Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.05.2003, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 07.05.2003, Qupperneq 33
MIÐVIKUDAGUR 7. maí 2003 21 www.samfylking.is Móðurást Auðbrekku 2, Kópavogi Meðganga og brjóstagjöf Mikið vöruúrval BENEDIKT ERLINGSSON Það er smurbrauðið, ekki spurn-ing. Maður stendur með sínu fólki. Hin smyrjandi jómfrú er staðurinn. Bestiskyndibitinn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 VIKA 18 Justin Timberlake ROCK YOUR BODY Saybia THE SECOND YOU SLEEP 50 Cent IN DA CLUB Birgitta Haukdal OPEN YOUR HEART Thicke WHEN I GET YOU ALONE Junior Senior MOVE YOUR FEET Scooter WEEKEND Í svörtum fötum TÍMABIL Dannii Minogue I BEGIN TO WONDER Nelly feat Justin Timberlake WORK IT Missy Elliott GOSSIP FOLKS Madonna AMERICAN LIFE Blue U MAKE ME WANNA Room 5 feat Olivier Cheatham MAKE LUV Evanescene BRING ME TO LIFE Á móti sól DROTTNINGAR Mis-Teeq SCANDALOUS Robbie Williams COME UNDONE David Guetta JUST A LITTLE MORE LOVE Nas I CAN Íslenski listinná FM957 Þetta er allt að hefjast núna,burðirnir hjá dýrunum,“ segir Tómas Ó. Guðjónsson, forstöðu- maður Fjölskyldu- og húsdýra- garðsins. „Nú er von á hverri teg- undinni á fætur annarri að bera á næstunni.“ Fyrstu lömbin fæddust í Hús- dýragarðinum í byrjun mánaðar- ins og tófan er þegar gotin. Selirn- ir fara svo af stað í byrjun júní. „Meira að segja starfsfólkið er að fara að „bera“ á næstunni,“ segir Tómas. „Það er alger sprenging í því, svo þetta er sann- kölluð einmunatíð. Mikil frjósemi bæði hjá dýrunum og mannfólk- inu.“ Reyndar er ekki von á neinum hreindýrskálfum þetta árið. „Við vorum ekki með nógu gamlan tarf í fyrra til að gagnast kúnum. Þeim á Austurlandi hefur ekki heldur tekist að veiða fyrir okkur tarf í vetur vegna snjóleys- is.“ Fjölskyldugarðurinn verður svo opnaður formlega 15. maí eins og jafnan ár hvert. „Þá gangsetjum við tækin og um leið lengjum við opnunartím- ann um klukkutíma þannig að hér verður opið frá 10 til 18 alla daga í sumar.“ Tómas segir stefnuna að taka nýtt tæki í notkun á hverju ári, og nú í júní verður tekið í notkun tæki sem rúmar 24 gesti. „Þetta er skip sem gengur eftir sleða og snýst. Það verður einhvers konar rugguskip og gengur undir vinnu- heitinu Krakkafoss.“ Svo verður opnuð minjagripa- verslun í Húsdýragarðinum á næstu vikum. Aðsóknin að garðin- um hefur aldrei verið meiri í apr- ílmánuði heldur en nú, og reyndar hefur hvert aðsóknarmetið að garðinum á fætur öðru verið að falla. ■ FYRSTU LÖMBIN Í HÚSDÝRAGARÐINUM Allt ólgar af lífi í Húsdýragarðinum þessa dagana. Hver tegundin á fætur annarri fer að bera á næstu dögum og vikum. Frjósemistíð hjá bæði dýrum og mannfólki ■ FJÖLSKYLDULÍF ■ FYRIRLESTUR Þetta er sannkölluð tímavél,“ seg-ir Guðmundur Ingólfsson ljós- myndari um myndasafn Ólafs K. Magnússonar. „Þarna er löngu horf- ið andrúmsloft og umhverfi í stór- um stíl.“ Ólafur var fyrsti fastráðni blaðaljósmyndarinn á Íslandi og starfaði við það hjá Morgunblaðinu í næstum því hálfa öld. „Þar fyrir utan var hann bæði forvitinn maður og mikill frétta- haukur.“ Guðmundur fékk í hendurnar myndasafn Ólafs, sem nýbúið er að koma á prufuform eða svokallaða kontakta. „Ég vissi vel að þetta væri spennandi safn, en mig óraði ekki fyrir því að það væri svona spenn- andi. Magnið er ótrúlegt og ferill- inn langur, þannig að fólk getur fundið í þessu safni nánast hvað sem er. Þarna eru myndir úr mið- bænum, pólitíkin, menningarlífið og ég veit ekki hvað. Maðurinn var líka í einstæðri aðstöðu á Moggan- um.“ Guðmundur flytur fyrirlestur í kvöld um Ólaf í fyrirlestraröð Ljós- myndasafns Reykjavíkur, sem helguð er minningu Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara. „Hann er alls óskyldur Óla,“ segir Guðmundur. „En þegar mér bauðst að halda þennan fyrirlestur ákvað ég, frekar en að tala um sjálfan mig, að vekja athygli á þessu safni.“ ■ LJÓSMYNDARINN PRÓFAR KJARVALSHATTINN Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari fjallar í kvöld um fyrsta fastráðna fréttaljósmyndara Ís- lands í fyrirlestri í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sannkölluð tímavél

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.