Morgunblaðið - 04.12.2005, Side 46
Fréttir í tölvupósti
46 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÉG VAR að keyra suður Hafn-
arfjarðarveginn eftir enn eina heim-
sóknina til móður minnar á sjúkra-
hús þegar hugmyndin fæddist; það
verður að stofna félög
aðstandenda aldraðra
til að reyna að breyta
þessu skeflilega
ástandi í húsnæðis- og
hjúkrunarmálum okk-
ar elstu þegna. Og ein-
hver verður að brjóta
ísinn og sjá hvort sam-
takamátturinn getur
ekki reynst það hreyfi-
afl sem dugar best.
Mér varð hugsað til
liðinna ára – ætlar
þessi þrautaganga
engan endi að taka og
hvaða lærdóm má af henni draga?
Ég á móður sem verður 85 ára
10. desember nk. Hún hefur enga
heyrn lengur, hætt að geta lesið og
hefur glímt við afleiðingar bílslyss í
15 ár með óteljandi ferðum á bráða-
móttöku og sjúkrahús. Enn er hún í
sinni íbúð og nýtur aðstoðar góðra
granna, sem alltaf eiga nógu stórt
hjarta til að gefa. Hún er stolt og
vill bjarga sér sjálf og eiga sitt
heimili eins lengi og kostur er. Fyr-
ir þremur mánuðum var hún að
hlynna að blómapotti, féll og bæði
mjaðmar- og handleggsbraut sig.
Síðan hefur hún verið á ferðalagi
milli spítalans í Fossvogi og Rauða-
krosshótelsins. Undir lok þess
ferðalags fórum við að skoða her-
bergi á einu af elliheimilum borg-
arinnar. Það var svipað að stærð og
baðherbergið í íbúðinni hennar.
Mér féllust hendur, en gamla konan
sagði: „Við skulum ekki sleppa
þessu herbergi strax.“ Nú er hún
komin heim og það losnaði eftirsótt
rúm í Fossvoginum.
Eftir þessa ferð var mér skapi
næst að gleyma hugmyndinni um
stofnun félags aðstandenda aldr-
aðra. Ég, óbreyttur
þegn með rýran sjóð
og takmarkaðan tíma,
hefði nóg með mig og
mína. En svo fékk ég
hvatningu úr öllum
áttum. Þú hefur
reynsluna, einhver
verður að byrja, marg-
ir á sama báti og svo
styður hver annan.
Hvatningin kom ekki
síst frá fólki sem alla
daga tekst á við þetta
ástand, gerir sitt besta
og vinnur lítið krafta-
verk á hverjum degi. Ég hætti við
að hætta.
Nú hefur lítill en traustur und-
irbúningshópur ákveðið að boða til
undirbúningsfundar hinn 15. des-
ember nk. Fundurinn verður í
Íþróttahúsinu við Strandgötu í
Hafnarfirði og á að hefjast klukkan
átta um kvöldið. Við sem stöndum
að undirbúningi erum Hafnfirð-
ingar og á okkur brennur ástandið
á Sólvangi, sem landsmenn hafa
kynnst á undanförnum vikum. Í
Hafnarfirði hefur einnig verið gerð
húsnæðiskönnun meðal eldri borg-
ara, þar sem niðurstöður eru um
margt mjög athyglisverðar. Ein-
hvers staðar verður að byrja og við
höfum fengið loforð hjá virtu bar-
áttufólki að tala á þessum fundi og
leggja málinu lið.
