Morgunblaðið - 04.12.2005, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 39
lentu þeir í deilum miklum á þingi, Einar og
Ólafur Thors og voru báðir sannfærðir um
sinn málstað, svo var fundi slitið og þeir fóru í
kaffi.“
Samskipti sem þessi milli pólitískra and-
stæðinga eða þess vegna keppinauta á mark-
aðstorgi viðskiptanna bæta samfélagið og
stuðla að jákvæðu andrúmslofti. Nú er svo
komið, að jafnvel birting á sjálfsögðum frétt-
um, þótt erfiðar geti verið fyrir stjórnmála-
menn, eru taldar til marks um andróður og ill-
indi í garð viðkomandi.
Af þessum sökum ætti Svanfríður Jónas-
dóttir ekki að líta á birtingu fréttar sem þeirr-
ar sem hér er til umræðu sem barnaskap eða
sérstaka tilraun til að sýna fram á hvað Ólafur
Thors hafi verið góður maður heldur ætti hún
að líta á þessar frásagnir sem fyrirmynd að
því hvernig samskipti stjórnmálamanna geti
verið og eigi að vera.
Kannski geta Morgunblaðið og Svanfríður
stuðlað að því að svo verði?
Einelti
Bók Sólveigar Ein-
arsdóttur um Einar
Olgeirsson vekur les-
andann til umhugsunar um annan þátt í sam-
félagsgerð okkar. Það er hægt að horfa á póli-
tíska baráttu Einars Olgeirssonar út frá
ýmsum sjónarhornum. Það sama á við um við-
brögð andstæðinga hans. En þegar tækifæri
gefst til þess að kynnast því, hvernig málin
hafa horft við fjölskyldu Einars og ef því er að
skipta fjölskyldum annarra stjórnmálamanna
á þessum tíma, þegar svo hart var barizt, er
upplifun þeirra eitthvað á þessa leið:
Einar Olgeirsson liggur undir stöðugum
árásum og gagnrýni andstæðinga sinna allan
þann tíma, sem hann hefur afskipti af stjórn-
málum og raunar lengur. Það líður varla sá
dagur, að hann verði ekki fyrir áreiti úr ein-
hverri átt. Og hér er ekki um að ræða nokkra
daga, vikur eða mánuði, heldur nokkra ára-
tugi.
Hvernig líður fjölskyldum þessara manna?
Hvar eru mörkin á milli eðlilegra pólitískra
átaka og eineltis? Eins og allir vita fer einelti
ekki bara fram í skólum á milli barna og ung-
linga heldur líka úti í þjóðlífinu á milli fullorð-
ins fólks.
Viljum við þjóðfélag þar sem börn stjórn-
málamanna – og nú á dögum kannski við-
skiptajöfra – eru hundelt af jafnöldrum sínum
vegna stjórnmálaskoðana eða annarra athafna
foreldra þeirra?
Þegar kallað er á eftir börnum: pabbi þinn
er kommúnisti eða mamma þín er kommúnisti
er það setning, sem brennir sig inn í barnssál-
ina og hverfur aldrei.
Hvernig fer fólk að því að lifa þetta af, ekki
sízt í því návígi, sem hér er? Sumir gera það
með því að demba sér út í hina pólitísku bar-
áttu sjálfir. Aðrir gera það með því að útiloka
sig gersamlega frá hinni pólitísku veröld. Enn
aðrir hverfa kannski inn í heim drauma og
ævintýra. Og í sumum tilvikum getur svarið
verið að skrifa bók, eins og Sólveig Ein-
arsdóttir hefur gert.
Merkur stjórn-
málamaður
Einar Olgeirsson var
merkur stjórnmála-
maður. Hann var
einn þeirra manna,
sem settu hvað mestan svip á stjórnmálabar-
áttu 20. aldarinnar, þótt hann væri oftast í
stjórnarandstöðu.
Svo aftur sé vitnað til frásagnar Jóns Böðv-
arssonar í viðtali við Morgunblaðið á árinu
2000: „Einu sinni deildi Einar Olgeirsson fast
á Jónas frá Hriflu í ræðu og riti. Nokkru síðar
var fundur í Sósíalistafélagi Reykjavíkur, þá
kom einn maður upp og sagði að Jónas væri
falskur, undirförull og tækifærissinnaður.
Einar varð foxillur og sagði:„Ég mótmæli því
að Jónas frá Hriflu sé falskur, undirförull og
tækifærissinnaður, Jónas trúir öllu, sem hann
segir.“
Þetta er kjarni málsins. Jafnvel hörðustu
pólitísku andstæðingar Einars Olgeirssonar
gátu borið virðingu fyrir honum vegna þess,
að þeim var ljóst, að hann var að berjast fyrir
sannfæringu sinni. Það er mikill munur á því
að berjast fyrir málefnalegri sannfæringu eða
völdum eingöngu. Þar skilur á milli.
Morgunblaðið hefur sennilega gengið harð-
ar að Einari Olgeirssyni en nokkrum öðrum
stjórnmálamanni á þeim tíma. Samt er það nú
svo að á milli ritstjóra Morgunblaðsins síðustu
áratugina og Einars var gott persónulegt
samband. Þannig á það að vera á milli póli-
tískra andstæðinga ekki síður en samherja.
Bók Sólveigar Einarsdóttur um föður sinn
hlýtur að vekja umræður um mikilvægi þess
að vinátta geti ríkt með fólki, þótt það hafi
öndverðar skoðanir. Hún hlýtur líka að vekja
spurningar um það, hvort ekki sé nóg komið
af því fullorðinseinelti, sem stundað er í sam-
félagi okkar.
En þar að auki eru í henni miklar upplýs-
ingar um upphaf baráttu sósíalista á Íslandi
og verkalýðshreyfingarinnar. Það er líka að
finna merkilegar upplýsingar um samskipti
Einars Olgeirssonar og nokkurra lykilskálda á
20. öldinni. Umfjöllun Sólveigar um samband
Einars og Stefáns Péturssonar vekur fleiri
spurningar en hún svarar og raunar er saga
Stefáns sennilega að verulegu leyti ósögð en
þess virði að kafað sé djúpt ofan í hana.
Meginstyrkur Einars Olgeirssonar í stjórn-
málabaráttunni kemur skýrt fram í þessari
bók.
Hann naut óhagganlegs stuðnings eigin-
konu, dóttur og sonar, hvað sem á gekk.
Morgunblaðið/RAX
Skarðsheiði.
Af öllum þessum
ástæðum er mikill
fengur að bók Sól-
veigar um Einar Ol-
geirsson. Hún er
mikilvæg lesning
fyrir alla þá, sem
hafa áhuga á pólitík
20. aldarinnar og
baráttu borgara-
stéttarinnar og sósí-
alista á þeim tíma.
Það hefur hjálpað
„dóttur Rússagrýl-
unnar“ að hún var
alla tíð og er enn
sannfærð um sigur
sósíalismans. Þeir
sem hafa sterka
sannfæringu geta
tekið sigrum og
ósigrum með jafn-
aðargeði.
Laugardagur 3. desember