Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2003, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 20.01.2003, Qupperneq 2
2 20. janúar 2003 MÁNUDAGUR EVRÓPA Páll Óskar Hjálmtýsson vegna andláts Maurice Gibb í Bee Gees fyrir viku síðan. Tónlistarheimurinn og þá sérstaklega diskóheimurinn missti mikið. Það er alltaf sorglegt þegar fólk deyr svona langt fyrir aldur fram einsog hann Maurice Gibb gerði. Ég segi bara eins og Bibba á Brávallagöt- unni maður fær bara tár í hálsinn við til- hugsunina. SPURNING DAGSINS Ertu hættur að gráta? SKÓGARELDAR Yfirvöld í Canberra, höfuðborg Ástralíu, hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gífurlegra skógarelda sem geisað hafa í út- jaðri borgarinnar undanfarna daga. Um 400 manns eru heimilis- lausir eftir að hús þeirra hafa orð- ið eldinum að bráð og fjórir hafa látið lífið. Auk þess hafa þúsundir orðið að yfirgefa heimili sín og fjölmargir þurft á læknishjálp að halda vegna brunasára og reyk- eitrunar. Skógareldarnir eru þeir mestu sem geisað hafa í Canberra síðan borgin byggðist. Þeir kviknuðu fyrir um viku síðan þegar há tré í þjóðgarði í grennd við borgina urðu fyrir eldingum en vegna hvassviðris og óhagstæðrar vind- áttar breiddust eldarnir út í átt til borgarinnar með ógnarhraða. Á laugardaginn höfðu logarnir læst klónum í tré og íbúðarhús í út- hverfum Canberra og síðan hafa slökkviliðsmenn háð harða bar- áttu við náttúruöflin í tilraun sinni til þess að hefta útbreiðslu eld- anna. Síðdegis í gær töldu þeir sig hafa náð tökum á eldunum en ótt- ast var að hættuástand myndi skapast á ný í kjölfar aukins vind- hraða á mánudeginum. Til að bæta gráu ofan á svart hefur aðalskolpstöð borgarinnar orðið fyrir skemmdum af völdum eldanna. Búist er við því að innan skamms muni skolp flæða í nær- liggjandi á og valda gífurlegu um- hverfistjóni ef ekki tekst að laga skemmdirnar nú þegar. Yfirvöld hafa reynt eftir fremsta megni að róa almenning en umfang eldanna er slíkt að slökkviliðsmenn hafa ekki ráðið við að sinna öllum svæðum í einu. Því hafa íbúar víða tekið málin í sínar hendur og ráðist gegn logun- um með garðslöngur og fötur með sundlaugarvatni að vopni. Vitað er að einn maður lést af völdum reyk- eitrunar þegar hann reyndi að bjarga heimili sínu og fjölmargir hafa hlotið alvarleg meiðsl í til- raun sinni til að koma í veg fyrir að hús þeirra yrðu eldinum að bráð. Ekki er hægt að segja að skóg- areldarnir í Canberra hafi komið þjóðinni með öllu í opna skjöldu. Varla hefur fallið dropi úr lofti í landinu svo mánuðum skiptir og hefur þessi mikla þurrkatíð skilið jörðina eftir berskjaldaða. Upp- þornaður gróðurinn er afar eld- fimur og kvikni neisti í einu strái er hann fljótur að verða að miklu báli. Þegar logarnir svo ná til gúmmítrjánna sem í er olía er voð- inn vís. ■ Ótti og örvænting Skógareldar hafa geisað víða í Ástralíu síðustu misseri í kjölfar mikillar þurrkatíðar í landinu. Nú er svo komið að höfuðborg landsins á í vök að verjast vegna elda og ríkir þar ófremdarástand sem enn sér ekki fyrir endann á. Í LJÓSUM LOGUM Hátt í 400 manns eru heimilislausir eftir mestu skógarelda sem geisað hafa á svæðinu frá því borgin byggðist. Íbúar