Fréttablaðið - 07.05.2003, Síða 25

Fréttablaðið - 07.05.2003, Síða 25
7. maí 2003 Hús og garðar 7 Margrét Auðuns er ein þeirrasem una sér löngum stundum í garðinum sínum á sumrin. Í garðinum hennar er mikið af klif- urjurtum, en þær eru ekki mjög algeng sjón við íslensk hús. Mar- grét segir hafa tekið mörg ár að koma garðinum í stand. „Það var gömul kona sem bjó hérna áður en ég flutti, sem var mikil blóma- kona. Hún hafði verið veik og garðurinn var kominn í órækt svo ég tók mig til og ákvað að koma honum í rækt.“ Margrét segist vera með uppá- haldsskot í garðinum, þar sem hún er með klifurplöntur, berg- fléttu og gullregn. „Það tekur mörg ár að koma bergfléttunni til, fyrst þarf að festa hana niður með hænsnaneti og bíða svo í tvö ár, en þá fer þetta líka að skríða,“ segir Margrét. „Ég áttaði mig ekki á því í fyrstu, en svo festi ég hana niður með mjóum renningum af hænsnaneti og eftir það var þetta ekkert mál.“ Margrét er ekki farin að sinna vorverkunum í garðinum ennþá. „Eggert Þorleifsson, sem er með yndislegan garð, býr hér gegnt mér, og ég hermi þetta svolítið eftir honum,“ segir Margrét hlæj- andi. „Það má ekki byrja of snemma, plönturnar þurfa að fá að potast aðeins upp, maður fær miklu betri plöntur ef maður gef- ur þeim smá grið. Fólk er oft svo óþolinmótt,“ segir Margrét. Hún segir að vissulega fylgi talsvert smádýralíf fléttunni á veggnum, en hún lætur það ekk- ert á sig fá. „Aðalatriðið er að geta verið í garðinum á sumrin, mér finnst svo gott að vera í garðvinnunni, það er svona minn „sumarbústaður“.“ ■ Vafningsviður í garðinum Garðurinn minn BERGFLÉTTAN HENN- AR MARGRÉTAR Það er óneitanlega prýði að klifurjurtum. Að mála utanhúss Þegar mála á utanhúss er margt sem ber að hafa í huga, en aðal- atriðið er að undirbúa vel flötinn sem á að mála, hvort sem um er að ræða stein eða timbur. Steininn þarf að þvo vel og ná burtu ryki, salti og öðrum óhrein- indum og fjarlægja alla lausa málningu og múr. Sama gildir um viðinn, en hann þarf að vera þurr og hreinn fyrir málun. Látið aldrei viðinn standa óvarinn úti, ekki heldur þó hann sé gagnvar- inn, því vörnin ver hann ein- göngu fyrir fúasveppum, en ekki sól og raka. MÁLUN ER VANDAVERK VIÐ ÍSLENSK- AR AÐSTÆÐUR Ef málningin á að endast í rysjóttu ís- lensku veðurfari þarf að vanda undirbún- inginn sérlega vel. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Garðúðun meindýraeyðir Úðum garða gegn maðki og lús. Eyðum kóngulóm af húsum og öllum skordýr- um innanhúss. Fjarlægum geit- ungabú og starrahreiður. Úðum greni gegn sitkalús. gardudun.is sími 567 6090 / 897 5206 Vönduð 2 fm barnahús með 2 fm verönd. Á húsunum er aðalinngangur, svalahurð, 2 gluggar og allt í frönskum stíl. Einnig fylgir fast borð, 2 kollar og gardínur. 2 litir, hvítt og ljós eik. Verð 95.000 + vsk Uppl. í síma 868 3235 og 897 5396

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.