Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 2
2 14. júlí 2003 MÁNUDAGUR Finnst mér rétt að verðlauna Tyrki fyrir grikkinn sem þeir gerðu okkur forðum? Er ekki nær að halda íslenska daga í Vestmannaeyjum? Undanfarið hafa sveitarfélög boðið upp á írska daga, grænlenska daga og þar fram eftir götunum. Lúðvík Bergvinsson er oddviti Vestmannaeyjalistann sem er í meirihlutasam- starfi í bæjarstjórn. Spurningdagsins Lúðvík, fer ekki að koma að tyrkneskum dögum? ■ Innlent ■ Lögreglufréttir FERÐALÖG Grænlenskir dagar á Flateyri um helgina stóðu full- komlega undir væntingum, að sögn aðstandenda. „Það hefur allt gengið upp,“ segir Guðmund- ur Sigurðsson. Boðið var upp á tónlist á heimsvísu, grænlenska sjö manna trumbusveit, kór frá Tasilaaq og heilt inúítaþorp þar sem 18 Grænlendingar léku þorpsbúa til forna. Guðmundur sagði það örlítið hafa skyggt á hátíðina að gámur með búnaði Grænlendinganna 18 hafi misfarist, en því var reddað í snarhasti. „Við reistum bara nýtt inúítaþorp með heftibyssu og nú- tímagræjum,“ segir Guðmundur. Meðal dagskráratriða var kajakkepnni sjö þjóða þar sem Vestfirðingar höfnuðu í tveimur efstu sætunum. Þá voru tónleikar um allt, sölutjöld með varningi gesta og heimamanna, varðeldur og fjöldasöngur, dúndrandi dans- leikir á kvöldin og Jonathan Motz- feldt predikaði við messu í gær. „Þá verður að nefna að Össur Skarphéðinsson troðfyllti Vagn- inn þegar hann hélt þar fyrirlest- ur um samskipti Íslendinga og Grænlendinga til forna. Þar sló dr. Össur út skærustu popp- stjörnur, því Vagninn hefur aldrei verið eins troðinn og menn aldrei jafn hugfangnir,“ segir Guðmundur. „Svo hélt Guðni Ágústsson tölu í íþróttahúsinu sem verður í minnum höfð hvenær sem tveir Flateyringar koma saman.“ ■ Björgunarsveitin á Hvolsvelli: Barna og kvenna leitað LEIT Björgunarsveitin á Hvolsvelli hóf leit að tveimur konum og tveimur börnum um miðjan dag í gær. Konurnar höfðu samband við lögreglu þar sem jepplingur þeirra sat fastur. Einu upplýsing- ar um staðsetningu sem þær gátu gefið lögreglu voru að um tveir tímar voru frá því að þær tóku bensín í Hrauneyjum. Á fimmta tímanum fann björg- unarsveitin þau og fylgdi þeim til byggða. Hafði vegfarandi hjálpað þeim að losa bílinn í millitíðinni. ■ MÁLAÐ YFIR JIHAD Palestínskir öryggisverðir fylgjast með þegar borgarstarfsmaður málar yfir slagorð herskárra múslima. Hamas og Jihad: Hóta nýjum árásum BEIRUT, AP Tvenn samtök her- skárra Palestínumanna, Hamas og Jihad, hóta því að hefja aftur árásir á ísraelska borgara ef ísra- elsk stjórnvöld halda áfram að brjóta gegn vopnahlésskilmálum og palestínsk stjórnvöld halda áfram að handtaka og afvopna herskáa Palestínumenn. Hamas og Jihad lýstu því ein- hliða yfir í lok júní að þau myndu hætta árásum á Ísraelsmenn um þriggja mánaða skeið, en settu ísraelskum stjórnvöldum jafn- framt ákveðna vopnahésskil- mála. ■ BAGDAD, AP Nýstofnað fram- kvæmdaráð Íraks lét það verða sitt fyrsta verk að lýsa 9. apríl al- mennan frídag í landinu. Þann dag féll stjórn Saddams Husseins fyr- ir innrásarsveitum Bandaríkja- manna og Breta. Ráðið tók til starfa í gær og er vonast til þess að með stofnun þess megi þoka stjórnarfari land- ins í áttina að lýðræði. Í ráðinu eiga sæti 25 manns, þar af þrettán sjítar, fimm súnnít- ar, fimm Kúrdar, einn Túrkmeni og einn er kristinnar trúar. Meiri- hlutann mynda sjítar, enda eru 60 prósent landsmanna sjítar og sættu þeir margs kyns harðræði af hálfu stjórnar Saddams Hussein, sem er súnníti. Sjítar hafa hins vegar aldrei farið með stjórn Íraks. „Stofnun þessa ráðs er í sam- ræmi við þjóðarvilja Íraka eftir að einræðisstjórnin féll,“ sagði Mohammed Bahr al-Uloum, virt- ur sjítaklerkur sem á sæti í ráð- inu. Framkvæmdaráðið kemur saman í dag til þess að velja sér leiðtoga. Í tvo mánuði hafa staðið yfir viðræður milli bandarísku bráðabirgðastjórnarinnar og full- trúa helstu þjóðfélagshópa um skipan í framkvæmdaráðið. Þær viðræður náðu hámarki í síðustu viku. Ráðinu er ekki ætlað að stjórna til frambúðar. Innan fárra vikna verður skipað í stjórnarskrár- nefnd