Fréttablaðið - 20.01.2003, Side 18

Fréttablaðið - 20.01.2003, Side 18
18 20. janúar 2003 MÁNUDAGUR MÁNUDAGUR 20. JANÚAR hvað? hvar? hvenær? FUNDIR 12.30 Breski heimspekingurinn Jonath- an Lahey Dornsfield flytur fyrir- lestur stofu 024 í Listaháskóla Ís- lands, Laugarnesi, sem hann nefnir „Video, is it a medium at all?“ Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. 20.00 Jonathan Dronsfield, heimspek- ingur og forstöðumaður listrann- sóknadeildar Háskólans í South- ampton, heldur fyrirlestur í Lista- safni Reykjavíkur - Hafnarhúsi, sem hann nefnir „The Place of the Work of Art“. Fyrirlesturinn er í tengslum við sýninguna then ...hluti 4 – minni forma. Fyrirlest- urinn verður fluttur á ensku. 20.30 Saul Traiger, prófessor í heim- speki, flytur fyrirlestur við Háskól- ann á Akureyri. Fyrirlesturinn ber heitið „Þekking, vitund og blái lit- urinn sem Hume saknaði“ og fjallar um stöðu litaskynjunar. TÓNLEIKAR 20.00 Guido Baeumer saxófónleikari og Aladár Rácz píanóleikari flytja létta franska tónlist í Safnahúsinu á Húsavík. SÝNINGAR Hitler og hommarnir nefnist sýning þeirra David McDermott og Peter Mc- Gough í Listasafni Akureyrar. Sýning þeirra fjallar um útrýmingu samkyn- hneigðra á nasistatímanum. Aftökuherbergi nefnist sýning í Lista- safni Akureyrar á 30 ljósmyndum eftir Lucindu Devlin sem teknar voru í bandarískum fangelsum á tíunda ára- tugnum. Hinstu máltíðir nefnist sýning Barböru Caveng í Listasafni Akureyrar. Viðfangs- efni sýningarinnar eru síðustu máltíðir fanga, sem teknir hafa verið af lífi í Bandaríkjunum. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir samsýn- ing ungra, íslenskra og breskra lista- manna. Sýningin ber heitið “then ...hluti 4 - minni forma“. Sýningin stendur til 2. mars. Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, 21 árs útskriftarnemi af myndlistabraut í Fjöl- braut í Breiðholti, sýnir ljósmyndir og skúlptúr í Gallerí Tukt. Sýningin stendur yfir í tvær vikur. Tumi Magnússon sýnir vídeóverk í Kúl- unni í Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík. Safnið er opið alla daga frá kl. 13 til 16. Sýningin stendur til 16. febrú- ar. Friðrik Tryggvason ljósmyndari sýnir sex ljósmyndir á Mokka kaffi. Sýninguna kallar hann Blátt og rautt. Hún stendur til 15. febrúar og er opin á opnunartíma kaffihússins. Arnar Herbertsson sýnir málverk í Gall- eríi Sævars Karls. Myndefni listamanns- ins er fengið úr bókinni ‘Handan góðs og ills’ eftir Friedrich Nietzsche. Í Ketilshúsinu á Akureyri stendur yfir sýningin Veiðimenning í Útnorðri. Myndlistarmaðurinn Díana Hrafnsdóttir sýnir leirverk í Gallerý Hár og list - Hjá Halla rakara, Strandgötu 39, Hafnarfirði. Í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi stendur nú yfir sýning á 124 ljósmynd- um frá árunum 1921-81. Ljósmyndar- arnir eru 41 talsins, allir þýskir og að- hylltust allir Bauhaus-stefnuna, sem fólst í því að myndlist og iðnhönnun ættu að sameinast í byggingarlistinni. Sýningin BókList stendur yfir í anddyri Norræna hússins. Þar sýnir finnska listakonan Senja Vellonen 22 handunn- ar bækur. Sýningin stendur til 9. febrúar og er opin frá kl. 9-17 alla daga nema sunnudaga frá kl. 12-17. Bandaríska myndlistarkonan Joan Backes er með myndlistarsýningu í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Á þessari sýningu beitir Joan ýmsum miðlum til að koma til skila vangaveltum sínum um tré og skóga