Morgunblaðið - 04.12.2005, Qupperneq 25
til þess að maður meti þær. En ég
held, að þú hafir í einni setningu í
bréfi þínu komist næst kjarna
málsins: „Áróður Halldórs fyrir
hugsjón friðarins er ekki sérlega
sannfærandi á þann hátt, að maður
finni með hjartanu, að hann elski
frið, heldur óttist ófrið.“ Er það
ekki þetta, sem á skortir:
Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðn-
ar sem blekking, sé hjarta ei með,
sem undir slær.
Hugvitið, artisteríið, er sannar-
lega í lagi. Þekkingin líka. En
hjartað? Julius Lange hélt því fram
í dásamlegri bók, að gildi lista-
verka væri undir því komið, hvers
virði efnið væri fyrir listamanninn.
Auðvitað er þetta einhliða, mörgu
sleppt. En er ekki raunasaga Hall-
dórs í því fólgin, að hann á minna
og minna af tilfinningum afgangs
til þess að gefa persónum sínum?
Það blóð, sem þær eru gæddar,
þegar þú lest Gerplu, hefur þú
sjálfur lagt til. Nú skal ég játa, að
ég hef aðeins lesið bókina einu
sinni, af því að hún hefur ekki kall-
að á mig til annars lestrar (At-
ómstöðina þurfti ég undir eins að
lesa aftur), svo að ef til vill er von
til þess, að ég finni meira blóð í
henni síðar. Og þó –
„Dökkur“ og „bjartur“ togast á
Strax og Ragnar fékk þetta bréf
svaraði hann með langri hugleið-
ingu um Laxness og skáldskap
hans. Hann tók undir gagnrýni
Sigurðar um það, að skáldinu þætti
ekki nógu vænt um mennina, en
sagði síðan:
Hvað er list og sérstaklega hvað
er mikil list? Er listin mannbæt-
andi eða jafnvel hið gagnstæða? Þá
verður mér á að fara í gegnum
verk ýmissa góðra manna og kemst
jafnvel að þeirri niðurstöðu, að það,
sem einkenni þroskaða list, ég á við
list mikilla snillinga, fullþroskaðra,
sé, að þar skýtur djöfullinn upp
kollinum, fremur en í verkum
ungra manna. Til þess að koma
hnappheldu á myrkrahöfðingjann
verður maður að gefa honum kost
á að bregða hring í nef okkur. Eftir
það sleppir hann aldrei taki á
manni að fullu, og eins og H.K.L.
segir, að þó sá, sem aldrei hefur of-
urselt sig honum, sé í sínum heimi
sinnar eigin gæfu smiður, núítarn-
ir, þá fær sá, sem á annað borð
hefur séð ríki útvaldra Satans og
þeirra dýrð alla, aldrei framar tak
á neinu áhaldi þeirra. Þó hin þrosk-
aða kona falli betur, jafnt að lífi og
limum sem hjarta okkar, fær hún
ekki kveikt þá tilfinningu, sem ein
ósnortin jómfrú má. H.K.L. hefur
traðkað í svaðið mörg lífsblóm. Sú
tilfinning, sem grípur ungan mann,
sem í fyrsta sinn leggur hönd á kné
konu, er honum (H.K.L.) þekking,
en ekki sársaukafull tilfinning.
Ragnar hélt áfram:
Um hjarta Halldórs hafa frá
barnæsku togast á tvö öfl, „dökk-
ur“ og „bjartur“ – og tapaði bjart-
ur, og missti um leið þá tungu, sem
hjartað skilur. Þetta skilur Einar
Ben[ediktsson], af því, eins og þú
sagðir einu sinni, að hann hafði
sjálfur beðið sams konar skipbrot,
þó hann fengi á síðari árum mikla
lækningu fyrir trú sína, en hún
næði sér aldrei til fulls. Orð Hall-
dórs eiga ekki þann eld og straum-
þunga, „sem eilíft varir í gildi“.
Þungi hans er í ætt við afl vél-
arinnar og eldur hans hita járn-
bræðsluofnsins. List hans á ekki
hin græðandi smyrsl Hallgríms,
barnslega hrifningu Matthíasar né
eldmóð hans og ekki hina mildu
blómaangan Jónasar, en hann á
samt „bjartari sólskin“, þó þau séu
framleidd með rafmagni, og meiri
þunga, þó hann sé skyldari drek-
anum, sem klýfur öldurnar, en haf-
inu, sem hann þrengir sér gegnum.
