Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 10
Vísitala neysluverðs lækkaðium 0,13% milli júní og júlí. Kemur lækkunin á óvart en fjár- málafyrirtæki höfðu spáð 0,1% til 0,2% hækkun. Skýringin á minni verðbólgu er einkum að finna í verðlækkun á fatnaði og skóm um 6,8% vegna sumarútsölu en þær hófust fyrr en vanalega í ár. Að mati Greiningardeildar Íslands- banka mun lækkunin í júlí ekki breyta verðbólguhorfum til lengri tíma. Meira skiptir mikil hækkun á verði íbúðarhúsnæðis um þessar mundir, sem hækkaði um 1,6% á milli mánaða í júlí. Leiddi það til hækkunar vísitölu um 0,18%. Þetta er mesta mánaðarhækkun sem orðið hefur á húsnæði í rúm- lega þrjú ár. Hækkun húsnæðisverðs síð- ustu mánuði hefur átt hvað mest- an þátt í hækkun verðlags yfir síðustu mánuði og virðast hækk- anirnar fremur vera að færast í aukana á þeim markaði enda við- skipti verið lífleg. Greining Ís- landsbanka telur að hækkanir verði áfram miklar á því tímabili stóriðjuframkvæmda sem nú sé að fara í hönd og muni standa allt til ársins 2007. Greiningadeild Landsbankans telur mikla fylgni milli hækkun- ar kaupmáttar ráðstöfunartekna heimilanna og húsnæðisverðs. Bent er á að aukist kaupmáttur mikið í komandi uppsveiflu megi vænta þess að húsnæðisverð haldi áfram að hækka. Slík þróun ætti að öðru óbreyttu að leiða til áframhaldandi aukningar á út- gáfu húsbréfa. Hins vegar séu ákveðnar vísbendingar um að kaupmáttaraukning í komandi uppsveiflu geti orðið minni en í fyrri uppsveiflum enda launa- hlutfall og raungengi í sögulegu hámarki. Í ljósi þess megi vænta áframhaldandi aukningar á húsnæðisverði án þess að reikn- að sé með aukningu umfram það sem verið hefur. Greiningardeild Landsbankans telur mikilvægt að undirstrika að forsendur í húsnæðismálum geti breyst í grundvallaratriðum nái tillögur félagsmálaráðherra um aukin umsvif Íbúðalánasjóðs fram að ganga. Í kjölfarið gæti húsnæðis- verðbólgan aukist frá því sem nú er. ■ Það sem gerðist í Kauphöll Ís-lands 30. júní síðastliðinn er áfall fyrir íslenska verðbréfa- markaðinn. Fréttablaðið greindi frá atburðum þessa dags á laug- ardaginn. Þá keyptu þeir aðilar sem hafa meirihlutayfirráð yfir Skeljungi bréf Shell Inter- national í félaginu – og tryggðu sér þar með yfirráðin – án þess að tilkynna kaupin til Kauphall- arnnar fyrr en nægjanlega stór hlutur í félaginu hafði verið seldur svo þeir kæmust hjá því að gera yf- irtökutilboð til annarra hluthafa. Þetta var síðasti dagurinn sem við- miðun um yfir- tökutilboð var 50 prósent eignar- hlutur. Daginn eft- ir, 1. júlí, lækkaði viðmiðunin í 40 prósent. Til að forðast yfir- tökutilboð þurftu þeir sem ráða Skeljungi að losna við næstum 10 prósenta hlut í félaginu – og helst af öllu þennan sama dag. Vegna keppni um yfirráð í félag- inu var einn kaupandi þekktur; Búnaðarbankinn – Kaupþing. Kaupþing hafði aukið mjög hlut sinn í Skeljungi og virtist stefna að yfirráðum. Vilji bankans til kaupa lá ljós fyrir svo lengi sem þáverandi meirihlutastjórnend- ur hefðu ekki endanlega tryggt sér tryggan og öruggan meiri- hluta. Það gerðu þeir með kaup- unum á bréfum Shell. En þar sem tilkynning um þau kaup barst ekki Kauphöllinni fyrr en rétt fyrir lokun hafði meirihlut- anum tekist að losna við nægj- anlega mikið af bréfum til að komast hjá skyldu um yfir- tökutilboð. Kaupþingi var haldið í þeirri trú að einhver tilgangur væri með kaupum á bréfum í Skeljungi og bankinn keypti bréf fyrir hátt í milljarð króna af