Morgunblaðið - 04.12.2005, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 57
FRÉTTIR
Gómsæt gjöf
fyrir sælkera
Helstu útsölustaðir: Blómaval Skútuvogi, Blómaval Grafarholti, Tekk Company Kópavogi,
Villeroy & Boch Kringlunni, Lystadún Marco Mörkinni, Edda Útgáfa, Penninn Eymundsson
Austurstræti, Penninn Eymundsson Smáralind, Hlín blómahús Mosfellsbæ.
Landið: Blómaval Akureyri, Blómaval Keflavík, Blómaval Selfossi,
Efnalaugin Albert Ísafirði, Heimahornið Stykkishólmi, Efnalaugin Lind Siglufirði,
Húsgagnaval Höfn Hornafirði, Sveitabúðin Sóley Gaulverjabæjarhreppi,
Verslun Grétars Þórarinssonar Vestmannaeyjum, Litla Búðin Akranesi.
Einstakur jólailmur
Pera vikunnar
Ágóðanum af dósasöfnun Gróðavonarfélagsins var skipt á milli fé-
lagsmanna. Fyrst fékk formaðurinn helminginn og síðan fékk varafor-
maðurinn fjórðung þess sem eftir var. Þá fékk ritarinn þriðjung þess sem
þá var eftir og loks var afganginum skipt jafnt á milli gjaldkerans og Jóa
sem fékk 3.000 kr.
Hve há var upphæðin sem stjórnin skipti á milli sín?
Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 12 mánudaginn 12. desem-
ber. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.kopavog-
ur.is en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir hádegi hinn
5. desember. Þessi þraut birtist á vefnum fyrir kl. 16 þann sama dag
ásamt lausn síðustu þrautar og nöfnum vinningshafanna.
Stærðfræðiþraut
Digranesskóla og
Morgunblaðsins
Bridsfélag
yngri spilara
Stórfiskaleikur yngri spilara fór
fram 30. nóvember. Mikil spenna
var í lokaumferðinni og áttu 4 pör
möguleika á sigri. Efstu yngri spil-
ararnir fengu bridsbækur í verðlaun
og stórfiskarnir kaffikort.
Óttar I. Oddsson – Bjarni Einarsson 77
Grímur Kristinss. – Hermann Friðrikss. 77
Jóhann Sigurðarson – Kristinn Þórisson 76
Hrefna Jónsd. – Guðlaugur Sveinsson 72
Gert verður hlé á miðvikudags-
æfingum í desember vegna prófa hjá
flestum yngri spilurum.
Úrslit, myndir og bronsstigastöðu
má sjá á http://www.bridge.is/felog/
reykjavik/bridgefelag-yngri-spilara/
Bridsdeild FEB í Reykjavík
Tvímenningskeppni var spiluð í
Ásgarði, Stangarhyl, fimmtud. 1.12.
Spilað var á 10 borðum. Meðal-
skor 216 stig.
Árangur N-S
Bragi Björnsson – Albert Þorsteinss. 268
Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánsson 237
Alda Hansen – Jón Lárusson 229
Árangur A-V
Matthías Helgason – Ólafur Ingvarsson 262
Helgi Hallgrímsson – Jón Hallgrímsson 247
Hannes Ingibergss. – Oddur Halldórss. 245
Spenna í Kópavogi
Það skortir ekki neitt á spennuna
í Aðalsveitakeppni félagsins og úr-
slitin eru hvergi nærri ráðin þegar
þrír leikir eru eftir í sveitakeppn-
inni.
Staða efstu sveita:
Loftur Pétursson 112
Eðvarð Hallgrímsson 109
Allianz 104
Guðlaugur Sveinsson 99
Sigurvegararnir í stórfiskaleik yngri spilara. Talið frá vinstri: Grímur
Kristinsson, Hermann Friðriksson, Bjarni Einarsson, Óttar Ingi Oddsson,
Kristinn Þórisson og Jóhann Sigurðarson.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
EVRÓPA ætlar sér að vera leiðandi í
notkun upplýsingatækni í heiminum.
Þetta kom fram á ráðstefnu Evrópu-
sambandsins um rafræna stjórn-
sýslu. Á ráðstefnunni var samþykkt
sameiginleg yfirlýsing sem ætlað er
að styðja við áætlun Evrópusam-
bandsins fyrir upplýsingasamfélagið
árið 2010.
Forsenda yfirlýsingarinnar er sú
almenna skoðun að tæknileg vanda-
mál séu ekki lengur hindrun varð-
andi notkun upplýsingatækni í
stjórnsýslu. Sett voru fram markmið
sem er ætlað að gera Evrópu leið-
andi í notkun upplýsingatækni í
heiminum ef þau ná fram að ganga.
Þau varða aðgengi allra borgara að
rafrænni stjórnsýslu, hagræðingu og
skilvirkni í stjórnsýslunni, bætta
þjónustu sem miðast við þarfir sér-
hvers einstaklings og að rafræn skil-
ríki verði gjaldgeng innan alls Evr-
ópska efnahagssvæðisins.
Þetta var þriðja ráðherraráðstefn-
an um rafræna stjórnsýslu sem Evr-
ópusambandið stóð fyrir og einn
helsti viðburðurinn sem Bretar
standa fyrir í formennskutíð sinni
innan sambandsins. Um 1000 þátt-
takendur voru á ráðstefnunni, bæði
fulltrúar hins opinbera og atvinnu-
lífsins.
Markmiðið með ráðstefnunni er að
fara yfir það helsta sem hefur áunn-
ist í rafrænni stjórnsýslu í Evrópu
og skiptast á upplýsingum. Mark-
miðið er einnig að skapa vettvang til
að ræða framtíðaráætlanir um raf-
ræna stjórnsýslu hins opinbera. Sér-
staklega var fjallað um þau áhrif og
þann ávinning sem markviss stefna
um breytta og bætta þjónustu getur
haft fyrir stjórnsýsluna, fyrirtækin
og hinn almenna borgara.
Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðar-
maður fjármálaráðherra, fór fyrir ís-
lensku sendinefndinni.
Evrópa vill
verða leið-
andi í upplýs-
ingatækni
Í STAÐ þess að senda jólakort
styrkir Þekkingarmiðlun að þessu
sinni hjálparstarf Rauða krossins á
hamfarasvæðinu í Pakistan um
200.000 kr. og skorar á önnur fyrir-
tæki að gera slíkt hið sama, segir í
fréttatilkynningu.
Á heimasíðu Rauða krossins,
www.redcross.is má lesa um ástand-
ið og hjálparstarfið.
Styrkir hjálpar-
starf í Pakistan
♦♦♦