En hvaða fólk erum við að tala
um og fyrir hverju viljum við berj-
ast? Við skulum gera okkur ljóst að
fólk sem komið er á áttræðisaldur
og eldra hefur hvorki kraft né að-
stöðu til að takast á við þetta
ástand sem með réttu má kallast
þjóðarskömm. En flestir eiga að-
standendur sem reyna eftir mætti
að létta ævikvöldið hjá sínum nán-
ustu. Þessir aðstandendur eru flest-
ir milli fimmtugs og sjötugs – fólk á
góðum aldri, enn fullt af starfsorku
og getur lyft grettistaki, stilli það
saman strengi sína. Þetta er líka
fólkið sem með hverju árinu færist
nær þessum þröskuldi, þar sem ald-
urinn setur mörkin hvort sem
mönnum líkar betur eða verr. Ég
las fyrir nokkru viðtal við danskan
ráðherra um málefni hinna eldri í
Danmörku. Hann sagði: „Þegar ’68-
kynslóðin verður komin á þennan
aldur verða gerðar aðrar og meiri
kröfur en gamla fólkið gerir nú.“
Barátta til að breyta þessu ástandi
er því ekki aðeins fyrir okkar nán-
ustu, heldur líka fyrir okkur sjálf.
En verkefnið er risavaxið. Verst
eru húsnæðismálin. Allir eiga að
eiga rétt á sérhúsnæði við hæfi út
ævikvöldið, hvort sem um er að
ræða venjulegar íbúðir eða sér-
hannaðar, herbergi í sambýlum og
á öldrunarheimilum eða þar sem
hjúkrun er. Fólk yfir áttrætt hefur
ekki lengur tíma til að bíða – það
verður að eiga valkosti í stað bið-
lista. Hver og einn á sitt einkalíf og
á rétt á að hafa í kringum sig sína
persónulegu muni og geta umgeng-
ist sína nánustu án ásýndar og
áheyrnar allra í kring.
Taka þarf höndum saman við fé-
lög eldri borgara í allri þeirra rétt-
indabaráttu. Flest hugtök eru úrelt
og snúast um bætur, styrki, fram-
færslu, elli, umönnun og stofnanir.
Það má ekki svipta fólk fjárræði
sínu og sjálfstæði nema brýna
nauðsyn beri til.
Við eigum að forðast misskipt-
ingu gæða eins og kostur er gagn-
vart þessum aldurshópi. Í Hafn-
arfirði einum eru nú í byggingu
hundruð íbúða á vegum fjárfesta og
verktaka á bestu stöðum í bænum,
sem ætlaðar eru eldra fólki með
fullar hendur fjár. Á sama tíma eru
allt að fjórir eða fleiri saman í einu
herbergi á þeim annars góða stað –
Sólvangi. Það á að fara að reisa há-
tæknisjúkrahús fyrir milljarða af
Símapeningunum okkar á sama
tíma og sjúkrahús og heimili fyrir
aldraða eru yfirfull af rúmliggjandi
eldra fólki. Aðbúnaður foreldra
okkar í dag er prófsteinn á þetta
þjóðfélag – samkenndina og sam-
hjálpina. Við megum ekki láta sér-
gæskuna ráða hér ferð.
Aðstandendur aldraðra:
verjum okkar fólk
Reynir Ingibjartsson fjallar
um stofnun félags
aðstandenda aldraðra ’… fólk sem komið er ááttræðisaldur og eldra
hefur hvorki kraft né
aðstöðu til að takast á
við þetta ástand sem
með réttu má kallast
þjóðarskömm.‘
Reynir Ingibjartsson
Höfundur er kortaútgefandi
og aðstandandi aldraðrar móður.
RAFLAGNA
ÞJÓNUSTA
RAFSÓL
Skipholti 33 • 105 Reykjavík
Sími:
553 5600
E
i
n
n
t
v
e
i
r
o
g
þ
r
í
r
2
6
6
.0
0
2
lögg i l tu r ra fverk tak i
Atvinnuhúsnæði til leigu
Réttarholtsvegur
Glæsilegt 206 fm atvinnuhúsnæði við fjölfarin
gatnamót. Húsnæðið var allt endurnýjað fyrir
3 árum. Góð bílastæði og gott aðgengi.
Laust strax. Hægt er að skoða myndir á
www.rettarholtsvegur.com
eða fá upplýsingar í síma 898 3677.
Elísabet og Þorfinnur taka á móti áhugasömun frá kl. 12-14 í dag.