Landsbankanum og Íslands- banka á yfir 15-földu nafnvirði – en Landsbankinn og Íslands- banki höfðu keypt þessi bréf fyrr um morguninn á 12-földu gengi af meirihlutastjórnendum Skeljungs. Við sölu meirihlutans á bréfunum til bankanna var kveðið á um sölurétt bankanna á bréfunum til baka á sama gengi ef bönkunum tækist ekki að losa sig við þau. Það mátti hins vegar telja ólíklegt að bréf í Skeljungi yrðu eftirsótt vara þegar ljóst var að félagið var komið með geirnegldan meirihluta. Ef Kaupþing hefði ekki keypt má því allt eins ætla að meirihluta- eigendur í Skeljungi hefðu neyðst til að kaupa bréfin aftur – og þá þurft að gera yfirtökutil- boð. Atburðarásin 30. júní var því öll hin jákvæðasta fyrir núver- andi meirihlutaeigendur í Skelj- ungi. Og lykillinn að atburða- rásinni var að tilkynning um kaup á bréfum Shell Inter- national barst Kauphöllinni furðulega seint. Afsakanir stjórnarformanns Skeljungs um að tafir hefðu orðið á að ganga frá formlegum bréfum og samn- ingum hljóma léttvægar – marklitlar og nánast ósvífnar – í ljósi þeirra hagsmuna sem voru í húfi. Það er í raun stórundar- legt að þessir atburðir hafi gerst – ekki aðeins sökum þess að málið er stórt og hagsmunir miklir, heldur ekki síður vegna þess að svo til allir stærstu aðil- ar á íslenskum hlutabréfamark- aði tengjast þessum atburðum. Meirihlutaeigendur Skelj- ungs tilheyra svokölluðum Kol- krabba. Kolkrabbinn er fyrir- tækjasamsteypa sem á rætur að rekja til helmingaskiptakerfis íslensks viðskiptalífs, sem á rætur til þess tíma þegar stjórn- málaflokkar deildu út verðmæt- um og aðstöðu og höfðu bein og kinnroðalaus afskipti af flestum þáttum atvinnulífsins. Sam- bandið sáluga var spegilmynd Kolkrabbans – örlítið smærri og öðruvísi uppbyggt – en byggði á sama grunni forréttinda í skjóli stjórnmálaflokka. Ef þessir tveir voru armar íslensks við- skiptalífs var búkurinn ríkis- bankakerfið, stjórnsýslan, fyrir- tæki og stofnanir á vegum ríkis- ins sem stjórnað var af flokks- mönnum. Kolkrabbinn lifði Sambandið og hann reynir nú að lifa ört minnkandi getu ríkis- valdsins til beinna afskipta af viðskipta- og atvinnulífi og deila menn á um hversu vel honum ætlar að takast það. Vægi hans í íslensku viðskiptalífi hefur sannanlega minnkað stórum á tiltölulega skömmum tíma og mest afl hans fer í að verja gamla og minnkandi stöðu frem- ur en að sækja fram á ný mið. Á gullaldarárum Sam- bandsins og Kolkrabbans giltu óskráðar reglur á Íslandi frem- ur en skráðar. Tiltekin svið at- vinnulífsins voru frátekin fyrir þessa tvo og menn máttu vita að engin röskun þar á yrði liðin. Nú höfum við blessunarlega fært okkur nær þjóðfélagi sem bygg- ir á skráðum, opinberum, skýr- um og augljósum reglum. At- burðir 30. júní eru einkar at- hyglisverðir í þessu ljósi. Þar tókust á annars vegar banki sem virðist ekki virða gamlar óskráðar reglur um deildaskipt- ingu viðskiptalífsins og seildist inn í sjálfa olíudreifinguna og hins vegar valdablokk sem þess- ar gömlu óskráðu reglur hafa varið hingað til en virðist hafa brotið skráðar reglur um til- kynningaskyldu um stórvið- skipti til Kauphallar Íslands. Þetta mál mun því án efa verða prófsteinn á hvort samfélagið er sterkara þegar á reynir; gamla Ísland með óskráðu reglurnar eða nýja Ísland með þær skráðu og opinberu. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um viðskipti með hlutabréf í Skeljungi. 