Morgunblaðið - 04.12.2005, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 04.12.2005, Qupperneq 52
✝ Ólafur Eggerts-son fæddist í Reykjavík 6. maí 1925. Hann lést á heimili sínu á Grandavegi 47 í Reykjavík 23. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ragn- hildur Ólöf Gott- skálksdóttir, f. 11. mars 1903, d. 27. desember 1979, og Eggert Ólafsson, f. 5. febrúar 1896, d. 26. júní 1968. Systkini Ólafs eru: Sesselja Svana, f. 1922, Elín- björg Hulda, f. 1930, Kjartan Þórir, f. 1932, látinn, Gottskálk Þorsteinn, f. 1934, og Ragnhild- ur Sigríður, f. 1939. Hinn 25. maí 1946 kvæntist Ólafur konu sinni Erlu Þor- steinsdóttur, f. 11. júlí 1927, í kapellu Háskóla Íslands. Þau áttu saman fimm börn. Þau heita: 1) Guðrún Ástdís, f. 1947, maki Magnús Guðmundsson, þau skildu, börn þeirra eru: Rut, Eggert látinn, Ragnhildur, látin, og Kristjana. 2) Ragnhildur Unnur, maki Björgvin J. Jó- hannsson, þau skildu, börn þeirra: Þorsteinn, Jóhann Freyr, Erla og Björgvin Þór. Núverandi maki Þorsteinn B. Gíslason. 3) Erla Þórunn, f. 1950, maki Kári Knúts- son, börn þeirra: Katarína og Knút- ur Steinn, börn frá fyrri hjónaböndum Ólafur Örn, Vil- hjálmur og Óskar. 4) Eggert, f. 1954, maki Hólmfríður Sigurðardóttir, börn þeirra: Ólaf- ur, Óttar, Óðinn, Sigurður og Sandra Ósk. 5) Þóra Hrönn, f. 1962, maki Magnús Guðmunds- son, börn þeirra: Hrafnhildur Ylfa, Jafet Máni og dóttir Magn- úsar Arna Ösp. Barnabarnabörn Ólafs eru 19. Að loknu barnaskólanámi í Miðbæjarskóla Reykjavíkur stundaði Ólafur nám í Verslun- arskóla Íslands. Hann fór snemma að vinna hjá Lýsi hf. og varð seinna meir löggiltur lýs- ismatsmaður og tók þar við starfi föður síns. Í nærfellt 30 ár starfaði hann síðan hjá Bifreið- um og landbúnaðarvélum. Úför Ólafs fór fram í kyrrþey að hans ósk. Elsku pabbi. Við systkinin vilj- um kveðja þig saman með fáeinum orðum. Þú skilur eftir þig stórt skarð hjá okkur, því þú gafst þér alltaf tíma fyrir okkur öll og studdir hvert okkar í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur frá barnsaldri, fram á síðasta dag. Eitt sem þú elskaðir var að ferð- ast, hvort sem var hér á landi eða erlendis, og við nutum þess að heyra þig segja frá ferðalögum þínum. Það var okkur fjársjóður þegar við fórum að ferðast sjálf, sérstaklega þar sem þú varst svo víðlesinn og vel að þér um alla heima og geima. Við ólumst upp í Skjólunum, þar sem þú naust þín í nálægð við sjó- inn, því hann heillaði þig alltaf. Lífsgleðin streymdi frá þér, þar sem þú sást alltaf björtu hliðarnar á öllum hlutum og hafðir ótakmak- aðan áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Við munum öll sakna þín, elsku pabbi, og þú munt eiga stað í hjörtum okkar allra um ókomna tíð. Við kveðjum þig með kossi. