Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 4
4 14. júlí 2003 MÁNUDAGUR Var innrásin í Írak réttlát aðgerð? Spurning dagsins í dag: Telur þú að hnífstungumaðurinn í Hafnarstræti fengi þyngri dóm færi hann fyrir herrétt? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 57,2% 42,8% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is                         BRUSSEL, AP Guy Verhofstadt, for- sætisráðherra Belgíu, greindi frá því frá því fáeinum klukku- stundum eftir að hann sór emb- ættiseið sinn á laugardag að fljótlega verði sett ný lög um stríðsglæpi í stað umdeildra laga frá árinu 1993. Mannréttindahópar og fleiri samtök hafa notað þessi belgísku lög til þess að kæra ráðamenn á borð við George W. Bush Bandaríkjaforseta, Tony Blair, forsætisráðherra Breta, og Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, fyrir stríðs- glæpi, við litla hrifningu leiðtog- anna og stuðningsmanna þeirra. Lögin frá 1993 veittu belgísk- um dómstólum heimild til þess að taka við kærum um stríðs- glæpi án tillits til þess hvar þeir voru framdir né hverrar þjóðar meintir stríðsglæpamenn eru. Samkvæmt nýju lögunum verða annað hvort fórnarlömb stríðs- glæpa eða gerendur að vera belgískir ríkisborgarar eða hafa verið búsettir þar í þrjú ár áður en kæra er lögð fram. Stjórnarflokkarnir í Belgíu hlutu þingmeirihluta í kosning- um í maí og verða því annað kjörtímabil í stjórn. ■ TEKNIR VIÐ STJÓRN Á NÝ Louis Michel utanríkisráðherra, Patrick Dewael innanríkisráðherra og Guy Verhof- stadt forsætisráðherra. Stjórn vinstri- og miðjuflokka hélt velli í þingkosningum í maí. Fyrsta verk ríkisstjórnar Belgíu: Stríðsglæpalögum breytt DÓMSMÁL „Ég fékk að vita af breyttum vistunarstað eftir óform- legum leiðum, sem er mjög óeðli- legt,“ segir Sveinn Andri Sveins- son, lögmaður hnífstungumanns- ins. Hann furðar sig á því að stjórnvöld sem hafa lagt mikla áherslu á að farið væri í einu og öllu að lögum við ákvörðun um hver skuli fara með lög- sögu í málinu skuli ekki hafa gætt þess að tryggja að ákærði og lögmaður hans yrðu upplýstir um flutning hans í vörslu varnarliðsins. Þeirra réttur hafi í raun verið sniðgenginn. Hann segir líklegt að allir hafi verið svo uppteknir af því að ná samningum á milli ráðuneyta, varnarliðsins og saksóknara að gleymst hafi að sakborningur væri í málinu og verjandi að vinna fyrir hann. Þetta hafi verið afgreitt eins og hver önnur vörusending. „Bæði ég og hann erum ágætlega sáttir við niðurstöðuna,“ segir Sveinn Andri. Hins vegar finnst honum mjög óeðlilegt að vera ekki með í ráðum. „Hvorugur okkar hefur hugmynd um á hvaða skilmálum hann fór á varnarsvæðið.“ Sveinn Andri segir að spurn- ingin um lögsöguna hafi verið skilin eftir opin. Breyttur vistar- staður sé fyrsta skrefið í að færa lögsöguna nær varnarliðinu. „Ég fæ ekki annað séð en að gæslu- varðhald í skilningi íslenskra laga sé lokið. Ríkissaksóknari getur ekki falið öðru ríki að framkvæma gæsluvarðhald, það á sér ekki lagastoð.“ Hann segir hluta af breyting- unum hafa verið til að fá að yfir- heyra varnarliðsmennina fjóra. Nú sé hins vegar að sjá hvað Hæstiréttur geri í dag þegar kæra á gæsluvarðhaldsúrskurð verður tekin fyrir. „Ég er á því að málið verði fellt niður. Úrskurð- urinn frá Hæstarétti sem beðið er eftir er orðinn óþarfur. Á sín- um tíma kröfðust Bandaríkja- menn þess að fá lögsögu yfir hon- um en til vara að þeir tækju að sér gæslu hans.“ Varnarliðsmaðurinn hefur þjálfun sem herlögreglumaður en starfar við viðhald á öryggisbún- aði hjá flotanum. Sveinn segir að mögulega gæti verið freistandi fyrir hann að vera dæmdur af ís- lenskum dómstólum í von um létt- ari dóm. Það sé tvennt sem reyni á, neyðarvörnin og refsiþyngdin. „En fyrst og fremst er hann hermaður og vill vera áfram í hernum. Ef yf- irboðarar hans vilja rétta í málinu þá vill hann það líka.