Fréttablaðið - 07.05.2003, Qupperneq 4
4 7. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR
Verða stjórnarskipti eftir
kosningar?
Spurning dagsins í dag:
Hversu miklu máli skipta skoðana-
kannanir fyrir kosningar þig?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
66,9%
33,1%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Evrópa
Við gerum betur
Njóttu
þess
að
ferða
st um
landi
ð
á góð
um bí
l
Avis dagsleiga, helgarleiga, vikuleiga. Eyddu minna í bílinn en meira í sjálfan þig og þína.
Kynntu þér tilboð Avis á bílaleigubílum.
Hringdu í Avis sími 5914000
Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík – www.avis.is
* Opel Corsa, innifalið 50 km, vsk. og trygging
Aðeins2.850á dag
*
VERÐÞRÓUN Á E-TÖFLUM
Verðið á E-töflum er í nú sögulegu lág-
marki. Heimild: SÁÁ.
Fíkniefnamarkaður:
E-töflurnar
aldrei
ódýrari
HEILBRIGÐISMÁL Verð á E-töflum
er nú í sögulegu lágmarki að því
er fram kemur á heimasíðu SÁÁ.
Stykkið af E-töflum kostar nú
að meðaltali 1.780 krónur sam-
kvæmt könnun sem SÁÁ gerði í
apríl meðal vistmanna á meðferð-
arheimilinu Vogi.
Í júlí og í desember 2000 kost-
uðu E-töflur 3.150 krónur, sem er
hæsta verðið sem gefið er upp frá
því í febrúar það ár. Lægst hefur
verðið áður verið 1.960 krónur.
Það var í desember síðastliðinn.
Síðan þá og þar til nú hefur verðið
verið rúmar 2.000 krónur. ■
HEILSUGÆSLA Jón Kristjánsson
heilbrigðisráðherra og forsvars-
menn fyrirtækisins Salus ehf.
undirrituðu síðdegis samning um
rekstur nýrrar heilsugæslustöðv-
ar í Salahverfi í Kópavogi. Samn-
ingurinn er gerður við fyrirtækið
að undangengnu útboði en rekstur
af þessu tagi hefur ekki verið boð-
inn út á Íslandi áður.
Heilsugæslustöðinni Sala-
hverfi er fyrst og fremst ætlað að
leggja áherslu á almenna læknis-
þjónustu og hjúkrunarþjónustu,
meðgönguvernd, ungbarnavernd
og skólaheilsugæslu. Heima-
hjúkrun á þjónustusvæði Heilsu-
gæslustöðvarinnar Salahverfi
verður þjónað miðlægt af Heilsu-
gæslunni í Kópavogi.
Samningurinn um rekstur
stöðvarinnar er til átta ára með
kosti á framlengingu til fjögurra
ára. Tilboð fyrirtækisins hljóðaði
upp á 610 milljónir króna eða um
130 milljónir króna undir efri
mörkum kostnaðaráætlunar. Gert
er ráð fyrir að Heilsugæslustöðin
í Salahverfi verði tekin formlega í
notkun í haust.
Þjónustusvæði heilsugæslu-
stöðvarinnar er Linda- og Sala-
hverfi ásamt Vatnsendahverfum
en áætlað er að íbúarnir verði um
11 þúsund innan tíu ára.
Fyrirtækið Salus ehf. er að
hálfu í eigu fyrirtækisins Nýsis
og að hálfu í eigu læknanna Hauks
Valdimarssonar og Böðvars Arnar
Sigurjónssonar. ■
SÚ FYRSTA SINNAR TEGUNDAR
Eigendur stöðvarinnar eru læknarnir Hauk-
ur Valdimarsson og Böðvar Örn Sigurjóns-
son. Þeir eiga helming stöðvarinnar á
móti Nýsi.
Einkarekin heilsugæslustöð:
Opnuð í Salahverfi í haust
Snjóflóðavarnir á Ísafirði:
Lægst boðið
240 milljónir
FRAMKVÆMDIR Sex tilboð bárust í
byggingu 650 metra langs snjó-
flóðavarnargarðs á Ísafirði. Til-
boð voru opnuð í gær.
Kostnaðaráætlun hljóðaði
upp á rúmar 344 milljónir króna
og voru fimm tilboðanna undir
þeirri upphæð. Vesturvélar ehf.