og það sjónræna viðhorf sem þar kviknar. Safnið er opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17. Sýningunni lýkur 27. janúar. Hafnarborg, menningar- og listastofn- un Hafnarfjarðar, var um helgina opnuð sýning á verkum átta færeyskra lista- manna. Þetta er sumarsýning Norður- landahússins í Þórshöfn og nefnist ‘Atl- antic Visions’ eða HAFSÝN. Safnið er opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17. Sýningunni lýkur 27. janúar. Rakel Kristinsdóttir sýnir í Kaffi Sólon, Bankastræti 7a. Freygerður Dana Kristjánsdóttir sýnir tvö verk á sýningu sinni í MOJO á Vega- mótastíg 4. Annað er háðsádeila á fálka- orðuna, hitt er um rollur á réttum eða röngum hillum í lífinu. Sýningin stendur út janúar. Anna Guðrún Torfadóttir myndlistar- maður sýnir verk unnin með blandaðri tækni í Scala, Lágmúla 5 í Reykjavík. Birgir Rafn Friðriksson heldur sýning- una Án samhengis - allt að klámi í Café Presto, Hlíðasmára 15, Kópavogi. Birgir sýnir 34 þurrpastelmyndir unnar á árinu 2000. Sýningin stendur út janúar og er opin á opnunartíma Café Presto, 10-23 virka daga og 12-18 um helgar. Ingólfur Júlíusson ljósmyndari stendur fyrir sýningunni Grænland - fjarri, svo nærri í Reykjavíkurakademíunni, 4. hæð. Sýningin er opin virka daga frá 9- 17 og stendur til 31. janúar. Í hers höndum er yfirskrift á sýningu sem stendur yfir í Borgarskjalasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Sýningin er opin alla daga klukkan 12-17 og stendur til 2. febrúar. Sýning á málverkum Aðalheiðar Val- geirsdóttur stendur yfir í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Á sýningunni eru málverk unnin á þessu ári sérstaklega fyrir sýn- inguna í kirkjunni. Viðfangsefnið er Lífið, tíminn og eilífðin. Sýningin í Hallgríms- kirkju er haldin í boði Listvinafélags Hall- grímskirkju og stendur til loka febrúar- mánaðar. Sýning á nokkrum verkum Guðmundar Hannessonar ljósmyndara stendur yfir í Gallerí Fold. Sýningin nefnist Reykja- víkurminningar en myndirnar tók Guð- mundur um miðja síðustu öld í Reykja- vík. Íslandsmynd í mótun - áfangar í kortagerð er yfirskrift sýningar í Þjóð- menningarhúsinu. Sýnd eru þau kort sem markað hafa helstu áfanga í leitinni að réttri mynd landsins. Sýningin stend- ur þangað til í ágúst. Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóð- menningarhúsinu. Sýningin er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Opið er frá klukkan 11 til 17. Guðlaugur Valgarðsson er með sýning- una Myndir úr lífinu í gluggagalleríinu að Vatnsstíg 9. Á sýningunni eru átta ljósmyndir, allar frá síðasta ári. Sýning á bútasaumsverkum eftir 10 konur stendur nú yfir í Garðabergi, fé- lagsmiðstöð eldri borgara að Garðatorgi 7 í Garðabæ. Sýningin er opin alla daga nema sunnudaga frá kl. 13 til 17. Í Ásmundarsafni við Sigtún stendur yfir sýningin Listin meðal fólksins, þar sem listferill Ásmundar Sveinssonar er sett- ur í samhengi við veruleika þess samfé- lags sem hann bjó og starfaði í. Sýning- in er opin alla daga klukkan 13-16. Hún stendur til 20. maí. MYNDLIST Um helgina opnaði 21 árs myndlistarkona sem er ný- útskrifuð af myndlistarbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti fyrstu einkasýningu sína í Gall- erí Tukt. Þema sýningarinnar er snerting og áhrif snertingar á fólk. „Þetta eru bæði ljósmyndir af fólki að snerta eitthvað og skúlptúrar sem fólk getur snert. Svo er ég líka með boli sem fólk getur farið í ef það vill,“ segir Ólöf. „Ég er búin að vera með þessa hugmynd í gangi í nokkra mánuði. Ég vil fyrst og fremst sýna fram á hve snerting er mikilvæg. Og hvað það er mikil- vægt að skynja umhverfið í gegnum snertingu. Snerting hefur góð áhrif á alla. Rann- sóknir hafa til dæmis sýnt fram á að fólk lýgur síður ef maður snertir það. Svo þroskast fyrir- burar miklu betur ef þeir eru nuddaðir.