Morgunblaðið - 04.12.2005, Síða 54
54 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug
og ómetanlegan stuðning við andlát og útför eig-
inmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
BJARNA Þ. GUÐMUNDSSONAR
rafvirkja
frá Arnarhóli.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilis-
ins Eirar fyrir einstaka hjúkrun, hlýju og vinarhug.
Jóna Sigríður Tómasdóttir,
Guðmundur Ingi Bjarnason, Kolfinna Guðmundsdóttir,
Tómas Valur Hlíðberg, Marianne Beck,
Rafnar Hlíðberg, Saida Rumapea,
Jórunn Dóra Hlíðberg, Agnar Sigurbjörnsson
og afabörn.
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru
móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓHÖNNU I. ÞORBJÖRNSDÓTTUR,
Einigrund 5,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til heimilishjálpar og starfsfólks
lyfjadeildar Sjúkrahúss Akraness fyrir einstaka
alúð og góða umönnun.
Sveinsína Guðrún Steindórsdóttir, Björn Mikaelsson,
Inga Þorbjörg Steindórsdóttir, Sigurður Mikaelsson,
Sigurður Heiðar Steindórsson, Sigríður Haraldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar innilegasta þakklæti við fráfall og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
SIGURÐAR JÓHANNS HENDRIKSSONAR,
Reyrengi 32.
Guð blessi ykkur öll.
Hjördís Björg Kristinsdóttir,
Rebekka María Sigurðardóttir, Valdimar Karl Guðmundsson,
Jóhann Ágúst Sigurðarson, Þórunn Ragnarsdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju
vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar
og tengdamóður,
ÞORBJARGAR SVEINSDÓTTUR
frá Vík í Mýrdal.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkr-
unarheimilinu Sóltúni fyrir einstaka umönnun
og hlýju.
Sveinn Rúnar Arason, Ragnhildur Hreiðarsdóttir,
Sæbjörg Snorradóttir,
Halla Aradóttir Loveday, Martin Loveday,
Lára Aradóttir, Sveinn Halldórsson,
Guðni Arason.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug vegna fráfalls
RAGNHILDAR ÞÓRODDSDÓTTUR,
(Öggu),
Þorragötu 7,
Reykjavík.
Þórunn Böðvarsdóttir, Björk Engilbertsdóttir,
Högni Böðvarsson, Magnús Eyþórsson,
Örn Engilbertsson, Sveinbjörg Jónsdóttir,
Una Eyþórsdóttir, Jón Sigurðsson,
Sigríður Sveinsdóttir, Margrét Sveinsdóttir,
Sveinn Sveinsson, Erna Jónsdóttir,
Sighvatur Sveinsson, Arna Borg Snorradóttir,
Ingvar Sveinsson, Kristín Lárusdóttir,
börn og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
hlýhug og vináttu við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGURLAUGAR EÐVARÐSDÓTTUR
frá Helgavatni í Vatnsdal,
síðast til heimilis
á Sæborg,
Skagaströnd.
Eðvarð Jóhannesson, Margrét Sigurgeirsdóttir,
Helga Jóhannesdóttir, Sveinn S. Ingólfsson,
Hinrik Jóhannesson, Svava Svavarsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns, sonar, föður, tengdaföður
og afa,
GUÐNA JÓNSSONAR,
Kjalarlandi 29,
Reykjavík.
Sólrún B. Kristinsdóttir,
Sigrún Guðmundsdóttir,
Jón Guðnason,
Elín Ragnheiður Guðnadóttir, Dominic Scott,
Sigrún Guðnadóttir, Garðar Hólm Kjartansson,
Kristinn Guðnason,
Emma Kolbrún Garðarsdóttir,
systkini og aðrir vandamenn.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför
mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, sonar
og afa,
ARNAR EINARSSONAR
frá Miðgarði,
Stafholtstungum.
Sigríður Númadóttir,
Guðrún Arnardóttir, Sigurður Kr. Sigurðsson,
Þórdís Arnardóttir, Sigurþór Kristjánsson,
Einar Örn Arnarson, Dagmar M. Harðardóttir,
Sigríður Arnardóttir, Davíð Sigurðsson,
Kristín Ottesen. Einar Sigurðsson,
Sara Böðvarsdóttir,
Sif Sigurþórsdóttir,
Kristófer Daði Davíðsson,
Örn Einarsson.