áttu lægsta tilboðið, en það
hljóðaði upp á tæpar 240 milljón-
ir króna. Suðurverk átti hæsta
tilboðið, sem hljóðaði upp á tæp-
ar 355 milljónir.
Vinna við snjóflóðavarnar-
garðinn getur hafist eftir mán-
uð. Ráðgert er að verkið taki tvö
ár. ■
FÉLAGSMÁL Stjórn Félagsíbúða iðn-
nema hyggst leggja fram eftir
helgi beiðni um að félagið verði
tekið til gjaldþrota-
skipta. Ástæðan er
ó v i ð r á ð a n l e g a r
skuldir.
F é l a g s í b ú ð i r
iðnnema (FÍN)
höfðu náð sam-
komulagi við Íbúðalánasjóð, Ís-
landsbanka og SPRON um niður-
fellingu samtals 75 milljóna króna
af skuldum sem eru rúmlega 280
milljónir. Þær er nú meiri en sem
nemur markaðsvirði húseigna fé-
lagsins.
Samkomulagið gerði hins vegar
einnig ráð fyrir því að ríkið legði
fram 31,3 milljónir króna í styrk
sem nota átti til að greiða upp dýr
bankalán sem eru með fyrsta veð-
rétt í eignum FÍN. Styrkurinn fæst
ekki.
Fjárhagsleg endurskipulagning
FÍN felst enn fremur í sölu á tveim-
ur af sex húseignum til Félagsbú-
staða Reykjavíkurborgar, Bjarnar-
borgar við Vitastíg þar sem eru 15
íbúðir, og þriggja stúdíóíbúða á
Laugavegi.
Að sögn Þórunnar Daðadóttur,
framkvæmdastjóra FÍN, á stjórn
félagsins ekki um annað að velja en
óska gjaldþrotaskipta. Íbúum hafi
þegar verið gerð grein fyrir því.
„Okkur vantar bara ráðuneytin
en fáum ekkert svar. Menntamála-
ráðuneytið virðist ekki tilbúið að
leggja til fjármagnið heldur bendir
á Byggingarfélag námsmanna til
að taka við iðnnemunum. Það
myndi hins vegar kosta okkur 11
milljónir að kaupa okkur þar inn.
Við eigum ekki þá peninga til,“
segir Þórunn.
Fjárhagsvandi FÍN á sér langan
aðdraganda. Fyrir um ári var skip-
aður starfshópur menntamálaráðu-
neytis, iðnaðarráðuneytis, félags-
málaráðuneytis og fjármálaráðu-
neytis. Afrakstur þess starfs var
samþykkt lagafrumvarps sem átti
að gera FÍN kleift að afskrifa
skuldir.
Samtals eiga FÍN 26 íbúðir og 32
herbergi. Þar búa hartnær 100
manns, þar af nokkur börn. Þórunn
segir íbúana kvíðna:
Guðmundur Árnason, ráðuneyt-
isstjóri í menntamálaráðuneytinu,
svaraði ekki skilaboðum í gær.
gar@frettabladid.is
IÐNNEMAR VIÐ BJARNARBORG
Nýjasti íbúinn í Bjarnarborg, húseign Félagsíbúða iðnnema, fæddist um helgina en verður
þar varla lengi því félagið er á leið í gjaldþrotaskipti. Húsið er veðsett fyrir um 160 millj-
ónir króna en ekki er talið að markaðsvirði þess sé meira en 120 milljónir.
Ketti tæmist arfur:
Tinker lifir í
vellystingum
LUNDÚNIR, AP Kötturinn Tinker er
ekki á flæðiskeri staddur, þökk sé
fyrrum eiganda sínum. Þegar ekkj-
an Margaret Layne lést arfleiddi
hún Tinker að íbúð sinni og sparifé,
samtals að verðmæti um 42 milljón-
ir íslenskra króna. Kötturinn, sem
áður var heimilislaus, býr nú í eigin
húsnæði í Lundúnum og nærist á
dýrindis fiski alla daga vikunnar.
Fyrrum nágrannar Layne eru
fjárhaldsmenn kattarins og sjá um
að færa honum mat. Að þeirra sögn
nýtur Tinker nú mikilla vinsælda
hjá félögum sínum af kattarkyninu
sem vilja fá bita af kökunni. Þegar
Tinker er allur rennur arfurinn til
fjárhaldsmannanna. ■
Iðnnemar óska
gjaldþrotaskipta
Félagsíbúðir iðnnema vilja gjaldþrotaskipti. Nauðasamningar gerðu
ráð fyrir 31 milljónar króna styrk frá ríkinu sem ekki fæst. Einnig átti að
fella niður hluta skulda og selja Bjarnarborgina og íbúðir á Laugavegi.
