Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 36
 heimili o.fl. V i k u l e g u r b l a ð a u k i F r é t t a b l a ð s i n s u m h ú s o g g a r ð a Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: heimili@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is. þar sem tryggingar snúast um fólk Hringdu í síma 560 5000 og fáðu sendan bækling um fjölskylduvernd VÍS. Vátryggingafélag Íslands, Ármúla 3, 108 Reykjavík, www.vis.is Hvernig röðum við sam an tryggingunum okkar? Mars 2003 Fjölskylduver nd VÍS Fplús – víðtæka fjölskyldutryggingin tryggir bæði heimilinu og fjölskyldunni þá vernd sem þú gerir kröfu um – og veitir þér alla afslætti strax F í t o n / S Í A F I 0 0 7 3 4 5 Töluvert er um að fólk kaupi yfir-breiðslur á sófann sinn til að frís- ka upp á útlitið. Að sögn Sigurjóns Kristensen, bólstrara hjá húsgagna- versluninni Öndvegi, eru oft pantaðar yf irbreiðs lur fyrir jólin, páskana og á vorin. Hann hef- ur þó ekki orðið var við að fólk breyti kerfis- bundið um liti eft- ir árstíðum. Hann segir að litirnir í yfir- breiðslunum hafi verið að lýsast mik- ið síðasta árið. „Núna síðast fóru einhver hundruð lita af nánast hvítu. Ljóst er voða mikið inni núna. Það er kannski af því að efnin eru orðin teflonvarin og annað slíkt. Það er hægt að þrífa allt mögulegt úr þeim,“ segir Sigurjón. Hann bætir því við að einlit- ar yfirbreiðslur séu mjög vinsælar um þessar mundir. Lítið hafi verið beðið um munstruð efni síðasta árið. ■ Gamlir hvítir kafilbollar Hvítir gamlir kaffibollar líta ekki vel út. Það er eins og þeir séu skítugir. Til þess að losna við það er hægt að hella klór í vaskinn og láta bollana standa í vaskinum yfir nótt. Síðan er hægt að þvo þá upp, að sjálfsögðu úr venjulegu sápuvatni, og þeir verða eins og nýir. Rjóminn útrunninn Margir hafa lent í því þegar þeir ætla að nota restarnar af rjómanum í ís- skápnum að hann er útrunninn. Hér er gott ráð til að lenda ekki í þessu næst þegar vantar rjóma í sælkera- réttinn. Maður tekur poka sem eru notaðir til að búa til klaka, hellir afgangsrjóm- anum út í og setur inn í frysti. Næst þegar þegar maður þarf að nota rjóma tekur maður pokann og kreist- ir fram einn kubb af rjóma eða tvo og þeir bráðna í súpunni. Einfaldara gæti það ekki verið. Kertavax Ef kertavax lekur niður er langbest að nota gömlu aðferðina. Takið strau- járn og dagblað og strauið yfir. ■ Það tók tíu mánuði að breyta eldhús-inu heima hjá Kristbjörgu Sigurð- ardóttur og Sindra Sindrasyni, fyrrum forstjóra lyfjafyrirtækisins Pharma- co. „Við umturnuðum öllu, máluðum allt og lökkuðum og létum sérsmíða innréttingu,“ segir Kristbjörg. Þau hjónin eru búsett í Þingholtunum. Hönnuður innréttingarinnar er Fanney Hauksdóttir arkitekt en hún teiknaði eftir hugmyndum Kristbjarg- ar. „Þetta var alveg fyrir fram mótuð hugmynd um hvernig þetta ætti að líta út,“ segir Kristbjörg en móðurbróðir hennar, Geir Oddsson smiður, smíðaði innréttinguna: „Hann er eðalsmiður, þykir sá besti.“ Nýja innréttingin er með svokall- aðri eyju en það felur í sér mikla vinnuhagræðingu. „Við getum unnið saman, það var illa hægt í hinu,“ segir Kristbjörg um samstarf hjón- anna í eldhúsinu. „Það er mjög gott skápapláss í eyjunni, diskar og glös eru geymd þeim megin sem borð- krókurinn er, sem og hnífapör og diskamottur. Pottar, pönnur og annað sem þarf að hafa við hendina í elda- mennskunni er hins vegar geymt þar sem eldavélin er. „Það er nóg pláss,“ segir hún. Kristbjörg hefur oftar en ekki set- ið ein við kvöldverðarborðið þegar maðurinn hennar hefur verið að vinna, þá hefur stundum farið lítið fyrir eldamennskunni. ,,En við notum eldhúsið engu að síður mjög mikið. Það er rosalega gaman að elda góðan mat og ég er með fín ítölsk tæki til þess sem eru frá Fönix,“ segir hún og bætir við: „Ég segi nú gjarnan að þeg- ar maður býr hérna í hundrað og ein- um er svo mikið af góðum eldhúsum hérna allt um kring að maður freistast svolítið í þau líka.“ Eldhús þeirra Kristbjargar og Sindra er prýtt fallegum málverkum, meðal annars eftir Karólínu, Sossu, Pétur Gaut og Egil Eðvarðsson. Mikið er um forvitnilega muni og skemmti- lega hönnun. ,,Ég hef keypt svolítið mikið í Danmörku af því að mér finnst norræn hönnun mjög skemmtileg og ítölsk náttúrlega líka,“ segir Krist- björg og segist vera sátt við hvernig hefur tekist til með nýja eldhúsið: „Ég er rosalega ánægð.“ ■ ■ Góð húsráð SÓFI Að sögn Sigurjóns eru ein- litir og teflon-varðir sófar mjög vinsælir núna. Yfirbreiðslur á sófa: Ljósar og einlitar Fallegt eldhús í Þingholtunum: Eldhúsinu umturnað Í ELDHÚSINU Allt var málað og lakkað og innréttingin sérsmíðuð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.