Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 20 Leikhús 20 Myndlist 20 Bíó 24 Íþróttir 18 Sjónvarp 26 KVÖLDIÐ Í KVÖLD PERSÓNAN Auglýsir nærföt fyrir Victoria’s Secret FÓTBOLTI Meistaradeildin er enn markmiðið MIÐVIKUDAGUR 7. maí 2003 – 103. tölublað – 3. árgangur bls. 18 bls. 34 FUNDUR Stúdentaráð og Starfs- mannafélag Kennaraháskólans efna til kosningafundar í skólanum. Þangað hafa fulltrúar flokkanna verið boðaðir til að kynna málstað sinn. Björn Ingi Hrafnsson, Björn Bjarnason, Margrét Sverrisdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Jón Magn- ússon og Ágúst Ólafur Ágústsson láta gamminn geisa. Fundurinn hefst klukkan 15.00. Kosningafundur í Kennaraháskólanum LEIKRIT Leikhópur frá Theater Mars í Finnlandi setur upp leikritið Sjö bræður eftir Aleksis Kivi. Aðeins er um eina sýningu að ræða. Hún verður á Nýja sviði Borgarleik- hússins og hefst klukkan 20. Sýningin eina FÓTBOLTI Nágrannaliðin í Mílan, AC og Inter, eigast við í fyrri leik lið- anna í undanúrslitum Meistara- deildar Evrópu. Sigurvegarinn úr viðureignunum tveimur etur kappi við annað hvort Real Madrid eða Juventus í úrslitaleik keppninnar. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.30. Ítalskur slagur ÞETTA HELST Maður sem varð fyrirhrottalegri líkamsárás á Skeljagranda í fyrra hefur ver- ið dæmdur fyrir lyfjastuld á sjúkrahúsinu þar sem hlynnt var að honum. bls. 2 Félagsíbúðir iðnnema hyggj-ast leggja fram beiðni um gjaldþrotaskipti eftir helgi. Skuldir félagsins nema hærri upphæð en sem nemur andvirði eigna þess. bls. 4 Bandaríkjamenn þrýsta áSýrlendinga um að taka þátt í að koma á friði í Miðaustur- löndum. Sýrlendingar vilja að þrýst verði á Ísraela um að skila landssvæði sem þeir her- námu í stríði. bls. 6 REYKJAVÍK Hæg suðlæg átt og stöku skúrir eða slydduél. Hiti 2 til 9 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 5-10 Skúrir 5 Akureyri 3-5 Léttskýjað 8 Egilsstaðir 3-8 Léttskýjað 9 Vestmannaeyjar 3-5 Skúrir 4 ➜ ➜ ➜ ➜ Jónína Bjartmarz skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður Kjósum lægri endurgreiðslu námslána STA Ð R EY N D UM MEST LESNA DAGBLAÐIÐ Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003 22,1% 52,3% 61,7% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V MENNTAMÁL Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra hefur ráð- stafað um 1,7 milljörðum króna til sérstakra verkefna á sviði menningarmála, mennta og íþrót- ta á landsbyggðinni á undanförn- um sjö vikum, ef marka má frétt- ir á heimasíðu menntamála- ráðuneytisins. Af þessari upp- hæð hefur 1.162 milljónum króna verið ráðstafað í kjördæmi Tómasar, sem er Norðausturkjör- dæmi. Hæsta framlagið rennur til byggingar menningarhúss á Ak- ureyri. Samkomulag um 720 milljón króna framlag ríkisins var gert við bæjarfélagið þann 7. apríl. Einnig var þá samþykkt 64 milljón króna framlag til ýmissa menningarmála þar í bæ. Jafn- framt gerði ráðherrann samning við Akureyri þann 17. mars um 180 milljóna framlag til vetrar- íþróttamiðstöðvar. Samtals nema því fjárframlög til menningar- og íþróttamála á Akureyri, sem ráð- herra hefur samþykkt síðan í mars, 964 milljónum. Fleiri verkefni í kjördæmi ráðherrans hafa hlotið