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma, öll börnin þín svo blundi rótt. (M. Joch.) Þín börn, Guðrún Ásdís, Unnur, Erla, Eggert og Þóra. Elsku hjartans pabbi minn, það er mikið tóm í tilverunni núna. Þú varst og ert mér svo mikið. Mikið sakna ég þín. Þú og mamma voruð eitt, gæfurík hjón sem fenguð að hafa hvort annað svo lengi, í 60 ár. „Hann var mér svo mikið hjartað mitt,“ eins og mamma sagði. Okkar stoð og stytta, sem var ávallt til staðar. Þú varst eins og klettur fjöl- skyldunnar. Þú varst Hrafnhildi Ylfu og Jafet Mána, allt … já allt. Besti afi sem hugsast gat, þau sakna þín mikið … heimsins besti afi, eins og þau segja. Þú gerðir bara allt fyrir okkur. Ó, hvað þetta er hverfult líf, við höfum grátið mikið, skrýtin tilfinn- ing, líf þitt bara búið hér á jörð, eins og kerti sem slokknað er á, en nú er ekki hægt að skipta út með öðru kerti, „nú er myrkur,“ eins og ein afastelpan þín orðaði það. Hljóð er nóttin dimm, hlý er höndin þín, Það er erfitt að vera hér ein án þín, elsku pabbi minn. Þú ert verndarengillinn minn, þú varst ávallt til staðar, í gleði og sorg. Þú hefur ávallt hvatt mig og stutt, þú hefur alltaf haft trú á mér, þú vafðir mig örmum þínum, verndaðir og leiðbeindir. Takk, pabbi minn. Ég elska þig. Þín dóttir Þóra Hrönn. Við mælum ekki samverustundir í magni, heldur gæðum, sagði frómur maður. Við fráfall tengda- föður míns rifjast upp fyrir mér að allur tími með honum voru gæða- stundir. Umfram þann tíma var hann þó alltaf til staðar, alltaf ná- lægur. Bakland sinna nánustu og bjarg okkar á erfiðum tímum. Ólafur Eggertsson var ekki í eðl- inu „rómantíker“, miklu fremur jarðbundin persóna en hafði þó gaman af þegar á mig rann „leik- húsgríman“ og ég sagði honum hvernig ég vann hug og hjarta dóttur hans. Ég get ekki stillt mig, fyrir hann í hinsta sinn, að segja hana hér: „Það var sumar eitt síðla dags ég fór ríðandi Flóttamannaveginn sem liggur innan bæjarmarkanna á milli hesthúsahverfanna. Á leið minni mætti ég stúlku er sat blá- svartan hástígan hest. Sólargeisl- arnir hálfvegis blinduðu mig er hún reið aðsópsmiklum gæðingnum nánast í fang mér, svo ístöð okkar smullu saman. Lyktin af sveittum klárnum og ilmvötnum þessa fagra fljóðs blönduðust fullkomlega við þá mynd sem greypt er í huga mér. Bergnuminn af þessari til- komumiklu sjón og nánd þessa framandi engils kalla ég til hennar; „hver ertu?“ Að bragði tekur hún þéttingsfast í taumana svo klárinn snarstöðvar og fer nánast allur upp að framan. „Meiddirðu þig?“ spyr hún, en ég kom ekki upp stunu. Síðan hvarf hún inn í jóreykinn. Örlagadísirnar höguðu því svo til nokkrum dögum síðar að ég eignaðist gæðinginn svarta í skiptum fyrir braggabíl. Og síðar, líkt og í góðum sögum, hlaut ég bænheyrn og eignaðist engilinn sjálfan.“ Hér horfði Ólafur á tengdason- inn sem hið ástfangna flón, hló lágt við og kíminn á svip spurði hann ávallt; „og hvort ykkar fór betur út úr þeim viðskiptum?“ Kímnigáfa Ólafs var einstök. Þegar afabörnin komu í heiminn varð samband mitt við tengdafor- eldrana nánara. Margar eru stundirnar sem við áttum saman á heimili þeirra heið- urshjóna Ólafs og Erlu. Fyrir nú- tímamanninn mig með börnin á herðunum og hund í bandi, hafði það ósegjanlega róandi áhrif að koma á Grandó og sjá hann leggja kapal líkt og þann sem lífsgátuna vill leysa. Aldrei bar skugga á né féllu styggðaryrði og þegar við spjöll- uðum var farið yfir sviðið vítt. Þar kom berlega í ljós að Ólafur átti brunn þekkingar á öllum sköpuð- um hlutum, enda afburðavel lesinn. Hann gat tjáð sig af djúpum skiln- ingi