Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 13
FÓTBOLTI Botnlið Þróttar/Hauka í Landsbankadeild kvenna barðist vel gegn Eyjastúlkum á Ásvöllum í Hafnarfirði en hafði ekki erindi sem erfiði. Leiknum lyktaði með 0-3 tapi Þróttar/Hauka og sitja þær sem fastast á botni deildarinnar. Með sigrinum hefur ÍBV hins vegar sett pressu á lið Vals og Breiðabliks en þessi lið berjast um efstu sætin í deildinni. KR trónir sem fyrr á toppnum með 25 stig en Valsstúlkur geta minnkað forskot KR-stelpna niður í þrjú stig með sigri í kvöld þegar þessi lið mætast á Hlíðar- enda. Breiðablik leikur einnig í kvöld á heimavelli í Kópavogi gegn stelpunum í FH og kemst í 21 stig með sigri þar. Mikið veltur því á úr- slitum úr leik Vals og KR því sigri KR er staða liðsins orðin mjög væn- leg á toppnum. ■ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H IR 2 17 15 07 /2 00 3 Lengri tími fyrir góða umsókn Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 510 6200 og á www.ru.is Tölvunarfræðinám er góður valkostur fyrir nemendur sem falast eftir fjölbreytilegum, hagnýtum og vel launuðum störfum að námi loknu. Tölvunarfræði - umsóknarfrestur framlengdur til 15. ágúst BS nám (90 einingar) Nemendur útskrifast með sterkan fræðilegan grunn og þjálfun í að takast á við öra þróun í tækni og hagnýtingu hennar. Kerfisfræði (60 einingar) Nemendur geta útskrifast eftir tvö ár með kerfisfræðipróf. Fjarnám (60 einingar) Tækifæri fyrir fólk um allt land til að stunda háskólanám í tölvunarfræði. MS nám Tveggja ára nám með rannsóknaráherslu og í nánu samstarfi við erlenda háskóla. „Spár til lengri tíma gera ráð fyrir mun meiri vexti í upplýsingatækni en almennt í öðrum atvinnugreinum.“ Sjá t.d. U.S. Department of Labor: http://www.bls.gov/oco/ocos042.htm ■ Fótbolti 13MÁNUDAGUR 14. júlí 2003 hvað?hvar?hvenær? 11 12 13 14 15 16 17 JÚLÍ Mánudagur S í ð u m ú l a 3 4 , S í m i 5 3 3 3 3 3 1 Innrömmun 20% afsláttur til 20. júlí Málverk eftir Tolla, Karólínu, Atla Má, Jón Reykdal, Þ. Skúlason, K. Kvaran, Eggert, Gunnlaug Blöndal, Stórval, K Davisson, Flóka o.fl. Opið frá kl. 9-18 Kona við svalardyr eftir Atla Má TILBOÐ Tolli olía 90 x 100 360.000 240.000 Tolli olía 50x40 120.000 80.000 Tolli grafík 52x75 42.000 24.000 Tolli grafik 50x35 32.000 24.000 Karólína vatnsl 90x60 395.000 290.000 Atli Már acryl 30x30 57.000 43.000 Atli Már acryl 40x60 190.000 140.000 Karl Kvaran 90x70 180.000 120.000 Pétur Friðrik vatnsl 50x75 120.000 85.000 Jón Reykdal olía 80x100 34.000 235.000 ANDERSON TIL VILLARREAL Sonny Anderson hefur gengið til liðs við Villarreal á Spáni frá franska liðinu Lyon. Hinn 32 ára gamli Anderson gerði garðinn frægan með Barcelona áður en hann fór til Lyon. SVENSSON REIÐUR Sænski lands- liðsmaðurinn Anders Svensson hefur tjáð reiði sína í garð Gor- don Strachan, framkvæmdastjóra Southampton, en Strachan krafð- ist þess að Svensson stytti frí sitt til að leika æfingaleiki með lið- inu. Er þetta í annað sinn sem þeim lendir saman á stuttum tíma og ekki ólíklegt að Svenson óski eftir að verða settur á sölu- lista í kjölfarið. VERON TIL CHELSEA? Það fjölgar óðum á þeim lista yfir þá leikmenn sem Chelsea hefur áhuga á. Juan Sebastian Verón er nýjasta nafnið og telja enskir fjölmiðlar að Chel- sea sé reiðubúið að bjóða 1,8 millj- arða fyrir hann, en það er helming- ur þess verðs sem Manchester keypti hann á frá Lazio.  