Morgunblaðið - 04.12.2005, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 04.12.2005, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ 7. desember 1975: Alltaf við og við erum við Íslendingar minntir á nærveru og áhuga Sovétríkjanna á Íslandi, enda þótt miklar vegalengdir séu á milli þessara tveggja ríkja. Fyrir skömmu sá flugvél Landhelgisgæslunnar óþekktan kafbát á sömu slóð- um og átök hafa staðið milli íslenskra varðskipa annars vegar og breskra togara, verndarskipa og freigáta hins vegar. Fyrsta spurningin, sem vaknaði, var að sjálf- sögðu sú, hvort Bretar hefðu sent kafbát til þess að auð- velda togurum sínum ólögleg- ar veiðar á Íslandsmiðum, en svo var ekki! Við nánari at- hugun kom í ljós, að hér hafði verið á ferðinni sovéskur kaf- bátur. Hann hvarf í hafdjúpið um leið og hann varð flugvél- arinnar var og hefur ekki sést síðan. En engum þarf að koma til hugar, að þessi sov- éski kafbátur hafi verið að þvælast á þessum slóðum af tilviljun. Það er staðreynd, að sovésk herskip, kafbátar og flugvélar eru mjög á ferðinni í kringum Ísland og það er áreiðanlega engin tilviljun, að sovéskur kafbátur sést á svip- uðum slóðum og togarar, varðskip og freigátur eru. Af einhverjum ástæðum hafa Sovétríkin áhuga á að fylgjast með því, sem gerist í þorska- stríði Breta og Íslendinga. . . . . . . . . . . 1. desember 1985: Heima- stjórn 1904, fullveldi 1918, lýðveldi 1944, 200 mílna fisk- veiðilandhelgi 1975. Þetta eru söguleg ártöl, sem varða veg þjóðarinnar til pólitísks og efnalegs sjálfstæðis. Fullveldi þjóðar er hins vegar hvorki sjálfgefið né viðvarandi ástand, að minnsta kosti ekki án fyrirhafnar. Það er sam- sett úr réttindum, sem verja verður af trúmennsku. Og réttindi verða ekki varin nema með skyldum. Það þjónar ekki Íslendingum, eins og vonir stóðu og standa til, ef þjóðin varðveitir ekki rætur sínar, tungu sína, menningar- arfleifð og lífsviðhorf. Það fer vel á því að mennta- málaráðherra boðar til ráð- stefnu um varðveislu og efl- ingu íslenskrar tungu í dag, fullveldisdaginn, í Þjóðleik- húsinu, einni af menning- arstofnunum þjóðarinnar. Ráðstefnan er ekki bundin við þröngan hóp sérmenntaðs fólks, eða afmarkaða fram- varðarsveit móðurmálsins, heldur er opin öllum, sem áhuga hafa og stuðla vilja að varðveislu og eflingu tung- unnar. Fyrsti desember, fullveld- isdagurinn, hefur færst yfir á hendur stúdenta eftir lýð- veldisstofnun. Þjóðhátíð, sem fyrr var bundin þessum degi, fer nú fram 17. júní, stofndag lýðveldisins. Það er mjög við hæfi að stúdentar, sem fóru fyrir þjóðinni í sjálfstæð- isbaráttu hennar fyrr á tíð, haldi fullveldisdaginn hátíð- legan. Að vísu hefur þeim á stundum, einkum þegar þröngsýn pólitísk öfl réðu ferð, orðið fótaskortur á hálu svelli einhæfni í skipulagi dagsins. Viðfangsefni stúd- enta í dag, sem best er lýst með kjörorði dagsins, „Öfl- ugur háskóli – forsenda fram- fara“, er hins vegar vel grundað og stefnumarkandi, bæði fyrir Háskólann og þjóðina í heild. Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. E inar Olgeirsson var bylt- ingarmaðurinn í íslenzk- um stjórnmálum á 20. öld- inni. Hann vildi byggja upp sósíalískt þjóðfélag á Íslandi. Hann var hinn mikli foringi kommúnista og sósíalista, áhrifamikill ræðumaður, óumdeilanlega hugsjónamaður. Hann barðist fyrir pólitískri sannfæringu sinni til dauðadags, þótt við ofurefli væri að etja. Andstæðingar hans litu á hann sem pólitísk- an ofstækismann, sem umhverfðist í ræðustól og væri í beinu sambandi við Moskvu. Í persónulegri viðkynningu var hann þægi- legur í viðmóti og skemmtilegt að tala við hann um pólitík. Hann hafði áhuga á ungu fólki og áhuga á að kynnast nýju