Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Bíó 18 Íþróttir 12 Sjónvarp 20 DAGURINN Í DAG MÁNUDAGUR 14. júlí 2003 – 158. tölublað – 3. árgangur STA Ð R EY N D UM A U K I N F O R YS TA Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í júní 2003 29,1% 53,4% 65,9% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V Í ÁTT AÐ LÝÐRÆÐI Nýstofnað framkvæmdaráð Íraks lét verða sitt fyrsta verk að gera 9. apríl að almenn- um frídegi í landinu til að minnast brott- hvarfs Saddams Husseins. Vonir standa til að stofnun framkvæmdaráðsins efli lýð- ræðisþróun í landinu. Sjá bls. 2 RÉTTUR SNIÐGENGINN Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður hníf- stungumannsins, gagnrýnir að hvorki hann né umbjóðandi hans hafi fengið formlegar upplýsingar um breyttan vistarstað ákærða. Sjá bls. 4 STRÍÐSGLÆPALÖGUM BREYTT Forsætisráðherra Belgíu skýrði frá því að fljótlega verði sett ný lög um stríðsglæpi. Sjá bls. 4 HÓTA ÁRÁSUM Tvenn samtök herskrárra Palestínumanna, Hamas og Jihad, hóta að hefja aftur árásir. Sjá bls. 2 VEÐRIÐ Í DAG á leið til Íslands Dave Grohl: ▲ SÍÐA 18 Syngjandi trommuleikari kominn heim til nýrra starfa Umboðsmaður íslenska hestsins: ▲ SÍÐA 26 Hefur „flogist á“ við konuna Framtíð liðsins tryggð í bili Guðjón Þórðarson: ▲ SÍÐA 12 Bjartsýni í Barnsley Í dag verður víða gott veður og síðdegis má búast við besta veðrinu á Ísafirði og Flateyri. Sjá bls. 6 TOPPSLAGUR Á HLÍÐARENDA Kvennalið KR í fótbolta fer langleiðina með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Val í kvöld. Með því ná KR-ingar níu stiga forskoti á næstu lið. Valsstúlkur geta sett pressu á KR með sigri. Þá munar aðeins þremur stigum á liðunum auk þess sem þær eiga leik til góða. Sjá nánar: Sala: OLÍS, SHELL, ESSO, BYKO, FJARÐARKAUP, HÚSASMIÐJAN, HAG- KAUP, SAMKAUP, KS SAUÐAÁRKRÓKI, KB BORGARNESI FLUGNA- OG GEITUNGAVÖRUR SÓMALÍLAND „Ég er enn hjúkrunar- fræðingur og ljósmóðir. Ég var að taka á móti barni til klukkan þrjú í nótt, það var neyðartilfelli,“ sagði Edna Alda Ismail, utanríkis- ráðherra Sómalílands, í samtali við breska útvarpið BBC. Sómalíland er smáríki sem klauf sig út úr Sómalíu fyrir nokkrum árum. Utanríkisráðherr- ann er önnum kafinn, en þegar skyldum ráðherraembættisins sleppir sinnir Edna Alda Ismail hjúkrunarstörfum og það á sjúkrahúsi sem hún stofnaði sjálf. Ismail ferðast mikið og berst fyrir því að alþjóðasamfélagið viðurkenni Sómalíland. Hún segir lítið um frítíma, hann fari í svefn. „Ég bý á sjúkrahúsinu. Ef upp koma neyðartilfelli er stutt að sækja mig til að sinna þeim,“ sagði Ismail. Hún segir engan tíma fyrir hjónaband. „Ég er gift starfinu, sjúkrahús- inu og velferð Sómalílands. Ég er nú 66 ára gömul og á þrjú hjóna- bönd að baki. Hjónabönd hafa kosti og galla,“ sagði Edna Alda Ismail. ■ RÁÐHERRANN TEKUR Á MÓTI NÝBURUNUM Utanríkisráðherra Sómalílands lætur sér annt um íbúa lands síns. Hún býr á spítala sem hún stofnaði sjálf, sinnir þar hjúkrun og tekur á móti börnum. Fjölhæfur utanríkisráðherra Sómalílands: Hjúkrun í hjáverkum Tvö fíkniefnamál: Fjórir teknir LÖGREGLA Tvö fíkniefnamál komu upp í Hafnarfirði um helgina. Annað málið komst upp er bifreið var stöðvuð við almennt eftirlit og kannabisefni fundust á ökumanni bifreiðarinnar. Í kjölfarið var gerð húsleit heima hjá manninum og fundust þá tíu grömm í viðbót. Að sögn lögreglunnar hefur við- komandi aldrei verið viðriðinn fíkniefnamál áður en hann er rétt rúmlega tvítugur. Húsleit var einnig gerð í Hafn- arfirði um kvöldmatarleytið. Þó nokkuð af fíkniefnum fannst en þau eru nú til rannsóknar. Talið er að um hass, amfetamín og kókaín sé að ræða. Að sögn lögreglu fundust einnig tæki til blöndunar og