fjárfram- lög. Í lok mars skrifaði Tómas Ingi undir samkomulag við Siglu- fjarðarbæ um 35 milljóna fram- lag til Síldarminjasafnsins. Í apríl var gerður samningur um 97 milljón króna framlag til nýrr- ar stjórnunar- og kennsluálmu við Menntaskólann á Egilsstöð- um. Einnig staðfesti ráðherrann þann 29. apríl vilyrði fyrir allt að 66 milljóna króna framlagi til nýrrar sundlaugar við Fram- haldsskólann á Laugum í Þing- eyjarsveit. Alls nema því vilyrði fyrir fjárframlögum til verkefna á sviði menntamála síðustu sjö vikur í kjördæmi ráðherrans 1.162 milljónum. Ráðherra hefur einnig sam- þykkt fjáframlög annars staðar á landinu á þessum tíma. 25. apríl var gert samkomulag um 251 milljón króna framlag til þriggja menningarhúsa á Ísafirði og 21. mars gerði ráðherrann sam- komulag um 280 milljóna fram- lag til safnaaðstöðu og menning- arhúss í Vestmannaeyjum. Samkvæmt þessu hefur menntamálaráðherra samþykkt framlög til hinna ýmsu verkefna, aðallega í Norðausturkjördæmi, upp á 1,7 milljarða á síðustu sjö vikum. Þetta er gert á grundvelli samþykkta ríkisstjórnarinnar. Ekki náðist í ráðherrann í gær. gs@frettabladid.is 1,7 milljarðar á sjö vikum Menntamálaráðherra hefur skrifað undir samninga um byggingu menningarhúsa, íþróttaaðstöðu, skólahúsnæðis og safna upp á 1,7 milljarða á undanförnum sjö vikum. Þar af eru tveir þriðju í kjördæmi ráðherrans. ATVINNUMÁL Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra segir að samningar um framtíð Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli séu á afar viðkvæmu stigi. „Það er ekki af neinni gaman- semi sem ég lýsti því yfir að for- sætisráðherra í næstu ríkisstjórn yrði að eiga fund með Bandaríkja- forseta sem allra fyrst.“ Hermönnum á Keflavíkurflug- velli hefur fækkað og veldur það mörgu Suðurnesjafólki ugg. „Sú bókun sem varðar útfærslu á Keflavíkurstöðinni rann út fyrir rúmu ári síðan og óformlegar við- ræður hafa átt sér stað síðan. Ég tel að þetta mál sé á viðkvæmu stigi. Auðvitað viljum við hafa hér loft- varnir en því miður er málinu ekki lokið og ekkert meira hægt að segja,“ sagði Halldór að lokum. ■ Framtíð Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli: Samningar á afar viðkvæmu stigi HELST TIL VINDASAMT Í VATÍKANINU Það blæs víðar en á Íslandi. Kardínálinn Henri Schwery mátti láta sér lynda að fara á fjóra fæt- ur þegar hann teygði sig eftir höfuðfati sínu eftir að vindhviða hafði feykt því af höfði hans. AP M YN D + + SAMNINGAR MENNTAMÁLARÁÐHERRA UM FJÁRFRAMLÖG TIL FRAMKVÆMDA SÍÐASTLIÐNAR 7 VIKUR: 29. apríl Sundlaug á Laugum í Þingeyjarsveit 66 milljónir 25. apríl Þrjú menningarhús á Ísafirði 251 milljón 11. apríl Ný álma við Menntaskólann á Egilsstöðum 97 milljónir 7. apríl Menningarhús á Akureyri 720 milljónir 7. apríl Menningarmál á Akureyri 64 milljónir 26. mars Síldarminjasafnið á Siglufirði 35 milljónir 21. mars Menningarhús í Vestmannaeyjum 180 milljónir 21. mars Safnaaðstaða í Vestmannaeyjum 100 milljónir 17. mars Vetraríþróttamiðstöð á Akureyri 180 milljónir Samtals 1.693 milljónir Þar af í Norðausturkjördæmi 1.162 milljónir Þar af á Akureyri 964 milljónir Heimild: Fréttasíða menntamálaráðuneytisins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.