Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 8
14. júlí 2003 MÁNUDAGUR ÚTSALAN Hefst í dag kl. 10 Siglingadagar 2003 Ísafirði 18. til 27. júlí Nánar á: www.isafjordur.is/siglingadagar N e th e im a r e h f. IÐNAÐUR „Tilraunaverkefnið gengur ágætlega,“ segir Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróun- arfélags Þingeyinga, um frumskoð- un verkefnis sem miðar að því að byggja polyol-verksmiðju á Húsa- vík stendur yfir. Hugmyndin snýst um það að framleiða úr sykri ákveðin efni til efnaiðnaðar sem hingað til hafa verið framleidd úr olíu og gasi. Tilraunaverksmiðja hefur verið reist í Suður-Afríku í samstarfi við fyrirtæki þar í landi. „Menn sjá fyrir endann á því að það geti verið tæknilega mögulegt og arðbært að gera þetta.“ Að sögn Tryggva krefst iðnaðurinn mikils hita og gufu og eru aðstæður góðar á Húsavík vegna nálægðar við gufuorku á Þeistareykjum. Tryggvi segir verkefnið nú í 18 mánaða frumskoðun, og að öllum líkindum liggi fyrir haustið 2004 hvort af byggingu verksmiðjunnar verður. „Það er verið að þróa ferilinn og við þurfum að fá endanlegar niðustöður úr því. Síðan þarf að reikna út arðsemi þess að gera þetta hér.“ Að sögn Tryggva snýst verkefn- ið um að byggja verksmiðju sem framleiðir rúm 100.000 tonn af efn- um á ári, en 70 manns myndu starfa við verksmiðjuna. ■ LONDON Jessica Lynch, 19 ára óbreyttur hermaður í Bandaríkja- her, var hvorki skotin né stungin af íröskum hermönnum. Þá var hún heldur ekki pyntuð meðan hún var í haldi Íraka. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu Bandaríkjahers. Setið var fyrir bílalest banda- rískra hermanna 23. mars. Þrjátíu og þrír hermenn í 18 faratækjum urðu fyrir árásinni. Nú liggur fyrir að mistök og bilanir urðu þessa valdandi. Vandræðin hófust þegar örþreyttur liðsforingi bandarísku hermannanna tók ranga beygju á vegi skammt frá borginni Nasar- iyah. Hersveitin hafði vart fengið hvíld í þrjá sólarhringa, eftir því sem fram kemur í skýrslunni. Hermennirnir villtust yfir á svæði sem Írakar höfðu á sínu valdi og lentu í bardaga. Staða bandarísku hermannanna versn- aði enn þegar tækjabúnaður þeirra bilaði. Vopn stóðu á sér og bílar biluðu eða urðu eldsneytis- lausir og rafhlöður fjarskiptabún- aðar tæmdust. Aðeins 16 þeirra 33 Bandaríkjamanna sem ráðist var á komust undan á flótta. Ellefu létu lífið og voru sex teknir til fanga, þeirra á meðal Jessica Lynch. Fullyrðingar um að hún hafi sætt pyntingum þá tíu daga sem hún var í haldi eru al- rangar. Í skýrslunni segir að Lynch hafi hlotið öll sár sín þegar jeppi sem hún sat í varð fyrir skotárás og ók á vöruflutningabíl. Þá fékk hún bestu hugsanlegu meðferð á sjúkrahúsinu sem völ var á. „Það voru engin skotsár, engin sár eftir hnífstungur. Hún var handleggsbrotin, lærbrotin og ökkli hafði farið úr lið. Þetta eru staðreyndirnar og ég skil ekki hvers vegna sannleikanum var hagrætt,“ sagði Dr. Harith a-Hou- sonna, sem annaðist Lynch á sjúkrahúsinu í Nasariyah. Lynch varð þjóðþekkt um heim allan þegar fréttir bárust af björgun hennar úr haldi Íraka. Hástemmdar lýsingar af áhlaupi bandarískra sérsveitarmanna í tengslum við ævintýralega frels- un Lynch virðast heldur frjálsleg túlkun á sannleikanum, þó ekki sé beint tekið á björgun hennar í skýrslu hersins. Sterkar grun- semdir eru hins vegar uppi um að áhlaupið hafi verið sviðsett, enda segir í skýrslunni að engir vopn- aðir verðir hafi gætt sjúkrahúss- ins þar sem Lynch lá. Óvíst er hver áhrif þessar upp- lýsingar hafa á áform bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC sem hugðist gera kvikmynd um hina hetjulegu björgun Lynch. the@frettabladid.is NAUÐGUNARMÁL „Tilkynningar um nauðganir berast okkur oftast í gegnum neyðarmóttökuna eða al- mennu lögregluna,“ segir Sigur- björn Víðir Eggertson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Sigurbjörn Víðir segir lögregl- una oftast fara á neyðarmóttöku og tala við kærendur. Um helgar sé reynt að hafa einn úr hverri deild á vakt til að tryggja að hægt sé að fara strax á vettvang og tryggja að sönnunargögn glatist ekki. Því næst fer fram formleg skýrslutaka af viðkomandi. Ef þolandi er undir átján ára aldri þarf að fara í gegn- um dómarayfirheyrslu sem gjarn- an fer fram í barnahúsi eða í hér- aðsdómi. Ef um eldri einstaklinga er að ræða tekur lögregla skýrslu að viðstöddum talsmanni eða rétt- argæslumanni þolandans. Reynt er að hafa aðeins eina skýrslutöku. Stundum þarf þó að kynna þolanda hvað meintur gerandi hefur að segja ef misræmi er milli frásagna. Lögregla afhendir nauðgunar- mál til lögfræðideildar, sem síðan sendir þau áfram til ríkissaksókn- ara, sem tekur ákvörðun um máls- högun. Sigurbjörn segir heilmikla tæknivinnu fara fram í hverju máli fyrir sig. Ef lífsýni finnast fara þau áfram til rannsóknar- stofu Háskóla Íslands, sem stað- festir hvort hægt sé að kennsla- greina þau. Með tilkomu tækninn- ar eru meiri möguleikar á að mál verði upplýst. „Tæknin leiðir til sakfellingar í fleiri málum. Það skiptir líka miklu máli að þolandi geti sagt til um atburðarás,“ segir Sigurbjörn. ■ LÖGREGLAN Í REYKJAVÍK Með aukinni tækni hafa möguleikar á að upplýsa nauðgunarmál aukist til muna. Meðferð nauðgunarmála hjá lögreglu: Tæknin leiðir til fleiri sakfellinga AUÐVELD BRÁÐ Viðgerðarsveit 507 gat litla björg sér veitt þegar íraskir hermenn réðust á hana í mars. Bil- anir, þreyta og fleira kostaði ellefu bandaríska hermenn lífið. Sex voru handsamaðir. Björgun eins þeirra virðist eiga meira skylt við Hollywood en hernað. Hetjuleg björgun hermanns sett á svið Mistök og bilanir urðu til þess að Írakar náðu Jessicu Lynch. Fullyrð- ingar um pyntingar Íraka voru uppspuni. Lynch hlaut öll sín sár þegar jeppi hennar lenti í árekstri við flutningabíl. ■ Vopn stóðu á sér og bílar bil- uðu eða urðu eldsneytislausir og rafhlöður fjarskiptabún- aðar tæmdust. HÚSAVÍK Ef af byggingu polyol-verksmiðja yrði á Húsavík skapaði það atvinnu fyrir 70 manns. Bygging polyol-verksmiðju skoðuð á Húsavík: Efni til efna- iðnaðar úr sykri

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.