notkunar á staðnum. Þrír voru handteknir. ■ Grænlenskir dagar: Kajak stolið ÞJÓFNAÐUR „Ég var á eftirlitsferð um bæinn aðfaranótt sunnudags þegar ég tók eftir kajak sem stóð hálfur út úr fólksbifreið,“ segir Guðmundur Sigurðsson, einn af aðstandendum Grænlenskra daga á Flateyri. Guðmundur elti þjófana, en kajakinn var einn af þeim sem höfðu verið notaðir fyrr um dag- inn í kajakkeppni. Áður en náðist til kajakþjófanna hafði þeim tek- ist að fela bátinn úti í vegarkanti og þurfti Guðmundur því að eyða dágóðum tíma við leit ásamt lög- reglunni. Kajakinn fannst að lok- um. ■ CONDOLEEZZA RICE Segir Bush ekki hafa farið með rangt mál. Rice um Bush: Allt satt og rétt WASHINGTON, AP „Yfirlýsingin var hárrétt,“ sagði Condoleezza Rice, öryggisráðgjafi Bandaríkjafor- seta, um orð George W. Bush í stefnuræðu sinni að Írakar hefðu reynt að kaupa úraníum frá Nígeríu. Upplýsingar um þetta hafa verið dregnar mjög í efa og er Hans Blix, fyrrum yfirmaður vopnaeftirlitssveita Sameinuðu þjóðanna, meðal þeirra sem segja yfirlýsingarnar byggðar á fölsuð- um skjölum. Rice sagði hins vegar í sjón- varpsviðtali í gær að ríkisstjórnin stæði við yfirlýsingar forsetans í stefnuræðunni. Komið hefur fram að George Tenet, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hafði áður fengið yfirlýsingu þessa efnis tekna úr fyrra ávarpi forsetans þar sem heimildirnar þóttu ekki nógu tryggar. ■ M YN D /A P VEL BÚINN Í VOTVIÐRI Þessi golfari lét vætusamt veður ekki aftra sér frá því að fara í golf í Grafarholtinu í gær. Dagar til golfiðju væru heldur fáir hér á suðvesturhorni landsins þetta sumarið ef áhugasamir létu rigninguna stöðva sig. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M HELGIN Þrátt fyrir að margir væru á faraldsfæti um helgina fengust þær upplýsingar hjá lögreglunni víða um land að umferðin hefði að mestu gengið vel fyrir sig þó að- stæður til aksturs væru misjafn- lega góðar. Bíll valt þó austan Hvolsvallar án þess að slys yrðu á fólki. Bíllinn er ónýtur. Þá var leit- að að erlendum ferðamönnum sem höfðu fest bíl sinn nálægt Hrauneyjum. Rigning fagnaði fjölda fólks sem sneri aftur á höfuðborgar- svæðið eftir ferðalög út á land um helgina. Rigningin og þétt umferð settu svip sinn á leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega 20.000 bílar fóru um Kjalarnes og Hellisheiði í gær, sumir á leið út á land en langflestir á leið í hina átt- ina. Tvær hátíðir drógu mikinn fólksfjölda til sín, Grænlenskir dagar á Flateyri og írskir dagar á Akranesi. „Það hefur allt gengið upp,“ segir Guðmundur Sigurðsson, skipuleggjandi grænlenskra daga á Flateyri. Þar var boðið upp á grænlenska sjö manna trumbu- sveit, kór frá Tasilaaq og heilt inúítaþorp þar sem 18 Grænlend- ingar léku þorpsbúa við fornar að- stæður. Mikinn mannfjölda dreif að á Akranesi þar sem fóru saman írskir dagar, sem haldnir voru í fjórða sinn, og Lottómótið í fót- bolta. Að sögn skipuleggjenda voru um 14.000 manns á Skagan- um þegar mest var, en íbúar eru rúmlega 5.000 talsins. „Fólk var hvatt til að koma út á göturnar með grillin sín og hér voru í gangi að minnsta kosti 20 risastórar grillveislur,“ segir Sigurður Sverrisson, skipuleggjandi írskra daga. Sumum gekk þó illa að komast heim af Skaganum. Örtröð var við Hvalfjarðargöngin upp úr klukk- an tvö og þurfti fólk að bíða lengi í bílum sínum eftir að komast í gegnum göngin. brynjolfur@frettabladid.is sjá bls. 2 Áfallalaust þrátt fyrir mikla umferð Umferðin gekk að mestu vel þegar tugir þúsunda sneru heim úr ferða- lögum um helgina. Meira en 20.000 bílar fóru um tvær helstu aðkomu- leiðir til höfuðborgarsvæðisins í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.