunum og var söngur og hljóð-
færasláttur grunnskólabarna í fyr-
irrúmi. Þá spruttu jólasveinar út úr
klettavegg og léku við hvern sinn
fingur. Það var svo Ingimar Sveins-
son, fyrrverandi skólastjóri, sem
tendraði ljósin á hinu veglega
jólatré Djúpavogs.
Spilað með frosna fingur
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
ALCAN á Íslandi hefur kært nýlega
starfsleyfisveitingu Umhverfisstofn-
unar fyrir álverið í Straumsvík til
umhverfisráðuneytis. Þær forsendur
eru gefnar að í starfsleyfinu sé gert
ráð fyrir óbreyttu þynningarsvæði,
eða minna svæði en tillaga var að í
umhverfismati frá árinu 2002, þrátt
fyrir fyrirhugaða stækkun álvers í
allt að 460 þúsund tonn af áli á ári –
úr 200 þúsund tonnum.
Þynningarsvæði er það svæði um-
hverfis álverið þar sem þynning
mengunar á sér stað og afmarkast
fyrst og fremst af þynningu flúors en
styrkurinn má vera yfir viðmiðunar-
mörkum innan þess.
Í umhverfismati frá árinu 2002
segir m.a.: „Tillaga að þynningar-
svæði nær yfir núverandi svæði tak-
markaðrar ábyrgðar samkvæmt
samningi á milli ríkisstjórnar Ís-
lands og fyrirtækisins. Áhrifasvæði
álversins stækkar því ekki frá því
sem nú er og verða því ekki neinar
breytingar á landnotkun utan núver-
andi þynningarsvæðis.“
Hrannar Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi Alcan á Íslandi segir kjarn-
ann í kærunni vera að skipulags-
stofnun hafi á sínum tíma fallist á
það að svokallað svæði takmarkaðr-
ar ábyrgðar, sem er töluvert stærra
en þynningarsvæðið, yrði þynning-
arsvæðið eftir stækkun. „Svo kemur
starfsleyfisveitingin þar sem sú er
ekki raunin. Það sem við erum því að
gera núna er að láta reyna á það
hvort eðlilegt sé að í starfsleyfinu
séu sett stífari mörk en í umhverf-
ismatinu og því sem hefur verið sam-
þykkt þar.“
Hrannar bætir við að í umhverf-
ismatinu sé loftdreifingarspá út frá
veðurgögnum og öðru slíku sem sýn-
ir hvernig mengun þynnist út og þær
forsendur standist ekki miðað við að
þynningarsvæðið haldist óbreytt eða
miðað við það þynningarsvæði sem
er tilgreint í þessu nýja starfsleyfi.
Alcan kærir starfsleyfisveitingu
Stífari mörk sett en
í umhverfismati