Fréttablaðið - 07.05.2003, Síða 22

Fréttablaðið - 07.05.2003, Síða 22
Efnið í pottinn: Hænsnanet,5mm stálþræðir, sandur, sem- ent og málning. Hversu miklum tæknibúnaði og umgjörð er bætt við fer eftir hverjum og einum. Steypa er þess eðlis að hægt er að forma hana að ósk hvers og eins, svo hugarflugið getur ráðið, en hér eftir fylgir uppskrift að ein- um heitum potti. 1. Veljið stað fyrir heita pott- inn. Betra er að byrja að rissa upp á blað hvernig afstaða hlutanna er. Í byggingareglugerð er heiti potturinn kallaður setlaug og vert er að sækja um leyfi til bygging- aryfirvalda. Í reglugerðinni er sagt að barmur setlaugar skuli vera a.m.k. 40 cm yfir göngu- svæði umhverfis hana. Einnig eru ákvæði um öryggi sem vert er að fara yfir. Ekki viljum við brenna börnin okkar. 2. Útvegið efni og áhöld. Áhöld sem þið eigið ekki má taka á leigu. Efnið fæst í bygginga- vöruverslunum. 3. Grafið fyrir potti og lögn- um. Tækin eru haki, skófla og hjólbörur, sem gefur líkamsrækt í leiðinni, eða lítil skurðgrafa fyrir þá sem vilja borga fyrir líkams- ræktina annars staðar. 4. Leggið lagnir sem þarf inn undir pottinn. Hér voru notuð PVC-rör með límdum samskeyt- um sem fást í Vatnsvirkjanum. 5. Með jarðvegi, einangrun og krossviði er lag pottsins mótað. Ferrósteypan sjálf er aðeins um ein tomma á þykkt svo formið verður nánast eins og mótið. 6. Mótið er klætt tveimur til þremur lögum af hænsnaneti. Netið er fest með heftibyssu í krossviðinn. Þá eru bundnir með bindivír og snellu 5 mm teinar í 7. maí 2003Hús og garðar4 Gerðu þinn eigin pott sjálfur: Heitur pottur úr ferrósteypu Hallgrímur Axelsson verkfræðingur ráðleggur lesendum um hvernig hægt er að gera heitan pott í garðinum. NEÐSTI HLUTI MÓTSINS STILLTUR Síðan er möl mokað að. EFRI HLUTI MÓTSINS Kominn á sinn stað. HÆNSNANETIÐ Þarf að hefta fast. PÁSA Litið upp út járnabindingunni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.