Fréttablaðið - 07.05.2003, Síða 46

Fréttablaðið - 07.05.2003, Síða 46
34 7. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR Níels Hafsteinsson, Íslands-meistari barþjóna í fyrra, endurtók leikinn í Íslandsmeist- arakeppni í gerð þurra kokteila í ár. „Ég sannaði það núna að þetta var engin tilviljun,“ segir Níels. Hann á ekki langt að sækja hæfi- leikana því faðir hans, Hafsteinn Egilsson, hefur einnig unnið Ís- landsmeistaratitil í þessari grein. „Hann vann þetta einu sinni, það var samt engin tilviljun,“ segir Níels og hlær. „Góður barþjónn verður að vera þolinmóður, hugmyndaríkur og tilbúinn til að koma til móts við þarfir gestanna. Þær eru eins mismunandi og gestirnir eru margir.“ Snemma beygist krók- urinn, því Níels valdi strax í gagnfræðaskóla að kynna sér þjónsstarfið í starfskynningu. Þeir feðgar hafa ásamt félaga sínum Hendrik Hermannssyni tekið við veitingarekstri Radisson SAS hótelsins, Hótel Sögu. Þar hefur Níels unnið síðan 1987. „Ég hef aldrei hætt þar, þótt ég hafi rekið veitingastaði meðfram.“ Hann segir fagvitund og kröf- ur hafa vaxið í þjónsstarfinu. „Það má segja að breytingarnar hafi orðið þegar innflytjendum var leyft að selja beint til veit- ingahúsa.“ Sem vínþjónn hefur hann fylgst með þróuninni. Áhugi fólks á vínum hefur aukist mikið. „Það eru miklu meiri kröfur. Kúnninn getur rekið mann á gat ef maður kann ekki nógu mikið.“ Margir viðskiptavinir viti orðið svo mikið um vín að þjónar megi hafa sig alla við. „Þetta er þriggja ára nám og íslenskir þjónar eru mjög hátt skrifaðir, það finnur maður þegar maður er erlendis.“ Í keppni eru kokteilarnir metnir eftir bragði fyrst og fremst, og svo útliti og lykt. Níels reiknar með að búa til nýjan kok- teil fyrir heimsmeistaramótið í Sevilla á Spáni. „Hann verður suðrænni. Smekkurinn er svo misjafn,“ segir hann. ■ Persónan NÍELS HAFSTEINSSON ■ barþjónn sýndi og sannaði að Íslandsmeistaratitill í fyrra var engin tilviljun. Hann vann aftur í ár og varð með því föðurbetrungur. Tvöfaldur meistari kokteilanna Þetta var nú mest í gríni. Vin-kona mín sendi mynd af mér út eftir auglýsingu sem við sáum á Netinu og þá kom tilboðið,“ segir Elísabet Halldórsdóttir, tvítug Grafarvogsmær og nemandi í Fjölbraut í Ármúla, sem hefur fengið tilboð um að auglýsa nær- fatnað fyrir stórfyrirtækið Vict- oria’s Secret. Fyrirtækið er í fremstu röð framleiðenda nær- fatnaðar fyrir konur og hefur skapað sér sérstöðu á markaði sem veltir stjarnfræðilegum upp- hæðum. Í tilboðinu var Elísabetu boðið að koma út í myndatöku og boðin álitleg greiðsla fyrir: „Þetta eru alla vega meiri peningar en ég hef nokkru sinni átt. En mér var bannað að segja hversu mikið þetta er,“ segir hún. Victoria’s Secret er með höfuð- stöðvar í Bandaríkjunum en rekur útibú víða um heim. Elísabet fer í myndatökurnar til New York: „Ég svaraði þeim að ég væri í prófum og gæti ekki komið fyrr en að þeim loknum,“ segir Elísabet sem er á viðskiptafræðibraut í Ármúlanum og sér margvíslega möguleika í til- boðinu. Sjálf hefur hún lengi geng- ið í nærfötum frá Victoria’s Secret og þá yfirleitt pantað þau í gegnum Netið að utan: „Þetta er fínn undir- fatnaður og ég kvíði alls ekki fyrir að fara í myndtökurnar. Fyrirtæk- ið auglýsir með stílhreinum mynd- um og þetta eru alls engar nektar- myndir,“ segir Elísabet, sem sam- hliða náminu starfar í Hagkaupum í Spönginni í Grafarvogi. Hún verður þar þó ekki lengi ef mynda- tökurnar fyrir Victoria’s Secret í New York ganga vel. Elísabet er á lista hjá model.com og er á leið á listann hjá model.is. Þá er hún skráð hjá supermodel.com í New York og tók þátt í keppni hjá playboy.com þar sem hún lá á veitingahúsborði og lét gesti snæða sushi-rétti af lík- ama sínum. eir@frettabladid.is KOKTEILMEISTARI Níels Hafsteinsson er meistarabarþjónn. Hann segir vínþjóna mæta auknum kröf- um vegna þess að kúnnarnir verða sífellt upplýstari. Fyrirsæta Tvítugri Grafarvogsmær hefur verið boðið að auglýsa nærfatnað fyrir einn þekktasta framleiðanda heims. Elísabet Halldórsdótt- ir er á leið til Victoria’s Secret í New York. Auglýsir nærföt fyrir Victoria’s Secret ELÍSABET HALLDÓRSDÓTTIR Sendi út mynd af sér í gríni og fékk alvöru tilboð til baka. Ekkert verður af Íslands-heimsókn franska rithöfund- arins Michel Houellebecq en fjölmiðlar höfðu greint frá því að til stæði að hann kæmi hing- að í boði franska sendiráðsins, Máls og menningar og HÍ og héldi m.a. fyrirlestur í HÍ þann 10. maí. Af óviðráðanlegum per- sónulegum ástæðum verður ekkert af Íslandsferð höfundar- ins að sinni en hann hefur lýst áhuga á að koma hingað til lands síðar. Bækur Houelle- becqs, Öreindirnar og Áform, hafa vakið verðskuldaða athygli úti um allan heim enda lýsir hann hnignun mannsandans á vægast sagt bersöglan og klám- fenginn hátt. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Á Húsavík. Sir Alex Ferguson. Bíó Reykjavík. ■ Leiðrétting Þrátt fyrir verulega fækkun í bandaríska hern- um á Keflavíkurflugvelli stendur ekki til að Securitas yfirtaki varnarsamninginn við Bandaríkin. af fólkiFréttir VICTORIA’S SECRET Leiðandi í framleiðslu nær- fatnaðar fyrir konur og veltir stjarnfræðilegum upphæðum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Hrósið ...fær James Bond fyrir að laða ferðamenn til Íslands.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.