Sími
530 6500
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Ný uppgerð 3ja herbergja 90 fm íbúð á 2. hæð með sérinngangi af svölum.
Nýtt parket á allri íbúðinni og hún nýmáluð. Suðursvalir frá stofu, sameign-
legur garður, sameiginlegur afgirtur stór sólpallur. Sérbílastæði fyrir fram-
an húsið. Laus til afhendingar við kaupsamning. V. 17,9 m.
Myndir og nánari lýsing eignar á www.heimili.is
OPIÐ HÚS Í DAG
KLUKKURIMI 59 – SÉRINNGANGUR
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
Sérlega vel skipulagt 161,3 fm einbýlishús á
einni hæð með innbyggðum bílskúr og glæsi-
legu útsýni til fjalla. Húsið er staðsett á eftir-
sóttum og rólegum stað í lokaðri götu. Stór
sólrík 660 fm lóð með skjólgirðingu og afgirtum
25 fm sólpalli. Stutt í skóla, útivistarsvæði og
alla þjónustu. Innan hússins eru þrjú svefnher-
bergi, auk þess sem hægt er að bæta við
fjórða svefnherberginu, þar sem nú er sjón-
varpsrými. Stofan er mjög björt og rúmgóð með mikilli lofthæð og þaðan er gengið út
á sólpallinn. Ágætir fataskápar eru í öllum svefnherbergjum, auk þess sem hægt er að
ganga úr hjónaherbergi út í garð. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, baðkar, inn-
rétting og sturtuklefi. Parket er á öllum gólfum nema á baði og í eldhúsi. Bílskúrinn er
fullbúinn með geymslulofti. Að auki er rúmgott 40 fm geymslurými sem er fyrir utan
heildarfermetrafjölda. Upphitað hellulagt bílastæði. Verð 41,0 millj.
Verið velkomin í dag frá kl. 13.00-15.00
SVEIGHÚS 5 - ÚTSÝNI
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
OPIÐ HÚSOPIÐ HÚS
OPIÐ HÚS Í DAG -
STRANDGATA 32, HAFNARFIRÐI. -
LAUS STRAX - 202 FM GLÆSILEG HÆÐ
Björt og sérlega falleg 95,7 fm 4ra
herbergja endaíbúð á jarðhæð
með sérinngangi í nýlegu Perma-
formhúsi. Verð 22,9 m. EIGNIN
ER LAUS OG TIL AFHENDING-
AR STRAX.
Glæsileg 202 fm hæð í steinhúsi
sem hefur verið tekin algjörlega í
gegn og endurnýjuð á glæsilegan
og vandaðan hátt. Eignin skiptist
í ca 172 fm hæð með þremur
svefnherbergjum og aukaíbúð
með eldhúsi og baði ca 30 fm. Allt
parket á íbúðinni er nýlegt, gegn-
heilt eikarparket. Verð 34,9 m.
Þorgrímur tekur á móti gestum kl. 16:00-17:00
Hannes og Íris taka á móti
gestum í dag kl. 13:00-15:00
OPIÐ HÚS Í DAG - LAUFRIMI 6
*** LAUS STRAX ***
Glæsileg 98 fm 3ja herb. íbúð á 2.
hæð, íbúð merkt 0203, í nýju og
vönduðu fjölbýli ásamt stæði í bíla-
geymslu. Íbúðin skiptist í forstofu, tvö
herbergi, opið eldhús, stofu og flísa-
lagt baðherbergi auk geymslu og
þvottaherbergis. Sérgeymsla í kj.
Íbúðin er búin vönduðum innrétting-
um. Parket og flísar á gólfum. Góðir
skápar í herbergjum og í forstofu.
Rúmgóðar svalir til suðurs. Íbúðin er
laus til afhendingar við kaupsamning.
Verð 22,9 millj.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.
Sóleyjarimi 1
Vönduð 3ja herb. fyrir 50 ára og eldri
Opið hús í dag frá kl. 14-15
Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-15
Verið velkomin