10 14. júlí 2003 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Þegar Bandaríkjamenn heim-ta lögsögu yfir hermanni sín- um sem braut af sér í miðbæ Reykjavíkur er vissulega hægt að líta á það sem anga af þeirri stefnu núverandi stjórnvalda þar í landi að bandarískir her- menn séu hvarvetna stikkfrí nema gagnvart eigin yfirvöld- um, sem hefur meðal annars lýst sér í því að þau neita að eiga aðild að alþjóðlegum stríðs- glæpadómsdól og reyna að grafa undan honum á alla lund. Samt er málið flóknara. Þetta er Herinn hér á landi – eini herinn – þetta er „varnarliðið“ og hefur til þessa ríkt nokkuð gott samkomulag milli íslenskra stjórnvalda og yfirmanna hersins um það hvernig tekið skuli á árekstrum landsmanna við hermenn. Hnífstungumálið er að sönnu svæsnasta dæmið um slíka árekstra um langt árabil, en við megum aldrei gleyma því að hermenn eru drápsvélar og verði þeir fyrir nægilega ögrandi frýjunar- orðum bregðast þeir við sem slíkar. Það er ekki aðalatriði þessa máls í sjálfu sér að óeðli- legt sé að herinn hér á landi krefjist lögsögu yfir hermanni sem braut af sér á íslenskri grund heldur fremur hitt: málið færir okkur heim sanninn um að það nær í rauninni ekki nokk- urri átt að herinn hér á landi sé bandarískur. Að eiga öryggi sitt undir Rumsfeld Það er eins og við séum orðin svo samdauna því að hafa hér erlendan her að við séum hætt að skynja hversu afkáralegt það er í rauninni fyrir fullvalda og sjálfstæða þjóð að búa við slíka hersetu frá fjarlægu ríki. Í öðrum löndum eru slík erlend setulið oftast nokkurs konar friðargæslulið og þó að stundum andi köldu milli til dæmis Reykvíkinga og Akureyringa, Sandara og Ólsara eða KR-inga og Valsara ætti íslenska lögregl- an að geta talist fullfær um að skakka leikinn ef slær í brýnu milli slíkra hópa. Þannig að ekki er þetta friðargæslulið. Er þetta þá varnarlið? Bandarísk yfirvöld hafa gert okkur ljóst að það er satt sem herstöðva- andstæðingar sögðu alltaf að þau líta svo á að herinn sé hér til að gæta amerískra hagsmuna. Að svo miklu leyti sem íslenskir ráðamenn fást til að ræða ör- yggismál landsins við okkur óvitana sem eigum að heita þegnar landsins virðist mega ráða af muldri þeirra að þau líti svo á að ameríski herinn sé hér til að verja landið fyrir utanað- komandi ógn. Hvaða ógn? Frá Tyrkjum? Frá Brésnéf? Morgunblaðið sendi á sínum tíma sérstakan sendimann til Washington þeirra erinda að finna ógnina sem kann að steðja að okkar litla landi – en íslensk- um ráðamönnum mun ekki hafa hugkvæmst að láta slíkt mat fara fram, nema það komi þjóð- inni ekki við frekar en annað viðvíkjandi öryggi hennar. Eftir nákvæma rannsókn og lúsarleit tókst færustu sérfræðingum þar vestra ekki að finna nokkra ógn. Við það mat er þó því að bæta – sem ekki var von að menn kæmu auga á í Wash- ington – að sé eitthvað hættulegt þjóðarkríli á borð við okkur væri það helst það að tengjast um of svo árásargjörnu ríki sem Bandaríkin eru um þessar mundir. Eða hvernig líkar fólki að eiga öryggi sitt undir dóm- greind manna á borð við Donald Rumsfeld eða annarra stríðs- hönnuða í Pentagon? Eins og Keikó Hagsmunir Bandaríkjanna eru ekki sjálfkrafa hagsmunir Íslands. Hagsmunir þjóðanna fóru að vísu saman um árabil þegar Bandaríkjamenn fengu hér aðstöðu í tafli sínu við Sov- étríkin en Íslendingar fengu á móti sannkallaða Auðhumlu að mjólka hvenær sem harðnaði á dalnum – sem var oft. Nú þurfa Bandaríkjamenn ekki lengur á þessari aðstöðu að halda, og hafa ekki þurft um árabil – en ís- lensk stjórnvöld þverskallast við og