Morgunblaðið - 04.12.2005, Síða 53
lesinn. Hann hafði ferðast mikið og
ég furðaði mig oft á því hversu ná-
kvæmlega hann gat rifjað upp
ferðasögur.
Þegar við vorum búsett í Svíþjóð
og Noregi, komu þau hjónin í
heimsókn á flesta þá staði sem við
fluttum til, en þeir voru ófáir. Það
má með sanni segja að Ólafur
sýndi það í verki, hversu umhugað
honum var um hagi okkar erlendis
og hér heima.
Ólafur var fram á áttræðisaldur
mjög hraustur, þökk sé góðum
genum. Þrátt fyrir gott upplag fór
heilsan að bila. Hann fór í gegnum
margar erfiðar aðgerðir á ganglim-
um, en úr rættist að lokum. Hann
fór til Bandaríkjanna í blásningu
og síðar í aðgerð á hálsslagæðum
hér heima.
Þá fanns honum og okkur öllum
nóg komið, en erfiðleikarnir voru
því miður ekki á enda.
Erla konan hans veikist af
ólæknandi sjúkdómi sem leggst á
heilann og þótti okkur öllum mjög
erfitt að horfa upp á það. Ólafur
tók það mjög nærri sér og vann
stöðugt að því fram í andlátið að
gera henni lífið bærilegra.
Um svipað leyti og Erla veikist,
berst Ólafur hetjulega við nýja vá,
krabbameinið, en sú barátta reyn-
ist honum um megn. Síðustu mán-
uðir og vikur reyndust Ólafi mjög
erfiður tími og fannst mér hann
undir það síðasta vera farinn að
gera sér grein fyrir að það væri
komið að leiðarlokum.
Kallið kom snögglega á Granda-
vegi og veitti honum hinsta friðinn.
Ólafur var sterkur persónuleiki
og á ávallt eftir að lifa í minning-
unni. Hann á eftir að skilja eftir
djúpa gjá í fjölskyldunni.
Vertu sæll, kæri vinur og
tengdafaðir.
Þinn tengdasonur
Kári Knútsson.
Elsku afi minn. Það er ekki
hægt að lýsa því með orðum hvað
það er erfitt að missa þig, hef verið
hjá þér og ömmu frá því að ég
fæddist og svo ertu bara farinn. Þú
gerðir allt fyrir mig. Gott að geta
samt rifjað upp allar góðu minn-
ingarnar sem við upplifðum saman,
t.d. þegar við fórum alltaf út á
Grandaskóla í „stóru“ rennibraut-
ina, Mikka og refaleikinn, gefa
öndunum brauð og svo sungum við
alltaf þegar að við komum að hóln-
um fyrir framan Grandó „Upp upp
upp á hól, upp á hólsins brún, nið-
ur niður niður niður alveg niður á
tún“, og svo var farið heim á
Grandó og stjanað við mig allan
liðlangan daginn og sofnaði ég svo
sæl og kát eftir daginn á milli
ömmu og afa. Svo stundum fórum
við upp í Skorradal í sumarbústað-
inn og gerðum alls konar þar t.d. á
bátinn, tjalda, spila og manstu svo,
afi, þegar við fundum litla skóg-
arþröstinn dáinn á svölunum og við
ætluðum að jarða hann og fundum
bara skókassa og jörðuðum hann
saman og smíðuðum svo trékoss og
létum á leiðið. Svo þegar við fórum
til Spánar eftir að þú varst greind-
ur með krabbameinið, þá komstu
samt með okkur og viðskemmtum
okkur frábærlega vel.
Allt sem þú hefur gert fyrir mig
og allar minningarnar er ekki
hægt að skrifa bara hérna, ég hef
það bara í minningunni. Þó að ég
viti að þér líður mikið betur núna
og ert laus við krabbameinið, er
samt erfitt að missa þig og vita að
þú ert ekki lengur til staðar. En þú
verður/ert samt alltaf hjá mér í
huganum. Ég fann alltaf endalausa
væntumþykju frá þér og leið/líður
alltaf best hjá ömmu og afa á
Grandó. Þú verður alltaf besti af-
inn minn.
Þín
Hrafnhildur Ylfa
(Habbiddu Ylla).
