Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Í júlí 1906 heldur ráðherrann ásamt öðrum þingmönnum á Al- þingi Íslendinga til Danmerkur í boði Friðriks VIII konungs og danska ríkisþingsins. Heimboðið á að efla kynni manna og styrkja samband landanna. Af 40 alþing- ismönnum þiggja 35 boð Dananna og flestir sigla þeir utan með Bot- níu, þeirra á meðal Hannes Haf- stein. Sama sumar er unnið af krafti við lagningu ritsímalínu frá Seyðisfirði norður um land og þaðan til Reykjavíkur. Ísland er að komast í samband við umheim- inn. Höfðinglegar móttökur í Höfn Botnía skríður inn Eyrarsund í indælis dönsku sumarveðri síð- degis 18. júlí og eru mörg þúsund manns saman komin til að fagna komu hennar við Nyrðri tollbúð- ina í Höfn. Mannhafið fyllir Toll- búðargötu, Grønningen og Löngu- línu og þar er hver einasti Íslendingur í borginni, sem vett- lingi getur valdið, en talið er að um eitt þúsund landar búi að jafn- aði í Kaupmannahöfn. Auk þess þyrpast Danir niður að höfn í kvöldblíðunni til að líta hina um- töluðu Íslendinga augum. Þegar eimpípur skipsins eru þeyttar taka karlmenn í manngrúanum of- an hatta sína, konur veifa vasa- klútum og húrrahróp kveða við. Íslensku þingmennirnir, sem standa í hnapp í brúnni, taka und- ir með kröftugu dönsku húrra- hrópi meðan skipið sígur að hafn- arbakkanum. Það vekur athygli viðstaddra og sérstaklega danska forsætisráðherrans að fálkafánan- um hefur verið flaggað á fram- siglu Botníu, fána sem ekki hefur fengið neina þjóðréttarlega viður- kenningu. Þetta er gert að frum- kvæði Hannesar og seinna notað gegn honum í Danmörku. Danir forvitnir að sjá íslensku þingmennina Koma íslensku þingmannanna þykir fréttnæmur viðburður í Kaupmannahöfn og efnt er til glæsilegrar veislu. Klukkan ellefu að morgni 19. júlí hefst sjálf hin opinbera mót- tökuhátíð fyrir alþingismennina. Hún fer fram í hinum virðulega hátíðarsal Kaupmannahafnarhá- skóla. Öll konungsfjölskyldan ásamt ríkisstjórn er viðstödd, einnig borgarstjórn Kaupmanna- hafnar, hirðfólk, embættismenn og herforingjar. Allir eru kjól- klæddir eða einkennisklæddir og margir skrýddir orðum í bak og fyrir. Klukkutíma fyrir athöfnina byrjar fólk að safnast saman fyrir utan Háskólann til að berja dýrð- ina augum og einnig meðfram göt- um þar sem vagnar hátíðargesta fara um. Dönsk blöð hafa skapað nokkra eftirvæntingu undanfarna daga með ítarlegum fréttaflutn- ingi af boðsferðinni. Íslensku þingmennirnir eru allir klæddir í kjól og hvítt og með háa silkipípu- hatta á höfðinu og eru engir út- kjálkamenn eða hálfgerðir villi- menn eins og fáfróðir Danir hafa kannski ímyndað sér. Sumir þeirra höfðu reyndar orðið að nota morguninn til að útvega sér við- eigandi klæðnað í mesta flýti. Hannes Hafstein er að sjálfsögðu í ráðherrabúningi sínum með þrí- hyrndan hatt og korða sér við hlið. Einn þingmanna segir í frá- sögn af ferð þeirra til Háskólans: „Voru götur þær, sem vagnlestin fór um, troðfullar af fólki og með- fram Frúarkirkju gegnt háskól- anum var mannfjöldinn sem þétt- ur veggur. Var auðséð að Dönum lék forvitni á að sjá þessa fásénu fugla, þingmenn Íslendinga. Má hamingjan vita hvernig sumir þeirra hafa hugsað sér þá!“ Bræðrabönd styrkja ríkið Þegar íslensku þingmennirnir koma í hátíðarsalinn leikur hljóm- sveit Eldgamla Ísafold en síðast gengur konungsfjölskyldan inn undir danska þjóðsöngnum. Þegar allir eru sestir tekur J.C. Christ- ensen forsætisráðherra til máls. Hann segir að konungur sjálfur hafi átt hugmynd að boðsferðinni en að baki henni liggi löngun hans til að kynnast fulltrúum íslensku þjóðarinnar og að þeir megi jafn- framt kynnast sér. Forsætisráð- herra segir síðan: „Með kynnum eykst skilningur, með skilningi styrkjast bræðrabönd, með bræðraböndum eykst samheldni og með samheldni styrkist ríkið.