■
„Okkur vantar
bara ráðuneyt-
in en fáum ekk-
ert svar.“
LANDHELGISGÆSLAN „Fyrst og
fremst þarf að tryggja að rekst-
ur Landhelgisgæslunnar geti
gengið snurðulaust, að ekki
þurfi að bíða eftir fjárveitingum
og spara í rekstri flugfara og
skipa,“ segir Þröstur Sigtryggs-
son skipherra, en hann starfaði
hjá Landhelgisgæslunni í rúm
fjörutíu ár.
Þröstur segir að skipuleggja
þurfi vandlega hvers ætlast sé
til af Landhelgisgæslunni í
framtíðinni, hvernig skipa- og
þyrlukostur eigi að vera svo hún
geti sinnt sínu hlutverki sem
best. Hann hefur sínar hug-
myndir um hvernig rekstur og
skipakostur eigi að vera. „Ef
stjórnvöld vilja ræða málin er
ég tilbúinn til að leggja mitt af
mörkum. Ég er ekki á þeirri
skoðun að risastórt skip sé nauð-
synlegt. Ég skrifaði bæði ráð-
herrum og alþingismönnum og
ásamt öðrum skipherrum þar
sem við skýrðum frá okkar hug-
myndum. Hvorki þeir né yfir-
menn Landhelgisgæslunnar hafa
látið svo mikið sem að ræða við
okkur,“ segir Þröstur.
„Hugmyndir mínar eru að
skipin liggi ekki í höfn á meðan
áhöfnin fær hvíld, heldur þarf
að nýta skipin betur, þrjú sams
konar skip sem gerð væru út
með fjórum til fimm áhöfnum.
Þá væru fleiri skip oftar til taks
á miðunum því við vitum aldrei
hvenær neyðartilfelli koma
upp.“ ■
ÞRÖSTUR SIGTRYGGSSON
Þröstur starfaði hjá Landhelgisgæslunni í
rúm fjörutíu ár.
Rekstur Landhelgisgæslunnar þarf að ganga hindrunarlaust:
Vill leggja sitt af mörkum
FRIÐARDÚFA
Guillermo Gaviria ríkisstjóri, sem barðist
fyrir friði í heimalandi sínu, féll fyrir hendi
uppreisnarmanna eftir af hafa verið haldið
í gíslingu í rúmt ár.
Uppreisnarmenn:
Myrtu tíu
gísla
KÓLUMBÍA, AP Uppreisnarmenn í
Kólumbíu drápu fyrrum varnar-
málaráðherra landsins, ríkis-
stjóra og átta aðra gísla þegar
hersveitir yfirvalda reyndu að
bjarga þeim úr haldi, að sögn Al-
varo Uribe forseta. Þrír gíslar
komust lífs af og voru tveir þeirra
særðir.
Guillermo Gaviria ríkisstjóri
og ráðherrann Gilberto Echeverri
voru teknir höndum af FARC,
Byltingarsveitum Kólombíu, fyrir
rúmu ári síðan. Talsmenn FARC
halda því fram að hermenn stjórn-
valda hafi verið valdir að dauða
gíslanna en vitni sem komst lífs af
segir að leiðtogi uppreisnarmann-
anna hafi skipað mönnum sínum
að drepa alla.
Í ávarpi sínu til þjóðarinnar
notaði Uribe forseti tækifærið og
hvatti almenning til þess að
standa við bakið á yfirvöldum í
baráttunni gegn hryðjuverkum í
Kólumbíu. ■
BILAÐUR KJARNAKLJÚFUR Einn
kjarnakljúfur í stærsta kjarnorku-
veri Evrópu, í Úkraínu, var stöðv-
aður vegna bilunar. Tókst að ljúka
viðgerð fljótlega og hófst vinnsla
strax án þess að geislavirkni
mældist. Ekki er laust við að hroll-
ur hafi farið um marga við tíðindin
enda er kjarnorkuverið á sömu
slóðum og hið alræmda Chernobyl.
Mörgum er í fersku minni hræði-
legt kjarnorkuslys þar árið 1986
sem olli geislavirkni víða um
Evrópu með afleiðingum sem enn
sér ekki fyrir endann á.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M