“ hrs@frettabladid.is DANMÖRK Áfengisneysla í Dan- mörku hefur aukist verulega á síðustu þremur áratugum. Hátt í fimm prósent landsmanna látast fyrir aldur fram af völdum óhóf- legrar neyslu áfengra drykkja, samkvæmt nýrri rannsókn á veg- um danskra heilbrigðisyfirvalda. Sérfræðingar telja að skýring- anna á hárri tíðni dauðsfalla sé fyrst og fremst að leita í aukinni neyslu. Hver Dani drekkur nú að meðaltali 11,5 lítra af hreinum vínanda á ári. Þetta er meira en helmingsaukning frá því á sjö- undaáratugnum en þá dóu aðeins um tvö prósent þjóðarinnar af völdum ofdrykkju. Drykkjan hefur einkum aukist í aldurshópnum 16 til 24 ára. ■ VARASAMAR VEIGAR Óhófleg áfengisneysla dregur um fimm prósent Dana til dauða. Aukin áfengisneysla: Danir drekka sig í hel SVEINN ANDRI SVEINSSON, LÖGMAÐUR HNÍFSTUNGUMANNSINS Sveinn Andri segir úrskurð Hæstaréttar um gæsluvarðhald mannsins óþarfan. Réttur ákærða sniðgenginn Sveinn Andri Sveinsson, réttargæslumaður varnarliðsmannsins, furðar sig á að ríkissaksóknari hafi ekki tryggt að ákærði og réttargæslumaður yrðu upplýstir um breyttan vistunarstað. ■ Fyrst og fremst er hann her- maður og vill vera áfram í hernum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Vikingaskipið Íslending- ur: Skrópaði á Írskum dög- um VONBRIGÐI Víkingaskipið Íslend- ingur brást vonum Skagamanna þegar það mætti ekki til leiks á Írska daga sem haldnir voru há- tíðlegir um helgina. Koma skipsins hafði verið und- irbúin á Akranesi og til stóð að bjóða fólki að skoða skipið og jafnvel láta með því úr höfn. Að- standendur hátiðarinnar fengu þær skýringar að skipið væri fast í Grindavíkurhöfn. Ekki náðist í eiganda Íslendings vegna þessa. ■ JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Átelur félagsmálaráðherra fyrir að ætla að láta úrskurðinn standa en breyta ekki lög- um þannig að orlof verði greitt. Orlof ekki greitt: Óviðunandi mismunum FÆÐINGARORLOF „Mér sýnist að þetta leiði til þess að það skapist réttaróvissa sem ekki verður eytt nema með lagabreytingu eða fyrir dómstólum,“ segir Jóhanna Sig- urðardóttir, þingmaður Samfylk- ingar, um þá niðurstöðu úrskurð- arnefndar fæðingarorlofsmála að foreldrar eigi ekki rétt á greiðslu orlofs fyrir þann tíma sem þeir eru í fæðingarorlofi. Jóhanna segir niðurstöðuna skapa mikla mismunun á foreldr- um í fæðingarorlofi eftir því hvort þeir vinni fyrir hið opinbera eða einkaaðila. „Þessi úrskurður þýðir, ef honum verður ekki hnekkt, að foreldrar á almenna markaðnum hafa þremur vikum skemmra fæðingarorlof en þeir sem eru á opinbera markaðnum.“ Ekki náðist í Árna Magnússon félagsmálaráðherra í gær. ■ Flóðin í Kína: 500 látnir PEKING, AP Flóð og aurskriður hafa orðið rúmlega 500 manns að bana í Kína frá því flóðatíminn hófst í júníbyrjun. Í gær varð skriða í miðhluta landsins að minnsta kosti fjórum að bana, en leitað var að tuttugu manns að auki. Þá var leitað að fimmtíu manns sem óttast var að hafi farist þegar skriða féll í suðurhluta landsins. Um það bil ein og hálf milljón manna standa vaktir við fljótið Huai í Anhui-héraði til þess að fylgjast með hvort flóðgarðar haldi. ■ KARLAR L U J T Mörk Stig Þróttur 10 6 0 4 18:13 18 KR 10 5 2 3 12:12 17 Fylkir 9 5 1 3 13:7 16 Grindavík 9 5 0 4 14:15 15 ÍBV 10 4 1 5 16:15 13 Valur 9 4 0 5 12:15 12 KA 9 3 2 4 13:12 11 FH 9 3 2 4 14:15 11 ÍA 9 2 4 3 11:12 10 Fram 8 2 2 4 10.17 8 KA-ÍBV 3:1 ALLT Á FLOTI Starfsmenn papp- írsverksmiðju reyna sitt besta til að bjarga fram- leiðslunni. Samtök atvinnulífsins: Eins og lagt var upp með FÆÐINGARORLOF „Við teljum úr- skurðinn vera í samræmi við fyr- irkomulagið sem var ákveðið þegar lögum um fæðing- arorlof var breytt fyrir tveimur árum,“ segir Ari Edwald. Ari segir breyt- inguna sem gerð var á lögunum fyrir tveimur árum hafa verið gríðarlega og mikinn ávinning fyrir foreldra. „Það var hins vegar ekki gert ráð fyrir því að orlof kæmi ofan á það og það var ekki inni í neinu kostnað- armati.“ Að sögn Ara fælist 10,7% aukakostnaður í breytingunni. „Starfsmönnum hins opinbera eru á mörgum sviðum ætluð meiri og betri réttindi en fólki á hinum al- menna vinnumarkaði. Þetta er auðvitað óviðunandi staða en það er ekki hægt að setja endalausar klyfjar á atvinnulífið.“ ■ ARI EDWALD „Opinberir vinnuveitendur hljóta að þurfa að laga sig að raunveruleikan- um.“ Rannsóknarnefnd flug- slysa: Verra ástand flugbrautar FLUG Rannsóknarnefnd flugslysa hefur lokið rannsókn á atviki sem varð á Hornafirði í desember árið 2001, þegar vél í áætlunarflugi frá Reykjavík rann út af flugbrautinni eftir lendingu. Í niðurstöðum rannsóknarnefnd- arinnar segir að ástand flugbraut- arinnar hafi verið verra en fram hafi komið í veðurskeyti og í ástandslýsingu sem flugmenn fengu í fjarskipum. Að mati nefnd- arinnar hefði átt að koma til álita að hætta við lendingu áður en flugvél- in snerti flugbrautina og bíða með- an él gengu yfir. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.