Morgunblaðið - 04.12.2005, Síða 6

Morgunblaðið - 04.12.2005, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR F í t o n / S Í A F I 0 1 4 9 1 5 SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN EFTIR JÓN KALMAN STEFÁNSSON 5-STJÖRNUBÓK „... HRÍFANDI FYNDIN ... SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN ER FRÁBÆRLEGA VEL STÍLUÐ BÓK. ... ÞVÍ SKÁLD ER JÓN KALMAN, GLIMRANDI SKÁLD.“ - Páll Baldvin Baldvinsson, DV „ÍSLAND er í hópi örfárra ríkja sem bjuggu við lýðræðisskipan alla 20. öld; svo einstök er okkar samfellda reynsla og rétt að minnast hennar þegar Samband íslenskra sveitarfélaga fagnar merkum tímamótum því sveitarfélögin eiga ríka hlutdeild í árangrinum, framlag þeirra er hornsteinn í lýðræðisskipan okkar Íslendinga,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á afmælisráðstefnu sambandsins á föstudag. Forsetinn sagði það áleitna spurningu hvaða áhrif stækkun stjórnsýsludæma, sem samein- ing sveitarfélaga hefði skapað, myndi hafa á lýðræðisinntak, á venjur og samskiptahætti á vettvangi sveitarstjórna og hvernig lýðræðis- arfleifð sem mótuð var þegar návígið var alls- ráðandi myndi farnast þegar umdæmin hefðu stækkað og íbúafjöldinn stóraukist. „Áður fyrr þekktu sveitarstjórnarmenn flesta íbúa sinnar byggðar og leiðin var greið ef einhver heimamaður vildi láta í ljósi skoðun sína. Nú er í mörgum sveitarfélögum fjöldinn orðinn slíkur eða fjarlægðin svo mikil, nema hvort tveggja sé, að finna verður samskiptum sveitarstjórnarmanna og fólksins nýjan farveg ef hin nánu tengsl eiga ekki alveg að glatast,“ sagði Ólafur Ragnar og bætti síðar við að fjölg- un íbúa og stækkun umdæmanna gerði gömlum lýðræðishefðum erfitt fyrir og brýnt væri að þróa nýja siði ef varðveita ætti lifandi lýðræð- issvipmót sem áður skipaði öndvegi í byggðum landsins. Tæknin opnar nýjar leiðir Ólafur Ragnar sagði tæknina hafa veitt sveit- arstjórnum ný tækifæri til að þróa og efla lýð- ræði í heimabyggð og það væri heillandi verk- efni komandi ára. „Tæknin sem upplýsingabyltingin hefur skapað, netvæðingin og hve auðvelt er nú að opna rásir sem flytja málflutning og skilaboð frá þingsal og vinnustöð sveitarstjórnar beint til heimilanna – allt skapar þetta ný tækifæri til að þróa lýðræðið, koma á skjótari og beinni tengslum við íbúana en áður var kleift. Tæknin hefur opnað sveitarstjórnum nýjar lendur til að þróa og efla lýðræði í heimabyggð og það verður heillandi verkefni á komandi ár- um að yrkja þær.“ Ólafur Ragnar benti á að sveitarfélögin væru að þessu leyti til í betri stöðu en aðrar valda- stofnanir hérlendis. Málefnin sem til umfjöll- unar væru í sveitarstjórnum stæðu nær áhuga íbúanna en margt af því sem þjóðþing og rík- isstjórnir hefðu til umfjöllunar. „Alþjóðavæðing efnahagslífsins, vöxtur fyr- irtækja sem teygja sig um lönd og álfur, sam- þjöppun sem í æ meira mæli setur svip á hag- kerfi heimsins – allt þetta hefur dregið úr hlutfallslegu mikilvægi þess valdatafls sem áð- ur var á vettvangi þjóðþinga og ríkisstjórna. Þegar efnahagskerfin voru í hnút, verðbólgan tíður gestur, gengisfellingar iðulega á næsta leiti og langvinn verkföll lömuðu atvinnulífið, þá voru verkefni þings og ríkisstjórna afgerandi, svo brýn að þjóðarheill var í húfi. Nú er öldin önnur, ekki aðeins hjá okkur heldur víðast hvar um hinn vestræna heim og einnig í vaxandi mæli í öðrum álfum.