Elskulegur afi minn. Nú ertu
farinn á nýjan stað í lífinu. Ég tók
það mjög nærri mér þegar ég
frétti að þú hefðir fallið frá vegna
þeirra veikinda sem þú barðist svo
stórmannlega við. Það sem er mér
efst í minni eru allar þær stór-
skemmtilegu stundir sem við átt-
um saman og spjölluðum. Ég á eft-
ir að sakna þeirra mjög sárt. Alltaf
tókstu vel á móti mér þegar ég
kom í heimsókn til þín. Ég hafði
mjög gaman af því að koma til
ykkar ömmu og spjalla. Stundirnar
sem við áttum saman hefðu alveg
mátt vera fleiri, en þær sem við
áttum saman verða mér ávallt of-
arlega í minni. En nú ertu búinn að
fá frið. Ég mun alltaf minnast þín
sem elskulegs og hjartahlýs afa
sem ég sakna mjög sárt.
Þinn sonarsonur
Ólafur Eggertsson.
Elsku afi minn. Þú ert búinn að
hugsa um mig mest, eins og að
fara með mig í Húsdýragarðinn,
fara í strætó bara til að fara í
strætó og fara niður á höfn að
skoða skipin. Það var gott að fá að
kúra hjá þér og við pössuðum hvor
annan.
Þú gerðir allt fyrir mig. Elsku
afi, við brölluðum margt saman og
ég mun sakna þín mikið. Vonandi
hittumst við aftur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Elska þig.
Þinn
Máni.
Elsku afi minn. Maður gerir sér
sjaldan grein fyrir því hvað sumt í
lífinu er fljótt að eiga sér stað, en
nú ertu farinn og ég veit að nú líð-
ur þér betur eftir allar þínar þján-
ingar. Þú hefur ávallt verið í hjarta
mínu þrátt fyrir fjarlægð okkar í
lífinu og staðið þig mjög vel sem
afi.
Sögunum sem þú sagðir mér um
heiminn og ferðalög þín mun ég
aldrei gleyma.
Þú sýndir mér hversu mikilvægt
það er að gera sem mest í lífinu,
njóta þess og sjá allt sem heim-
urinn hefur upp á að bjóða, og þú
varst einn af þeim fáu sem studdir
öll mín ferðalög og varst alltaf svo
ánægður fyrir mína hönd. Þú hefur
sannað það að allt í lífinu er mögu-
legt svo lengi sem maður hefur
viljann, og mun það vera fast í
mínu hjarta alla ævi.
Nú hvílir þú í friði og ást á
himnum með Ragnhildi ömmu og
það gleður mig mjög að nú líður
þér vel og ég veit innst inni að þú
ert alltaf með okkur og fylgir okk-
ur í gegnum lífið, því ég veit hvað
þú barst mikla umhyggju og ást til
okkar allra.
Ég elska þig, elsku afi minn.
Þitt barnabarn,
Björgvin Þór Björgvinsson.
Við lát góðs vinar erum við ræki-
lega minnt á hverfulleik lífsins. Á
unga aldri hugsum við flest sem
betur fer um dauðann sem fjar-
lægan veruleika, er snertir okkur
sjálf og vini okkar lítið. Við eld-
umst saman, eignumst afkomendur
og sjáum það helst á þeim, að ald-
urinn færist yfir okkur. Ævin líður
ótrúlega hratt og skyndilega er
okkar tími kominn, hvort sem okk-
ur líkar það betur eða verr.
Óli og Erla voru fyrstu og bestu
vinir okkar Svövu, þegar við vorum
í tilhugalífinu. Þau áttu fallegt
heimili í Sörlaskjólinu og elstu
börnin, Addý og Unnur, léku sér
að dúkkum meðan Erla yngri hjal-
aði í vöggunni sinni. Eggert og
Þóra Hrönn komu síðar. Minningin
um þessa tíma er björt og bund-
umst við svo sterkum böndum, að
aldrei hefur borið skugga á vináttu
okkar þá rúmlega hálfu öld, sem
við höfum lifað saman.
Nú er Óli, þessi dagfarsprúði og
skemmtilegi maður, horfinn í bili
eftir erfið veikindi undanfarin ár.