“ Ólöf Dómhildur hefur tvis- var tekið þátt í samsýningum áður. Önnur var í Gallerí Geysi á síðasta ári, hin í skólanum hennar í Minnesota í Bandaríkj- unum árið 1999. Þar var hún skiptinemi í eitt ár. Gallerí Tukt er í Hinu húsinu við Pósthússtræti 3-5. ■ Ung myndlistarkona sýnir í Gallerí Tukt: Snerting hefur góð áhrif á alla ÓLÖF DÓMHILDUR JÓHANNSDÓTTIR Opnaði fyrstu einkasýningu sína um helgina. SÝNINGAR Á Kjarvalsstöðum eru sýnd nokkur verk eftir Jóhannes S. Kjarval úr Kjarvalssafni. Sýningin er opin alla daga 10-17. Henni lýkur 31. janúar. FYRIRLESTUR Íslendingarnir Gísli Bergmann og Birgir Snæbjörn Birgisson, Þjóðverjinn Stefan Bottenberg og Bretarnir Andrew Child, Miles Henderson Smith og Tom Merry hafa starfað saman um skeið undir yfirskriftinni „then“, eða „þá“, sem getur vísað jafnt til fortíðar sem framtíðar. Breski heimspekingurinn Jon- athan Dronsfield skrifaði grein í sýningarskrá þeirra. Hann flytur fyrirlestur á Kjarvalsstöðum í kvöld, þar sem hann ætlar að bera verk þeirra saman við myndir málarans Barnett Newm- an. Newman málaði abstrakt- myndir og var upp á sitt besta upp úr miðri síðustu öld, á blómaskeiði módernismans. „Samkvæmt því sem hann segir sjálfur eru málverkin hans efn- islegir hlutir án innihalds, þær vísa ekki til neins utan myndar- innar,“ segir Dronsfield. Verkin á Kjarvalsstöðum eru aftur á móti ekki abstraktverk. Þetta eru allt myndir af hlutum, stöðum eða fólki. Dronsfield tel- ur hins vegar að þegar allt kem- ur til alls sé hugsanlega lítill eða enginn munur á þessu tvennu. „Ég tel að þessir sex ungu listamenn eigi það sameiginlegt að hafa sérstakan áhuga á því hvers konar rými listaverkið er, bæði rýmið sem þeir sýna í myndunum og rýmið þar sem myndirnar eru, það er lista- safnið.“ Bæði staður og tími listaverka hafa lengi verið eitt helsta við- fangsefni Dronsfields í heim- spekinni. „Í mínum huga snúast öll heimspekileg og fræðileg vandamál um tímann, þannig að ég hef áhuga á tíma listaverks- ins, bæði tíma mínum sem ég kem með til listaverksins og tímanum sem listaverkið gefur mér.“ Dronsfield bætir því við að spurningar um stað og tíma lista- verka séu ekki síður siðferðileg- ar en fagurfræðilegar. Hann lítur svo á að öll listaverk, rétt eins og allt annað sem raunverulegt er, stilli mönnum upp fyrir ákveðn- um spurningum, ákveðnum veru- leika sem þarf að taka afstöðu til. „Líka þegar menn skilja ekki listaverk. Hvað gerum við þá? Hunsum við það, tölum illa um það eða gerum grín að því? Eða reynum við að leyfa því að tala til okkar?“ gudsteinn@frettabladid.is Siðferði listaverka Sex ungir listamenn opnuðu um helgina sýningu á Kjarvalsstöðum. Breskur heimspekingur kom hingað til lands í tilefni af sýningunni og flytur um hana fyrirlestur í kvöld. JONATHAN DRONSFIELD OG GÍSLI BERGMANN Breski heimspekingurinn Jonathan Dronsfield kom hingað til lands í tilefni af sýningu Gísla Bergmann og félaga hans á Kjarvalsstöðum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.