Morgunblaðið - 04.12.2005, Síða 72

Morgunblaðið - 04.12.2005, Síða 72
72 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Þar sem er vilji, eru vopn. eeee S.V. MBL Mörgæsirnar slá í gegn á Íslandi! Síðustu helgi var margsinnis uppselt, tryggðu þér miða í tíma þessa helgi. „Meistarastykki!“ -F.G.G., Fréttablaðið „Tilvalin fjölskylduskemmtun sem auðgar andann!“ -S.P., Rás 1 „Sjón er sögu ríkari!“ -H.J., Mbl eeeee AKUREYRI KEFLAVÍK Þegar maður er þetta lítill verður maður að hugsa stórt. Með Óskarsverðlaunahafanum og hinum skothelda Nicolas Cage. Heimur vopnasala hefur aldrei verið eins flókinn. Stattu á þínu og láttu það vaða. Hörkulegasta kvikmynd ársins er komin. Kýldu á þessa. Stranglega bönnuð innan 16 ára.Hörkulegasta kvikmynd ársins er komin. Kýldu á þessa. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Stattu á þínu og láttu það vaða. Harry Potter and the Goblet of Fire kl. 2 - 4 - 6 - 8 og 10 b.i. 10 ára Green Street Hooligans kl. 5.45 - 8 og 10.15 b.i. 16 ára Litli Kjúllinn (Chicken Little) kl. 2 og 3 íslenskt tal The March of the Penguins kl. 3 - 6 og 8 Tim Burton´s Corpse Bride kl. 3 og 10 Gæti valdið ótta ungra barna ! Lord of War kl. 5.30 - 8 og 10.20 b.i. 16 ára HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 1 - 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 10 ára KISS KISS BANG BANG kl. 11 B.i. 16 ára LITLI KJÚLLINN Ísl. tali kl. 2 ELIZABETH TOWN kl. 4 HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 2 - 5 - 8 B.i. 10 ára THE DECENT kl. 11 B.i. 16 ára LITLI KJÚLLINN Ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LORD OF WAR kl. 8 - 10.20 3 BÍÓ 400 KR. MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR KL. 3 UM HELGAR Í HÁSKÓLABÍÓI.Laugardag & Sunnudag 400 KR MIÐAVERÐ Á ALLAR MHÁDEGISBÍÓ VIÐ GÖTU eina í draumaborginni Hollywood hafa stjörnur verið greyptar í gangstéttina til heiðurs hinum ýmsu kvikmyndaleikurum og leikstjórum. Leikarinn Gregory Peck er meðal þeirra sem eiga stjörnu á götunni frægu en stjörn- unni hans var stolið fyrir tveimur vikum af ónefndum óprúttnum náungum. Fyrrverandi útvarps- og sjón- varpsmaðurinn Johnny Grant lýsir hér yfir undrun sinni á stuldinum þegar nýrri stjörnu var komið fyrir með nafni Pecks á dögunum. Reuters Önnur stjarna fyrir Peck Það er greinilega ekki tekið útmeð sældinni að vera fegurð- ardrottning eins og svo glöggt má sjá af síðustu dagbókarfærslu Unn- ar Birnu í Kína: „Ég er algjörlega, gjörsamlega úrvinda af þreytu núna. En þar sem ég var of þreytt til að skrifa líka í gær fannst mér ég verða að setja inn nokkrar línur núna ;) Í gær vorum við á æfingum ALLAN daginn og er þetta loksins allt saman að smella. Ekkert lítið mál að gera dansatriði með 102 stelpum sem sumar hafa aldrei á ævinni dillað mjöðm fyrr …! ;) Og ég held að þetta verði svaka- lega flott „show“ … Enda verður það líka að vera það með 2 milljarða áhorfenda! Og nei, ég er ekki að grínast. 2 milljarðar horfðu á keppn- ina í fyrra og þeir spá því að enn fleiri horfi núna út af þessu nýja fyr- irkomulagi með netkosninguna og 6 drottningar … En … Ætla nú ekki að vera að velta mér upp úr þessu og gera bara mitt besta þarna á sviðinu :)“ Framhald og myndir á Fólksvef mbl.is Fólk folk@mbl.is Bandaríska kvikmyndatímaritiðPremiere birti á dögunumlista yfir þá leikara og þær kvik-myndir sem sérfræðingar blaðsins telji líklegust til að hreppa tilnefn- ingu til Óskarsverðlauna á næsta ári. Í greininni kemur meðal annars fram að líklegt þyki að bresku leik- konurnar Keira Knightley og Judi Dench hljóti tilnefningar í flokkn- um besta leikkonan fyrir hlutverk sín í Hroka og hleypidómum (Pride and Prejudice) og Mrs Henderson Presents. Auk þeirra eru nefndar til sögunnar Rachel Weisz fyrir The Constant Gardener, Reese Witherspoon fyrir Walk the Line og Charlize Theron fyrir North Country, en sú síðastnefnda hlaut verðlaunin eftirsóttu árið 2004. Í flokki leikara þótti líklegt að þeir Ralph Fiennes (The Contstant Gardener) og Joaquin Phoenix, sem leikur Johnny Cash í Walk the Line, fengju til- nefningu. Teiknimynd- inni Wallace og Gromit var spáð sigri í flokki teiknimynda en þær myndir sem sérfræðingum Premiere þótti líklegt að fengju tilnefningu sem besta myndin eru Walk the Line (James Mangold), Brokeback Mountain (Ang Lee), Munich (Steven Spielberg), Good Night and Good Luck (George Clooney) og Memoirs of a Geisha (Rob Mars- hall). Í fyrra spáðu blaðamenn Premi- ere rétt um fjórar af þeim fimm myndum sem tilnefndar voru í flokknum besta myndin. Tilkynntar verða tilnefningar til verðlaunanna hinn 31. janúar næst- komandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.