Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 11
11MÁNUDAGUR 14. júlí 2003 ■ Af Netinu Með snjóplóg til Íraks Frændur vorir Danir eiga í nokkrum erfiðleikum með að þykjast eiga þátt í hernámi Íraks. Dönsku hermennirnir eru ósáttir við að hafa fengið sendan snjó- plóg að heiman og salt til að strá á frosnar brekkur. Enn fremur vita þeir ekki hvað þeir eiga að gera við sláttuvélarnar sem komu að heiman. Hins vegar vantaði bæði morfín í sjúkragögn og tjald- hælana. JÓNAS KRISTJÁNSSON Á VEF SÍNUM JONAS.IS Hestinum allt Í áratug eða lengur hefur verið barist fyrir því að koma á emb- ættum umboðsmanna bæði fatl- aðra og sjúklinga að fyrirmynd nágrannaþjóða okkar...Ríkis- stjórnin hefur ekki haft nokkurn áhuga né vilja til að koma á fót slíkum talsmönnum eða veita fjármuni til þess. Nú hefur aftur á móti verið komið á fót embætti umboðsmanns íslenska hestsins og búið að ráða í þá stöðu. Þetta var eitt helsta baráttumál Fram- sóknarflokksins á síðasta þingi og fór fremstur í baráttunni hvorki meira né minna en varaformaður flokksins. Til þessa gæluverkefnis fengust 50 milljónir af fjárlögum ársins. ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR Á ALTHINGI.IS/ARJ Upphafið vantar Halldór Ásgrímsson hefur komist upp með að ganga til viðræðna við Bandaríkjamenn án þess að ganga áður til viðræðna við Ís- lendinga sjálfa um hvað þeir vilji setja sér sem markmið í viðræð- um um varnarmál þjóðarinnar. Um það á að sjálfsögðu að fara fram lýðræðisleg og opin um- ræða. ÖGMUNDUR JÓNASSON Á OGMUNDUR.IS Arðvænlegir sjúkdómar Það dettur engum í hug að lækn- ar séu viljandi að veita óþarfa þjónustu. Það er ekkert skipulagt samsæri í gangi. Sjúkdómsvæð- ingin er einfaldlega summan af sjálfsbjargarviðleitni og hags- munapoti margra ólíkra aðila. Læknar eru án efa upp til hópa heiðarlegir í því að vilja lina þjáningar þeirra sem til þeirra leita. En það verður ekki framhjá því litið að sjúkdómsvæðingin hefur þýtt að læknar og lyfjafyrir- tæki hafa makað krókinn á kostn- að almennings. ÓLI JÓN JÓNSSON Á KREML.IS Váleg tíðindi Það voru að vissu leyti váleg tíð- indi sem bárust nýlega af breyt- ingum sem munu verða á öryggis- gæslu við vöruhafnir landsins. Meint aukin hætta á hryðjuverk- um er talin kalla á viðlíka eftirlit og tíðkast á flugvöllum sem sinna millilandaflugi. Tíðindin eru að vísu aðallega váleg fyrir þann trúflokk sem ekki getur hugsað sér tilveruna án herliðsins á Keflavíkurflugvelli. STEINÞÓR HEIÐARSSON Á MÚRINN.IS Dalamenn ákváðu fyrir nokkrumárum að leggja hitaveitu í Búð- ardal og var Hitaveita Dalabyggðar tekin í notkun haustið 2000. Hita- veitan var mikið framfaramál fyrir íbúa í Búðardal, þar sem hún lækk- aði orkureikninga heimilanna. Fjár- hagsstaða hitaveitunnar hefur hins vegar verið slæm vegna þess að kostnaður við lagningu hitaveitunn- ar fór fram úr áætlun. Allt eða ekkert Dalamenn leituðu leiða strax í febrúar 2002 til þess að bregðast við fjárhagsvanda hitaveitunnar. Þeir óskuðu eftir því að iðnaðar- ráðuneytið leggði fram 20 milljóna króna styrk til hitaveitunnar og að framlag fengist úr Jöfnunarsjóði að upphæð 20 milljónir króna. Að auki var lagt til að RARIK og Byggða- stofnun leggðu fram aukið hlutafé að upphæð 35 milljónir króna. Sam- tals hefði fjárframlag ríkisins orðið 75 milljónir króna. Iðnaðarráðherra féllst ekki á til- lögu Dalamanna og lagði aðal- áherslu á að Hitaveita Dalamanna yrði keypt í heilu lagi af ríkisfyrir- tækjunum RARIK eða Orkubúi Vestfjarða. Athyglisvert er að iðn- aðarráðherra er tilbúinn að láta Orkubú Vestfjarða reiða fram 135 milljónir fyrir hitaveituna, auk þess sem felldar yrðu niður skuldir sveitarfélagsins við Orkusjóð að upphæð 19 milljónir og afskrifað 20 milljóna hlutafé Byggðastofnunar í Hitaveitu Dalamanna. Jafnframt ætlar iðnaðarráðuneytið að leggja til að 15 milljónum verði veitt til at- vinnusköpunar í Dalabyggð. Sam- tals verður kostnaður af kaupunum fyrir ríkið um 189 milljónir. Búðardalur og ríkisstjórnin Það má öllum ljóst vera að Dala- menn, sem nýlega hafa ráðist í lagningu hitaveitunnar af miklum metnaði fyrir sitt byggðarlag, vilja ógjarnan vera nauðbeygðir til að selja hana. Iðnaðarráðherra virðist ekki hafa neinn skilning á þessu sjónarmiði og er reiðubúinn að reiða fram mjög háa upphæð til þess eins að koma Hitaveitu Dala- manna úr höndum heimamanna og sameina hana Orkubúi Vestfjarða. Þessi afstaða ráðherra byggðamála hefur komið illu til leiðar í fámennu sveitarfélagi. Ekki er ríkisstjórnin að hugsa um hag ríkissjóðs sem þarf að reiða fram 114 milljónum króna hærri upphæð en ef farið hefði verið að tillögum heimamanna. Ekki er að sjá í bréfaskriftum að yfirvöld séu að hugsa um hag byggðarinnar, þ.e. að lækka orku- reikninga heimilanna. Hvers vegna leggur ríkisstjórnin ofur- áherslu á að ríkisvæða Hitaveitu Dalamanna? Ríkisstjórnin skuld- ar skattgreiðendum svör um hvers vegna eigi að leggja til 114 milljónum krónum hærri upphæð í Hitaveitu Dalamanna en heima- menn hafa óskað eftir. Nýlega birti landbúnaðarráð- herra skýrslu þar sem lagt var til að eitt stærsta fyrirtækið í Búðar- dal, sláturhúsið, yrði lagt niður með sérstöku fjárframlagi ríkis- ins og nú hefur iðnaðarráðherra komið mikilli úlfúð af stað í Dala- byggð með því að ætla að ríkis- væða hitaveituna. Fyrirhuguð sala á hitaveitunni hefur skipt fólki upp í fylkingar og ætla ég að þeir íbúar séu mun fleiri sem eru andvígir sölunni en þeir sem eru hlynntir. Ég skora því á ríkis- stjórnina að kanna hvort mögu- legt sé að koma fram með nýja til- lögu sem báðar fylkingar gætu sætt sig við. ■ Að koma illu til leiðar Þjóðmál SIGURJÓN ÞÓRÐARSON ■ þingmaður Frjáls- lynda flokksins skrifar um Hitaveitu Dala- byggðar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.