Morgunblaðið - 04.12.2005, Síða 68

Morgunblaðið - 04.12.2005, Síða 68
68 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ SÖNGKONAN Sólveig Sam- úelsdóttir, eða Solla eins og hún er kölluð, er svo gott sem óskrifað blað þegar tónlistarferill hennar á al- mennum tónlistarmarkaði er skoð- aður. Hún hefur aldrei gefið út plötu eða sungið inn á eina slíka fyrr og þegar hún var við nám í Verslunar- skólanum segist hún ekki einu sinni hafa tekið þátt í nemendasýningum skólans. Þrátt fyrir það er Solla eng- inn byrjandi á tónlistarsviðinu. Fyrir þremur árum lauk hún áttunda stigi frá Söngskóla Reykjavíkur og nú síð- ast útskrifaðist hún frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands, með áherslu á söng. Yngri bróðir hennar, Samúel J. Samúelsson, hefur hins vegar farið geyst undanfarin misseri með hljóm- sveit sinni Jagúar. Þar fyrir utan hef- ur hann tekið þátt í mýmörgum tón- listarverkefnum, bæði sem hljóð- færaleikari og útsetjari, og þykir nú einn af okkar færustu tónlist- armönnum. „Við skulum samt að- allega tala um Sollu,“ segir Sammi og við því verður undirritaður að sjálf- sögðu. Meðalvegurinn fundinn Solla segist ekki finna fyrir neinum kvíða þrátt fyrir að vera að gefa út sína fyrstu plötu, Melodíu, og þar með stíga sín fyrstu spor á tónlist- arsviðinu svo eftir sé tekið. „Sjálfstraustið kemur bara með aldrinum og auknum þroska þannig að mér líður bara ágætlega með þetta í dag.“ „Við systkinin erum það sem kall- ast „late bloomers“ en við eldumst líka vel, eins og góð vín,“ bætir Sammi við og Solla skýtur því að að Sammi hafi í raun ekki byrjað að koma fram að neinu ráði fyrr en eftir menntaskóla. Hún segir að þau hafi gengið út frá því fyrst og fremst að hafa falleg lög á plötunni en einnig lög sem alla jafna heyrðust ekki á plötum sem þessum. „Þau urðu að innihalda góð- ar melódíur og þaðan kemur titill plötunnar.“ „Við reyndum líka að finna lög sem höfðuðu til okkar beggja,“ bætir Sammi við. „Við komum úr mjög ólík- um áttum og því var þessi með- alvegur fundinn sem er hvorki klass- ísk tónlist né sú tónlist sem ég hef verið að spila, heldur þessi vandaða poppklassík sem menn eins og John Barry, Henry Mancini og Burt Bach- arach sömdu. Með áherslu samt á það að þau væru tiltölulega óþekkt.“ Engin jólaplata, og þó … Þrátt fyrir að þau systkinin hafi verið viðriðin tónlist allt sitt líf segja þau að ekkert ýkja langt sé síðan sú hugmynd kom upp að þau gerðu plötu saman. „Sú spurning hefur að vísu oft komið frá foreldrum okkar og ætt- ingjum hvort það væri nú ekki kom- inn tími til að við gerðum eitthvað saman og maður hefur nú yfirleitt bara leitt það hjá sér en nú var bara kominn tími á þetta,“ segir Sammi og lítur á systur sína. „Já og ef maður vinnur við það að syngja, eins og ég geri, þá er það óneitanlega sniðugt að hafa gefið út plötu svo fólk þekki mann. Þessi plata er svona smákynning á mér.“ „Já, þetta er bara byrjunin og við vorum þess vegna ekkert að reyna að gera ódauðlega plötu, heldur bara góða plötu þar sem Solla sýnir hvað í henni býr.“ „Já, næst geri ég kannski eitthvað allt, allt annað. Mér fannst ekki kom- inn tími fyrir íslensku einsöngslögin eða óperuaríur en það er nokkuð sem ég hef verið að fást við hingað til.“ Aðspurð hvort þau hafi haft hlið- sjón af jólamarkaðnum segja þau að svo hafi ekki verið. „Tónlistin passar samt vel inn í jólastemninguna, því þetta er svona skammdegisplata; snjókorn, rauðvín og arineldur. Góð til að hlusta á ef fólk vill ná sér niður eftir allt jóla- stressið. En vonandi nær hún nú að lifa fram yfir jólin.