“ Ólafur Ragnar Grímsson ræddi um lýðræði á afmælisráðstefnu Samtaka íslenskra sveitarfélaga Stækkun gerir lýðræðishefðum erfitt fyrir Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Ragnar Grímsson flutti ávarp um lýðræði á ráðstefnu Samtaka íslenskra sveitarfélaga. 92% ÞEIRRA kjósenda sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í síð- ustu kosningum myndu kjósa hann aftur ef gengið yrði til kosninga nú, en flokkurinn nýtur mestrar tryggðar kjósenda að því er fram kemur í niðurstöðum nýs Þjóðarpúls Gallup. Næst- mest er tryggð kjósenda við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, en 87,5% þeirra sem kusu flokkinn í síðustu kosning- um myndu kjósa hann aftur nú. Tryggð kjósenda Samfylkingar minnkar þriðja skiptið í röð en tæplega þrír af hverjum fjórum kjósendum flokksins segjast ætla að styðja flokkinn nú. Um helmingur þeirra sem síð- ast kusu Frjálslynda flokkinn myndu kjósa hann að nýju og þá minnkar tryggð kjósenda við Framsóknarflokkinn enn. 55% þeirra sem kusu flokkinn í síð- ustu kosningum segja nú að þeir myndu gera slíkt hið sama aftur. 18% kjósenda Samfylkingar yfir til Vinstri grænna Fram kemur í Þjóðarpúlsinum að um 3% þeirra sem kusu Sjálf- stæðisflokk síðast myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið væri til kosninga nú og 2,5% myndu kjósa Vinstri græna. Af þeim sem kusu Vinstrihreyfinguna – grænt framboð í síðustu kosn- ingum myndu tæplega 6% styðja Samfylkinguna nú en 4,5% Sjálf- stæðisflokkinn. Sé litið til þeirra sem studdu Samfylkinguna í síð- ustu kosningum myndu 18% nú kjósa Vinstri græna. Um 7,5% kjósenda Samfylkingar myndu skiptast á hina flokkana. 17% þeirra sem kusu Fram- sóknarflokkinn í síðustu kosning- um myndu kjósa Sjálfstæðis- flokk, yrði gengið til kosninga nú, samkvæmt niðurstöðu Þjóð- arpúlsins. 15% myndu styðja Samfylkinguna, rúmlega 11% Vinstri græna og 1% myndi kjósa Frjálslynda flokkinn. Tryggð kjósenda við flokkana var síðast mæld í júlí í fyrra og þar áður í október árið 2003. Tryggð kjósenda mest við Sjálfstæðisflokk GÍSLI Þ. Magnússon, skrifstofu- stjóri fjármálaskrifstofu mennta- málaráðuneytis, segir að tölur Rík- isendurskoðunar um tekjur á nemanda í háskólum landsins lúti einungis að tekjum á nemanda en segi ekkert um kostnað á nemanda eða rekstur skólanna að öðru leyti. Samkvæmt bréfi Ríkisendurskoð- unar til fjárlaganefndar Alþingis er kostnaður á nemanda lægstur í Há- skólanum á Akureyri. Gísli sagði í samtali við Morgun- blaðið að í svari Ríkisendurskoðunar væri einungis um að ræða upplýsing- ar um tekjur á hvern nemanda eftir háskólum, annars vegar miðað við ársnemendur og hins vegar miðað við skráða nemendur. Það væru mistök að túlka þessar upplýsingar þannig að þær segðu eitthvað um rekstur skólanna. Í fyrsta lagi væri þarna einungis um að ræða upplýsingar um tekjur en ekki gjöld. Þá yrði að horfa til þess að framlög stjórnvalda til skólanna miðuðust við svonefnda árs- nemendur, þ.e.a.s. 30 námseiningar á ári, en miðuðust ekki við höfðatölu þar sem margir nemendur gætu til dæmis verið í fjarnámi að taka fáein námskeið eða eitthvað slíkt. Loks væri á það að líta að Háskól- inn