og í haust verður svo komið á fót 200-250 manna stjórnlaga- þingi, sem fær níu mánuði til þess að setja saman drög að stjórnar- skrá fyrir Írak. Í framhaldi af því fara fram almennar kosningar um þá stjórnarskrá. Margir Írakar lýstu í gær ánægju sinni með stofnun nýja stjórnarráðsins, en aðrir eru tor- tryggnir á áform Bandaríkja- manna. „Við viljum ekki að þetta ráð verði notað af Bandaríkjamönn- um til þess að ná fram markmið- um sínum í Írak,“ sagði Bassem al-Duleimi, 22 ára háskólanemi í Bagdad. ■ RIGNINGIN Rigningin slær engin met. Vætusamt veður: Svo gott að það rignir VEÐUR „Veðrið er svo gott að það rignir,“ sagði Björn Sævar Einars- son, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar hann var spurður út í úrkomuna síðustu daga og vik- ur. Margir landsmenn eru orðnir langþreyttir á bleytunni. Síðasti alþurri dagur í Reykja- vík var 3. júlí, fyrir tíu dögum. Björn sagði úrkomuna undanfarið ekki slá nein met og svo sem ekk- ert merkilegt við hana, nema þá helst að hún sé regnhlífarfær. Í dag verða skúrir með köflum og það sama gildir um morgundag- inn. ■ EINN MEÐ FIMM RÉTTA Einn var með fimm rétta í Lottó um helg- ina og fékk hann 6,6 milljónir í sinn hlut. INNBROT UM HÁBJARTAN DAG Þó innbrot í bíla séu algengust að næturlagi gerði þjófur í Kópavogi sér lítið í gær og braust inn í bíl um miðjan dag. Hann komst reyndar ekki langt áður en hann var stöðvaður af lögreglu. BÍLSLYS Í HLÍÐUNUM Nokkuð harður árekstur varð á mótum Barmahlíðar og Lönguhlíðar að- faranótt sunnudags. Að sögn lögreglu skemmdust bílarnir mikið og þurfti kranabíl til að fjarlæga þá. Ökumenn bifreið- anna voru fluttir á slysadeild með sjúkrabifreiðum en ekki var talið að um alvarleg meiðsl hafi verið að ræða. MIKIL UMFERÐ Í umdæmi Húsavíkurlögreglunnar er mik- ill straumur ferðamanna. Að sögn lögreglunnar höfðu um tíu troðfullar rútur farið í gegnum bæinn á aðeins einum degi. Flestir eru á leið í Ásbyrgi, að Mývatni eða í Vaglaskóg. Mikið fjölmenni var á írskum dögum á Akranesi: Gestir tvöfalt fleiri en heimamenn FERÐALÖG Sigurður Sverrisson, skipuleggjandi írskra daga á Akra- nesi, lýsir mikilli ánægju með hvernig til tókst um helgina. „Þetta er í fjórða skipti sem hátíðin er haldin. Í fyrra gerði fár- viðri á laugardeginum þannig að hátíðin fauk út í veður og vind, en í ár var veðrið með okkur.“ Sigurður segir írska daga haldna í tilefni þess að á Akranesi var frá fornu fari írskt landnám. „Hér komu írskir bræður, Þormóður og Ketill Drésasynir, um 880, og námu land. Þá voru hér reyndar einhverj- ir skúrkar fyrir, en þeir bræður ráku þá út í hafsauga og skiptu svæðinu sunnan og norðan Akra- fjalls á milli sín. Við erum með há- tíðinni að reyna að endurvekja þessar sögulegu minningar.“ Um helgina var spiluð írsk tón- list í öllum skúmaskotum á Akra- nesi. „Við vorum með risastóran markað í vöruskemmu hér í bænum og eina mjög skemmtilega nýjung sem var götugrill á föstudagskvöld- ið. Fólk var hvatt til að koma út á göturnar með grillin sín og hér voru í gangi að minnsta kosti 20 risastórar grillveislur. Markmiðið er auðvitað að virkja heimafólk, en hér voru í kringum 14.000 manns þegar mest var.“ ■ GRILLAÐ Á GÖTUM ÚTI Heimamenn komu út á stræti og torg með grillin sín og slógu upp allsherjar grillveislu. SANDKASTALAKEPPNI Veðrið lék við Skagamenn, sem héldu sand- kastalakeppni á hátíðinni um helgina MANNFJÖLDINN Á FLATEYRI FIMMFALDAÐIST UM HELGINA Tilgangur hátíðarinnar var að kynna Íslendingum grænlenska menningu og koma á sam- skiptum fólks. Fjölmenni á grænlenskum dögum á Flateyri: Reistu grænlenskt þorp Skref í áttina að lýðræði Nýtt framkvæmdaráð hefur tekið til starfa í Írak. Brotthvarfs Saddams Husseins verður minnst með almennum frídegi. Tortryggni gætir enn í garð Bandaríkjamanna. AP /M AR W AN N A AM AN I FRÁ FYRSTA FUNDI FRAMKVÆMDARÁÐSINS Massoud Barzani, leiðtogi Kúrda, og Mohammed Bahr al-Uloum, virtur sjítaklerkur frá Najaf, eiga báðir sæti í nýja framkvæmdaráðinu í Írak. AP/EFR EM LU K ATSKY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.