Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 38
14. júlí 2003 MÁNUDAGUR18 FAST AND T... 5.50, 8, 10.10 b.i 12 THE MATRIX R.. kl. 10 b.i 12 BRINGING DOWN THE H... kl. 4 og 6kl. 6, 8, og 10 bi 14 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 b.i. 12 ára kl. 6NÓI ALBINÓI kl. 6 og 8 RESPIRO kl. 8 og 10 b.i. 12THE MATRIX REL... kl. 4,JOHNNY ENGLISH kl. 5, 8 og 10 Sýnd í lúxus kl. 5 og 8 VIP TÖFRABÚÐ. m/ísl. ANGER MANAGEMENT 5.45, 8, 10.30 Sýnd kl. 4, 7 og 10 b.i. 12 ára Sýnd kl. 4, 6 og 8 sýnd kl. 5.40, 8, og 10.20 Sýnd í lúxus kl. 3.40, 6, 8.30 og 10.50 kl. 5.40, 8 og 10.20 b.i. 14DARK BLUE DUMB AND DUMB... 4, 6, 8 og 10 AGENT CODY BANKS kl. 3.40 SKÓGARLÍF 2 m/ísl. kl. 4 KANGAROO JACK kl. 4, 6 og 8 DARK BLUE kl. 8 og 10 b.i 16 Umfjölluntónlist             Fyrir ferðina GILOFA 2000 Upplagðir fyrir flugið Fást í flestum apótekum, t.d. í Lyf og heilsu, Lyfju og Ilskinn, Háaleitisbraut. kl. 4 Tilb. 500 kr. hvað?hvar?hvenær? 11 12 13 14 15 16 17 JÚLÍ Mánudagur Viðtöl vegna vegabréfsáritana til Bandaríkjanna Frá og með 1. ágúst n.k. þurfa umsækjendur vegabréfsáritana til Bandaríkjanna að koma til viðtals í sendiráðið. Tekið verður á móti umsækjendum á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudög- um og föstudögum milli klukkan átta og tíu. Ekki er þörf á að panta tíma fyrirfram. Umsækjendur geta búist við að það taki u.þ.b. eina klukkustund að fylla út umsóknina, borga áritunar- gjaldið (sem er $100) og tala við ræðismanninn. Umsækjendur, að undanskildum börnum undir 16 ára aldri, þurfa að mæta í eigin persónu. Áritunin er tilbúin til afhendingar innan fimm virkra daga. Einnig er hægt að skilja eftir merkt umslag með greiddu póstburðargjaldi til að fá áritunina senda í pósti. Þeir sem hafa vegabréf með tölvulesanlegri rönd þurfa ekki árit- un vegna ferða til Bandaríkjanna sem vara skemur en 90 daga. Allar nánari upplýsingar má finna á www.usa.is Sendiráð Bandaríkjanna Interviews for U.S. Visas Effective August 1, applicants for U.S. visitors’ (including stu- dent, exchange, business, work, and tourism) visas must come to the Embassy to be interviewed. Visa services will be availa- ble on a walk-in basis to applicants arriving at the Embassy between 8 and 10 a.m. on Mondays, Tuesdays, Thursdays, and Fridays. Applicants should be prepared to spend at least an hour at the Embassy to complete their applications, pay the $100 processing fee, and be interviewed by the consul. App- licants, with the exception of children under age 16, must app- ear in person. Visas will be available for pick-up within five business days or sent by mail to applicants who provide a self- addressed envelope with the correct postage. Holders of machine-readable Icelandic passports continue to be visa-ex- empt for most U.S. travel of less than 90 days. See www.usa.is for further information. Embassy of the United States TÓNLIST Eins og allir vita var söngv- ari og lagasmiður Foo Fighters, Dave Grohl, trommari í Nirvana. Þar fékk hann aðeins að berja húðir og fékk aldrei að ota sínum tota í lagasmíðum, sem voru alfarið í höndunum á andhetjunni Kurt Cobain. Meðan sveitin starfaði var Grohl duglegur við að hljóðrita eig- in lög í kjallaranum heima hjá sér. Hann gaf nokkur þeirra út á kassett- um en ætlaði sér aldrei neitt meira. Tveimur mánuðum áður en Kurt Cobain framdi sjálfsmorð átti Nir- vana bókaðan tíma í hljóðveri. Þar hafði sveitin ætlað sér að gera nokkrar prufuupptökur fyrir það sem átti að verða fjórða breiðskífa hljómsveitarinnar. Hljóðverið var bókað í þrjá daga. Þegar Kurt lét ekki sjá sig plataði Dave bassaleik- arann Krist Novoselic til þess að þrykkja inn nokkrum grunnum að lögum sem hann hafði samið. Cobain skreið inn í hljóðverið á þriðja degi og það var þá sem sveitin hljóðritaði lagið vinsæla „You Know You´re Right“. Öll lögin sem Grohl og Novoselic höfðu