✝ Andrés Blóm-kvist Helgason
fæddist í Hafnar-
firði 3. nóvember
1927. Hann lést á
Kumbaravogi 17.
nóvember síðastlið-
inn. Frá unga aldri
ólst hann upp hjá
föðurbróður sínum
Jóni Þórðarsyni og
konu hans Guð-
finnu Andrésdóttur
í Miðfelli 2.
Árið 1950 kvænt-
ist Andrés eftirlif-
andi konu sinni Gerðu Doretz
Hermannsdóttur, þýskrar ættar,
og byggðu þau ný-
býli í Miðfelli 3.
Þau eignuðust tvö
börn, Guðfinnu
Maríu og Jón Þórð,
en fyrir átti Gerða
soninn Gunnar
Hermann, hann
ólst upp hjá þeim
frá 12 ára aldri.
Barnabörnin eru
12 og barnabarna-
börnin 12.
Andrés Blóm-
kvist var jarðsung-
inn frá Hruna 24.
nóvember, í kyrrþey að hans
ósk.
Það var á björtum maídegi árið
1935 að foreldrar okkar fimm
stráka komu í hlaðið á Miðfelli. Þar
stóð jafnaldri minn Blómkvist
Helgason og fylgdist með er fátæk-
leg búslóðin var borin inn í gamla
torfbæinn í Miðfelli 1. Þarna hófust
okkar fyrstu kynni sem staðið hafa
í rúm sjötíu ár.
Eitt áhugamál kom snemma
fram hjá Blomma það var að renna
fyrir silung og entist sá áhugi með-
an heilsan leyfði. Miðfellsgil og
Götukelda voru eftirsóttir staðir að
renna í færi og veiða lækjarlontur.
Þær voru margar ferðirnar sem við
röltum meðfram þessum lækjum
og veiddum smáfiska sem varla
voru upp í kött. Þegar við stálp-
uðumst bárum við þessa smásil-
unga í fötum í vatnið sem er uppi á
Miðfellinu og virtust þeir dafna og
fjölga sér. Seinna veiddust þar all-
vænir silungar. Eina smáveiðisögu
má ég til með að segja af Blomma.
Eitt sinn var hann að veiðum við
vatnið með yngri strákunum og
fannst þeir klaufalegir að kasta lín-
unni út. Vildi hann kenna þeim
betri veiðitækni. „Sjáið strákar,
svona eigið þið að kasta línunni.“
Blommi vatt upp á sig, sveiflaði
stönginni. Vatnsbakkinn var blaut-
ur og sleipur og skutlaðist hann
fram af honum og sat í vatninu upp
að öxlum en öngullinn sat eftir á
bakkanum. Var ekki laust við að
peyjarnir hefðu gaman af og ekki
síður Blómkvist er þetta var rifjað
upp síðar.
Útþráin gerði fljótt vart við sig
hjá Blomma. Gekk hann þá oft tím-
um saman um sveitina og hafði þá
einhvern af yngri strákunum með
sér í þessar skoðunarferðir. Oftast
hafði hann þá færi með öngli í vas-
anum.
Það var fermingarárið okkar
Blomma er frægir íþróttamenn
komu á Álfaskeið og sýndu sínar
íþróttir ásamt fleirum. Þar á meðal
voru Gunnar Huseby, þáverandi
Evrópumeistari í kúluvarpi, og
Skúli Guðmundsson, Íslandsmeist-
ari í hástökki. Þetta kveikti áhuga
okkar strákanna í Miðfellshverfinu
á íþróttum og voru stofnuð fljót-
lega tvö íþróttafélög sem fengu
nöfnin Elding og Þróttur. Mót voru
svo haldin í ýmsum íþróttagreinum
næstu árin. Blómkvist var þar vel
liðtækur, sérstaklega í lengri
hlaupum.
