Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.05.2003, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 08.05.2003, Qupperneq 16
16 8. maí 2003 FIMMTUDAGUR EINBEITTUR Rússneski tenniskappinn Yevgeny Kafelnikov var einbeittur á svip í viðureign sinni við Ítalann Giorgio Galimberti á Opna Ítalska meistaramótinu í tennis í gær. Einbeitingin bar árangur þvi Kafelnikov vann leikinn 7:5 og 6:1. Tennis FÓTBOLTI Erlendir leikmenn eru marksæknastir í flestum helstu deildum Evrópu. Serbinn Mateja Kezman hefur skorað 31 mark fyrir PSV Eindhoven í hollensku deildinni en markahæsti Hollend- ingurinn, Roy Makaay, hefur skorað 27 mörk fyrir Deportivo La Coruña á Spáni. Hollendingur er einnig marka- hæstur á Englandi, Kongómaður og Portúgali í Frakklandi, Svíi í Skotlandi, Úrúgvæi í Sviss og Spánverji af dönskum ættum í Þýskalandi. Heimamenn eru markahæstir í þremur löndum. Tveir belgískir leikmenn deila efsta sætinu í Belgíu með Norðmanninum Ole- Martin Årst. Arnar Grétarsson er sjötti markahæstur í Belgíu með 17 mörk. Christian Vieri (Inter- nazionale) er markahæstur á Ítal- íu með 24 mörk, átta fleiri en Al- essandro Del Piero (Juventus) og Filippo Inzaghi (Milan). Rúmen- inn Adrian Mutu (Parma) er markahæstur erlendra leikmanna á Ítalíu með 15 mörk. Simão Sabrosa (Benfica) er markahæstur í Portúgal, einu marki á undan Brasilíumanninum Adriano Vieira Louzada hjá CD Nacional. Eistlendingurinn Andrei Krõlov (TVMK Tallinn) er marka- hæstur í Evrópu með 37 mörk og Armeninn Arman Karamyan (FC Pyunik) er næstur með 36 mörk. Þriðji er Mateja Kezman (PSV Eindhoven) með 31 mark. Roy Makaay (Deportivo La Coruña) og Henrik Larsson (Celtic) hafa skorað 27 mörk. Krõlov fær þó ekki gullskóinn sem samtök evr- ópskra knattspyrnutímarita veita. Í keppninni um gullskóinn er reynt að jafna styrkleikamun deildanna með mismunandi stuðl- um. Deildir þeirra þjóða sem eru í 1. til 8. sæti á styrkleikalista UEFA fá stuðulinn tvo, þær sem eru í 9. til 21. sæti stuðulinn 1,5 en aðrar deildir stuðulinn einn. Þar með verður Makaay efstur með 54 stig en Kezman er í 4. sæti með 46,5 stig þar sem stuðullinn fyrir hollensku deildina er 1,5. Ruud van Nistelrooy (Man. United) og Christian Vieri (Internazionale) eru í 2. sæti með 48 stig en þeir hafa skorað 24 mörk. ■ ROY MAKAAY Hollendingurinn Roy Makaay í baráttu við Portúgalann Fernando Couto í landsleik þjóðanna í lok apríl. Makaay leikur með Deportivo La Coruña á Spáni og Couto með Lazio á Ítalíu. AUSTURRÍKI Axel Lawree (Belgi/SW Bregenz) 16 BELGÍA Ole-Martin Årst (Norðmaður/Standard Liége) 21 Wesley Sonck (Belgi/RC Genk) 21 Cedric Roussel (Belgi/RAEC Mons) 21 ENGLAND Ruud van Nisterooy (Hollendingur/Man. Utd.) 24 FRAKKLAND Shabani Nonda (Kongómaður/Monaco) 20 Pauleta (Portúgali/Bordeaux) 20 HOLLAND Mateja Kezman (Serbi/PSV Eindhoven) 31 ÍTALÍA Christian Vieri (Ítali/Inter Milano) 24 PORTÚGAL Simão Sabrosa (Portúgali/Benfica) 17 SKOTLAND Henrik Larsson (Svíi/Celtic) 27 SPÁNN Roy Makaay (Hollendingur/Deportivo) 27 SVISS Richard Nuñez (Úrúgvæi/Grasshoppers) 18 ÞÝSKALAND Thomas Christiansen (Spánverji/Bochum) 18 Marksæknir útlendingar Erlendir leikmenn eru markahæstir í flestum stærri deildum Evrópu. Hollendingurinn Roy Makaay er efstur í keppninni um gullskóinn. KÖRFUBOLTI Sacramento Kings vann Dallas Mavericks með 124 stigum gegn 113 í fyrstu viður- eign liðanna í úrslitakeppni NBA- deildarinnar í fyrrakvöld. Peja Stojakovic var stigahæst- ur í liði Kings með 26 stig og Chris Webber