Fréttablaðið - 07.05.2003, Side 43

Fréttablaðið - 07.05.2003, Side 43
31MIÐVIKUDAGUR 7. maí 2003 ALCOA í ártölum AUSTFIRÐIR Árið 2005 er áætlað að byggingarframkvæmdir álvers í Reyðarfirði hefjist. Í apríl 2007 er stefnt að því að fyrsta framleiðsla álversins líti dagsins ljós. Í október 2007 á verksmiðjan að vera komin í full afköst. Á miðju ári 2006 á ráðning starfsmanna að fara fram og hljóta þeir í framhaldinu þjálfun í undirbúningi að gangsetningu verksmiðjunnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Trevor Adams og Wade Hughes frá ALCOA á fundi sem þeir héldu með Austfirðingum í samkomuhúsinu Valhöll á Eski- firði í fyrrakvöld. Húsfyllir var. ■ Þetta var ekki leynileg kosning.Á skrifstofu ræðismannsins í Benidorm var alls kyns önnur starfsemi í gangi á skrifborðum allt í kring og enginn kjörklefi,“ segir Ragnar Jóhannesson, fyrr- verandi slökkviliðsstjóri, sem var í hópi eldri borgara sem kusu utan kjörfundar á Spáni á dögunum. Farið var með fólkið í tveimur 80 manna rútum frá Torrevieja til Benidorm, um hundrað kílómetra leið: „Mér finnst að ræðismaðurinn hefði getað komið með kjörkass- ann til okkar frekar en að leggja þetta ferðalag á okkur, því þegar við komum til Benidorm var skrif- stofa hans lokuð og þurftu sumir að bíða í þrjá tíma í biðröð áður en þeir komust að,“ segir Ragnar. Um 300 Íslendingar hafa vetur- setu á Costa Blanca-svæðinu sunn- an við Alicante á Spáni. Mest eru það eldri borgarar sem lokið hafa lífsstarfinu hér heima og kjósa að eyða ævikvöldinu í spænskri sól. Að sögn Ragnars tók ferðalagið töluvert á suma kjósendurna, sem eru við misgóða heilsu. „Leiðsögumaðurinn sagði okkur að Sjálfstæðisflokkurinn hefði greitt fyrir rúturnar en meira veit ég ekki um það. Hins vegar er mér engin launung á því að sjálfur kaus ég Frjálslynda flokkinn eins og svo margir aðrir sem hér búa,“ segir Ragnar, sem hvetur menn til að vanda betur til utankjörfundar- kosninga erlendis ef hátturinn sem hér var á hafður er algengur ann- ars staðar. Annars er veðrið á Spánar- ströndum ágætt núna og bíða Ís- lendingarnir spenntir úrslita kosn- inganna. ■ BIÐRÖÐIN Í BENIDORM Eftir langt ferðalag þurftu margir að bíða lengi. Enginn kjörklefi og kosningin alls ekki leynileg. Þrjá tíma í biðröð – enginn kjörklefi Kosningar ■ Tvær þéttsetnar rútur með eldri borgara sem hafa vetursetu á Spáni óku á dögunum hundrað kílómetra leið til að láta þá kjósa. Ekki voru allir á eitt sáttir með framkvæmd kosningarinnar, sem fram fór í Benidorm. SPAUGSTOFAN Vildi fylgja kosningunum til enda en fékk ekki. Spaugstofan ekki bönnuð SJÓNVARP „Þetta var bara búið í vetur samkvæmt samningi sem gerður var fyrir löngu,“ segir Pálmi Gestsson leikari um Spaug- stofuna, sem ekki var á dagskrá Ríkissjónvarpsins síðastliðinn laugardag og verður ekki þann næsta, en þá er kjördagur. Orðrómur þess efnis að yfirvöld- um hafi ekki þótt við hæfi að láta þá félaga ærslast og spauga með pólitík svona nærri kosningum á því ekki við rök að styðjast. „Að vísu vildum við halda áfram og fylgja kosningunum til enda en það reyndist ekki unnt vegna kostnaðar og annars. Það voru í það minnsta skýringarnar sem við fengum,“ segir hann. Ákveðið hefur verið að Spaug- stofan verði áfram á dagskrá Ríkissjónvarpsins næsta vetur. Einungis á eftir að gera formleg- an samning þar um: „Þetta gekk vel í vetur, frábærlega vel ef marka skal skoðanakannanir og ekki síður viðtökur fólks al- mennt,“ segir Pálmi en síðasti Spaugstofuþátturinn var á dag- skrá 27. apríl. ■ Kosninga- samloka LEIKHÚS Sýningum á Hinni smyrj- andi jómfrú lýkur um helgina en jómfrúin hefur notið mikilla vin- sælda frá því hún var frumsýnd í Iðnó í nóvember í fyrra. Þeir sem hafa ekki enn séð þessa leiksýn- ingu um danska smurbrauðið og íslenska þjóðarsál geta skellt sér á nokkurs konar kosningasamloku en verkið verður sýnt sitt hvoru megin við alþingiskosningarnar á föstudaginn og sunnudaginn. Benedikt Erlingsson, leik- stjóri sýningarinnar, segir hana fanga íslenskan samtíma á mjög sérstakan hátt: „samlokan lýsir einkar vel íslenskum hugsunar- hætti en hún er sviplaus og ljót fæða sem er étin í flýti án þess að menn hafi nokkra hugmynd um hvað þeir eru að innbyrða. Þeir sem eiga eftir að sjá leiksýning- una geta því skellt sér á aðra hvora sneiðina þann 9. eða 11. og upplifað yfirburði hins opna og listfenga danska smurbrauðs- samfélags yfir samfélagi sam- lokunnar“. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.