Fréttablaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 6
6 20. janúar 2003 MÁNUDAGURVEISTU SVARIÐ?
Svörin eru á bls. 30
1.
2.
3.
Hvaða sjónvarpsþáttur hefur
verið sýndur hvað lengst í
bandarísku sjónvarpi?
Hafnfirsk rokkhljómsveit tekur
þátt í Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva. Hvað heitir
hún?
Hvað heitir verjandi
Árna Johnsen?
BÝÐUR FJÖLMIÐLUM BIRGINN
Gerhard Schröder, sem er fjórgiftur, berst
ákaft gegn allri fjölmiðlaumfjöllun um
einkalíf sitt og konunnar sinnar.
Þýskir dómstólar:
Vilja hlífa
Schröder
LONDON, AP Breskt slúðurblað sem
staðhæft hefur að Gerhard
Schröder, kanslari Þýskalands,
eigi í hjónabandserfiðleikum neit-
ar að fylgja þýskum dómsúrskurði
þar sem kveðið er á um að blaðið
skuli umsvifalaust hætta að fjalla
um málið. Í leiðara blaðsins, The
Mail on Sunday, var því haldið
fram að þýskir dómstólar hefðu
ekki völd til þess að banna bresku
dagblaði að birta greinar um
ákveðin málefni. Enn fremur benti
blaðið á að vegna auðs og valda
Þýskalands innan Evrópu hefðu
gjörðir stjórnmálamanna landsins
áhrif á íbúa álfunnar allrar.
Fjölmörg þýsk dagblöð hafa
vitnað í grein Mail on Sunday um
hjónabandserfiðleika kanslarans.
Schröder hefur hótað að hefja mál-
sókn á hendur blöðunum ef þau
fjalla frekar um málið enda heldur
hann því fram að staðhæfingar
breska blaðsins séu úr lausu lofti
gripnar. ■
VIÐSKIPTI „Það er auðvitað miður
að svona mál komi upp. En það er
einu sinni þannig að þegar menn
eru að glíma við stór mál koma
upp ágreiningsatriði. Við því er
ósköp lítið að segja – það einfald-
lega fylgir þessu,“ segir Magnús
Gunnarsson, formaður banka-
ráðs Búnaðarbankans, um 4,5
milljóna króna sekt sem Kaup-
höll Íslands hefur lagt á bank-
ann.
Sektin er vegna framvirks
samnings sem Búnaðarbankinn
gerði í fyrrasumar við Jón Ás-
geir Jóhannesson og fleiri um
viðskipti á hlutabréfum í Fjár-
festingarfélaginu Straumi. Kaup-
höllin telur að bankinn hefði, sem
skráð fyrirtæki á opinberum
hlutabréfamarkaði, átt að upp-
lýsa opinberlega um samninginn
við Jón Ásgeir. Því mótmælir
Búnaðarbankinn á grundvelli
þess að Straumur sé hlutabréfa-
sjóður sem svokallaðar flöggun-
arreglur gildi ekki um. Kauphöll-
in segir á móti að Straumur hafi
ekki starfsleyfi sem verðbréfa-
sjóður og sé því ekki undanþeg-
inn flöggunarreglunum.
Magnús segir stjórnendur
Búnaðarbankans ekkert hafa hist
yfir helgina. Frekari viðbrögð
bankans verði vafalaust rædd á
fundi bankaráðsins í dag. ■
IÐNAÐUR „Við erum á þröskuldi
þess að glata mikilvægri þekkingu
úr landi. Ég sé ekki að greinin nái
að lifa af nema til komi óbeinar
stuðningsaðgerðir,“ segir Örn
Friðriksson, for-
maður Félags járn-
iðnaðarmanna, og á
þar við þann hluta
málmiðnaðar sem
snýr að skipasmíð-
um.
Hann bendir á
að á sama
tíma og veru-
lega hafi
dregið úr
styrkjum til skipasmíðaiðn-
aðar í Evrópusambandslönd-
unum hafi óbeinar stuðnings-
aðgerðir komið í staðinn.
Samkeppnisstaðan sé því enn
ójöfn á flestum sviðum iðnað-
arins.
Segja má að málmiðnaðurinn
skiptist í þrennt. Smíði á hátækni-
búnaði hefur farið vaxandi undan-
farin ár þó samdráttar hafi gætt á
síðustu mánuðum. Þá er almenn
þjónusta málmiðnaðarmanna, svo
sem vélaviðgerðir og stálgrindar-
hús og fleira, þar var ástandið
þokkalegt í fyrra en útlitið er ekki
bjart núna. Loks er það skipa-
smíðaiðnaðurinn, viðgerðir, endur-
bætur og nýsmíði.