“ Forsætisráðherrann leggur höfuð- áherslu á einingu ríkisins í ræðu sinni. Hann hefur orðið var við að Friðrik VIII hefur verið að gefa Hannesi Hafstein undir fótinn með að Íslendingar geti átt rík- isréttindi út af fyrir sig og vill nú slá þá umræðu niður strax í upp- hafi. Heilsað upp á konung Auk ræðuhalda er á hátíðarsam- komunni flutt kantata, af hljóm- sveit og kór, sem samin hefur ver- ið sérstaklega af þessu tilefni. Að lokum gengur konungur yfir til ís- lensku þingmannanna og er kynntur þar fyrir hverjum og ein- um. Séra Árni Jónsson á Skútu- stöðum, sem aldrei hefur komið til útlanda, segir um konunginn við þetta tilefni í ferðaminningum: „Hann er í herforingjabúningi með fílsorðunnar bláa band. Hann gengur létt og hvatlega, heilsar og hneigir sig til beggja handa. Hon- um fylgir svo ljúfmannlegur og þýður blær sem tekur þegar af allan ótta og feimni fyrir konung- inum.“ Þegar móttökuhátíðinni lýkur ganga alþingismenn með Hannes Hafstein í broddi fylk- ingar sem leið liggur um Nørre- gade og Frederiksberggade og beint í Tívolí þar sem hádegis- verður bíður á verönd veitinga- hússins Nimb sem hefur verið skreytt blómum og laufi af þessu tilefni. Með þeim er forsætisráð- herrann og hópur danskra þing- manna. [...] Blómaregn úr gluggum Þannig líða þessir hlýju og stemmningsfullu sumardagar í Danmörku; veislur, ræður, skemmtiferðir, kampavín og snafsar. Daginn eftir, föstudaginn 20. júlí, rennur upp stór stund. Konungur sjálfur býður til veislu í Fredensborgarhöll á Norður-Sjá- landi. Fyrst skoða þingmennirnir Friðriksborgarhöll í Hillerød en halda síðan til Fredensborgar. Ólafur Ólafsson segir: „Þegar þingmenn komu að þorpi því er í námunda [er] við Fredensborg og er samnefnt höllinni, þá var þar saman kominn múgur og marg- menni og allar götur, sem um átti að fara, troðfullar af fólki sem æpti húrra í sífellu þangað til þingmenn fengu hellu fyrir eyrun. Stúlkurnar veifuðu klútunum sín- um, köstuðu blómum af strætun- um upp í vagnana til þingmann- anna og helltu yfir þá blómregni ofan úr gluggunum. Þær gátu ekki tekið betur og hjartanlegar móti íslensku þingmönnunum þó þeir hefðu verið unnustar þeirra allra og þær hefðu verið að heimta þá úr heljargreipum eftir frægan sig- ur og mörg hreystiverk og stór- virki í þarfir fósturjarðarinnar … Karlmennirnir voru heldur ekki neinir eftirbátar. Þeir veifuðu höttunum og öllu því sem lauslegt Bókarkafli | Hannes Hafstein var bráðgert glæsimenni og orti ungur kvæði sem lifa enn á vörum þjóðarinnar. Hann varð fyrsti ráðherra Íslands og sá stjórnmálamaður sem þjóðin hefur haft hvað mest dálæti á en átti þó um margt stormasama ævi. Í nýrri ævisögu beinir Guðjón Friðriksson sagnfræð- ingur sjónum að þessum margbrotna manni, meðal annars í ljósi einkabréfa og fleiri heimilda sem ekki hafa fyrr komið fyrir almenningssjónir. Alþýðlegi heimsmaðurinn Gengið á land úr Botníu. Fremstur fór Eiríkur Briem, þá J. C. Christensen forsætisráðherra, síðan Hannes Hafstein og loks H.N. Hansen konferensráð. Mynd úr Politiken 19. júlí. Friðrik VIII og Hannes Hafstein í hópi veislugesta við Fredensborgarhöll. Christ- ensen forsætisráðherra stendur aftan við Hannes. Hannes Hafstein og J. C. Christensen í hópmyndatöku fyrir utan þinghúsið 29. júlí. Engu er líkara en að þeir séu í keppni um að vera sem valdsmannslegastir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.