Morgunblaðið - 04.12.2005, Page 14

Morgunblaðið - 04.12.2005, Page 14
14 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Í dag eru í Öskjuhlíðarskóla 95nemendur í fyrsta til tíundabekk grunnskóla. Reykjavík-urborg rekur skólann en nem-endurnir koma einnig úr nær- liggjandi sveitarfélögum. Einar Hólm Ólafsson skólastjóri segir hann vera valkost fyrir foreldra þroskaheftra barna. „Hefðu foreldrar ekki valið þennan kost, þá væru nemendurnir ekki hér,“ segir hann. „Allir nemendur okkar hafa farið í gegnum greiningu á Greininga- og ráðgjafarstöð ríkisins. Öskjuhlíðarskóli er skilgreindur fyrir þroskaheft og fjölfötluð börn, en getu- stig þeirra er mjög mismunandi.“ Meta aðstæður hvers einstaklings Einar segir mismikla getu barnanna skýringuna á fjölda starfs- manna við skólann. „Við þurfum að mæta þessum breiða hópi, út frá for- sendum hvers og eins. Hingað til höf- um við ekki raðað í hópa eftir getu heldur eftir aldri. Þess vegna er mikil getudreifing í öllum bekkjardeildum skólans, sem þýðir að margt starfs- fólk þarf til þess að mæta bæði einstaklingum og hópnum. Við höfum talið það okkar hlutverk að meta að- stæður hvers einstaklings, út frá hans sterku og veiku hliðum, og hversu mikla þjónustu og umönnun hann þarf. Skóladagurinn hér er jafn langur og í hinum almenna skóla. Lögð er stund á þær námsgreinar sem aðal- námskrá kveður á um. Okkur ber að veita nemendum alla þá þjónustu að gæðum og magni sem lög og reglu- gerðir kveða á um.“ Hann segir skólann hafa gegnum tíðina notið góðs af því hversu hæft starfsfólk hafi ráðist þar til starfa, kennarar, þroskaþjálfar, leikskóla- kennarar og aðrar fagstéttir, auk vel hæfra stuðningsfulltrúa. „Hér eru starfandi félagsráðgjafi, sálfræðingur og talmeinafræðingur, og nemendur fá sjúkra- og iðjuþjálfun. Við höfum alla tíð lagt mikið upp úr hreyfiþjálfun, en hér eru íþrótta- og sundkennsla. Þess má geta að eldri nemendur skólans fara vikulega í al- menningslaugar þar sem ekki er meginmálið að kenna þeim að synda, heldur að vera sjálfbjarga við að nota sund fyrir tómstundaiðkun.“ Skólinn hefur ráðgjafarhlutverk „Þetta er ekki spurning um ann- aðhvort eða, heldur er Öskjuhlíð- arskóli mikilvægur valkostur,“ segir Einar. „Við trúum því að bæði for- eldrar og fagfólk setji hagsmuni barnsins í fyrsta sæti. En skólastefn- an og lög um grunnskóla ganga út á það að hinn almenni skóli eigi að geta mætt þörfum allra nemenda, burtséð frá getu þeirra. Vissulega hefur orðið til í þessum skóla mikil þekking á fræðum sem lúta að kennslu barna með alvarlega námsörðugleika og fötlun. Að því leyti er sérskólanum og almenna skólanum ekki saman að jafna. Sérskólinn veitir nemendum margt sem almenni skólinn getur ekki veitt, en almenni skólinn veitir vafalaust fötluðum börnum ýmislegt sem sérskólinn getur ekki veitt, eins og samneyti við ófötluð börn. Margir foreldrar velja hann því fram yfir sér- skólann. Öskjuhlíðarskóli hefur ráðgjaf- arhlutverk gagnvart starfsmönnum hins almenna grunnskóla sem vinna að kennslu barna með fötlun og þroskahömlun. Með þeirri þekkingu og reynslu sem hér er, getum við þannig stuðlað að því að stefnan „skóli án aðgreiningar“ nái fram að ganga.“ Mikilvægur valkostur Einar Hólm Ólafsson, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.