Morgunblaðið - 04.12.2005, Side 27
Það er svo merkilegt að það var
aldrei neitt í lögum listaakademíanna
sem bannaði að konur stunduðu list-
nám til jafns við karla. Það var bara
ekki gert ráð fyrir að konur sæktust
eftir því. Og krafan um kvenleikann
sveif yfir vötnunum. Almennt var álit-
ið að konur þyldu ekki erfiðisvinnu
eins og málarastarfið vegna þess að
líkamlega væru þær veikari en karl-
arnir.“
Metnaður mjög ókvenlegur
Harriet Backer var þekktasta 19.
aldar myndlistarkona Norðmanna.
Hún var atvinnumálari og meðvituð
um að starf hennar var álitið ókven-
legt. Eftir henni er haft: „Með því að
einbeita mér eins og karlmaður þjóna
ég kvennabaráttunni bezt.“
Það má segja að amatörstimpillinn
hafi loðað lengi við konurnar. Þær
áttu að kunna sitt lítið af hverju í stað
þess að helga sig einhverri einni list-
grein því það var álitið mjög ókven-
legt. Faglegur metnaður var einnig
álitinn vera mjög ókvenlegur.
Árið 1905 skrifaði brezkur listfræð-
ingur, Walter Shaw Sparrow, að þar
sem afburðagáfur; „genialitet,“ væru
kynbundnar ættu konur ekki að nota
eiginleika sem tilheyrðu körlum í list
sinni. Konur mættu ekki fyrirgera
„þeirri blíðu og þeim þokka sem
prýða þeirra kvenlega eðli, eðli þeirra
sem mæðra og uppalenda“.
Konunni var uppálagt að halda sig
til hlés innan síns einkaheims; heims
amatörsins.
Hér heima er til þess að líta, að
giftar konur urðu fyrst myndugar eða
sjálfráða aldamótárið 1900 en fram að
þeim tíma misstu þær fjárræði við
giftingu.
Ógiftar og uppkomnar dætur há-
stéttarinnar unnu ekki fyrir sér sem
vinnukonur, en það varð oft hlutskipti
þeirra að verða þjónustur fjölskyldna
sinna. Oft bjuggu þær inni á foreldra-
heimilinu, eflaust bæði af tilfinninga-
legum og fjárhagslegum ástæðum.
Þær fengu í raun ekki að ráða sér
sjálfar.
Í sumum tilvikum þótti sjálfsagt að
þær fórnuðu frama sínum í þágu fjöl-
skyldunnar; þær voru truflaðar í
námi og kallaðar heim: Sigríður
Björnsdóttir var komin í starf sem
postulínsmálari hjá Bing og Grøndal,
þegar foreldrar hennar kölluðu hana
heim til að aðstoða föður sinn, ráð-
herrann, við heimilishald og mót-
tökur. Og Kristín Þorvaldsdóttir var
kölluð heim frá Þýzka-
landi til að annast fjöl-
skyldu látinnar systur
sinnar. Hvorug sneri
aftur til myndlistarinnar
en báðar fundu sér starf,
þar sem þær nutu
myndlistarmenntunar
sinnar að einhverju
leyti. Sigríður Björns-
dóttir tók við rekstri
bókaverzlunarinnar Ísa-
foldar, þegar faðir henn-
ar lézt, og kenndi teikn-
ingu og handavinnu um
árabil. “
Sterkir undanfarar
– Hvað kom til að þú
fórst að rekast í málum
þessara kvenna?
„Þegar ég kom heim frá námi í Sví-
þjóð um miðjan áttunda tuginn, fór ég
að kanna hvort hér kynnu að leynast
verk óþekktra íslenzkra myndlistar-
kvenna. Þá var það orðin stefna að
leiðrétta listasöguna með því að
draga fram hlut kvenna, sem legið
hafði í þagnargildi.
Í fyrstu útgáfu listasögu H.W. Jan-
sons; History of Art, frá 1962 eru
nefndir 300 karllistamenn en engin
kona. Þetta rit var notað sem grund-
vallarkennslubók í listasögu um allan
hinn vestræna heim. Í endurbættri
útgáfu 1986 komust konur loks á blað
og eru 21 á móti 1235 körlum.
Huldukonurnar mínar hafa ekki
verið opinber partur af íslenzkri sam-
tímalistasögu. En þegar þær eru
dregnar fram í dagsljósið, sjáum við
að þær voru sterkir undanfarar. Það
líða svo ekki nema 15 ár, þar til fram
koma konur, sem gera listina að ævi-
starfi; Kristín Jónsdóttir, Júlíana
Sveinsdóttir og Nína Sæmundsson.
Þá er öldin orðin önnur og konur og
karlar standa jafnfætis við listsköp-
unina.“
– Huldukonurnar hafa ekki eyði-
lagt verk sín?
„Það get ég reyndar ekki vitað en
það er mismikið sem komið hefur
fram eftir þær. En ég vonast svo
sannarlega til að fá ábendingar um
verk sem enn kynnu að leynast ein-
hvers staðar.
Ein þeirra læsti reyndar allt niður
og bannaði að við því yrði hróflað fyrr
en að henni látinni. Hinar notuðu
verkin til gjafa og með örfáum und-
antekningum eru þau í eigu ættingja
og afkomenda. Mörg hafa skipað
heiðurssess á heimilum, en önnur
voru dregin upp úr kjöllurum og ofan
af háaloftum.
Samstarfið við þetta fólk hefur ver-
ið mér ómetanlegt, það opnaði heimili
sín fyrir mér og veitti mér aðgang að
einkasöfnum sínum. Án þess örlætis
hefði þessi bók aldrei orðið að veru-
leika.
Og ekki heldur sýningin, sem opn-
uð er í Bogasal Þjóðminjasafnsins í
dag. Þar eru sýnd verk þessara
huldukvenna; olíumálverk, vatnslita-
myndir, teikningar, útsaumur, leður-
skurður, leirkeragerð og postulíns-
málun. Sýningin er gott dæmi um hin
margvíslegu tjáningarform kvenna
og mér finnst Bogasalurinn afskap-
lega falleg umgjörð um verk þeirra.“
kyldunum
freysteinn@mbl.is
Þóra Jónsdóttir: Esjan og Viðey. Þóra Pjetursdóttir: Kvosin í Reykjavík 1873.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 27