16.35 RÚV Fótboltakvöld. Endursýndur þáttur.  16.50 RÚV Helgarsportið. Endursýndur þáttur.  19.15 Laugardalsvöllur Fram mætir Fylki í Landsbankadeild karla.  20.00 Hlíðarendi Leikur Vals gegn KR í Landsbankadeild kvenna.  20.00 Kópavogsvöllur Breiðablik tekur á móti FH í Lands- bankadeild kvenna.  22.30 Sýn Gillette-sportpakkinn. Harry Kewell: Klúbbur á uppleið FÓTBOLTI Harry Kewell segir í við- tali við BBC að ástæða þess að hann hafnaði boði Manchester United en tók tilboði frá Liverpool sé sú að Liverpool sé félag á upp- leið en Manchester ekki. Liverpool keypti hann frá Leeds á 630 milljónir króna sem þykir gjafverð fyrir leikmann af hans kaliberi. Samningur Kewell er til fimm ára og mun hann bæta sóknarlínu Liverpool mikið. „Ég er viss um að United taki dýfu næsta tímabil. Þeir hafa ver- ið lengi á toppnum og það koma alltaf dýfur hjá félögum, sama hversu góð þau eru.“ ■ að vera góður boltamaður, það þarf hörku og vilja í bland.“ Guðjón segir góða möguleika á að fá til liðsins öfluga leikmenn, sérstaklega þar sem fjöldi leik- manna án samnings hefur sjaldan verið meiri. „Brynjar Björn er að æfa með okkur, eins Handyside frá Stoke og Gallimore frá Grims- by. Svo hyggst ég prófa fleiri í næstu viku en það kemur síðar í ljós hverjir það eru. En þetta er mikið pókerspil, að sýsla með samningslausa leikmenn. Mörg félög reyna að bíða eins lengi og hægt er þangað til leikmaðurinn er orðinn örvæntingarfullur og lækkar launakröfur sínar. Á móti kemur að á meðan þú bíður gæti annað félag skotið tilboði á leik- manninn í millitíðinni og þú misst af honum.“ Guðjón er ánægður með þær móttökur sem hann og ný stjórn hafa fengið í bænum og meðal stuðningsmanna liðsins. „Við höf- um átt fundi með stuðnings- mannaklúbbnum og forsvars- mönnum og það er mikil ánægja og bjartsýni með að liðið skuli loks vera komið í tryggari hendur. Fólk í bænum vill náttúrlega sjá liðinu vegna vel og nú sjá menn fram á betri daga en verið hefur lengi.“ ■ Götuboltamót: Fótbolti á Ingólfstorgi FÓTBOLTI Götuboltamót Landsbank- ans hefst í dag og fer fram á Ing- ólfstorgi út vikuna. 36 lið taka þátt, hvert með fjóra leikmenn, þar af þrjá sem eru á vellinum í einu. Þátttaka er opin fyrir almenning og skráning er í síma 897 2332. Aldurstakmark er 18 ár og þáttökugjald er 1.500 krónur á mann. Öll þátttökugjöld ganga óskert í peningaverðlaun til þriggja efstu liðanna. Opnunarleikurinn verður viðureign Borgarstjórnar Reykja- víkur og Bæjarráðs Akraness. Þórólfur Árnason borgarstjóri verður fyrir liði Reykjavíkur. ■ Þrjú stig í pott ÍBV í Landsbankadeild kvenna: Valsstelpur taka á móti KR GUÐJÓN ÞÓRÐASON Segir hópinn hjá Barnsley í heild lakari en hjá liði Stoke þegar hann hóf störf þar. ÞRÓTTUR/HAUKAR GEGN ÍBV Sigur Eyjastúlkna tryggir að þær verða áfram í toppbaráttunni..

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.