um t.d. fyrri eða seinni heims- styrjöldina, Sikileyjar-mafíuna eða jafnvel sagt „súrrealíska sögu um sköllótta konu á bláu reiðhjóli“. Hann las allt, fylgdist mjög vel með og allt sem samfélagslega skipti máli lét hann sig einnig varða. Ég tel að bókhneigð hans hafi fært honum heilbrigða lífssýn og það óvenjulega horn sem hann hafði á lífið. Oft leiddi spjall okkar til um- ræðu um Mammon og þær gervi- þarfir sem samtíminn býr til. Hann hafði einstakt lag á að draga upp fallega mynd af hinni „litlu veröld“ fjölskyldunnar og setja vægi hennar ofar öllu í sam- anburði. Þegar Ólafur var ungur bærðist með honum þörf til að skapa eitt- hvað tengt viðskiptum. Ekki naut hann þeirra tækifæra því ungur þurfti hann oft að standa vaktir föður síns, einmitt á þeim aldri þegar flestir leggja drög að eigin framtíð. „Við þurfum ekki allir að vera heimsmenn,“ sagði hann í sinni tóntegund. „Hver á að passa ung- ana, hver á að koma þeim til manns?“ Ég veit fyrir víst að ábyrgðin og þau gildi sem hann stóð fyrir; að skaffa til konu og barna, hefðu aldrei orðið undir í baráttunni um manninn Ólaf Eggertsson. Leit hann aðra aldrei öfundar- augum. Þvert á móti dáðist að dirfsku athafnaskáldanna en tók sér ætíð stöðu með alþýðunni. Í háttum var hann aðalsmaður, snyrtilegur svo ekki festist við hann gróm, hispurslaus og hrein- skiptinn, en lagði alltaf gott til manns. Ráðhollur og við vanda- málin dvaldi aldrei. Þannig kom þessi gæfi maður mér fyrir sjónir. Síðustu ár átti tengdafaðir minn við talsverð veikindi að stríða en gat þó alltaf fullnægt útþrá sinni sem var mikil. Á árinu sem nú er að líða voru samskipti okkar lík- lega aldrei meiri, við fengum notið hans umvefjandi kærleika. Börnin mín elskaði hann sem sín eigin, þau geyma minningu hans út lífið. Þau vita líka að nú er komið að okkur að gjalda líku líkt og gæta eftirlifandi konu hans sem er van- máttug orðin vegna sjúkdóms. Nú skilja leiðir, kæri tengdafað- ir. Englarnir leiði þig inn í draumalandið. Ég þakka þér sam- fylgdina. Magnús Guðmundsson. Ég hitti Ólaf fyrst fyrir 20 árum, þegar ég kynntist konunni minni, Erlu. Það sem mér fannst áberandi í fari Ólafs var lífsgleði og forvitni um lífið. Það var líka gaman að sjá hversu hrifinn hann var af konu sinni, Erlu, eftir 50 ára hjónaband og sýndi það í hvívetna. Hann átti sannarlega til mjúkar hliðar þó hann gæti verið harður í horn að taka. Hann gerði sér far um að spyrja um okkar hagi og var ávallt fús að ráðleggja um alla skapaða hluti. Ólafur var alltaf tilbúinn að að- stoða okkur, ef við þurftum á hjálp að halda. Hann var hreinskilinn og lá ekki á meiningu sinni, hvort sem það var gagnrýni eða lof. Við áttum margar góðar stundir þegar við hittumst og spjölluðum um heima og geima. Maður kom aldrei að tómum kof- unum hjá Ólafi, enda var hann víð- ÓLAFUR EGGERTSSON 52 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Á bak við þessa söguliggur texti einn íGamla testamentinu, í3. Mósebók, þar semritað er: „Stjarna rennur upp af Jakob, og veld- issproti rís af Ísrael.“ Og Bréf Páls til Kólossumanna er einnig í, með og undir, en þar segir: „Í Kristi eru allir fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar fólgnir.