leikið sér að end- uðu á fyrstu plötu Foo Fighters. Grohl lét lítið fyrir sér fara fyrstu fjóra mánuðina eftir sjálfs- morð Cobains. Eftir það fékk hann Barrett Jones með sér í hljóðver og saman hljóðrituðu þeir fyrstu plötu Foo Fighters. Grohl hafði lítinn áhuga á því að hefja sólóferil og hlóð því utan um sig góðum mönnum. Bassaleikarinn og trommarinn komu úr hljómsveitinni Sunny Day Real Estate, sem splundraðist eftir að söngvarinn frelsaðist og sneri baki við rokkinu. Gítarleikarinn Pat Smear, fjórði liðsmaður Nirvana á tímabili, var fljótlega ráðinn. Sveitin tók nafn sitt eftir deild innan bandaríska hersins sem rann- sakaði fljúgandi furðuhluti. Frá því að Foo Fighters varð formlega hljómsveit árið 1995 hafa þó orðið nokkrar mannabreytingar. Í dag trommar Taylor Hawkins auk þess sem gítarleikarinn Chris Shiflett leikur á gítar eftir fráhvarf Smear. biggi@frettabladid.is Það er vel við hæfi að Grandaddygefi út að sumri til enda engu lík- ara en sólargeislarnir í Kaliforníu rati inn á upptökur þeirra. Ég hef beðið eftir þessari plötu með tölu- verðri eftirvæntingu alveg frá því að sveitin gaf út meistarastykki sitt „The Sophtware Slump“ árið 2000. Sveitin hefur í gegnum árin náð að þróa allsérstæðan hljóðheim byggðan á gömlum hljómborðs- skemmturum, engilmjúkri röddu söngvarans, effektum og hefðbund- inni hljóðfæraskipan. Lög sveitar- innar byggjast svo oft á sterkum kaflasveiflum, þannig að stundum virðist eins og skipt sé um lag, en það fer minnkandi með þessari plötu. Annars er Sumday alveg prýðisplata og engin vonbrigði. Fallegur fylgifiskur síðustu plötu þrátt fyrir að hún nái henni ekki í gæðum. Þessi á án efa eftir að end- ast lengi í tækinu þar sem hún vinnur á við hverja hlustun. Tón- arnir eru enn mjúkir, jafnvel mýkri en áður, en sveitin gerir engar tilraunir til þess að þróa stíl sinn áfram. Nokkur lög komast í hóp bestu laga sveitarinnar, svo sem „I’m On Standby“ og hið magnaða „Saddest Vacant Lot in the World“ þar sem heyra má greinilega áhrif frá seinni tíma plötum The Beach Boys. Sem sagt, plata langt yfir meðal- lagi frá frábærri sveit sem kærir sig kollótta um glaum og glys. Þetta er líklegast ein vinalegasta hljómsveit rokksins í dag. Birgir Örn Steinarsson Mjúkur og vina- legur fylgifiskur GRANDADDY: Sumday FOO FIGHTERS Foo Fighters er nú búin að gera fleiri plötur og eiga fleiri smelli en Nirvana. Lög á borð við „Walking After You“, „Monkey Wrench“, „Learn to Fly“, „I’ll Stick Around“ og „All My Life“ eiga bókað eftir að hljóma í Höllinni. Syngjandi trommuleikarinn Á föstudaginn hefst miðasala á tónleika Foo Fighters í Laugardalshöll 26. ágúst næstkomandi. Það ætti ekki að koma neinum á óvart ef miðar seljast upp.  14.00 Félagsvist verður í Félags- miðstöðinni Aflagranda.  Jóhann Örn Ólafsson, danskennari í Danssmiðjunni, ætlar að kenna línudans í Vík í Mýrdal, sem er fyrsti áfangastaður hans á hringferð um landið í tilefni af 10 ára afmæli Danssmiðjunnar.  Tónleikar með Möggu Stínu á Gauknum.  Haldið verður upp á Bastilludaginn á Kránni, Laugavegi 73, með léttvíni, ostum og lifandi tónlist. Gamli refurinn Jack Nicholsonstóð við bakið á frönskum koll- egum sínum þeir trufluðu tökur á nýjustu mynd hans sem fara fram í París. Leikararnir eru í verkfalli vegna lágra launa. Jack var við tökur á brú einni í borginni þeg- ar hópurinn mætti á svæðið og neitaði að færa sig. Jack reif gjallarhornið af leik- stjóranum og kynnti sér málið. Eftir að hafa hlustað á kollega sína tók hann upp hanskann fyrir þá í stað þess að reyna að losna við þá. Leikkonan Melanie Griffith hefurtekið að sér hlutverk Roxie Hart í söngleiknum Chicago á Broadway. Hún segist áður hafa sótt um stöð- una en þá verið hafnað. Hún segist einnig mjög glöð yfir því að fá hlut- verk í söngleik sem nú þegar hef- ur slegið í gegn. Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.