„Þar hefur verið stöðugt undan-
hald og sér ekki fyrir endann á því.
Þó er ein ánægjuleg undantekning.
Fyrirtæki í Hafnarfirði hefur að
undanförnu smíðað báta fyrir Íra
og Færeyinga og hefur skapað sér
verkefni fram á sumar,“ segir Örn.
Hann bendir á að endurbætur
og nýsmíði hafi á undanförnum
árum farið til erlendra skipa-
smíðastöðva. Nýlegt dæmi er end-
urbætur á varðskipum Landhelg-
isgæslunnar og svo standa fyrir
dyrum viðgerðir á rannsóknaskip-
inu Bjarna Sæmundssyni. Þar átti
erlend skipasmíðastöð lægsta til-
boð en ákvörðun um hvar verkið
verður framkvæmt liggur ekki
fyrir.
„Nú skiptir miklu máli að þetta
gangi með Bjarna Sæmundsson og
ég hef grun um að ekki séu öll kurl
komin til grafar hvað það varðar,“
segir Örn og bætir við að menn
verði að reikna með öllum kostnaði
þegar afstaða er tekin til tilboða í
viðgerðir og endurbætur. Það kosti
sitt að sigla skipunum út og heim
aftur, uppihald eftirlitsmanna
kosti líka peninga og síðast en ekki
síst þurfi að taka tillit til þess virð-
isauka sem skapist þegar verkin
séu unnin á Íslandi. Virðisaukinn
vegna vinnunnar er að minnsta
kosti 20% af endurbóta- eða við-
gerðakostnaði.
„Menn verða að taka tillit til
þessa. Svo verða stjórnvöld hér
eins og annars staðar að láta fram-
kvæma verk sem undir þau heyra,
í landinu,“ segir Örn Friðriksson.
the@frettabladid.is
Formaður bankaráðs Búnaðarbankans um Kauphallarsektina:
Ágreiningur fylgir
glímu við stór mál
MAGNÚS GUNNARSSON
Magnús Gunnarsson, formaður bankaráðs
Búnaðarbankans, hittir aðra meðlimi ráðs-
ins á fundi í dag. Magnús segir miður að
upp sé kominn ágreiningur við Kauphöll
Íslands um upplýsingaskyldu bankans
gagnvart Kauphöllinni.
Erum að glata þekkingunni
Formaður Félags járniðnaðarmanna kallar eftir óbeinum stuðningsaðgerðum stjórnvalda til
styrktar skipasmíðaiðnaði. Að öðrum kosti lifi greinin ekki af. ESB ríkin hafa tekið upp óbeinar
aðgerðir í kjölfar afnáms ríkisstyrkja.
ÖRN FRIÐRIKSSON
Segir þekkingu í skipasmíðaiðnaði glatast verði ekkert að gert. Hann kallar eftir
óbeinum stuðningsaðgerðum stjórnvalda.
„Svo verða
stjórnvöld hér
eins og ann-
ars staðar að
láta fram-
kvæma verk
sem undir
þau heyra, í
landinu.“
Lyfjagjöf í þýsku
sjúkrahúsi:
Stjórnað
með íslensk-
um hug-
búnaði
LYFJAGJÖF St. Elisabeth sjúkrahúsið
í Oberhausen í Þýskalandi verður
fyrsta sjúkrahúsið þar í landi sem
mun ávísa lyfjum og halda utan
um lyfjagjöf með þráðlausum lófa-
tölvum sem nota hinn íslenska
hugbúnað Theriak Therapy
System.
„Þessi tækni hefur ekki verið
mikið notuð í Evrópu,“ segir Gunn-
ar Hall, framkvæmdastjóri Teriak,
„en þeim mun meira í Bandaríkj-
unum. Reynslan þaðan hefur sýnt
að með þessari tækni minnkar
röng lyfjagjöf um 50%. Þar sem
læknirinn getur ávísað lyfjunum
strax, á meðan hann er hjá sjúk-
lingnum, dregur stórlega úr líkun-
um á mistökum. Aðeins þarf að
skrá upplýsingar einu sinni og eru
þær jafnóðum sendar á rafrænan
hátt í apótek sjúkrahúss þar sem
lyfjaskammtar eru útbúnir fyrir
hvern sjúkling.“
Framleiðsla Theriak fer fram á
Íslandi en miðstöð sölu- og mark-
aðsstarfsins er í Düsseldorf í
Þýskalandi. ■