Ragnar sagði, að Laxness elskaði
umfram allt sjálfan sig eins og
margir aðrir listamenn:
Ég sagði, að Halldór hefði fallið
fyrir sjálfselsku sinni; er hið illa og
góða háði stríð í blóði hans, hafi hið
góða tapað. En hversvegna; þá
vegna þess að hið dökka í fari hans
lagði til beittari vopn. Er það ekki
með innræti, ást, fórnfýsi eins og
aðra hæfileika, til dæmis list-
hæfileika? Ræður ekki upplagið í
þessu efni mestu? Hreinum er allt
hreint og óhreinum allt óhreint.
H.K.L. er ekki góður maður, hann
bindur ekki vináttu við neitt.
Ragnar þakkaði Sigurði fyrir orð
hans um Gerplu:
Ég tel mig þekkja H.K.L. ákaf-
lega vel. Í viðskiptum er hann eins
og amerískur stórkaupm[aður],
kurteis, áreiðanlegur og ötull.
Hann vill hafa allt í lagi og hefur
það sjálfur. Hins vegar eru hér
fyrst og fremst á ferðinni viðskipti.
Eins eru á margan hátt hans
einkamál. Hann mundi ekki fresta
för til útlanda, þó konan hans eða
dóttir veiktist. Hann mundi leggja
fyrir reglur um læknisheimsóknir.
Skyndilegur dauði vinar hans, eins
og Erlendar í Unuhúsi, mundi ekki
breyta hans ferðaáætlunum. Og
mér rennur til rifja, er ég hugsa
um allt, sem Jón Helgas[on] hefur
unnið fyrir hann, án þess að hann
virðist sjá það. Menn, sem hafa
mikla framgirni, eru oft dálítið
kaldrifjaðir. Góðir menn kunna sér
meira hóf í kröfum fyrir sjálfa sig.
Það er ekki sterka hliðin á H.K.L.,
hve hann er mildur í kröfum um
viðurkenningu, og eins og einn
aðdáandi hans sagði nýlega, þá er
hann talsvert áberandi á gangi í
Gerplu, en svo ég ljúki skrafi mínu
um þá miklu bók: Hún er samfelld-
ari mynd af höfundi sínum en fyrri
bækur hans. Hún á eftir að afla
honum frægðar hjá þeim fjöl-
mörgu, sem „byggja undirdjúpin“,
sem rammlega gert skáldverk,
upplýst með himinskærum atóm-
ljósum, en ástin á höfundi þess
mun verða í öfugu hlutfalli við
þann orðafjölda, sem helgaður er
hjali um frið og rétt lítilmagnans.
Þetta er gerviskáldskapur á ákaf-
lega háu plani, eins og margir
stærstu listamenn heimsins fram-
leiða.
Bókin Laxness, 1948-1998, eftir Hann-
es Hólmstein Gissurarson kemur út hjá
Bókafélaginu og er 600 blaðsíður.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 25
Jólasöfnun
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
er hafin
Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband
á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið
maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á
reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119.
Dagana 5. og 6. des. er tekið á móti umsóknum
vegna jólaúthlutunar.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sólvallagötu 48.
h ö n n u n : w w w . p i x i l l . i s
-20%
ROCCO sófasett
3+1+1
Verð áður: 232.000.-
Verð nú:
185.600.-
-20%
CAPRI leðurtungusófi
Fáanlegur bæði í hvítu og dökkbrúnu leðri
Verð áður: 212.000.-
Verð nú:
169.600.-
BÆJARL IND 12 - S : 544 4420
201 KÓPAVOGUR
Opið um helgina: lau 10:00-17:00 - sun 13:00-17:00
-10%
Borð (180x100) og sex stólar
126.000.-
Verð áður: 140.000.-
Verð nú:
Sjónvarpsskenkur
Fáanlegur í tveimur stærðum
240cm
Verð:
29.500.-
69.000.-
183cm
Verð:
65.000.-
Hilla með ljósi
Verð:
Sjónvarpsskenkur
200cm
Verð: 67.000.-
FOCUS sófasett
3+1+1
199.800.-
3+2
188.000.-