láta eins og öryggi lands- ins sé undir því komið að hér séu nokkrar herflugvélar. Gagnvart Bandaríkjamönn- um erum við Íslendingar eins og Keikó sem neitar að verða villt- ur og veiða sjálfur sér til matar en rellar sífellt um meira – læt- ur ekki frelsast. Þetta er niður- lægjandi. Við erum fullfrískt fólk og alveg sjálfbjarga. Það mun hafa ómæld áhrif til góðs á sjálfsmynd þjóðarinnar þegar herinn fer og þá þarf ekki leng- ur að styðja fráleitar krossfarir Bandaríkjamanna á hendur múslimum heldur getur þjóðin í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins rekið sjálfstæða utanríkis- stefnu. Það er löngu tímabært að slíta þessu félagi. Við stöndum í margvíslegri þakkarskuld við Bandaríkjamenn – ekki síst í menningarlegum efnum og þeir færðu okkur margt sem hvergi gat orðið til nema þar í hinum stórkostlega hrærigraut þjóðanna þar sem öreigar allra landa sameinuðust og bjuggu til þjóð: djassinn, blúsinn, ham- borgarann, rokkið, rappið, bítskáldin, expressjónismann í málverki, Chandler, Faulkner og Hemingway og allar undur- samlegu bíómyndirnar. Við eig- um að biðja þeim blessunar og vona að þeir fái skárri stjórn- völd, en því fyrr sem við áttum okkur á því að herinn fer, því betra. ■ Gjaldeyris- gildra í Leifsstöð BALDUR SIGURÐSSON SKRIFAR: Ég átti leið til útlanda miðviku-daginn 25. júní sl. Aldrei þessu vant ákvað ég að kaupa 500 evrur í afgreiðslu Landsbankans í frí- höfninni í Leifsstöð. Gjaldkerinn seldi mér hverja evru á kr. 90,86, eða tæplega 91 krónu. Ég leyfði mér að efast um að gengið væri svo hátt og staðfesti þá annar gjaldkeri að þetta væri rétta gengið, evran hefði hækkað um morguninn. Þarna var hvorki staður né stund til að ræða málið frekar svo ég lét gott heita. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins kemur í ljós að gengi evrunnar var 86,85 krón- ur þennan dag, og daginn eftir var það 88,38 krónur, svo eitthvað svolítið hefur evran hækkað. En sé miðað er við hærra gengið hef- ur Landbankinn lagt 2,46 krónur á hverja evru, eða 1230 krónur á þessar fimm hundruð evrur. Vel má vera að þessi álagning sé eðlileg ef fólk er að losa sig við smápeninga, því ekki var lagt annað gjald á þessi viðskipti, en hún er ekkert annað en okur ef fólk kaupir gjaldeyri til farar sinn- ar að einhverju ráði. En siðlaust í þessu sambandi er að telja fólki trú um að heimatilbúið sölugengi sé hið skráða gengi gjaldmiðils, eins og gjaldkeri bankans gaf í skyn. Landbankinn hefur óneitanlega einokunaraðstöðu á þessu mesta ferðamannahorni landsins. En þarna er hvergi sýnileg nein ljósa- tafla um gengi gjaldmiðla, eins og tíðkast að hafa erlendis þar sem gjaldeyri er skipt fyrir ferðamenn, né neinar upplýsingar um annan kostnað í því sambandi. Að svo stöddu verður því að láta duga að vara ferðamenn við að eiga viðskipti við Landsbankann í Leifsstöð nema að vel athuguðu máli. ■ Um daginnog veginn GUÐMUNDUR ANDRI THORS- SON ■ skrifar um samskipti varnarliðsins og Íslendinga. Við erum Keikó ■ Bréf til blaðsins Brot á skráðum og óskráðum reglum Mesta mánaðarhækkun húsnæðis í rúm þrjú ár Baksviðs Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. STÓRÚTSALA GLÆSILEGAR STUTTKÁPUR 50% afsláttur. Síðar vínylkápur 5.900 kr. Stuttir vínyljakkar 1.000 kr. ■ Afsakanir stjórnarfor- manns Skeljungs um að tafir hefðu orðið á að ganga frá formlegum bréfum og samningum hljóma létt- vægar – marklitlar og nánast ósvífnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.