í úthverfum borgarinnar hafa þurft að horfa á hús sín fuðra upp á örskotsstundu án þess að fá rönd við reist. STJÓRNMÁL „Þetta endurspeglar kröfu um breytingar. Fólk vill sjá breytt stjórnarmynstur. Þetta gerir miklar væntingar til Sam- fylkingarinnar og okkar sem fyrir hana störfum. Við þurfum að sýna að við stöndum undir þeim,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um skoðanakönnun Fréttablaðsins þar sem fram kemur að tæplega 50% vildu sjá hana sem forsætis- ráðherra eftir kosningar í vor. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar er stuðningurinn sem hún fær í nýrri könnun Fréttablaðsins mik- ilvægur. Hann sýni að hún eigi er- indi. „Ég hef verið að taka tals- verða áhættu – bæði persónulega og pólitískt. Þetta hefur verið erf- iður og átakasamur tími þannig að þessi viðbrögð sem þarna koma fram eru mér því mjög dýrmæt og hvetja mig til dáða,“ segir hún. Sumum sýnist sem alþingis- kosningarnar í vor stefni í kosn- ingu um það hvort Ingibjörg Sól- rún eða Davíð Oddsson sest í stól forsætisráðherra. Umræðan er sögð snúast um menn á kostnað málefna: „Þetta snýst ekki um okkur sem einstaklinga heldur fyrst og fremst okkur sem tákn fyrir mis- munandi málefnastöðu. Þetta snýst um mismunandi vinnu- brögð, mismunandi stjórnunarstíl og mismunandi framtíðarsýn,“ segir Ingibjörg Sólrún. ■ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Endurspeglar kröfu um breytingar INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Fráfarandi borgarstjóri segir komandi al- þingiskosningar munu snúast um mis- munandi vinnubrögð og framtíðarsýn. Steingrímur J. Sigfússon: Of mikil áhersla á menn STJÓRNMÁL Umræðan er farin að snúast of mikið um menn í stað málefna að mati Steingríms J. Sig- fússonar, formanns Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. „Mér finnst menn vera komnir langt fram úr sér í þessari um- ræðu og það er alveg á mörkunum að maður fái sig til að taka þátt í þessu,“ segir Steingrímur og vís- ar til tíðra skoðanakannanna. Um yfirburðafylgi Davíðs Oddssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur segir hann: „Það er búið að stilla þessu svona upp og fjölmiðl- arnir eiga stóran þátt í því. Fólk virðist bara vera að bregðast við þessu og því finnst kannski eins og þetta séu einu kostirnir sem í boði eru. Ætli raunveruleikinn geti ekki átt eftir að reynast ann- ar í raunheimi stjórnmálanna.“ ■ LÖGFRÆÐI 28 manns af þeim 173 sem þreyttu próf í almennri lög- fræði í Lagadeild Háskóla Íslands á haustmisseri stóðust prófið. Meðaleinkunn var 4,23 en 5,0 var algengasta einkunnin. Alls voru 297 skráðir í námskeiðið, 26 voru fjarverandi, 90 sögðu sig úr prófi og 8 voru veikir og því féllu 84% þeirra sem þreyttu prófið. Ágúst Hrafn Gunnarsson, for- maður Orators, félags laganema, segir fallið að þessu sinni vera að- eins meira en gengur og gerist. „Það má segja að meginreglan sé að fallið sé á bilinu 70-75%. Þetta er þó ekkert óeðlilegt, ekki síst þegar haft er í huga að kennslu- fyrirkomulaginu var breytt í haust og í stað þess að vera með eitt próf hefur því verið skipt í þrennt.