ungu fólki, þótt ekki væru endilega skoðanabræður hans. Þeir áttu það sameiginlegt Ólafur Thors, Ein- ar og Jónas Jónsson frá Hriflu að þeir höfðu augljósan áhuga á því að kynnast ungu fólki. Nú hefur Sólveig Kristín Einarsdóttir skrif- að ævisögu föður síns, Einars Olgeirssonar. Það er mikill viðburður, alla vega fyrir þá, sem muna stjórnmálabaráttuna á Íslandi um miðbik 20. aldarinnar. Að kynnast Einari Ol- geirssyni eins og hann kom dóttur sinni fyrir sjónir og fá tækifæri til þess að sjá stjórn- málabaráttu þessara ára frá sjónarhorni fjöl- skyldu hans veitir nýja sýn á þennan umdeilda stjórnmálamann og umhverfi hans. Hvers vegna skrifar Sólveig þessa sögu? Sennilega vegna þess, að hún hefur löngun til að aðrir kynnist þeim Einari Olgeirssyni, sem hún þekkti. Að hún vilji reyna að skapa ákveð- ið jafnvægi í umfjöllun um hann og hlutverk hans í íslenzkum stjórnmálum. Að hún vilji rétta hlut hans. Það hefur verið erfitt að vera dóttir Einars Olgeirssonar, að vera dóttir Rússagrýlunnar eins og hún orðar það sjálf. Börn þeirra sem voru taldir kommúnistar voru lögð í einelti af jafnöldrum sínum. Kommúnisti! Kommúnisti! var hrópað á eftir þeim og vafalaust hefur Morgunblaðið átt sinn þátt í því með pólitískri umfjöllun sinni á þeim tíma. Það skal dregið í efa að þessir einstaklingar muni nokkru sinni líta Morgunblaðið réttu auga – sem er skilj- anlegt en önnur saga. Af öllum þessum ástæðum er mikill fengur að bók Sólveigar um Einar Olgeirsson. Hún er mikilvæg lesning fyrir alla þá, sem hafa áhuga á pólitík 20. aldarinnar og baráttu borgara- stéttarinnar og sósíalista á þeim tíma. Það hefur hjálpað „dóttur Rússagrýlunnar“ að hún var alla tíð og er enn sannfærð um sig- ur sósíalismans. Þeir sem hafa sterka sann- færingu geta tekið sigrum og ósigrum með jafnaðargeði. Vinátta Þegar horft var á stjórnmálabaráttu þessara tíma utan frá var hún hatrömm. Átökin á milli Sjálfstæð- ismanna og sósíalista og á milli sósíaldemó- krata og sósíalista voru harkaleg. Átökin á milli þessara aðila um yfirráðin yfir verkalýðs- hreyfingunni stóðu yfir í áratugi enda réðu þau að mörgu leyti úrslitum um þau miklu áhrif, sem sósíalistar höfðu í íslenzku sam- félagi á þessum tíma. Þeir beittu verkalýðs- félögunum óspart í þeirri baráttu. Þegar við bættist kalda stríðið og deilurnar um varnarsamninginn var orðin til allt að því banvæn blanda. Smátt og smátt færðust póli- tísk átök þessara aðila yfir á vettvang kalda stríðsins og við það dýpkuðu deilurnar. Sósíal- istar litu á andstæðinga sína sem leppa Bandaríkjamanna. Andstæðingar þeirra töldu að þeim væri stjórnað frá Moskvu. Forystu- menn sósíalista voru reglulegir gestir í sov- ézka sendiráðinu við Túngötu. Hvað fór þar fram? Andstæðingar komu þar sjaldan og sumir aldrei fyrr en Sovétríkin voru fallin. Í ljósi þessa er frásögn Sólveigar af því, sem gerðist eftir að faðir hennar hafði verið fluttur í fangelsi til Bretlands á stríðsárunum sérstök. Móðir hennar hafði áhyggjur af af- komu þeirra. Sólveig segir: „Á þessum tíma var kaup þingmanna lágt, 15 krónur á dag, og var aðeins greitt yfir þingtímann. Fylgdu engin sérréttindi eins og frír sími eða annað þess háttar. Hugsaði móðir mín með sér að hún yrði að fara og gerast ráðskona einhvers staðar uppi í sveit og taka barnið með sér. En þá hringdi Ólafur Thors. Sagði að mamma skyldi ekki hafa áhyggjur af peningum. Hann skyldi sjá til þess að hún fengi greitt þingfararkaup Einars meðan hann væri í burtu. Hún spurði þá Ólaf strax: „Og hvað þá með Rússagullið, Ólafur?“ En Ólafur bara hló og svaraði um hæl: „Ja, það er nú bara í Morgunblaðinu, Sig- ríður mín!