Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 16
hús o.fl. V i k u l e g u r b l a ð a u k i F r é t t a b l a ð s i n s u m h ú s o g g a r ð a Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: hus@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is. Ég hef oft lent í því að þurfa aðskreppa eftir einhverju smálegu í byggingavöruverslun vegna þess að ég keypti aðeins of lítið magn af skrúfum, nöglum eða einhverju sem ég er að nota þá stundina. Við það tap- ast oft dýrmætur tími og peningar, sérstaklega ef einhverjir iðnaðar- menn eru að bíða eftir efninu. Það er ótrúlega pirrandi að þurfa að hætta í miðju kafi og þess vegna kaupi ég þessa dagana alltaf aðeins of mikið til að koma í veg fyrir þetta vandamál. Þar með er ekki sagt að fólk eigi síðan að halda upp á alla afganga, þeim á náttúrulega að halda til haga, skila þeim svo og fá inn- eignarnótu sem nýt- ist alltaf til að kaupa einhverjar gluggakrækjur eða annað sem vill gleymast á síðustu metrunum. Þetta hljómar kannski svolítið nísku- lega en ég heyrði eina sögu um verkamann á b y g g i n g a r s v æ ð i sem kom mér til að hugsa aðeins öðruvísi. Hann spurði verkstjórann að því hvort hann mætti ekki hirða það sem lá hingað og þangað eða datt niður af stillönsum. Verk- stjórinn taldi það sjálfsagt mál og framkvæmdin kláraðist tveimur mánuðum seinna. Verkamaðurinn fór með tvo kassa af ýmiss konar festingum og vinklum í verslunina og fékk inneign upp á 37.000 krónur!!! Margt smátt gerir eitt stórt og maður á aldrei of mikið af peningum í framkvæmd- um. Kveðja, Frikki Friðrik Weisshappel gefur góð ráð/ Margt smátt gerir eitt stórt Stolt mitt í garðinum/ Sólpallur með gosbrunni og náttúrulegu grjóti MARGRÉT OG JÓN Margrét Frímannsdóttir á nýja sólpallinum ásamt eiginmanni sínum, Jóni Gunnari Ottóssyni náttúrufræðingi. Margrét Frímannsdóttir, þingmaðurSamfylkingarinnar, flutti fyrir einu og hálfu ári í Kópavog eftir að hafa búið á Stokkseyri í mörg ár. Á þessum tíma hafa hún og eiginmaður hennar, Jón Gunnar Ottósson, eytt flestum frí- stundum sínum við að koma upp falleg- um garði við nýja húsið. Aðspurð segist Margrét vera stolt af hverri einustu plöntu í garðinum. „Ég er líka sérstaklega stolt af því að maðurinn minn var að enda við að byggja sólpall, mjög skemmtilegan með gosbrunni og náttúrulegu grjóti sem var hérna fyrir sem var látið falla inn í pallinn. Ég er mjög stolt af þessum verkum hans.“ Þegar þau hjónin fluttu í Kópavog- inn var enginn garður í kringum húsið. „Á þessu eina og hálfa ári erum við búin að laga lóðina og koma henni að mestu leyti í stand. Ég er bara ánægð og finnst vel hafa tekist til,“ segir Mar- grét. Hún bætir því við að þau noti aðal- lega fjölærar plöntur í garðinn auk trjáa og runna. Garður þeirra hjóna á Stokkseyri var stór og fallegur. Margrét segir að nýi garðurinn sé minni og í raun allt öðruvísi. „Það er mörgum sinnum auð- veldara að rækta hér í Kópavogi heldur en á Stokkseyri. Það er svona tíu sinn- um meiri vinna að halda garð austur á Stokkseyri. Fyrst og fremst af því að það er svo mikið logn hérna á Hraun- brautinni. Það er miklu meiri vindur fyrir austan og svo er það sjávar- seltan,“ segir Margrét. „Það eru mjög margir fallegir garðar fyrir austan og fólkið sem heldur garðana þar á heiður skilinn.“ Margrét segist ekki sakna gamla garðsins að ráði. „Hann var fallegur og mér þótti mjög vænt um hann. Ég átti margar góðar stundir í garðinum en ég á þær líka hér.“ ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Álklæðning Stórhöfða 33 Sími: 577 4100til framtíðar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.