“ Þriggja eininga próf var þan- nig lagt fyrir á miðri önn og Ágúst Hrafn segir það hafa gengið býsna vel og fallhlutfallið ekki verið nema um 50%. „Það virðist því vera að fólk hafi lagt ofurkapp á þennan hluta en ekki verið nógu vel í stakk búið fyrir níu eininga prófið sem var lagt fyrir um jólin.“ ■ Almenn lögfræði: Breyttir kennsluhættir og aukið fall LÖGBERG 28 manns stóðust próf í almennri lögfræði á haustmisseri. Hæsta einkunn var 8,5 en 5 manns voru með einkunnir á bilinu 8,0-8,5. 23 fengu einkunnina 7,0-7,5. Réttindalaus og ölvaður: Velti bíl LÖGREGLA Sextán ára piltur velti bifreið á Reykjanesbraut, við Innri-Njarðvík, snemma í gær- morgun. Hann var með jafnaldra sínum í bílnum og er talið að báð- ir hafi verið ölvaðir. Þeir hlupu af vettvangi en náðust skammt frá slysstaðnum. Lögregla telur að drengurinn hafi misst stjórn á bílnum í hálku en hann fór eina veltu og hafnaði utan vegar. Ann- ar drengurinn skrámaðist aðeins en annars sluppu þeir ómeiddir. ■ FLEIRI HANDTÖKUR Í BRETLANDI Yfirmaður bresku lögreglunnar segir marga undir eftirliti vegna gruns um aðild að hryðjuverka- samtökunum al Kaída. Vænta megi að fleiri verði handteknir á næstu vikum. RÚTUSLYS Í BÚLGARÍU Sex fórust þegar tyrknesk rúta fór út af brú á þjóðvegi í suðurhluta Búlgaríu. Rútan hrapaði um 70 m og steyptist í á. Bílstjórinn einn lifði slysið af. Gaf hann lögreglunni þá skýringu að flutningabíll hefði keyrt utan í rútuna. Jón Kristjánsson: Endurspeglar umræðuna STJÓRNMÁL Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra telur mikla fjöl- miðlaumræðu um Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur ráða mestu um að tæplega helmingur þeirra sem svöruðu könnun Fréttablaðsins vildi að hún yrði forsætisráð- herra eftir næstu kosningar. Hann gerir því ráð fyrir að fleiri menn eigi eftir að koma inn í myndina. „Ég er því ekki viss um að þessar sveiflur endist til fram- búðar. Skoðanakannanir endur- spegla augnablikið og umræðan um Ingibjörgu Sólrúnu hefur verið stanslaus undanfarið. Ég geri ráð fyrir að menn sæki í sig veðrið þegar frá líður og þá komi fleiri möguleikar inn í þessa mynd.“ ■ Sigríður A. Þórðardóttir: Ótímabærar vangaveltur STJÓRNMÁL Sigríður Anna Þórðar- dóttir, þingflokksformaður Sjálf- stæðisflokksins, tekur skoðana- könnunum með fyrirvara. „Ég held að það sé ekki hægt að ráða í þessa hluti. Það hefur verið mikið um skoðanakannanir undanfarið. Kosn- ingabaráttan er ekki hafin og það er tíminn fram að kosningum sem mun ráða úrslitum. Það er ekki tímabært að velta vöngum yfir því núna hver verður forsætisráðherra að loknum kosningum. Ég vil þó vekja athygli á því að staða Sjálfstæðisflokksins er alltaf mjög góð í öllum könnun- um, þrátt fyrir það hversu mis- vísandi þær hafa verið.“ ■ Fyrirtæki: Mega ekki skoða póst PERSÓNUVERND Persónuvernd segir fyrirtæki eitt hafa brotið lög um persónuupplýsingar með því að skoða tölvupóst konu sem sagt hafði verið upp störfum. Konan átti að fá laun en ekki að vinna uppsagnarfrestinn. Nokkru síðar sagði fyrirtækið konuna hafa, á meðan hún var enn í starfi, gerst seka um trúnaðarbrest með miklum tölvupóstsamskiptum við fyrrum samstarfskonu hjá fyrir- tækinu. Hún fengi því ekki launin greidd. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.