“ Jakobsstjarnan var ein af óteljandi stjörnum himingeimsins og hún var úr skíragulli. Þeg- ar hún horfði niður af himninum á nóttunni og sá hvernig mannfólkið á jörðinni sáði hatri, sat á svikráðum, hugði á hefndir og efndi til ófriðar, þá varð hún harmi slegin. Og dag nokkurn gat hún ekki umborið leng- ur öll þessi illindi. Hún sprakk í þúsund smá- mola. Gullbrotin úr stjörnunni féllu til jarðar og dreifðust í allar áttir. Ung kona í Nazaret fann eitt brotið, dáðist að því og bætti því á barmnælu sína. Gest- gjafi í Betlehem í Júdeu fann annað gullið brot og hugsaði með sér: „Ég verð að hafa augun hjá mér, því ef ég get fundið tvö eða þrjú í viðbót, þá nægir það til að láta smíða fallegt skilti fyrir gistihúsið mitt.“ Fjárhirðir á Júdeusléttunni fann þriðju flísina í þyrni- runna. Hann saumaði hana innan í leður- stakkinn sinn um nóttina, þegar hann sat við varðeldinn. En annar hirðir hafði séð til hans. Hann stal þessari óvenjulega tenntu málmflís frá félaga sínum við fyrsta tækifæri og faldi hana ofan á skjóðubotni. Í fjarlægu landi í austri var heimspekingur nokkur, sem var vanur að fá sér gönguferðir og hugsa um manneðlið og eigið sjálf. Hann fann fjórða blikandi málmbrotið. Hann tók það upp, virti það hugsandi fyrir sér, fægði það á ermi sinni, svo að það varð spegil- gljáandi. Hann horfði í brotið og sá andlits- drætti sína speglast og breytast, ruglast og verða aftur að heilli mynd. Hann stakk fundi sínum í vasann. Oft síðar, þegar hann var einsamall, rýndi hann í brotið, í von um að kynnast sjálfum sér betur með hjálp þessa undraspegils. Lærður vísindamaður suður í löndum fann fimmta brotið úr Jakobsstjörnunni. Hann hafði áratugum saman leitað að viskustein- inum og fengist við gullgerðarlist. Gat hugs- ast, að þessi moli, sem hann hafði fundið, gæti hjálpað honum að ljúka upp leyndar- dómi gullgerðarinnar, velti hann fyrir sér. Einsetumaður í óbyggðum fann einnig brot úr stjörnunni sem sprakk, og skildi að það var hluti af heild. Hann var gripinn þrá eftir því að leita uppi heildarsamhengi allra hluta. „En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústus keisara, að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrá- setningin og var gjörð þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Jósef úr Galíleu frá borginni Nasaret upp til Júdeu, til borgar Davíðs, sem heitir Betle- hem, en hann var af ætt og kyni Davíðs, að láta skrásetja sig ásamt Maríu heitkonu sinni, sem var þunguð. En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að eigi var rúm handa þeim í gistihúsi.“ Gestgjafinn í þessu lítilfjörlega gistihúsi var ekki mjög kátur. Ókunnug kona að fæða barn í húsum hans – það gat kostað þref. Hans raunverulega erindi í útihúsið hafði verið að reka konuna og karlinn, sem var með henni, í burtu. En áður en hann gat komið upp orði rétti konan honum gullmola biðjandi á svipinn. Þessi moli virtist svo líkur þeim sem hann hafði einu sinni fundið. Hann hélt satt að segja að nú væri hann alveg að ná því metnaðarfulla takmarki sem hann stefndi að, og ætlaði að hrifsa til sín gullmol- ann. En þá heyrði