Fréttablaðið - 08.05.2003, Side 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
SIGURJÓNS MAGNÚSAR
EGILSSONAR
Eins og flestir blaðamenn geng égmeð bók í maganum. Mín á að
verða mjög góð. Þekki mann sem er
að verða 100 ára og var meira en 70
ár til sjós. Hann var á sjó báðar
heimsstyrjaldirnar, í Halaveðrinu,
öllum þorskastríðunum og svona má
lengi telja. Þegar hann byrjaði var
engin höfn í Reykjavík, bara
bryggjusporður. Hann var elstur
systkinana og var aðeins tíu ára þeg-
ar pabbi hans dó. Sá hafði verið á
kútter Sigríði undir formennsku hins
mikla sægarps Björns í Ánanaustum.
HANN GRÉT og móðirin grét.
Framtíð heimilisins í óvissu. Ekkja
með fjögur börn og engar trygging-
ar. Það var bankað, Björn í Ána-
naustum var kominn. Hann sagði að
þeir vildu að strákurinn fengi pláss
föðurins. Móðirin fylgdi syninum til
skips. Hann kom sér fyrir í jullunni
sem róið var í átt að kútter Sigríði
sem lá við festar. Hún var í senn
stolt af syni sínum og kvíðin, aðeins
tíu ára gamall að fara til sjós og ger-
ast fyrirvinna heimilisins. Blessað
barnið.
HANN HORFÐI á móðurina þar
sem hún stóð á bryggjusporðinum.
Hann sá að hún hafði spennt greipar
í bæn sinni um að allt færi vel. Hún
var bænheyrð. Mörgum árum síðar
var hann í kolalest á togara sem var
við það að velta og sökkva í kaldan
sjóinn. Þetta var í Halaveðrinu.
Mörg skip sukku og margir sjómenn
drukknuðu. Ekki hann, honum og
hans félögum tókst að moka kolun-
um yfir í hina síðu skipsins og rétta
það við. Í þrjá sólarhringa mokuðu
þeir í ótrúlegri baráttu í von um að
bjarga sér frá drukknun.
ÉG HEF aðeins stiklað á stóru. Það
sem mér þykir merkilegast er að út-
gefendur segjast vilja sjá til hvort
hún eigi erindi á prent, saga manns
sem var á sjó í 70 ár, bjargaði heim-
ili sínu tíu ára, slapp við árásir óvina
í tveimur heimsstyrjöldum, mokaði
kolum í svarta myrkri til að bjarga
eigin lífi og annarra og er fullur af
þakklæti þegar hann horfir yfir far-
inn veg. ■
Með bók
í maganum
Velferð
Stutt ávörp flytja:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Össur Skarphéðinsson
Jóhanna Sigurðardóttir
Guðmundur Árni Stefánsson
Fimmtudaginn 8. maí kl. 17:00–19:00
Birgitta Haukdal og Írafár taka Eurovisionlagið
og nokkra Írafárssmelli
Reynistaðarbræður, Halldór Gylfason og Freyr
Eyjólfsson syngja, leika og fara með gamanmál
Dísella Lárusdóttir syngur m.a. vinsæl lög úr
Disneymyndum
Fimleikasýning frá Gerplu
Ríó tríó tekur lagið
Sirkusatriði úr leikritinu Rómeó og Júlíu
Hinir ægivinsælu sjónvarpsmenn
Sveppi og Auddi koma enn á óvart
Trúðar • Blöðrur • Andlitsmálun fyrir börnin
• Harmonikkuleikur
Hátíðinni stýrir Helgi Pétursson Allir velkomnir!
Fjölskylduhátíð
í Vetrargarðinum í Smáralind