Morgunblaðið - 04.12.2005, Síða 47

Morgunblaðið - 04.12.2005, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 47 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Á ÞESSU ári hafa konur minnst margra merkra atburða úr sögu kvenna og ber þar hæst hinn glæsi- lega útifund í Reykjavík 24. október þar sem talið er að um 45.000 konur hafi safnast saman. Fundurinn var fyrst og fremst baráttufundur, hann átti að sýna að konur sætta sig ekki við það öllu lengur að launaumslag þeirra skuli enn vera léttara en það umslag sem bræður þeirra fá í hendur. Fundurinn var einnig hald- inn til þess að minnast þeirrar bar- áttu sem undan var gengin með Kvennafrídeginum 24. október 1975. Fyrsta verk íslenskra kvenna á alþjóðlegu kvennaári Sameinuðu þjóðanna var stofnun Kvenna- sögusafns Íslands 1. janúar 1975. Safnið stofnuðu þrjár konur og var það lengi vel til húsa á heimili einn- ar þeirra, Önnu Sigurðardóttur. Frá árinu 1996 hefur safnið verið til húsa í Þjóðarbókhlöðu við Hring- braut og þangað kemur fjöldi kvenna og karla á ári hverju í leit að upplýsingum úr sögu kvenna eða til að koma heimildum í öruggar hendur. Safnið geymir til dæmis all- ar heimildir Kvennafrídagsins 1975 og mun geyma heimildir um bar- áttufundinn á þessu ári. Á vefsíðu safnsins má finna ýmsar upplýs- ingar úr sögu kvenna. Slóðin er: www.kona.bok.hi.is. Kvennasögusafn hefur frá árinu 1996 haldið minningu Önnu Sigurð- ardóttur á lofti með kvöldvöku í desember. Að þessu sinni hefur safnið tekið höndum saman við Kvenréttindafélag Íslands, sem staðið hefur vörð um réttindi kvenna frá árinu 1907 og komið gögnum sínum til Kvennasögusafns. Dagskráin 5. desember er helguð frumkvöðlum og frumkvöðlastarfi íslenskra kvenna. Kristín Ástgeirs- dóttir sagnfræðingur mun tala um Thorvaldsensfélagið og hið merka brautryðjendastarf félagskvenna í Reykjavík en það fagnar 130 ára af- mæli um þessar mundir. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona mun fræða gesti um leikkonur fyrri tíma en Guðrún hefur starfað lengi að leik- list og kynntist fyrstu lærðu leik- konunum persónulega. Auður Þorbergsdóttir var skipuð borgardómari í Reykjavík fyrst kvenna og er jafnframt fyrsta kon- an sem framkvæmdi hjónavígslur hér á landi. Sigríður Snævarr var fyrst kvenna skipuð sendiherra. Þær Auður og Sigríður munu segja gestum frá ýmsu úr eigin frum- kvöðlastörfum. Ellen Kristjáns- dóttir og Eyþór Gunnarsson munu gleðja gesti með tónlist og kaffi verður á borðum. Kvöldvakan er haldin að Hallveigarstöðum og hefst kl. 20 og er opin öllum sem vilja eiga góða kvöldstund og fræðast um frumkvöðlastarf kvenna. AUÐUR STYRKÁRSDÓTTIR, forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands. Kvöldvaka um frum- kvöðla íslenskra kvenna Eftir Auði Styrkársdóttur: Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar Mjög björt, vel skipulögð og falleg 93 fm 4ra her- bergja íbúð á jarðhæð (eignin er skráð í kjallara, lít- ið niðurgrafin) með sérinngangi (gengið beint inn, engar tröppur) á frábærum stað í vesturbænum. Í dag eru tvö svefnherbergi, en mjög auðvelt er að bæta því þriðja við. Eldhúsið er með hvítri, fallegri innréttingu með beykikönntum. Að sögn seljanda er ástand hússins gott að utan. Verð 19,8 millj. GRANDAVEGUR 4 - NORÐURENDI OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is DALSHRAUN - HAFNARFIRÐI Nýkomið gott og bjart 120 fm