“ Ólafur vissi vel, að Rússagrýlan var mesta vitleysa og sagði eitt sinn orðrétt við föður minn: „Helvítis vitleysa er þessi Rússagrýla, en andskoti er hún skæð í áróðrinum!“ „Ja, það segirðu satt,“ svaraði Einar þá.“ Það sem er sérstakt og óvenjulegt við þessa frásögn er tvennt: Í fyrsta lagi að hún sýnir, að þrátt fyrir gíf- urlega hörð pólitísk átök á milli þessara manna og flokka ríkti persónuleg vinátta á milli þeirra. Og í öðru lagi að vinátta Einars Olgeirs- sonar og Ólafs Thors á sér lengri sögu en frá myndun nýsköpunarstjórnarinnar, sem kemur mörgum áreiðanlega á óvart. Í sögu Sólveigar Einarsdóttur um föður sinn vitnar hún oft í ævibók, sem faðir hennar skrifaði um hana frá því að hún fæddist og fram á unglingsár. Þessi ævibók er merkileg ekki sízt vegna þess, að þar fjallar Einar um dóttur sína og lýsir tilfinningum sínum til hennar en blandar inn í þá frásögn umræðum um pólitíska atburði líðandi stundar, bæði heima fyrir og úti í hinum stóra heimi. Og þar er m.a. að finna þessa frásögn af lífi Sólveigar á leikskóla: „Í leikskólanum eignaðist hún tvo góða vini, Halldór son Lárusar Blöndals (hér er átt við Halldór Blöndal, alþingismann; innskot Mbl.) og Benedikt, son Sveins Benediktssonar (hér er átt við Benedikt Sveinsson, fyrrum stjórn- arformann Sjóvár-Almennra; innskot Mbl.). „Benni og Halldór, það eru vinir mínir,“ sagði Sólveig. Og ekki vantaði hrifninguna hjá þeim af henni: „Það er lítil stúlka í skólanum með gullhár, sem aldrei hrekkir neinn!“ sagði Bjarni borgarstjóri pabba hennar, að þeir segðu heima hjá sér.“ Þessi litla saga sýnir, að þrátt fyrir að Bjarni Benediktsson yrði fyrir harðari árásum sósíalista en nokkur annar íslenzkur stjórn- málamaður, var sá persónulegi þráður á milli þeirra Bjarna og Einars, sem leiddi til samtals þeirra í milli af þessu tagi. Að einhverju leyti er skýringin á þessum tengslum Einars og Bjarna sú sem fram kem- ur í eftirfarandi frásögn Sólveigar: „Við þetta má bæta að meðan foreldrar mínir bjuggu á Skólavörðustígnum var Bjarni Benediktsson nágranni þeirra og Kristjana, eiginkona Lárusar Blöndals, vinkona mömmu, var systir Bjarna.“ Hér er átt við Kristjönu móður Halldórs Blöndals, sem var ógleymanlega kona öllum þeim, sem henni kynntust. Þessar frásagnir af persónulegri vináttu milli Einars Olgeirssonar og hörðustu póli- tískra andstæðinga hans voru teknar upp í frétt í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum í tilefni af útkomu bókar Sólveigar. Af því til- efni sagði Svanfríður Jónasdóttir, fyrrum al- þingismaður Samfylkingar, í grein í Blaðinu sl. fimmtudag, þar sem hún hafði ýmislegt við Morgunblaðið að athuga: „Ég hefði samt ekki vakið máls á þessari staðreynd um hlutdrægnina, ef fréttaskrifin undanfarið hefðu ekki verið þannig, að það er útsíðufrétt í Mogga í fyrradag hve Ólafur Thors var góður maður og þar vitnað í frásögn Sólveigar Einarsdóttur í bók hennar um föður sinn, Einar Olgeirsson. Þá þykir það jafn- framt útsíðufréttaefni í Mogga að vinir Sól- veigar voru af Engeyjarættinni. Ekki þykir Mogga fleira fréttnæmt úr þeirri bók; a.m.k. ekki útsíðuefni. Þetta er náttúrlega svo barna- legt að maður næstum fer hjá sér.