Fréttablaðið - 13.06.2003, Side 31

Fréttablaðið - 13.06.2003, Side 31
13. júní 2003 FÖSTUDAGUR FÆÐING Íbúum í Viðey fjölgaði um fimmtíu prósent í síðustu viku. „Heitir það það ekki þegar tveir eru fyrir og við bætist einn?“ segir Ragnar Sigurjóns- son, stoltur faðir lítillar prins- essu. Ráðsmannshjónunum í Viðey, Ragnari og Sigríði Odd- nýju Stefánsdóttur, fæddist stúlka 5. júní. Þar með eru íbúar með lögheimili í Viðey orðnir þrír í stað tveggja áður. Stúlkan var tíu merkur og 49 sentímetr- ar. Sem sagt nett lítil prinsessa sem braggast vel. Um tuttugu þúsund gestir heimsækja eyna á hverju ári. Prinsessuna ætti ekki að skorta aðdáendurna. Hún fær líka nóg pláss og mikla náttúru. „Hér verpa tuttugu og fimm tegundir af fugli og mikil náttúra hér allt um kring.“ Skipulegar gönguferðir verða í Viðey á þriðjudagskvöldum í sumar. Ragnar segir að göngun- um fylgi fræðsla um tiltekin efni. Ef fólk er heppið gæti það barið Viðeyjarprinsessuna augum. Hún hefur ekki enn fengið nafn. „Við erum búin að ákveða skírn í haust.“ Skírnin verður auðvitað í hinni fallegu Viðeyjarkirkju. Annað kemur ekki til greina ■ Íbúunum fjölgaði um helming PRINSESSAN AF VIÐEY Með ljósa lokka, eins og prinsessu sæmir, er hún prinsessan sem fæddist ráðsmanns- hjónunum í Viðey.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.