bætti við 24 stigum. Kings hafði mikla yfirburði í leiknum og náði m.a. 20 stiga for- ystu snemma í þriðja leikhluta. Detroit Pistons vann Phila- delphia 76ers 98:87. Richard Hamilton skoraði 25 stig fyrir Pistons, en Allen Iverson setti nið- ur 27 stig fyrir 76ers. ■ Kvennalandsleikir háðir á Íslandi: Þeir fyrstu síðan 1997 KÖRFUBOLTI Dagana 23. og 25. maí næstkomandi verða fyrstu kvennalandsleikirnir háðir hér á landi í sex ár, eða síðan 1997. Þá kemur norska landsliðið í heimsókn og leikur þrjá leiki við okkar stúlkur. Karlalið Norðmanna kemur einnig til landsins og leikur þrjá leiki við landsliðið okkar. Landslið þjóðanna hafa mæst 39. sinnum. Þessir leikir eru hugsaðir sem lið- ur í undirbúningi liðanna fyrir Smáþjóðaleikana sem verða haldnir á Möltu í byrjun júní. Guðmundur Bragason, leik- maður Grindavíkur kemur aftur inn í karlalandsliðið eftir nokkurt hlé. Auk þess eru tveir leikmenn af erlendum uppruna í hópnum, þeir Brenton Birmingham og Damon Johnson. Leikirnir verða spilaðir í Keflavík föstudaginn 23. maí, í Reykjavík laugardaginn 24. maí og sunnudaginn 25. maí að Ásvöll- um í Hafnarfirði. ■ ÍR ÍR-ingar geta jafnað metin með sigri gegn Haukum í kvöld. Úrslitakeppnin í hand- bolta: ÍR-ingar geta jafnað metin HANDBOLTI ÍR-ingar geta jafnað metin gegn Haukum í Austur- bergi í öðrum úrslitaleik liðanna í Esso deild karla í handbolta í kvöld. Haukar unnu fyrri leikinn með nokkrum yfirburðum og því eiga lærisveinar Júlíusar Jónassonar harma að hefna. Fari svo að Haukar vinni leik- inn í kvöld geta þeir tryggt sér Ís- landsmeistaratitilinn á heimavelli sínum að Ásvöllum á sunnudag- inn. ■ KR: Formaður kosinn í kvöld ÍÞRÓTTIR Nýr formaður KR verður kjörinn á aðalfundi félagsins í kvöld. Kristinn Jónsson, sem hef- ur verið formaður félagsins í 12 ár, tilkynnti eftir endurkjör á að- alfundi KR í fyrra að hann væri að hefja sitt síðasta ár í embætt- inu. Guðjón Guðmundsson er einn í kjöri til formanns félagsins en hann hefur verið formaður knatt- spyrnudeildar KR frá 1998. Hann sagði sig úr stjórn deildarinnar á þriðjudag og var Magnús Ingi- mundarson kosinn formaður í hans stað. ■ AP /M YN D STOJAKOVIC Peja Stojakovic, leikmaður Sacramento Kings, var í stuði í fyrrakvöld og skoraði 26 stig. Michael Finley, leikmaður Dallas Mavericks, fylgist með. Úrslitakeppni NBA: Yfirburðir hjá Kings AP /M YN D FÓTBOLTI Oliver Kahn, markvörð- ur Bayern München, hefur gefið í skin að hann sé á leið frá félag- inu. Í vikulegum dálki sínum í Bild segir hann að hann hafi unn- ið allt sem hægt sé að vinna með Bayern og leiðir hugann að nýj- um viðfangsefnum á nýjum stað. „Ef þú leikur erlendis þarftu að sanna þig að nýju. Þú þarft að byrja frá grunni. Það getur verið ágætt því það býður upp á nýja möguleika.“ Kahn kom til Bayern frá Karlsruhe árið 1994. Hann lék með yngri flokkum Karlsruhe frá sex ára aldri og loks með aðalliði félagsins árið 1987. Þremur árum síðar varð hann aðalmarkvörður Karlsruhe. Afrekaskrá Kahns staðfestir það að hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Bayern. Hann hefur fimm sinnum orðið þýskur meistari með félaginu, einu sinni bikarmeistari og árið 2001 varð hann Evrópumeistari og Heimsmeistari. Kahn lék sinn 400. leik í Búndeslígunni þegar Bayern vann Kaiserslautern um síðustu helgi. ■ OLIVER KAHN Kahn fagnar sigri Bayern í þýsku deildinni eftir leikinn gegn Wolfsburg 26. apríl. Þýska knattspyrnan: Kahn á leið frá Bayern?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.