atvinnuhúsnæði m. innkeyrsludyrum. Góð staðsetning. Verð 8,9 millj. SKÚTAHRAUN - HAFNARFIRÐI Nýkomið gott ca 730 fm atvinnuhúsnæði (stálgrindarhús) á sérhæð (rúmgóð) 2.500 fm. Húsnæðið skiptist í 3 bil (tvö útleigð) með góðri lofthæð og innkeyrsludyrum. Góð aðkoma. Frábær staðsetn- ing. Verð 65.000 pr. fm. MIÐHRAUN - GARÐABÆ Glæsilegt nýlegt 140 fm atvinnuhúsnæði auk steypts millilofts ca 100 fm (skristofur o.fl.). Innkeyrslu- dyr, góð lofthæð og staðsetning VESTURVÖR - KÓP. - SJÁVARLÓÐ Hafin er smíði á stálgrindarhúsi, klæddu með einangruðum stálklæddum einingum. Húsnæðið er í heild 2819 fm en um er að ræða sölu á tveimur hlutum í húsnæðinu, 763,6 fm að grunnfleti hvort um sig eða samtals 1,527,2 fm auk millilofts. Lofthæð er frá 7,1 m uppí 8,5 m og mögul. á millilofti að hluta eða öllu leiti. Mögulegt er að skipta húsnæðinu niður í smærri bil, það er hvert bil gæti skipst í þrennt 254 fm hvert bil og mögul. á millilofti eftir þörfum. Allir möguleikar eru opnir með skipulag, glugga og hurðir. Gott útisvæði er allt í kringum húsið, það er 15 m frá húsi að lóðarmörk- um. Eignin selst í stærri eða smærri einingum. Eignin er mjög vel staðsett rétt við hafnarbakkann. MÓHELLA 4A - BÍLSKÚRAR Tilvalið sem geymslupláss undir tjald- vagna, fellihýsi o.fl. Bílskúrar eða geymslubil 26,3 fm sem eru að rísa við Móhellu í Hafnarfirði. Bílskúrarnir eru byggðir að mestu úr einingum frá Límtré og afhendast fullbúnir með frágenginni lóð. Nánari uppl. á Hraunhamar.is eða hjá sölu- mönnum. Til afhend. strax. Verð 2.350 millj. BÆJARHRAUN - HF. - TIL LEIGU Til leigu 250-535 fm atvinnuhúsnæði. Um er að ræða gott húsnæði, sem er tilvalið undir lager, léttan iðnað o.fl. LAUST STRAX. Upplýsingar gefur Helgi Jón hjá Hraunhamri í síma 893 2233. MIÐVANGUR - HAFNARFIRÐI Gott ca 200 fm verslunarhúsnæði í verslunarsam- tæðu, þ.e. hæð 100 fm auk 100 fm kjallara. Tilvalin eign fyrir verslun, þjónustu, snyrtistofu, heildsölu o.fl. 12 MILLJ. SKEIÐARÁS - GARÐABÆ Tilbúið undir tréverk, mjög gott og glæsilegt 183 fermetra skrifstofuhúsnæði á glæsilegum stað neðst í Skeiðarásnum á móti Sjálandinu í Garða- bæ. Húsnæðið er skráð 183 fermetrar skrifstofu- húsnæði Sér inngangur af Suðurhlið á annari hæð. Húsið er allt álklætt. Frábær staðsetning. Verð 15.millj. Laust strax. FLATAHRAUN - HF. -ATVH. TIL LEIGU Til leigu Flatahraun 31 í Hafnarfirði öll húseignin, samtals 908 fm. Húsnæðið hentar vel fyrir þjón- ustufyrirtæki, skrifstofu, verslun, heildsölu o.fl. Möguleiki að leigja í smærri einingum á 2. hæð, 220 fm, á jarðhæð 220 fm, 302 fm og 166 fm. Mjög góð staðsetning. Mikið auglýsingagildi. Góð aðkoma. Gott útipláss. Næg bílastæði. Stór mal- bikuð lóð. Upplýsingar veitir Helgi Jón á skrifstofu Hraunhamars. SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Vorum að fá í sölu einstaklega fallegt og stílhreint 7 íbúða hús við sjávarsíðuna í Sjálandshverfinu við Arnarnesvog. Íbúðirnar sem eru frá 124,5 fm - 194,4 fm afhendast fullbúnar án gólfefna næsta sumar. Bílskúr fylgir öllum íbúðum. SJÁLAND Í GARÐABÆ Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Falleg 148 fm íbúð á 1. hæð á vinsælum stað í vesturbænum. Sérinn- gangur. Íbúðin er þrjú svefnherbergi og tvær góðar stofur. Eldhús er rúm- gott með borðkrók. Tvennar svalir sem snúa í suður og vestur. 7103 HAGAMELUR - LAUS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.