hann nýfædda barnið amra. Hann skammaðist sín og gaf konunni til kynna með fasi sínu og svip, að hún mætti halda brotinu. Hann gerði sér fljótlega ann- að erindi í fjárhúsið og lagði sinn eigin gull- mola, þann sama og hann fann um árið, á sængina hjá nýfæddu barninu. Og uppi á himninum, þar sem Jakobsstjarnan áður skein, kviknaði nú ofurlítið ljós. Skömmu síðar voru fjárhúsdyrnar opnaðar og tveir hirðar komu inn. Þeim hafði verið sagt frá þessu barni og vongleðin og for- vitnin höfðu rekið þá af stað. Annar þeirra leit í augu barnsins og fór svo að fitla við skinnstakkinn sinn. Hann ætlaði að gefa barninu gullflísina, sem hann hafði einu sinni fundið. Honum brá í brún og vonbrigðin leyndu sér ekki í svip hans: fjárjóðurinn hans var á bak og burt. Félagi hans leit sem snöggvast á hann og roðnaði. Í augum hans mátti lesa bæn um fyrirgefningu og sam- þykki, þegar hannn rótaði djúpt í skjóðu sinni og dró fram flísina horfnu og lagði hana hjá barninu í jötunni. Á himninum varð stjarnan, sem talin var týnd, skærari og greinilegri. Heimspekingurinn, vísindamaðurinn og ein- setumaðurinn höfðu uppgötvað hana og þeim sagði svo hugur um, að hún væri merkileg. Þess vegna drifu þeir sig af stað, í þá átt sem hún skein. Hún minnti sér- kennilega á það sem þeir höfðu fundið forð- um. Leiðir þeirra þriggja lágu saman. Þeir ræddu um stjörnuna og þegar þeir kynntust betur sögðu þeir hver öðrum frá brotunum, sem þeir höfðu fundið. Alla grunaði þá, að þetta allt hlyti að tengjast hvað öðru: speg- ilbrot eins, gull annars og flís hins þriðja. Þeir reyndu því hver um sig að gera kaup við samferðamennina, en enginn þeirra vildi skilja við sig hlutinn, sem bar í sér fyrir- heitið um uppfyllingu hugleiðinga hans, rannsókna eða þrár. Loks stóðu þeir úti fyrir kofadyrum og yfir hreysinu lýsti stjarnan, sem þeir höfðu fylgt. Þeir gengu inn fyrir og fundu þar barn og barnið horfði á þá spyrjandi augum, sem vissu allt á óskýranlegan hátt. Þá tók heim- spekingurinn litla spegilinn úr silkifóðraðri öskjunni, vísindamaðurinn gullið sitt og sá þriðji flísina, sem blikaði svo einkennilega, en allt voru þetta hlutar úr glataðri heild, og þeir lögðu þá að fótum barnsins. Og barnið virtist brosa. Stjarnan fékk nú allan ljóma sinn á ný og þegar hirðarnir tveir, vitringarnir þrír og gestgjafinn, og reyndar móðirin líka eitt andartak – þegar þau komu út úr fjárhúsinu og sáu stjörnuna skína í allri sinni ljómandi dýrð, þá vissu þau, að ef við aðeins treystum barninu og gefum því okkur sjálf, þá eign- umst við frið í hjarta, og ekki bara þar held- ur líka á jörðu. Og þau urðu glöð. Það var gleði sem þau höfðu aldrei áður þekkt. Þannig lýkur sögunni um Jak- obsstjörnuna. Og þó ekki, því framhaldið er auðvitað lífið sjálft, þar sem takast á myrkur og ljós. Jakobsstjarnan sigurdur.aegisson@kirkjan.is Einhver fegursta jóla- saga seinni tíma er eftir þýskan mann, Klaus Zillessen, og sást fyrst á prenti ytra árið 1988. Sigurður Ægisson ákvað á birta hana sem pistil dagsins, og gefa landsmönnum kost á að njóta henn- ar á aðventunni; þýð- andi er ókunnur. HUGVEKJA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.