“ Svanfríður ætti að hugsa dýpra. Íslenzkt þjóðfélag í dag einkennist því mið- ur af hatri á milli pólitískra andstæðinga og í sumum tilvikum á milli pólitískra samherja eins og Svanfríður þekkir betur en margir aðrir og illskeyttum átökum um allt annað en grundvallarmál. Raunar má ganga svo langt að segja, að í samfélagi okkar nú um stundir sé andrúmsloftið eitrað. Morgunblaðið birti ofangreindar frásagnir í frétt á baksíðu á dögunum til þess að vekja at- hygli fólks á því, að pólitískir andstæðingar geti verið persónulegir vinir. Og því miður er svo komið í þjóðfélagi okkar að það er ríkt til- efni til að vekja athygli á svona einföldum sannleika. Í bók Sólveigar er vitnað í viðtal, sem Morgunblaðið átti við Jón Böðvarsson hinn 30. apríl árið 2000. Þar sagði Jón: „Öðru sinni ATHYGLISVERÐUR ÁGREININGUR Það er kominn upp athyglisverðurágreiningur á milli helztu for-ystumanna ríkisstjórnarinnar og greiningardeilda bankanna. Þeir Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, lýstu báðir þeirri skoðun í Morgun- blaðinu í gær, að 0,25% stýrivaxta- hækkun Seðlabankans væri til marks um stefnubreytingu af hálfu bankans og eru þá væntanlega að vísa til þess, að búast megi við að tímabili stýrivaxta- hækkana sé að ljúka. Umsagnir talsmanna greiningar- deilda bankanna eru á allt annan veg. Að sumu leyti er önugur tónn í þeim í garð Seðlabankans eins og sjá má í um- sögn greiningardeildar Kaupþings banka en að öðru leyti sýnast talsmenn þeirra vera nokkuð sammála um þá túlkun, að ekki sé um stefnubreytingu að ræða. Sennilega er það rétt hjá utanríkis- ráðherra að Seðlabankinn hafi komið bönkunum á óvart. Ef það er rétt hjá ráðherrunum, að um stefnubreytingu sé að ræða hjá Seðlabanka má gera ráð fyrir, að gengi krónunnar fari að síga á næstu mán- uðum og vafalaust er markmið Seðla- bankans að sú aðlögun verði hæg og komi ekki illa við. Það er alveg ljóst, að sumar atvinnu- greinar eru komnar í mjög erfiða stöðu vegna styrks krónunnar. Það á ekki sízt við um sjávarútveginn og alveg sér- staklega lítil fyrirtæki í sjávarútvegi, sem hafa ekki sömu burði og stærri fyr- irtæki. Það á einnig við um ferðaþjón- ustu og alveg ljóst, að lítil fyrirtæki í þeirri atvinnugrein eru í hættu stödd. Uppsagnir hjá Hjartavernd, sem til- kynntar voru á dögunum segja sína sögu en þær má nánast eingöngu rekja til sterkrar stöðu krónunnar. En af hverju taka bankarnir þessari stefnubreytingu – ef um stefnubreyt- ingu er að ræða, sem telja verður lík- legt – svo þunglega? Það er auðvitað ljóst, að fari gengið að síga hefur það neikvæð áhrif á stöðu þeirra, sem hafa tekið stór lán í er- lendri mynt til framkvæmda eða ann- arra fjárfestinga. En væntanlega hafa bankarnir tryggt sína stöðu. Á blaðamannafundi í fyrradag um ákvörðun Seðlabankans sagði Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar, m.a.: „Enn er mikið ójafnvægi í þjóðarbú- skapnum. Þjóðhagsspáin, sem kynnt er í þessu hefti Peningamála bendir eins og áður til þess að framleiðsluspenna verði það mikil á næstu tveimur árum, að verðbólga verði að óbreyttu töluvert yfir markmiði Seðlabankans, þrátt fyr- ir að gengishækkun krónunnar vegi þar á móti á komandi mánuðum. Að því gefnu að gengi krónunnar haldist áfram hátt eru verðbólguhorfurnar lít- ið eitt betri en í september.“ Talið er að viðskiptahallinn á þessu ári nemi um 15,5% af landsframleiðslu. Davíð Oddsson sagði á blaðamanna- fundinum, að alþjóðleg reynsla sýndi að slíku ójafnvægi fylgdi fljótlega annað hvort eða hvort tveggja, gengislækkun eða samdráttur innlendrar eftirspurn- ar, sem mundi leiða til nýs jafnvægis. Hann bætti því við að á næstu miss- erum mundi Seðlabankinn þurfa að haga peningastefnunni þannig, að að- lögun gengisins leiddi ekki til meiri verðbólgu en samræmdist verðbólgu- markmiðum og sagði: „Til þess mun þurfa strangt aðhald svo lengi sem veruleg framleiðslu- spenna og spenna á vinnumarkaði valda þrýstingi á verðlag. Vaxtamunur við útlönd þarf jafnframt að vera næg- ur til að stuðla að hægfara aðlögun gengisins.“ Þessi ummæli benda til þess að það geti orðið tíðindasamt á vettvangi Seðlabankans á næstu mánuðum og misserum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.