á Akureyri væri sá skóli sem væri með hlutfallslega flesta nemendur umfram það sem ákveðið væri í fjár- lögum að greiða fyrir. Menn yrðu sem sagt að horfa til þess hvaða for- sendur hefðu verið gefnar fyrir fjár- framlögum til skólanna. Gísli bætti því við að tölurnar í þessum efnum væru í sjálfu sér ekki rangar heldur væru menn að álykta út frá þeim eitthvað allt annað en hægt væri á grundvelli þeirra Hann sagði aðspurður að tekjur háskóla á nemanda umfram framlög ríkisins gætu verið í formi skráning- argjalda sem innheimt væru af nem- endum. Einnig gæti verið um að ræða innlenda og erlenda styrki og tekjur vegna rannsóknaverkefna o. fl. Þessar upplýsingar um tekjur segðu í raun og veru ekkert annað en að Háskólinn á Akureyri væri kannski einn þeirra skóla sem hefðu haft hvað minnstar tekjur umfram það sem runnið hefði til þeirra úr rík- issjóði. Háskóli Íslands hefði til dæm- is verulegar tekjur af rannsóknar- styrkjum og slíku og Háskólinn í Reykjavík hefði einnig haft það á árinu 2004 sem hefði verið tiltölulega nýtt þá. Raunhæfur samanburður að mati rektors HA Í yfirlýsingu sem Þorsteinn Gunn- arson rektor Háskólans á Akureyri sendi frá sér á fimmtudagskvöld- vegna umræðna í fjölmiðlum um samanburð Ríkisendurskoðunar á tekjum íslenskra háskóla fyrir árin 2003 og 2004 segir eftirfarandi: „Samanburður Ríkisendurskoðun- ar byggist á sömu aðferðafræði og byggt var á þegar stofnunin bar sam- an í apríl 2005 fjárhagsumhverfi Há- skóla Íslands við nokkra aðra evr- ópska háskóla. Á þeim tíma gerðu stjórnvöld ekki athugasemd við að- ferðafræðina í þeim samanburði. Því má telja samanburð Ríkisendurskoð- unar raunhæfa aðferð til að bera saman fjárhagsumhverfi íslenskra háskóla. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar leiðir ótvírætt í ljós að tekjur og þar með kostnaður er lægri á hvern nem- enda við Háskólann á Akureyri en við aðra háskóla í landinu. Þessa niður- stöðu ber að taka alvarlega, þennan mismun þarf að leiðrétta ekki síst þar sem um er að ræða háskóla sem stað- settur er á landsbyggðinni, gegnir fjölþættu hlutverki og starfrækir kostnaðarsamar fræðigreinar.“ Tekjur háskóla á nemanda „Segja ekkert um kostnað við rekst- ur háskólanna“                          ! " #    # $%        &    '  &    '        ' (     &    '  &    '                           )  *%+ + LÖGREGLAN í Snæfellsbæ handtók tvo menn á þrítugsaldri á föstudagskvöld með 60 grömm af fíkniefnum; 10 grömm af am- fetamíni og 50 grömm af kanna- bisefnum. Þeir voru stöðvaðir á bíl við eftirlit í Grundarfirði og var gerð húsleit heima hjá öðr- um þeirra þar sem hluti efnanna fannst. Þeim var sleppt að lokn- um yfirheyrslum en málið verð- ur tekið fyrir hjá sýslumanni. Þá voru fjórir ökumenn tekn- ir fyrir hraðakstur í umdæminu sama kvöld og einn fyrir ölv- unarakstur. Teknir með 60 grömm af fíkniefnum MIKILL erill var hjá lögregl- unni í Reykjavík í fyrrinótt og fram á morgun. Frá því um miðnætti og til tíu í gærmorgun voru sjö ökumenn teknir fyrir ölvun við akstur, afskipti voru höfð af þremur mönnum í mið- borginni vegna fíkniefna sem þeir höfðu í fórum sínum og til- kynnt var um rúðubrot á þrem- ur stöðum í borginni. Erill hjá lögreglu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.