Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 14
 bílar o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur bí lum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: bilar@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is. Arthur Pétursson matreiðslumeist-ari ekur um á Isuzu Trooper, breyttum fyrir 38 tommur. Hann seg- ist ferðast töluvert mikið á jeppanum. „Þetta gefur mikla möguleika upp á að skoða landið frá annarri vídd. Ég er búinn að fara í Landmannalaugar og í Þórsmörk í sumar. Svo hef ég farið upp í Veiðivötn og á Höfn í Horna- firði.“ Arthur flutti heim til Íslands fyrir tveimur og hálfu ári eftir sjö ára bú- setu í Bandaríkjunum. Áður en hann fékk sér Isuzu-jeppann í haust átti hann Pajero sem var breyttur fyrir 35 tommur. Hann átti einnig jeppa áður en hann flutti út og má því segja að hann hafi fyrir löngu tekið ástfóstri við þessa bílategund. Aðspurður segir Arthur að munur- inn á jeppa og fólksbíl sé sá að jeppinn bjóði upp á meiri ferðamöguleika. „Þú getur séð mikið meira af landinu sem þú sérð ekki í fólksbílum því þá ertu eiginlega negldur niður við hringveg- inn. Á jeppa geturðu til dæmis farið í Jökulheima og upp á Vatnajökul.“ Arthur ekur um á jeppanum innan- bæjar og segir engin vandkvæði fylgja því. „Ég held að ökumenn á breyttum jeppum séu varkárari í um- ferðinni en ökumenn annarra bíla. Þegar maður er að keyra hefur maður meiri yfirsýn og er með augun opin. Þeir sem fara utan vegar eru búnir að læra að þú horfir ekkert af veginum því það geta verið hættur alls staðar.“ Arthur, sem er 36 ára, hefur ekki farið varhluta af hættunum. „Maður hefur lent í ýmsum ævintýrum, popp- að í gegnum ísilagða á og hitt og þetta. Þetta er bara aukin ánægja fyrir mann á veturna og minningin verður bara sterkari fyrir vikið.“ Hann segir að á næstunni séu fyrir- hugaðar ferðir til Landmannalauga og upp í Veiðivötn. „Maður er bara að reyna að skoða þetta fallega land okk- ar. Ég held að við gerum aðeins of lít- ið af því.“ freyr@frettabladid.is HJÁ JEPPANUM Að sögn Arthurs kostar um 4-500.000 krónur að breyta jeppa fyrir 35-38 tommur. „Þegar þú ert kominn með jeppa áttu aldrei peninga því þú ert alltaf að bæta einhverju á þetta, loftdælu, drullu- tjakki, GPS og öllum græjum.“ Arthur Pétursson ekur um á breyttum jeppa: Skoðar landið frá annarri vídd Sparnaður sem fæst með því aðdæla bensíni sjálfur á bílinn getur verið umtalsverður á ársgrundvelli. Fyrir fjölskyldu sem ekur „venjuleg- um“ fólksbíl er kostnaðurinn tæplega 10.000 krónum minni í sjálfsaf- greiðslu en í fullri þjónustu. Ef um jeppa er að ræða er munur- inn tæplega 15.000 krónur. Bensínkostnaður á ári við fólksbíl sem eyðir 9 lítrum á hverja 100 km og ekur 20.000 km er 166.140 kr. í sjálfs- afgreiðslu. Þarna er miðað við verðið hjá Orkunni, sem býður upp á ódýr- asta bensínið í sjálfsafgreiðslu. Það bensín er um 5 krónum ódýrara ef miðað er við fulla þjónustu hjá olíufé- lögunum. Í fullri þjónustu er kostnað- urinn aftur á móti 175.680 krónur. Kostnaður við jeppa sem eyðir 14 lítrum á hverja 100 km og ekur 20.000 km á ári er 258.440 krónur í sjálfsaf- greiðslu. Í fullri þjónustu hækkar kostnaðurinn hins vegar upp í 273.280 krónur. Verðmunurinn er því um 15.000 krónur. ■ SJÁLFSAFGREIÐSLA Hægt er að spara um 10-15.000 krónur á ári hverju með því að dæla sjálfur á bílinn.BENSÍNKOSTNAÐUR Á ÁRI Fólksbíll sem eyðir 9 l/100 km og ekur 20.000 km á ári: Full þjónusta: 175.680 kr. Sjálfsafgreiðsla: 166.140 kr. Verðmunur: 9.540 kr. Jeppi sem eyðir 14 l/100 km og ekur 20.000 km á ári: Full þjónusta: 273.280 kr. Sjálfsafgreiðsla: 258.440 kr. Verðmunur: 14.840 kr * MIÐAÐ ER VIÐ ÓDÝRASTA LÍTRAVERÐIÐ Á 95 OKTANA BENSÍNI Í SJÁLFSAFGREIÐSLU, 92,30 KR., OG VERÐ Í FULLRI ÞJÓNUSTU HJÁ OLÍUFÉLÖGUNUM, 97,60 KRÓNUR. Sjálfsafgreiðsla á bensíni: 10-15.000 krónur sparast EPLATRÉ TAFÐI UMFERÐ10 tíma umferðartöf varð í San Antonio í Bandaríkjunum þegar Charles Butt brá á það ráð að flytja sex metra hátt epla- tré eftir þjóðvegin- um. Lyfta þurfti rafmagnslínum til að tréð kæmist leiðar sinnar auk þess sem bíllinn tók tvær akreinar við flutninginn. Vakti uppátækið litla kátínu vegfarenda. „Það á ör- ugglega einhver eftir að höggva tréð niður í hefndarskyni,“ sagði ökumaður sem var fastur í um- ferðinni í fimm klukkustundir. ÓVENJULEGUR PRUFUAKSTUR Bandaríkjamaðurinn Jermaine Graham var handtekinn fyrir að reyna að verða sér úti um lengri prufuakstur en gengur og gerist. Hann hóf aksturinn í Goshen og var kominn langleiðina til Newburg sem er 27 kílómetra í burtu þegar bílasalinn hringdi í lögregluna. Graham ákvað að prufukeyra bílnum til að spara sér leigubílakostnað. ■ Bílar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.