Við vottum elsku Erlu, börnunum
og fjölskyldum þeirra innilega
samúð og biðjum Guð að styrkja
þau í sorg sinni og blessa minningu
Ólafs Eggertssonar.
Svava og Guðmundur.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 53
MINNINGAR
✝ Helgi Þorsteins-son fæddist á
Höfðabrekku í Vík í
Mýrdal 23. janúar
1932. Hann lést á
Líknardeild Landa-
kots 10. nóvember
síðastliðinn. Hann
var yngsti sonur
hjónanna Þorsteins
Einarssonar og El-
ínar Helgadóttur.
Látin eru ásamt
honum Haukur og
Halla en eftirlifandi
Halldór og Einar.
Helgi kvæntist Guðrúnu Guð-
laugsdóttur og eignuðust þau tvö
börn, Elínu og Guðlaug. Elín er
gift Gunnari H. Jörundssyni og
eiga þau tvo syni, Helga og
Gunnar. Guðlaugur er í sambúð
með Sóleyju G. Ein-
arsdóttur. Guðlaug-
ur á tvö börn af
fyrra hjónabandi,
Ingþór og Hafdísi.
Helgi var raf-
virki að mennt og
starfaði við raf-
virkjun, fyrst hjá
Eimskip á Gullfoss
og síðan Lagar-
fossi. Hann vann
þar á eftir á verk-
stæði bróður síns
Hauks og Ólafs.
Síðan starfaði hann
hjá Kísiliðjunni við Mývatn og að
lokum hjá Landsvirkjun til
starfsloka.
Útför Helga var gerð 18. des-
ember – í kyrrþey að ósk hins
látna.
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður,
og heldur ósjálfbjarga, því er ver.
Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja,
að sumarið það líður allt of fljótt.
(Vilhj. Vilhj.)
Faðir minn, Helgi Þorsteinsson,
er látinn, þar áður móðir mín Guð-
rún Guðlaugsdóttir. Minning þeirra
gleymist aldrei enda ekki hægt að
hugsa sér betri foreldra. Bæði eiga
þau ættir að rekja úr Skaftafells-
sýslu enda er minningin úr Vík sterk
í vitundinni. Fórum við fjölskyldan
oft austur og vildi ég helst vera þar
öllum stundum sem og við öll. For-
eldrar mínir nutu þar samvista með
afa, ömmu og Gumma sem hafði sér-
stakt dálæti á börnum.
Faðir minn var mikill hagleiks-
maður í höndum sem og ótal mörgu
öðru, til dæmis slyngur veiðimaður.
Kenndi hann mér margt er laut að
veiðum og bý ég vel að því alla tíð
síðan. Móðir mín studdi vel við okkur
systkinin allt til yfir lauk en hún,
sem og faðir okkar, hvarf úr þessum
heimi langt fyrir aldur fram. Herj-
uðu veikindi á þau bæði og það var
mikið áfall er þau greindust í sömu
vikunni með krabbamein sem varð
þeim að bana. Börðust þau eins og
hetjur til síðustu mínútu.
Hvíli þau í friði. Við munum sakna
þeirra sárt.
Við börn Helga viljum þakka öll-
um fyrir veittan stuðning og hlýhug,
Guð veri með ykkur öllum. Sérstak-
ar og einlægar þakkir til starfsfólks
á líknardeild Landakots fyrir frá-
bæra þjónustu og einlægni.
Guðlaugur Már Helgason.
Í haust kvaddi ég föðurbróður
minn Helga Þorsteinsson, meðvituð
þess að sennilega yrði þetta okkar
síðasta samverustund í lifanda lífi,
þar eð ég yrði erlendis næstu tvo
mánuði. Tíminn leið og sú von fór að
bærast í brjósti að ef til vill yrði
mögulegt að fá að hitta hann aftur
þegar heim yrði komið í byrjun des-
ember. Í raun eigingirni þar eð Helgi
hafði barist lengi og af miklu æðru-
leysi við erfiðan sjúkdóm sem aðeins
gat farið á einn veg. Nú hefur hann
kvatt þennan heim, laus frá líkam-
legum þjáningum og andinn frjáls.