“ Stigið á klassískar bremsur Þau systkini eru næst spurð út í ítalska tónskáldið Ennio Morricone sem kemur þónokkuð fyrir á plöt- unni. „Við erum bæði miklir aðdáendur Morricone,“ segir Sammi. „Og ég hef verið aðdáandi hans síðan ég heyrði tónverkið við kvikmyndina The Good, the Bad and the Ugly. Svo eftir að ég byrjaði að kaupa fleiri Morricone- plötur uppgötvaði ég hina hliðina á honum sem er mjög ljúf og melódísk. „Sammi átti svona tvöfaldan safn- disk sem ég var alltaf að fá lánaðan – án þess að hann vissi kannski – þann- ig að við höfum lengi verið samstiga í aðdáun okkar á honum.“ Um samstarfið við gerð plötunnar segja þau að það hafi gengið eins og í sögu. „Mér fannst mjög gott að hafa Samma þarna mér við hlið, því að hann veit alveg hvað ég get og stopp- aði mig líka af ef ég fór að sýna of „lærðar“ hliðar.“ „Maður varð stundum að afskóla hana,“ skýtur Sammi inn í glottandi, „– stíga á klassísku bremsuna á nokkrum stöðum.“ „Og við fórum oft nokkrar leiðir að lögunum til að finna þá bestu fyrir hvert og eitt, eins og heyrist kannski, því ég nota ekki sömu raddbeitingu í þeim öllum.“ „Já, hvert lag kallar á ákveðna nálgun og ég held að okkur hafi tek- ist það nokkuð vel að finna þá nálgun sem hentaði lögunum best. Sum lög kölluðu á klassíska tækni en önnur ekki og það held ég að hafi verið mjög góður skóli fyrir Sollu – að finna hvað hentaði hverju sinni.“ Listagenið ríkt í fjölskyldunni Talið berst að fjölskyldu systk- inanna og uppruna þessa tónlist- argens sem þau virðast bæði svo ríkulega bera. „Það er mikið sungið og leikið, bæði í móður- og föðurætt. Allir mjög lagvissir og listhneigðir án þess þó að það sé mjög áberandi.“ „Við erum fimm systkinin,“ heldur Sammi áfram, „og öll erum við viðrið- in listina á einn eða annan hátt. Yngri bróðir okkar, Þórhallur Gísli, stundar nám í upptökutækni í Hollandi. Hann verður líkast til í stóru viðtali hjá ykkur eftir nokkur ár. Önnur systir okkar er í myndlist og svo er elsti bróðir okkar, Kjartan, ljósmyndari [á Morgunblaðinu] og hann tók meðal annars myndirnar fyrir umslag plöt- unnar.“ „Þar fyrir utan eru í fjölskyldunni óperusöngvarar, danshöfundar, text- ílhönnuðir og svo framvegis og fram- vegis – en líka læknar og verkfræð- ingar …“ „… það verður einhver að borga undir alla þessa listamenn.“ „En foreldrar okkar hafa verið mjög duglegir við að styðja við bakið á okkur.“ Úr tannsmíði í tónlist „Ég tók að vísu U-beygju frá list- inni eftir að ég útskrifaðist frá Versl- unarskólanum,“ heldur Solla áfram. „Fannst eins og ég þyrfti að verða eitthvað og gera eitthvað annað en að syngja og spila á píanó. Og ég er þannig gerð að ef ég tek mér eitthvað fyrir hendur klára ég það. Ég fór þess vegna í tannsmíðar og stofnaði svo eftir námið tannsmíðastofu í Garðabænum. Ég hélt þó allan tím- ann áfram að læra söng og þegar ég var að klára áttunda stigið áttaði ég mig á því að tónlistin var það sem ég vildi vinna við. Þá seldi ég hlut minn í stofunni og fór í Listaháskólann.“ „Ég tek ofan fyrir fólki sem situr í vinnunni sinni og áttar sig svo á því einn daginn að það er ekki á réttri hillu,“ segir Sammi. „Þetta sannar fyrir mér að það er aldrei of seint að breyta til og uppfylla draumana sína.“ „Ég vissi að ég yrði aldrei sátt við sjálfa mig á tannsmíðastofu án þess að hafa prófað þetta fyrst. Ég get alltaf horfið aftur til þess að smíða tennur en núna ætla ég að einbeita mér að tónlistinni.“ Tónlist | Sólveig Samúelsdóttir nýtur hjálpar bróður síns á plötunni Melódíu Aldrei of seint að breyta til Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Útgáfutónleikar Sollu verða haldn- ir í Iðnó 13. desember. www.solla.is Morgunblaðið/Golli Systkinin Sólveig og Samúel Samúelsbörn taka höndum saman plötunni Melódíu sem nú er komin út.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.