Eftir heimsstyrjöldina komu
þýskar stúlkur til Íslands í at-
vinnuleit, þar á meðal var Gerða
Doretz Hermannsdóttir sem vist-
aðist hér í sveit. Blómkvist og hún
felldu hugi saman og giftu sig árið
1950. Þau hófu búskap á nýbýlinu
Miðfelli 3 og reistu íbúðarhús og
fjósbyggingu og voru með mjólk-
urframleiðslu um áratugaskeið.
Seinna fóru þau út í kjúklinga-
eldi í byggingunum, og ráku vel
tæknivætt sláturhús fyrir hænsn-
fugla. Þar sem Blómkvist var mikið
fyrir ferðalög taldi hann ekki eftir
sér að aka víða um landið og selja
afurðirnar. Veiðistöngin var þá oft
með í bílnum því ekki dvínaði veiði-
hugurinn með aldrinum. Þau eru
ekki fá vötnin kringum landið sem
Blómkvist hefur kannað og dregið
úr silung og erum við mörg sem
fórum í veiðiferðir með honum.
Veiðivatnasvæðið hefur dregið
Blómkvist og okkur hin til sín um
árafjöld. Hann fékk sér sendiferða-
bíl, innréttaði hann sem húsbíl,
ferðaðist um landið með konunni
og öðrum ferðafélögum. Fáir eru
þeir staðir sem þau hafa ekki skoð-
að og gist. Við Veiðivötn dvaldi
Blómkvist oft dögum saman á
hverju sumri. Þar var hans Paradís
á þessari jörð og naut hann sín í
þessu fallega umhverfi, sagði
mörgum til um bestu veiðistaðina
og var hjálplegur þeim er þekktu
lítið til við vötnin. Ég sé hann fyrir
mér sitjandi á vatnsbakkanum,
kveikja sér í pípunni, stöngin í sér-
útbúnum hólk sem rekin var niður
í sandinn, línan með beitunni úti í
djúpinu bíður eftir að silungur bíti
á, gjálfur við sandinn fyllir sál hans
friði og ró, fegurð öræfanna blasir
við augum.
Blommi var laginn í höndunum
og eftir að hann hætti búrekstri
tók hann að lagfæra og gera upp
gömul húsgögn og smíða hluti er
fólk vildi eiga.
Einn var sá hæfileiki sem kom
fram hjá Blómkvist snemma á ævi
hans. Hann skynjaði margt það
sem öðrum er hulið en vildi ekki
flíka þessu og sem minnst um
þetta tala. Á seinni árum höfum við
hjónin og fleiri átt með honum góð-
ar stundir í sambandi við þessi mál
og margan kaffisopann drukkið
saman. Í jarðskjálftunum árið 2000
skemmdist hús þeirra hjóna. Flutt-
ust þau þá í íbúð aldraðra á Flúð-
um.
Árið 2003 varð Blómkvist fyrir
áfalli er skerti heilsu hans mjög.
Fluttist hann þá að Kumbaravogi
þar sem mjög vel var um hann
hugsað. Ég heimsótti þá félaga
Sigurjón frá Þverspyrnu og Blóm-
kvist fyrir rúmum mánuði í fallegu
og björtu haustveðri. Sótti ég vel
að þeim gömlu félögum mínum og
rifjuðum við margt upp frá fyrri
samverudögum. Er við kvöddumst
glitraði Atlantshafið í síðdegissól-
inni og sjávarniðurinn barst að
eyrum er hægfara öldur brotnuðu
við ströndina.
Blómkvist lést 17. nóvember eft-
ir skammvinn veikindi. Við erfis-
drykkjuna var mynd af Blómkvist
með stóran silung í hendinni í hans
síðustu veiðiferð í Veiðivötn 1999.
Við hjónin þökkum þér áratuga
vináttu og vitum að vel verður tek-
ið á móti þér í nýjum heimkynnum.
Gerðu og fjölskyldu óskum við alls
velfarnaðar og erum þakklát fyrir
að vinur okkar fékk að fara sáttur
við Guð og menn eins og hann ósk-
aði eftir.
Arndís og Skúli, Miðfelli.
ANDRÉS BLÓM-
KVIST HELGASON