Í mínum huga var föðurbróðir
minn á margan hátt eins og önnur
hlið af mínum eigin föður. Þeir voru
líkir en um leið mjög ólíkir, líkt og
endurspeglun af sameiginlegum
grunni, önnur fíngerðari og hægari,
hin hraðari og sneggri, en báðar
traustar sem klettur. Helgi var
yngstur og faðir minn elstur. Í útliti
og fasi voru þeir líkir og einnig
margt í þeirra lífi. Á síðari æviárum
höfðu báðir misst eiginkonur sínar á
líkum aldri, þær þá aðeins rúmlega
sextugar. Seinna tók við svipað sjúk-
dómsferli hjá þeim báðum, þó með
ólíkum hraða líkt og einkenndi þá
sjálfa. Jafnvel andlát þeirra bar að
næstum upp á sama dag en með átta
ára millibili. Báðir höfðu mætt erf-
iðleikum sínum af miklu hugrekki og
jafnaðargeði, lýsandi fyrir þann
sameiginlega grunn sem einkenndi
og endurspeglaði þá báða.
Eftir að faðir minn féll frá áttum
við Helgi oftar samskipti en áður og
ræddum sameiginleg áhugamál og
málefni er viðkomu ætt okkar og
uppruna. Helga var mjög umhugað
um þau mál og vildi koma þeim í
örugga höfn. Hann var hafsjór af
fróðleik um ætt okkar og sögu og
þrátt fyrir veikindi var hugurinn
ávallt skýr. Það verður erfitt að geta
ekki lengur leitað til hans með
spurningar sem eflaust eiga eftir að
vakna, nú þegar þau okkar sem eftir
erum leitumst við að ljúka málefnum
á farsælan hátt.
Sá grunnur eða kjarni sem ein-
kenndi bæði föðurbróður minn og
föður gaf okkur sem fengum að njóta
slíkrar nærveru tilfinningu fyrir
miklum mannkostum, djúpu öryggi
og vernd. Mannkostum sem þar fyr-
ir utan einkenndust af einstökum
hæfileikum, góðum gáfum, útsjónar-
semi, krafti og djörfung. Það er
ómetanlegt að hafa átt þess kost að
kynnast þessari einstöku og traustu
manngerð. Slíkt ber hver með sér
alla ævi.
Þannig minnist ég föðurbróður
míns Helga.
Blessuð sé minning hans.
Um úfið haf til yztu stranda
er útsýn víð sem augað sér.
Þá færðu vængi frjálsum anda
sem flýgur hátt og víða fer.
Þú lyftir tjaldi hins mikla máttar,
sem mótar svip á dal og strönd.
Við hugsum þrátt til austuráttar,
þar andinn á sín draumalönd.
(Þorsteinn Einarsson.)
Börnum Helga, Ellu og Gulla, og
fjölskyldum þeirra sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Valgerður Hauksdóttir,
Róm.
HELGI
ÞORSTEINSSON
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj,
s. 691 0919
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GUNNAR ODDUR SIGURÐSSON,
Ástúni 10,
Kópavogi,
andaðist á St. Jósefsspítala þriðjudaginn 29. nóv-
ember.
Útför fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 5. des-
ember kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á minningarkort Systrasjóðs St. Jósefsspítala á www.stjo.is.
Margrét Þórunn Þórðardóttir,
Þórdís Gunnarsdóttir, Scott M. Evans,
Sigurdís Gunnarsdóttir, Sigfinnur Þ. Lúðvíksson,
Sigþór Gunnarsson, Íris Guðmundsdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, bróðir, afi og langafi,
ÓLI J. BLÖNDAL
frá Siglufirði,
Unnarbraut 1,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánu-
daginn 5. desember kl. 13.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarfélög.
Margrét B. Blöndal,
Ólöf Birna Blöndal, Sveinn Þórarinsson,
Jósep Örn Blöndal, Erla Harðardóttir,
Ásbjörn Ó. Blöndal. Jóhanna Guðmundsdóttir,
Sigurður Ó. Blöndal, Linda Björk Guðmundsdóttir,
Guðrún Ó. Blöndal, Friðrik Jón Arngrímsson,
Bryndís J. Blöndal,
afa- og langafabörn.